Vísir - 18.04.1977, Qupperneq 10

Vísir - 18.04.1977, Qupperneq 10
10 Mánudagur 18. april 1977 VISIR VÍSIR Otgefandi :Keykjaprent hf Framkvæmdastjóri'.DavfÁ Guhmundsson Kitstjórar:l»orsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Kitstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Fréltastjóri erlendra frétta: Guömundur Pétursson. Um- sjón meö helgarblaði: Arni Þórarinsson. Biaöamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. GuÖfinnsson, Elias Snæland Jónsson, Finnbogi Hcrmannsson, Gubjón Arngrimsson, Kjartan L. Pálsson, óli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guövinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjónsson. Akureyrarritstjórn: Anders Hansen. Ctlitsteiknun: Jón óskar Hafsteinsson og Magnús ólafsson. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Sölustjóri: Páll Stefánsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurösson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Auglýsingar: Siöumúla 8. Sfmar 11660. 86611. Askriftargjaid kr. 1100 á mánuöi innanlands. Afgreiösla: liverfisgata 44. Sfmi 86611. Verö f lausasölu kr. 60 eintakiö. Kitstjórn: Slöumúla 14. Sími 86611, 7 Ifnur. Prentun: Blaöaprent hf. Tilraun til smáuppskurðar Alþingi fékk nýlega til meöferðar ályktunartillögu, sem varöar miklu fyrir réttindi bændastéttarinnar í landinu. I raun og veru stendur Alþingi frammi fyrir þeirri ákvörðun, hvort það er reiðubúið til að leysa bændur úr þeim f jötrum, sem stærsta afurðasalan í landinu hefur haldið þeim i. Sú regla hefur gilt gagnvart bændum, að rekstrar- og afurðalán þeirra hafa verið greidd til afurðasölu- fyrirtækjanna. Sum þeirra hafa að vísu beint þeim án tafartil bændanna sjálfra. Samvinnuhringurinn hef- ur á hinn bóginn tekið þau inn í eigin rekstur og þving- að bændur til vöruskiptaverslunar i stað eðlilegra pen- ingaviðskipta. Fyrir vikið hafa bændur ekki fengið laun sín greidd fyrr en seint og um síðir. Bændur hafa í vetur efnt til uppreisnarfunda gegn þessu kerfi. Einn af þingmönnum húnvetninga og skagfirðinga, Eyjólfur Konráð Jónsson hefur, aug- Ijóslega í tengslum við þessa bændauppreisn, lagt til að Alþingi feli ríkisstjórninni að hlutast til um að við- skiptabankarnir greiði afurða- og rekstrarlánin beint til bændanna. Hér?r í raun og veru um svo sjálfsagt mál að ræða, að furðu gegnir að því skuli ekki hafa verið hreyft fyrr á löggjafarsamkomunni. önnur lán af þessu tagi eru að sjálfsögðu greidd beint til framleiðenda eins og í sjávarútvegi. Þetta á að sjálfsögðu að vera grundvallarregla og með öllu ástæðulaust að láta bændur sitja við annað borð í þessu efni en aðra framleiðendur. Hinn pólitíski armur Samvinnuhringsins, sem á sautján fulltrúa á Alþingi, hefur eðlilega snúist gegn þessari tillögu. Hringurinn hefur fram til þessa getað leikið sér talsvert með þetta lánsfé bændanna í ýmiss konar tilgangi. Andstaða pólitískra hagsmunagæslu- manna Samvinnuhringsins kemur því ekki á óvart. En þrátt fyrir þessa andstöðu ætti að vera meiri- hluti í þinginu fyrir þessari réttarbót. Flutningsmaður er i röðum sjálfstæðismanna, sem eðli máls sam- kvæmt ættu að fylgja málinu einarðlega. Þá hafa þingleiðtogar beggja stjórnarandstöðuf lokkanna, Gylfi Þ. Gíslason og Lúðvik Jósepsson, lýst stuðningi við þá grundvallarbreytingu, sem hér er um rætt. Bændur eiga að sjálfsögðu að njóta sömu aðstöðu í þessu efni og útvegsmenn. I raun og veru snýst þessi þingsályktunartillaga því um það, hvort Alþingi vill viðhalda þeirri mismunun, sem átt hefur sér stað, eða samþykkja réttarbót. En heldur liti það kynlega út, ef niðurstaðan yrði sú, að hagsmunir Samvinnuhringsins yrðu teknir fram yfir hagsmuni bændanna. Tillögu þessa verður að skoða sem tilraun til smá- uppskurðar á kerf inu. Fyrir þá sök er hún markverð og afgreiðsla þingsins verður um leið nokkur próf- steinn á raunverulegan vilja þingmanna til þess að stokka upp úrelt kerfi mismununar og forréttinda- fyrirgreiðslu. Ástæða er til að lýsa eftir f leiri tillögum af þessu tagi. Þetta blað hefur áður vakið athygli á tillögu, sem einnaf þingmönnum austfirðinga, Sverrir Hermanns- son, hefur lagt fram og gerir ráð fyrir að ríkið selji bændum graskögglaverksmiðju, sem starfrækt er í Flatey í Austur-Skaftafellssýslu. Vitaskuld eiga bændur sjálfir eða samtök þeirra að hafa slíkan rekst- ur með höndum. Þessi tillaga hefur ekki enn fengið afgreiðslu í þinginu. Mál þessi snúast um það, hvort Alþingi lítur á bændur sem olnbogabörn eða sjálfstæða framleiðend- ur. Og smáuppskurðir af þessu tagi beinast að grund- vallaratriðum. Auka þarf samstarf afreksíþróttamanna og atvinnufyrirtœkja 1 slðustu grein var fjallaö um fyrsta möguleikann um stefnu- mótun islenskra iþrótta þ.e.a.s. aö starfaö veröi áfram óbreytt eins og veriö hefur. i þessari grein veröur fjallaö um annan möguleikann, sem kemur til greina. Munur á aðstöðu Þessi möguleiki byggist á þvi hvort islenska þjóöin, Iþrótta- leiötogar, rikisstjórn og skatt- greiöendur vilja stefna aö þvi aö Iþróttahreyfingin vinni mark- visst að afreksiþróttum (elite) og miöi starf sitt viö aö fá fram afreksiþróttamenn á heims- mælikvaröa. Ef þetta er gert aö markmiði, þarf aö breyta ýmsu. Viö núver- andi aöstæöur keppa Islenskir iþróttamenn á Olympiuleikum, heimsmeistaramótum og svip- uðum stórmótum viö iþrótta- menn frá þjóðum, sem styrkja sina menn þaö mikiö aö i mörg- um tilvikum er íþróttin þeirra aöalstarf. Þeim er þvi kleift aö helga sig iþróttinni algerlega, án þess aö bera skaöa af. Þaö skiptir ekki máli hvort þessir iþróttamenn koma úr austri eða vestri. Hiö opinbera i þessum löndum eöa hálfopinbera, eins og t.d. ýmis stór fyrirtæki ráöa „áhugaiþróttamenn” i þjónustu sina og borga þeim góö laun, án þess aö ætlast til mikillar vinnu, annarrar en Iþróttaæfinga. Auk þess fá Iþróttamennirnir ýmsa opinbera styrki frá Iþrótta- hreyfingunni, þannig aö fjár- hagslegur hagnaöur getur veriö töluveröur fyrir afreksiþrótta- manninn. Þrátt fyrir aö viö islendingar förum töluvert ööruvisi aö en áöurnefndar þjóöir, kemur þaö einstaka sinnum fyrir aö fram á sjónarsviöið koma einstakling- ar, sem eru fullkomlega sam- keppnisfærir viö bestu iþrótta- menn annarra þjóöa. En viö skulum gera okkur þaö alveg ljóst, aö þaö veröur æ erfiöara og sjaldgæfara vegna þess mun- ar, sem nú er á aöstööu til keppni og æfinga hér á íslandi borið saman viö flest önnur riki. Auka þarf f jármagn til að styrkja íþróttamenn Sé þaö yfirlýstur vilji sérsam- banda Iþróttasambands ís- lands, aö stefna beri að þvi aö fá fram afreksiþróttamenn á al- þjóðamælikvaröa, hlýtur skil- yrðiö aö vera þaö aö Islenskir iþróttamenn fái sambærilega aöstöðu til þjálfunar og keppni og keppinautarnir. Ef uppfylla á þá kröfu þurfa aö eiga sér staö mjög róttækar breytingar á skipulagi, starfs- háttum og ekki hvað sist fjárhag tþróttasambands Islands og sérsambanda þess. Vegna þess aö mikill munur er á raunveru- legum möguleikum hinna ýmsu sérsambanda til að vinna aö af- reksiþróttum, en raunverulegir möguleikar hljóta aö ráöast af t.d. Iþróttaheföum, tekjum af á- horfendum auglýsingum o.s.frv., veröur hér aðeins drep- iö á nokkur almenn atriði er gera veröur kröfu til aö veröi uppfyllt. Þaö mun þurfa aukið fjár- magn til aö styrkja þá iþrótta- menn, sem telja má til afreks- Iþróttamanna og þá efnilegu Iþróttamenn er búast má viö aö geti náö þessum gæöaflokki. Þvi næst er nauðsyn á aö i hverri Iþróttagrein séu margir mjög vel menntaöir þjálfarar. Þaö veröur aö gera kröfur til mjög aukinnar þjálfaramennt- unar og laun þjálfara veröa aö vera slik, aö þeir geti helgaö sig starfi sinu i engu minna mæli en Iþróttamennirnir. Ennfremur veröur aö gera kröfur til mjög mikilla umbóta I þjálfunaraöstööu, hús, tæki, vellir o.s.frv. og koma veröur upp raunverulegum þjálfunar- miöstöðvum meö allri þeirri aö- stööu er til þarf. Samvinna leið- toga, þjálfara, lækna, sálfræð- inga og annarra sérfræöinga er alger forsenda afreksiþrótta og þvi þarf aö koma sliku sam- starfi á. Kerfisbundin leit að íþróttaefnum Það veröur aö fara fram kerfisbundin leit að Iþróttaefn- -------v---------\ Jóhannes Sœmundsson skrifar þriðju grein sína um afreksíþróttir og rœðir m.a. um aukin fjórframlög til íþróttamanna, sé sérskóla fyrir afreksíþróttamenn og auglýsingasamstarf við atvinnufyrirtœki um, þvi nauösynlegt er aö finna efnilega Iþróttamenn þegar þeir eru mjög ungir ef iþróttamaöur- inn á aö eiga möguleika á því aö ná mestum hugsanlegum afrek- um. Kerfisbundin, markviss þjálfun viö hæfi hvers aldurs þarf aö hefjast snemma e.t.v. alveg frá 10 ára aldri eöa jafn- vel enn fyrr. öll þjálfun barna og unglinga veröur aö vera i höndum vel menntaöra þjálf- ara, þvi f Iþróttaþjálfun skiptir öllu aö rétt sé staöiö aö verki i upphafi. Skipulögö og kerfisbundin keppni og þjálfun veröur aö stór aukast. Safna veröur iþrótta- mönnum á þá staöi, sem hafa fullkomna aöstööu á kostnað t.d. félaga á smærri stööum þar sem æfingaaöstaða uppfyllir ekki al- þjóðlegar kröfur afreksiþrótta- manna. Efla veröur þau samtök, sem stjórna og skipuleggja Iþróttirn- ar og samstarf rlkisins og iþróttahreyfingarinnar, bæöi skólakerfiö, heilsugæslukerfiö og e.t.v. fleiri aöilja. Þvi veröur ekki á móti mælt aö viö þetta skipulag eykst hætt- an á að sumir iþróttamenn gætu farið illa félagslega séö vegna iþróttanna. Sumir missa af eöa sleppa möguleikum til mennt- unar eöa starfsþjálfunar vegna þess aö nám og vinna stangast á viö íþróttamennskuna. Þetta þekkist erlendis og er vanda- mál i ýmsum löndum. Sérskóli fyrir afreksmenn Þaö má einnig búast viö aö erfitt veröi aö skapa þá æfinga og keppnisaðstööu, sem þarf til þvi nú þegar heyrast raddir um aö alltof miklum fjármunum sé variö af almennings fé til iþróttamannvirkja og iþrótta yfirleitt. Erlendis hefur verið reynt aö leysa vandamáliö með skólagöngu og Iþróttaæfingar afreksmanna á þann hátt aö stofna sérstaka skóla, sem eru aö öllu leyti eins og almennir skólar, nema hvaö þangaö er safnaö efnilegum Iþróttamönn- um og nám og iþróttir skipulagt þannig að þaö rekist ekki á og allt gert til þess aö menn geti stundað sina iþrótt. Vegna fá- mennis okkar islendinga er ekki raunhæfur möguleiki aö stofna sérstaka skóla eöa deildir fyrir iþróttamenn, en þaö má fara aörar leiöir. T.d. fulloröins fræösla er Iþróttamenn gætu fengiö ef þeir einhverra hluta vegna teföust I skólagöngu vegna iþróttar sinnar, mögu- leikar á aö færa til próf svo þau rekist ekki á mikilvæga keppni, taka námiö á lengri tima án þess aö missa rétt til náms t.d. I háskóiagrein, og styrkir og lán til iþróttamanna svo þeir geti haldiö áfram námi óháðir at- vinnutekjum. Samstarf við atvinnuvegina Ef þessi stefna veröur valin verður aö stórauka samstarf viö atvinnuvegina. Samstarfiö gæti verið fólgiö I þvi aö at- vinnufyrirtæki réöu afreks Iþróttamenn I vinnu eöa styrktu þá. I staöinn myndi Iþróttamaö- urinn auglýsa fyrirtækiö og vinna fyrir þaö á ýmsan hátt með þátttöku sinni I iþróttum. fþróttamaöurinn væri þvi ekki einungis að auglýsa og kynna land sitt og þjóö, sem hlýtur aö vera stór liöur i viöleitni smá- þjóöar til aö halda sjálfstæöi sinu og viröingu meöal annarra þjóða, heldur myndi hann einnig geta kynnt og auglýst á áhrifa- meiri hátt en flestir aörir hvaö þessi þjóö hefur upp á aö bjóöa. Ef einhverjum finnst aö þessi stefna sé óframkvæmanleg vegna kostnaöar, þá vil ég benda á aö ef svipaöri upphæð og hiö opinbera ver til leikhúss- starfsemi væri varið til starf- semi Iþróttahreyfingarinnar myndi þaö duga sem opinber styrkur, og jafnvel sama fram- lag og er til sinfóniuhljómsveit- ar íslands myndi ná langt. En aö sjálfsögöu yröi jafn- framt aö gera ýmsar aörar ráö- stafanir, auk opinberra styrkja m.a. þaö'sem ég hef bent á hér aö framan.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.