Vísir - 16.03.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 16.03.1977, Blaðsíða 3
vism Miövikudagur 16. mars 1977 3 Loðnubrœðslunefndin skilar áliti: TÆKI FLOTANN MANUÐ AÐ VEIÐA UPP ALLA LOÐNUNA — við bestu aðstœður og ef afkastageta loðnubrœðslanna vœri í samrœmi við veiðimöguleika skipanna Gengiö er út frá þvi aö ársafl- inn af loönu veröi 1 milljón tonn á næstu árum og veiöar veröi stundaöar 6 til 9 mánuöi ársins. Þetta er i samræmi viö álit fiskifræöinga á veiöiþoli stofns- ins sem nú stendur. Hvorki viröist þurfa aö fjölga nótaveiðiskipum landsmanna né stækka þau til að veiða það magn samtals sumar og vetur. Um áttatiu skip voru að loðnu- veiðum þegar flest var i vetur og „meðalfullfermi” þeirra samtals um 30 þúsund tonn. bau yrðu þvi við bestu aðstæður ekki nema 35 daga að fá 1 milljón tonn. Heildarafkasta geta islenskra loðnuverksmiðja er einnig nægileg til að vinna úr einni milljón tonna af loðnu auk úrgangs frá annarri fiskvinnslu og fyrirsjánlegs magns af kol- munna og spærlingi. Samtals er núverandi afkastageta um 12 þúsund tonn á sólarhring það er verksmiðjurnar væru ekki nema um 85 sólarhringa að vinna úr 1 milljón tonna. Þetta kemur fram i áliti þeirrar nefndar sem sjávarút- vegsráðherra Matthias Bjarna- son skipaði tii að gera úttekt á stöðu loðnubræðsla hér á landi og hvaö gera ætti i málum þeirra. Hagkvæmara að stækka þrær en byggja verksmiðjur Nefndinsegir þrær vera alltof litlar. Nú geti þær að meðaltali geymt hráefni til tólf daga vinnslu en þyrfti að vera fyrir manaðarvinnslu. Segir nefndin að reiknað hafi verið út að það sé 4 til 5 sinnum hagkvæmara að auka löndunarmöguleika en byggja nýjar verksmiöjur. Þá er lagt til að flutningaskip verði reynt siðari hluta þessa árs. Segir ab ef vel takist til megi auka veiðimagnið um áttatiu til hundrað þúsund tonn með einu 4 til 5 þúsund tonna flutningaskipi. Þó bræðsluskip hafi kosti í för með sér fyrir veiðiflotann myndi tilkoma þess stytta reksturstima verksmiðjanna i samræmi við afkastagetu þess. Nú er hann 6—7 vikur á ári að meðaltali. Er ekki talið að hægt sé að skapa þess konar skipi vinnsluskilyrði allt árið. Nýta betur gamlar verksmiðjur. Þrjár til fimm verksmiðjur sem ekki hafa verið I gangi, myndu auka ársaflann um 50 þúsund tonn ef þeim yröi komiö 1 lag. Ekki þarf mikinn tilkostn- að til þess. 1 tillögum loönubræðslu- nefndarinnar er sagt að þörf sé aö lifrarbræðslum á tiu út- gerðarstöðum i viðbót viö þá 24 til 27 þarsem þar eru fyrir. Slikt myndikostað til 6 milljónir sem nefndin segir vera andvirði góðs lifrarlýsis úr tvö til þrjú þúsund tonnum af bolfiski. Ef farið yrði út i aö reisa nýja og mjög fullkomna verksmiðju segir nefndin það liklega rétt að hún y rði ekki stærri en 250 til 300 milljónir, en þó þannig að unnt væri að stækka hana. Segir nefnd ýmislegt mæla með aö hún yrði reist á noröanveröu Snæfellsnesi. Þróarrými er alltof litiö segir nefndin, en stækkun hráefnis- rýmis væri fjórum til fimm sinnum hagkvæmari leiö til aö auka löndunarmöguleika, en bygging nýrra verksmiöja. Ljósmynd Vísis Jens „Eitt sinn skáti ávallt skáti”. óskar Pétursson aöstoöar ungan skáta á móti á Úlfljótsvatni. Skátar halda veglegt lands- og afmœlismót að Úlfljótsvatni í sumar Innlendir.og erlendir skátar munu fjölmenna aö Úlfljóts- vatni dagana 17. til 24 júli i sumar. Þar veröur haldiö 17. landsmót skáta, sem um leiö er afmælismót þar sem 65 ár eru liöin frá stofnun skátahreyf- ingarinnar á tslandi og 70 ára afmæli skátastarfs I heiminum. Mótið stendur i átta daga og mótsgjald veröur 13.500 kr og er innifalið fullt fæði, móts- merki, dagskrárbók og þátttaka i allri dagskrá sem er mjög fjöl- breytt. Aö venju verður veittur systkina afsláttur til að létta skátafjölskyldum að sækja mót- ið. Skipulag tjaldbúða verður á þann hátt, að almennum þátt- takendum verður skipt niður á sex torg og hið sjöunda verður fyrir fjölskyldubúðir. Þær eru ætlaðar eldri skátum svo og foreldrum skáta sem hafa hug á að sækja mótið um lengri eða skemmri tima. A mótinu verður pósthús með sérstökum póststimpli, banki, minjagripaverslun og heilsu- gæslustöðiumsjá Hjálparsveita skáta og þar verður einnig læknir. Þá verður starfrækt ferðaskrifstofa sem mun sjá um og skipuleggja feröir á nær- liggjandi söguslóðir. Mótið hefur vakið athygli erlendis og er búist við að þaö sæki allt að 250 erlendir þátttak- endur og eru flestir þeirra frá Norðurlöndum. — SG. Hver fjögurra manna fjölskylda á að meðaltali eitt útvarps- og eitt sjónvarpstœki Flest litasjónvarpstœkjanna á höfuðborgarsvœðinu Ibúar Stór-Reykjavikur- svæöisins hafa veriö fyrstir tii aö veröa sér úti um litsjón- varpstæki. Þrir fjóröu hlutar allra slikra tækja á landinu eru skráö þar, en á þessu svæöi býr um helmingur þjóöarinnar. Að meðaltali eru fjórir islend- ingar um hvert skráö sjón- varpstæki i landinu og um hvert útvarpstæki eru rúmlega þrir. Alls eru skráð um 62000 út- varpstæki og 54000 sjónvarps- tæki hjá einstaklingum, en auk þess eru 2400 útvörp og 1350 sjónvörp skráð i eigu fyrirtækja og skipa og báta. Alls hafa verið skráö á land- inu 1121 litsjónvarpstæki. Þar af eru 802 á Stór-Reykjavikur- svæðinu. Annars staðar eru lit- stjónvörp mun færri að tiltölu. Flest útvarps- og sjónvarps- tæki i skipum og bátum utan Reykjavikur eru i Vestmanna- eyjum, en 71 bátur þaðan hefur útvarp og 70 hafa sjónvarp.gj UMFANGSMIKILL HASSSMYGL- ARI HEFUR LOKS JÁTAÐ Eins og Visir skýröi frá I gær er rannsókn nú lokiö á stóra fikniefnamáiinu sem kom upp i fyrra. Sá sem þá flutti inn mikiö magn af hassi hefur viðurkennt aöild sina aö málinu og auk þess átt þátt i smygli og dreifingu á sex kilóum af marihuana, mán- uðina mars til nóvember 1976 og smygli á rúmu kilói af hassi i janúar siðastliönum. Þetta kemur fram i frétt frá sakadómi i ávana- og fikniefna- málum sem send var út siðdegis i gær. 1 hinu fikniefnamálinu sem verið hefur til rannsóknar er upplýst um sjö ferðir til Rotterdam frá miðju ári i fyrra þar til i janúar 1977. Þaðan voru flutt yfir 10 kiló af hassi og lagði lögreglanhald á 1,5 kiló I janúar er upp komst um smyglið og rannsókn hófst. Þrir aðilar að jafnaði lögðu fram fé til hverra efniskaupa, en svo voru það ýmsir sem sáu um sendingar hingað til lands. Sendinefnd héðan kannaði markaðsmálin í Nígeríu Aö frumkvæöi ólafs Jóhannessonar, viöskiptaráö- herra fór viöskiptanefnd til Nigeriu og dvaldi I Lagos dagana 6.-12. mars s.l. Ráögert haföiverið aö nefndin færi fyrr, m.a. vegna vandamála I sam- bandi viö skreiðarsölu, en stjórnvöld Nigeriu voru ekki reiöubúin aö taka á móti henni fyrr en nú I marsmánuði. Nefndina skipuöu: Stefán Gunnlaugsson. deildarstjóri i viöskiptaráöu- neytinu, sem var formaður nefndarinnar. Valgarð Ólafsson, sölustjóri, Sölusambandi isl. fiskframleið- enda. Karl Njálsson, fiskframleið- andi i Gerðum. Ólafur Guðmundsson, framkvæmdastjóri söluskrifstofu Sölumiðstöðvar hraöfrystihúsanna i London. Gylfi Þór Magnúson, fram- kvæmdastjóri Sölustofnunar lagmetis. Haukur Heiðar, forstöðu- maður, hjá Landsbanka Islands. Valtýr Hákonarson, aðstoðar- forstjóri Eimskipafélags Islands hf. Tilgangur ferðarinnar var að kanna möguleika á auknum viöskiptum milli landanna. Kynnti nefndin sér sérstaklega sölumöguleika á freðfiski, salt- fiski og lagmeti og verður áfram unnið að þessum málum. Ekki var talin ástæöa til að ræða verulegaum skreiðarsölumálin, þar sem gengið er út frá aö þau vandamál séu leyst i bili.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.