Tíminn - 10.07.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.07.1968, Blaðsíða 7
BHÐVIKUDAGUR 10. júlí 1968 TÍMINN 7 og fátækt geta úr heimmum Sultur horfíð Þekktur ræöumaður talar Hann er brezkur og heitir Will- iam Jaeger, og er vel kynntur á Norðurlöndum. Um síðustu páska hélt hann ræður á málefnaþingi í Vestur-Gautlandi í Svíþjóð. Áð- ur var hann á slíkum þingum í Austurlöndum og ræddi við iðju- hölda og leiðtoga starfsmanna í fjöldamörgum borgum þar eystra. Fyrir stuttu kom hann við austan járntjaldsins í Evrópu. Jaeger er fæddur og uppalinn í iðnaðarborginni Stockport á Eng landi. Með vináttu sinni og kunn- ugleika við leiðandi fólk víðs veg ar og innsýn í fagleg málefni, hef- ur hann áunnið sér traust og verið ráðgjafi við vandamál iðnaðar og iÖju. Um sjálfan sig segir hann þetta: HÉg á rætur mínar í brezkri al7 þýðu. Á árunum kringum 1930 bjuggum við við sult og seyru. Á heimilinu urðum við að láta okkur nægja 1 skilding (shilling-aurar) til matar á dag. Saga alþýðunnar hefur verið frásögn um atvinnu- leysi, fátækt, stríð og dauða. Mál er að linni“. Hér verða sett fram nokkur at- riði úr ræðum Jaegers á ráðstefn- unni í Svíþjóð. Sambúð fátækra og ríkra þjóða getur valdið kynþáttastríði. En ég er sannfærður um að til er nóg af öllu í heiminum — bæði efnis- lega og tæknilega, svo að sultur og fátækt geti horfið. Ef við legð um okkur alla fram, gæti það orð ið á 10—20 árum. Og það er þetta sem við viljum að verði. Siðgæðishugsjónin er ekki póli- tísk, heldur ekki andstæða komm- únismans. Siðgæðisbarátta veldur breytingum öllum til handa. Hún blæs nýjum anda í einkalíf okkar og opinber samskipti. Við þurfum að þroska hugsun- arhátt mannsins, jafnframt því sem við breytum gerð þjóðfélag- anna. Við verðum að yngja mann- eskjuna upp, eins og við yngjum upp tæknina. Það verður að vera keppikefli okkar næstu 20 árin. Sem stendur eru næstum 3 milljónir manna atvinnulausir í Vestur-Evrópu. Af þeim fjölda er hálf milljón í Englandi og jafn- margir í Vestur-Þýzkalandi. Baráttumenn fyrir siðgæði vilja fá fjármálum þjóða breytt, félags- málum líka og öðrum samskiptum, og byggja breytinguna á endur- nýjun manneskjunnar sjálfrar, og að hún framkvæmi það, sem breyttur hugur hennar býður. Einhverjir sögðu við mig: „Það er nóg til í heiminum til allra mannanna þarfa, en ekki nægilegt handa öllum þeim gráðugu“. Og enn fremur: „Sýni allir umhyggju og skipti rétt, hafa allir nóg“. Og ég hugsaði: „Beri ég raunverulega umhyggju fyrir landi mínu og þjóð, verð ég þá ekki að byrja á því að breyta sjálfum mér?“ Fyrir fimm árum sögðu þekktir iðjuhöldar og vinnumálaleiðtogar við mig: „Við verðum að veita S-Ameríku, Afríku og Asíu tækni- lega og fjárhagslega hjálp. Sið- gæðishugsjónir einar duga ekki“. Nú kemur sú frétt, að þeir fjár- munir sem þessir menn inntu þá af höndum, hafi aldrei komið til skila. Þessir sömu menn segja núna: „Jaeger minn góður, hvað er hægt að gera til þess að fólkið verði heiðarlegt?" Þær viðræður, sem ég átti við menn í Asíu hafa gert mér Ijóst, að aldrei næst gott samstarf án! sameiginlegs markmiðs. Skylda mannsandans hlýtur að vera sú að endurnýja allan heiminn. Þeir, sem nú vilja stjórna landi sínu og þjóð, verða að læra að sameina og setja til starfa bæði þá „vinstri“ og „hægri“ við þörf og stór takmörk. Ég held, að sið- gæðisbaráttan sé næsta verkefnið, bæði í „austri“ og „vestri“. Sænskur iðnaðai-rekstur hefuri verið mörgum öðrum til fyrirmynd ar. í Englandi göngum við í gegn- um ýmsar þrengingar og erum að endurskipuleggja-iðnað okkar. En eigi iðnreksturinn að endurnýjast, verður að gefa fólkinu fjörgandi lyf — vilja til að starfa saman að þeim skynsamlegu endurbót- um, sem gera þarf. Ég vil nefna ykkur dæmi frá mínu eigin landi. Iðjusamsteypan Petrokemikals hefur 7000 starfsmenn. Einn þeirra sá kvöld nokkurt leikrit siðgæðis- legs eðlis. Maður þessi, Ron Howe var varaformaður í starfsmanna- klúbb, en bitur og tortrygginn. Um þetta leyti var Petrokemi- kals að endurnýja verksmiðjur sín ar. Fjölda manns átti að segja upp. Stuttu síðar fór Howe á heíg arfund um siðgæðismál og hitti þar nokkra verkamannaleiðtoga úr öðrum iðnaði, sem leyst höfðu ýmis vandamál. Hann ákvað að reyna líka, og vita hvort ekki væri hægt að komast hjá uppsögnum starfsmanna sinna hjá Petrokemi- kals. Honum var ljóst, að skerfur samstarfsmanna hafði ekki verið góður, og það valdið lélegum ár- angri. Einnig hafði samkeppni milli faggreina innan verksmiðj- unnar valdið stöðugum vinnustöðv- unum. Howe bjó til uppkast að áætlun og fór með það til stjórnenda fyrirtækisins. Þeir sögðu, að hann væri 10 ár á undan tímanum. Hon um tókst samt að vekja áhuga þeirra, svo að þeir fóru að hug- leiða hvort áætlunin gæti ekki orð ið að gagni. Ilowe ræddi einnig við samstarfsmenn sína — hélt stundum fjóra fundi á dag. Þetta umstang leiddi af sér nýjan sam- starfsgrundvöll miili stjórnar- manna og félags starfsmanna, og árangurinn varð samningsgerð, sem orðin er fyrirmynd efnaiðn- aðarins í Bretlandi. Framleiðsla Petrokemikals hef- , ur nú aukizt um 150% og laun starfsmanna þess um 28%. Þeir 1000 starfsmenn, sem segja átti upp, fengu ný störf við fyrirtæk- ið, og 13 fagsambönd, sem sífellt deildu, vinna nú saman að velferð armálum. Kommúnistar, sem við fyrirtækið vinna, studdu Howe einnig. Konunglega nefndin, sem valin var til að rannsaka ástandið í brezkum iðnaði, hefui rætt um að þetta dæmi væri til fyrirmynd ar um lausn vandamála iðnaðarins. Þýtt og endursagt úr NY VERDEN nr. 5, 1968, Osló, af S. J. Sumarferð Framsóknar- félaganna í Reykjavík verður farin sunnudaginn 21. júli n. k. Heimsóttar verða nýjar slóðir á Suðurlandi. Ferðin verður auglýst nánar í Tímanum á næstúnni, en einnig gefur skrifstofa Framsóknarfélagana á Hringbraut 30 upplýs- ingar um ferðalagið, sími 24480. Skemmtiferð SUF til Vestmannaéyja Samband ungra Fram- sóknarmanna efnir til skemmtiferSar til Vest- mannaeyja helgina 20.— 21. júlí n.k. Farið verður með m.s. ESJU. Öllum er heimil þátttaka, en fjöldi farþega er takmarkaður við 150 og er því nauðsyn- legt, að þeir sem óska eftir að taka þátt í ferðinni, tryggi sér far hið fyrsta. Frá Reykjavík verður lagt af stað stundvíslega kl. 13.00. laugardaginn 20. júlí og siglt rakleiðis til Vestmannaeyja Þangað verður komið um kl 22,00 og verður kvöldið til frjálsrar ráðstöfunar. Klukkan níu á sunudagsmorgun verð ur lagt af stað í skoðunarferð um Heimaey með kunnugum leiðsögumönnum. farið á söfn og farþegar fræddir um sögu Vestmannaeyja. Upp úr hádégi verður siglt tii Surtseyjar og í kring um hana. Til Reykjavík ur verður komið aftur seint á sunnudagskvöld Allur viður- gjörningur verður framreiddur um borð * Esjunni. Allar nánan upplýsingar um ferðina og far miðapantanir og afgreiðsla eru á skrifstofu Sambands unigra Framsóknarmanna, Hringbraut 30, siími 24484. Þriðjudagar eru DC 8 þotudagar Þriðjudagar eru SAS dagar Ápriðjudögumeru Kaupmannahafnardagar Verið vandlát Veljið SAS Ferð yðar með hinum stóru og nýtízkulegu þotum SAS er ævintýri likust. Þjónusta hins þrautreynda flugliðs verður ógleymanleg. SAS flýgur án viðkomu til Kaupmannahafnar, en þar bíður yðar hið óviðjafnanlega Tívolí' ótal skemmtistaðir og aragrúi verzlana. Ógleymanlegir dagar í borginni við Sundið. Þaðan getið þér flogið til allra heimsálfa með SAS. TILKYNNING FRÁ BIFREIÐAEFTIRLITI RÍKISINS Athygli bifreiðaeigenda er hér með vakin á því, að breytingu á ljósabúnaði bifreiða vegna hægri umferðar á að vera lokið 1. ágúst n.k. Eftir þann tíma má búast við fyrirvaralausri stöðvun þeirra bifreiða, sem ekki hafa réttan ljósabúnað. Þeir sem hafa látið breyta Ijósabúnaði bifreið- ar án þess að skoðun hafi farið fram sýni ljósa- stillingarvottorð, þegar hún er færð til skoðunar. TILKYNNING FRÁ SÖLUNEFND VARNARLIÐSEIGNA Skrifstofa vor og afgreiðslur að Grensásvegi 9, verða lokaðar vegna sumarleyfa frá 15. júlí til 12. ágúst. Sölunefnd varnarliðseigna. t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.