Tíminn - 10.07.1968, Qupperneq 9

Tíminn - 10.07.1968, Qupperneq 9
IVnÐVTKlIDAGUR 10. júlí 1968 TÍMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framikvaemdastjórl: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur I Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur, simi 18300. Askriftargjald kr. 120.00 á mán ínnanlands — í lausasölu kr. 7.00 eint. — PrentsmiSjna EDDA h. f. Á að bæta gráu á svart? Eins og lesendur Tímans munu hafa veitt athygli, hefur einn af ritstjórum Tímans undamfarna daga farið uim Norðurland og haft tal af f jölmörgum bændum eink- um á mestu kalsvæðunum og kynnt sér viðhorf þeirra og fengið fregnir af ástandinu. Útlitið er víða mjög illt, og það er raunar ekki hægt að kalla það úttit lengur, því að svo er liðið á sum- ar, að jafnvel enn geigvænlegri grasbrestur er augljós, en menn gerðu ráð fyrir 1 vor, því að víða er sá hluti túna, sem ókalinn á að heita, mjög illa sprottinn vegna kulda. Bændur hafa borið mjög vel á í von um að vinna þannig upp eitthvað af grastapi kalskemmdanna, en það kemur lítt að haldi. Að öðru leyti skal ástandinu ekki lýst nánar hér, það hefur verið gert ítarlega í fréttum. Hins vegar munu margir spyrja, hvað þeim bændum, sem við mestan grasbrestinn eiga að búa, sé nú efst í huga um úrræði, og er það skemmst af að segja, upp- gjafarhugur er þar engan veginn ráðandi, en þeir gera sér Ijóst að víða þarf mikla opinbera hjálp, ef búskap- urinn á ekki að bresta. Kostnaður hefur verið svo mikill í fóðurbætis- og áburðarkaupum, án þess að nokkur tekjuvon sé nú á móti, að margir standast hann alls ekki. Margir þessara bænda eru nú eins og menn, sem staddir eru við mikla torfæru, sem þeir þó búast við að komast yfir, ef þeim er rétt hjálparhönd á móti, en þeir vita líka, að vonlaust er að leggja í álinn, ef þeir eiga þá hjálparhönd ekki vísa. Þess vegna skiptir þá nú öllu máli að vita það á miðju þessu sumri og ekki síðar, hvort sú hjálparhönd verður rétt af opinberri hálfu eða ekki, og eftir svari ráða- manna þjóðarinnar um það er nú beðið, og bændur munu haga varnarbaráttu sinni heima fyrir eftir því, hverja von þeir eiga um þetta. Ef það verður nú dregið 011« lengur að láta bændur vita hvers þeir megi vænta um þetta, verkar sá dráttur eins og kal á kal ofan, og þá er hætt við, að fleiri gefist upp en ella. Stjórnar- völd mega ekki láta bændur gjalda þess að þeir geta ekki skellt á búskaparbanni á sama hátt og síldarútvegs- menn binda skip sín, þangað til svör fást. Það, sem þarf nú að gera strax, og þyrfti að vera að mestu búið, er að kanna náikvæmlega og meta kaltjónið og hafa um það greinargóðar skýrslur, og síðan á grund velli þess og hins mikla aukakostnaðar bænda af harð- indunum að ákveða hvaða hjálp þarf að veita og hvernig hún á að koma niður, því að ástandið er mjög misjafnt eins og allir vita. Jafnframt þessu þyrftu að vera nú þegar tiltækar félagslegar aðgerðir til heyöflunar er miðuðu að því að nýta það graslendi, sem aðgengilegt er og nota til hey- miðlunar. I því sambandi minnast menn, að sums stað- ar á landinu eru miklar áveituengjar, ekki sízt á Suð- urlandi, en þær hafa lítt verið nytjaðar síðustu ár og áveitukerfi ekki haldið við að öllu leyti. Menn eru að spyrja, hvort fyrirhyggja hafi verið um það í vor, er kalið kom í ljós, að veita vel á þessar engjar til góðrar nýtingar á þessu sumri. Viti bændur nú fljótlega, að þeim, sem verst eru leiknii- verði rétt hjálparhönd af opinberri hálfu, munu þeir ékki liggja á liði sínu að afla þess sem þeir mega. Annars gæti slík barátta sýnzt vonlaus með öllu. Því verður ekki trúað, að stjórnarvöld landsins þegi nú lengur þunnu hljóði um þessi vandkvæði og haldi að sér þeim hjálparhöndum, sem þau eiga að rétta fram og bæti með því grárri loppu afskiptaleysis ofan á svartan hramm grasbrestsins. Donald H. Louchheim: Franska stjórnin leggur mest kapp á að verjast veröbólgu Útflutningsstyrkir og innflutnings kvótar eiga að örva athafnalífið í landinu. Couve de Murville fjámálaráðherra París, 3. júlí. BANKAVEXTIR voru hækk aðir í dag og jafnframt gripið til ýmiissa annarra ráðlstafana til þess að tryggja gjaldmiðil inn og verjast mikilli verð bólgu, sem yfir vofir að öðr um kosti. Til þessara ráðstafana var gripið þegar forráðamienn Frakklandsibanka lýsstu ytfir, að gull- og go’aldeyrisforði Frakka hefði rýrnað mjög ört í jiúnímánuði og næimi rýrn unin mieiru en milijarði doll ara. Síðan stjiórnmálaóeirðirnar hótfust í maíméniuði og efna hagsörðugleikamir, sem af þeim leiddu dundu yfir, hefir gjaldteyrisfiorði Frafcklands læfekað um uppbæð Siem svar ar hálfum öðrum milljarði doliara. Er hér bæði um að ræða fjárflótta og ýmiss konar titraunir til þess að hagnast á hugBanlegri gengisbreytingu frankans. HINIR opinberu bankavext ir. VQru hækkaðír úr 3,5 í Í5%, og jafnframt tilkynuti ríkis- stjórnin um hertar hömlur og aukið eftirlit með gjaldieyris- skiptum, og nýjar skatfaálögur til þess að standa straum af endurneisninni efitir miótmæla verkföllin, sem lömuðu franskt efnahagslíf í maí. Ráðstafanirnar, sem gripið var til, virðast til þess ætlað ar að kveða niður þann orð- róm um fyrirhuigaða giengis- feilinigu frankans, sem á kreiki hefur verið að undanfömu. Oouve de Murville fjármála- ráðherra virtist vera að gefa til kynna með ráðstöfunum sínum, að Frakkar hefðu í hyggju að halda áfram að meta trausttan fjárlhag meira en allt annað og halda fast við gamalreyndar aðlferðir í pen- ingamáium þrátt fyrir uppfþof in í maimánuði. Ohariles die Gaulie forseti hélt hinn vikulega ráðumeytis fund sinn í dag og lýsti þar sömu sfefnu og felst í ráðstöf unum fjiármálaráðherrans. Herslhöfðinginn lýsti yfir, að Frakkar yrðu að búa sig und ir „erfiða og örlagaþrungna tíma“, enda þótt hin bráð- ustu vandræði væru ihjá liðin. ÞESSI ráðuneytisfundur var sá fyrsti, sem haldinn hefur verið eftir að ríkisstjórnin vann hinn gífurlega kosninga- sigur sinn um daginn. Sá orð- rómur hafði gengið fjöllunum hærra, að mjög róttaek endur skipun frönsku ríkisstjórnar- innar myndi fylgja í kjölfar fyrsta ráðuneytisfundarins. Meðall annars var talinn mögu leiki á, að George Pompidou forsætisráðherra yrði falið að gegna nýju embætti. De Gaulle lýsti yfir á ráðu neytisfundinum, að engar breytingar yrðu gerðar á skip / un ríkisstjórnarinnar fyrr en eftir 11. júlí, en þá kemur þingið saman í fyrsita sinn eft ir að GauIIistar hlutu Ihinn mikla mieirihluta sinn. Á ráðuneytistfundinum var einnig ræddur langur listi umbótaáforma, sem eiga að stuðla að upptfylllingu loforða de Gaulle hershötfðingja um aukma hluititöku allra Frakka í efnahagslífinu. Eftir ráðuneyt istfundinn var birt ytfirlýsins. sem de Gaulle hershöfði n" hafði samið fyrir ráðneyt - fundinn. Þar var gefið tii kynna, að breytingar á frönsku öldungadeildinni væru hluti atf himum fyrirlhuguðu umbót- um. HINIR mýju, hækkuðu bankavextir í Frakklandi eiga bæði að stuðla að því að halda frönsku fé í lamdinu og þrengja að kaupgetu til þess að koma í veg fyrir aukna eftirspum eftir vörum þeim, sem eru rétt að byrja að ber ast á markaðinn að nýju eftir stöðvun fransks iðnaðar og viðskipta vegna verkfallanna miklu. Vöxtum hefir ekki ver ið breytt í Frakklandi síðan árið 1965. Þegar vextir eru orðnir 5% í Frakklandi eru vextir þar orðnir hœrri en í öðrum Efna hagsiband'alagslöndum. Þeir eru þó lægri en vextimir, sem ákveðnir voru fyrir skömmu f Bandaríkjunum og Bretlandi til þess að skjóta stoðum und ir gildi dollarsins og pundsins. Hækkun vaxtamna getur að visu hamlað nokkuð gegn blómgun efnahagslífsins í Frakklandi, en Couve de Murville fjármiálaráðherra kvað mjög skýrt á um, að ríkisstjómin legði miegin áherzlu á að koma í veg fyrir verðbóilgu. HIÐ nýja eftirlit, sem sett var á peninga- og gjaldeyris- skipti, á að herða á hömlunum sem settar voru 31. maí, þeg ar verkföllin og óeirðirnar ki-epptu hvað mest að. Frönsk yfirvöld hafa fyrir skömmu lýst áhyggjum sínum yfir „leka“ eriends gjaldeyris af hálfu innflytjenda, sem eru að gera kaup í stórum stíl. Útflytjenduir hafa einnig ver ið heldur slakir við að inn- heimta tekjur sínar af sölum erlendis. Oouve de Murville fjármála ráðherra sagði á réðuneytis- ‘| fundinum, að erfiðleikarnir í | líndinu ykju greiðslur ríkis- g Framhald á bls 12. 1

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.