Tíminn - 10.07.1968, Blaðsíða 13
MIBVIKUDAGUR 10. júM 1968
ÍÞRÓITiR
TÍMINN
ÍÞRÓTTIR
i ^
Fyrirspurn til KSÍ:
Hvor regl-
an gildir?
Hvað má skipta mörgum
varamönnum inn á í knatt-
spyrnuleik? Allt fram að því
keppnistímabili, sem nú
stendur yfir, hafa verið skýr-
ar línur um þetta atriði í ísl.
knattspyrnu. í fyrri hálfleik
hefur mátt skipta eins mörg
um varamönnum inn á og
þörf hefur krafið — bæði
útileikmönnum og markvörð
um. í síðari hálfleik hefur
einungis mátt skipta um
markvörð.
En nú bregður svo við, að
línurnar eru ekki eins skýr-
ar og áður. Stafar það m. a.
af því, að í fréttabréfi KSÍ
er getið um nýjar reglur, en
í þeim er gert ráð fyrir, að
skipta megi um 3 leikmenn
allan leikinn — án tillits til
meiðsla — og er þá átt við
2 útileikmenn og 1 mark-
vörð. Þessar sömu reglur
i gilda í brezku knattspyrn-
unni.
Þessi tilkynning KSÍ hef-
nr ruglað menn í ríminu.
Hvor reglan gildir? Og nú
er svo komið, að eitt af 2.
deildar liðunum hefur kært
leik út af þessu atriði. Tveir
af leikmönnum liðsins mcidd
ust í fyrri hálfleik, en ekki
það alvarlega, að ákveðið
var að bíða fram í síðari
Ihálfleik í von um, að þeir
__ löguðnst. Svo reyndist ekki
og ætlaði þjálfari liðsins þá
að skipta þcim út af og setja
nýja menn inn á. En dómari
lefksins bannaði það.
Nú mun það hins vegar
hafa átt sér stað skömmu
áður, að formaður Dómara-
nefndar KSÍ hélt dómara-
námskeið á sama stað og leik
nrinn fór fram — og kynnti
þá hinar nýju reglur og kvað
þær hafa tekið gildi. Mun
hann að sögn einnig hafa far
ið eftir þeim í leikjum, sem
hann hefur dæmt.
Út af þessu er þeirri fyr-
irspurn beint til KSÍ, hvor
reglan gildi. Það er nauðsyn-
legt að fá svör við því hið
fyrsta, þar sem svo virðist
sem enginn viti nákvæmlega
hraS kó rétt. — alf.
ísl. unglingalandsliSIS, sem ieikur gegn NorSmönnum á Laugardalsvelli i kvöid.
Island og Noregur leika til
úrslita í a-riðlinum í kvðld
Hvetjum ísl. til dáða og fjölmennum á Laugardalsvöllinn.
Alf-Reykjavík. — f kvöld um
kl. 20,30 hefst leikur íslands. og
Noregs í Norðurlandamóti ungl-
inga, en þessi Ieikur verður úr-
slitaleikurinn í a-riðli. Eftir hinn
glæsilega og óvænta sigur íslenzku
piltanna gegn Finnum í fyrrakvöld
geta þeir komizt í úrslit keppninn
ar með því að sigra Norðmenn í
kvöld. Það gcta þcir og verða að
gera. Og áhorfendur verða að
gera sitt til að svo megi verða.
Fjölmennið á Laugardalsvöllinn í
kvöld og hvetjið islenzku piltana
til dáða!
Eftir upplýsingum, sem íþrótta-
síðan fékk frá Unglinganefnd
KSÍ í gær, byrjar sama lið og
endaði í leiknum gegn Finnum.
Liðið verður því þannig skipað:
Sigfús Guðmundsson, Víking,
Björn Árnason, KR, Ólafur Sigur-
vinsson, Vestmannaeyjum, Magnús
Þorvaldsson, Víking, Rúnar Vil-
hjálmsson, Fram. Marteinn Geirs-
son, Fram, Tómas Pálsson, Vest-
mannaeyjum, Jón Pétursson,
Fram, fyrirliði, Ágúst Guðmunds-
son, Fram, Snorri Hauksson, Fram
og Óskar Valtýsson, Vestmanna-
eyjum.
Þótt íslenzku piltarnir eigi erf-
iðan leik fyrir höndum, er ástæða I skipti, sem íslenzka unglingalands
til að ætla, að þeir geti veitt Norð liðið (skipað leikmönnum 18 ára
mönnum harða keppni. í það eina I og yngri) hefur leikið gegn Norð
mönnum, lyktaði leiknum með
jafntefli, 2:2, að venjulegum leik-
tíma loknum. Þetta skeði í Norð-
urlandamótinu í fyrra, en hins veg
ar tókst Norðmönnum að sigra í
framlengingu, 3:2. Má geta þess,
að í þessum leik hafði ísland
lengst af forystu. Var þetta þó
sama íslenzka liðið og tapaði 10:0
fyrir Svíum. En það er staðreynd,
að íslenzku liðunum hefur alltaf
gengið betur eftir því sem lengra
hefur liðið á mótin. í því sam-
bandi má geta þess, að í fyrsta
mótimu, í Svíþjóð 1965, tapaði fs-
land fyrir Dönum í fyrsta leikn-
um 5:0. f næsta leik skeði það
hins vegar, að sovézka unglinga-
Fraínhald á bls. 14.
Danir og Pólverjar keppa einnig
á Laugardalsvellinum í kvöld
Leikur þeirra hefst kl. 19. — ísland og Noregur strax á eftir.
Alf-Reykjavík. — Sú breyting
hefur orðið á, að leikur Danmerk-
ur og Póllands í Norðurlandamóti
unglinga, sem fram átti að fara
í Keflavík í kvöld, flyzt til og
verður þess í stað Icikinn á Laug-
ardalsvellinum. Ilefst leikurinn kl.
19, en leikur íslands og Noregs
hefst strax á eftir. eða um klukk-
an 20,30.
Pólverjarnir eru óskrifað blað
í þessu móti, þótt fyrirfram verði
að álíta þá nokkuð sterka. Til að
mynda sigruðu Pólverjar í keppn
inni, sem háð var í Noregi 1966,
og hafa í öll skiptin verið framar-
lega. Margir hafa velt því fyrir
sér, hvort Pólverjar — sem „gest-
ir“ í þessu móti — geti orðið
Norðurlandameistarar. Því er til
að svara, að Pólverjar geta orðið
sigurvegarar í mótinu — alveg
eins og 1966 — en ekki er um
neinn Norðurlandameistaratitil að
ræða, bar sem hér er fremur um
að ræða norrænt mót með beinni
þátttöku gestaliðs en að um eigin-
legt Norðurlandamót sé að ræða.
Eins og fyrr segir, hefst leikur
Danmerkur og Póllands í kvöld á
Laugardalsvellinum kl. 19, en leik
ur fslands og Norqgs strax á eft-
ir. Verð aðgöngumiða er kr. eitt
hundrað fyrir fullorðna og kr. 25
fyrir börn og gilda þeir á báða
leikina.
W lið kepptu um
íslundsbikurínn
í 2. fíokki kvennu
Laugardaginn 6. júlí, hófst á
grasflötinni við Sundlaug Vestur
bæjar, íslandsmót 2. fl. kvenna í
handknattleik utanhúss.
Til mótsins voru skráð 10 félög
þar af þrjú utan af landi. Er
þetta einhver mesta þátttaka í
þessum aldursflokki.
Leikið var á tveim völlum í
tveim riðlum, tíu leikir á laugar
dag og tíu á sunnudagsmorguninn.
Á laugardag fóru leikir þannig,
að í A-riðli hlaut KR 4 stig, vann
Ungmennafélag Njarðvikur með 6
mörkum gegn 5 og Breiðablik með
9 mörkum gegn 7. Valur hlaut 3
stig, vann FH með 7 mörkum gegn
3 og gerði jafntefli við UMFN.
Breiðablik hlaut 2 stig unnu FH
með 9 mörkum gegn 2 en UMFN
hlaut 1 stig fyrir jafntefli við
Val. Lestina rak FH með ekkert
stig.
í B-riðli urðu Framarar efstir
með 4 stig unnu Ármann með
6 mörkum gegn 3 og Völsunga
frá Húsavík með 8 mörkum gegn
4. Völsungar hlutu 2 stig unnu
Þór frá Vestmannaeyjum með 5
mörkum gegn 4, Víkingur hlaut
einnig 2 stig með sigri yfir Ár-
manni 7 mörk gegn 2, og Þór frá
Vestmannaeyjum fékk einnig 2
Framhaid á bis. 15.
Þetta er mynd af nýbökuðum meisturum i 2. flokki kvenna í útihandknattlelksmótinu, en Fram slgraði f motmu
eftir spennandi úrslltaleik gegn Val. Fram-stúlkurnar heita, fremri röð frá vinstri: Bára Einarsdóttir, Steinunn
Helgadóttir, Birna Björnsdóttir, Elín Hjörleifsdóttir, Andrea Stelnarsdóttir og Kristín Orradótflr. Aftari röð frá
vinstri: Guðríður Halldórsdóttir, Þórdís Ingólfsdóttir, Oddný Slgsteinsdóttir, fyrirliði, Eva Geirsdóttlr, Guðrún
Sveinsdóttir og þjálfarinn, Ingólfur Óskarsson.