Tíminn - 10.07.1968, Qupperneq 1

Tíminn - 10.07.1968, Qupperneq 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið í síma 12323 tWíKÍUl 140. tbl. — Miðvikudagur 10. júlí 1968 — 52. árg. Auglýsing i Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. Sjö ára ræktunartilraunir á Hvanneyri sýna: Kalkskortur á míkinn þátt í kali í túnum KJ-Reykjavík, þriðjudag. Áburðartilraunir, sem fram hafa farið á Hvann eyri undanfarin sjö ár, sýna það svo ekki verður um villzt að kalkleysi í túnum hér á landi, á stór an þátt í hinu mikla kali, sem orðið hefur svo áþreif anlega vart við núna í sumar. Magnús Óskarsson tilraunastjóri á Hvann eyri sagði í viðtali við Tím ann í dag, að það væri greinilegt að einhliða notk un Kjarna sem köfnunar- efnisáburðar, yrði þess valdandi, þegar til lengd ar lætur, að hættan á kal- skemmdum ykist mjög. Magnús Óskarsson tilrauna- stjóri sagði að núna yrði hvað úr hiverju farið að slá tilrauna reitina á Hvanneyri, og væri mismunurinn á himim ýmsu reitum mjög áberandi. Þeir reitir þar sem eingöngu hefði verið borinn á kalksalt pétur eða kalk frá Sements verksmiðjunni, ásamt öðrum áburðartegundum en Kjarnan um sleppt, væru kallausir, eða þá mjög óverulega kalnir. Hinsvegar væri kalið mjög áberandi í þeiim reitum þar sem kjarninn hefði eingöngu verið notaður, sem köfnun- arefnisáburður. Kæmi kalið I þeim reitum fram eftir því sem árin liðu, en lítill eða enginn munur sœist fyrstu ár- in. Þá sagði Magnús, að þeir á Hvanneyri hefðu með við- tölum við bændur reynt að komast að orsökum hinna mdklu kalskemmda. Vaeri greinilegt af þeim viðtölum, og þeirri reynslu sem fengizt hefði á Hvanneyri, og athug unum sem fram hefðu farið þar og víðar, að önnur atriði en kalkleysið, svo sem þjöpp un á túnum vegna aksturs drátarvéla, beit á túnum og hvernig tún væru slegin, hefðu mikið að segja í sam bandi við kal yfirleit.t Magnús sagði að margir bændur hefðu farið eftir ráð- leggingum, og notað kalksalt- pétur og kalk frá Sements verksmiðjunni til áburðar í auknum mæli. Innfluttur kalk saltpétur og kalkið frá Sem entsverksmiðjunni gerðu næst um hið sama, kalkið sem faest hjá Sementsverksmiðj- unni er aðeins vel hreinsaður og mulinn skeljasandur, eins og notaður er við sements- framleiðsluna. Þess má geta hér í fram haldi af ummælum Magnúsar tilraunastjóra, að í Englandd og Skotlandi og e.t.v. víðar kostar ríkið kalkáburð á tún bænda til að þau haldi sér vel, og er þettá til marks um það, hve mikil áherzla er lögð á kailknotkun á tún víða er- lendis. KJ—Reykjavík, þriðjudag. Eftir hálfan mánuð, eða 23. júlí kemur hingað tvö hundr- uð manna flokkur fallhlífastökksmanna úr brezka flughern- um, og munu þeir dvelja hér við æfingar í vikutíma. Vfirvöld í brezka flughernum fóru þess á leit við íslenzk yfir- völd, að leyfi yrði veitt til þess að fallhlífasveit frá brezka flughern- um fengi að æfa sig hér á landi. Ríkisstjórnin féllst á það snemma á þessu ári, að leyfa þessar æfing ar og koma Bretarnir því hingað núna eftir hálfan mánuð. Liðsfor- ingjar frá brezka flughernum komu hingað í vor til að athuga betur allar aðstæður og ákveða á hvaða stöðúm æfingarnar skuli fara fram. í fréttatilkynningu frá utanrík- isráðuneytinu um þetta efni segir að litið sé svo á, að bæði lasds- lag og loftslag á íslandi gefi góða möguleika til fjölbreytilegra æf- inga. Brian Holt, sendiráðsritari i brezka sendiráðinu, sagði frétta- manni Tímans í dag, að hér væri um að ræða hóp fallhlífastökkv- ara frá borginni Aldershot í Eng landi, rétt sunnan við London. Fall hlífastökkvararnir eru í sveit, sem nefnist First Parachute Bri- gade, og eru einna fremstir í sinni grein í Englandi, og þótt víð ar væri leitað. Hópurinn kemur hingað f flugvéi eða vélum frá brezka flughernum 23. júlí og hefur aðsetur á Keflavíkurflug- velli. Nokkru áður koma tæki og vistir hópsins sjóleiðis, og meðal þess sem Bretarnir koma með með sér, eru tvær þyrlur og bílar, j sem þeir munu nota til ferðalaga j hér. Auk Bretanna caka þátt í þess-1 um fallhlífastókkæfingum menn i frá varnarliðinu á Keflavíkurflug- • velli og frá fallhlífastökksdeild J Flugbjörgunarsveitannnar Munu flugbjörgunarsveitarmenn auk þess verða Bretunum hér til að stoðar og ráðleggingar i sambandi við staði og laridsháttu Talað hefur verið um, að fall- hlífastökksmennirnir haldi sýn- ingu hér í Reykjavík eða nágrenni en það fer að sjáltsögðu eftir því hvernig aðalæfingarnar hér ganga og ekki sizt eflir því hvernig viðr- ar, því að fallhlífastökksmenn eiga mikið undir veðri og vindum komið, eins og skiljanlegt er. 200 brezkir fallhlífar- hermenn æfa hér í viku Aðeins100sk£ á_síldvejðamar ^^minnhkipin^ fág^anborek; _afjajyrir__ norðan OÓ-Reykjavík, þriðjudag. 25 sfldveiðiskip eru nú far in á miðin í Norðurhafi. Flest þeirra munu enn á sigl ingu til miðanna, en láta mun nærrí að þangað sé fjögurra sólarhringa sigling, cn mörg skipanna lögðu af stað um og eftir síðustu helgi. Fyrsta sfldarfarminum í sumar var landað á Stöðv- arfirði á sunnudagskvöld. Einnig er byrjað að lesta sfld í flutningaskipið Haförn inn, sem kominn er á mið- in. Sfldin er á leið norður. Þá er „fljótandi sfldarplan“ á leið á miðin. Er það fær- eyskt skip, sem Valtýr Þor- steinsson hefur tekið á leigu. Um borð í því eru auk áhafn arínnar 25 stúlkur, sem salta um borð. Ekki er búizt við að nema um 100 skip sæki á þessi fjarlægu mið í sumar. I fyrra voru þau rúmlega heirringi fleiri. Reynslan varð sú, að það voru ekki nema stærstu síldveiðiskip- in, sem fengu það mikinn afla, að útgerðin borgaði sig. Síldveiðar á smærri skipunum var rekin með miklu tapi og reyndar á sum um þeirra stærri líka. Bæði er, að verra er að athafna sig við veiðar á minni bát- um á úthöfum, og hitt, að þegar flytja þarf aflann um svo langan veg, nýtast skip- in miklu verr, eftir því sem burðarþol þeirra er minna. Oft- hafa veiðiskipin þurft að bíða í lengri eða skemmri tíma eftir síldarflutninga- skipunum, meðan þau eru á leið til lands og aftur á mið in. Þegar svo stendur á, er mikilvægt að veiðiskipin geti haldið áfram veiðunum og takmarkast þá aflamagn- ið eðlilega eftir því hve mik Fratnhald á bls. 14. Lyndon B. Johnson Nguyen Van Thieu I Johnson og Thieu á Honolulu-fundi? NTB-Saigon og Washington, þriðjudag. Allar .íkur eru taldar á því, að fyrir lok þessa mánaðar muni Thieu, lorseti Suður-Víetnam, og Johnson Bandaríkjaforseti koma saman til viðræðna einhvers stað- ar á Kyrrahafssvæðinu. líklega á Honoluiu. Hinn suður-vietnamski forseti Nguyen Van l’hieu stakk upp á því á mánudag, að Johnson Banda- ríkjaforseti og hann héldu með sér fund einhvers staðar á Kyrra- hafssvæðinu. Lét Thieu í það skína að hann vildi fresta opinberri heimsókn sinni til Bandaríkjanna, sem fyrirhuguð var í þessum mán uði, þangað til síðai á árinu. Johnson forseti hefur fallizt á þessa tillögu fyrir sitt leyti og er nú verið að reyna að ná sam- komulagi um heppilegan fundar- stað. Hefur Johnson forseti stung ið upp á Honolulu. en þar hafa forsetarnir hitzt einu sinni áður, en þeir hafa komið tvisvar áður saman til íunda. Af hálfu stjórnmálamanna í Framhald á W*. 14 /

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.