Tíminn - 10.07.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.07.1968, Blaðsíða 8
9 8 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 10. júlí 1968 indíánar búa við mestu örbirgð allra íbúa Bandaríkjanna Rauðir stríðsmenn bjugguet til orustu við hina voldugu hvítu menn — borgarastyrjöld vofði yfir ríkinu Oklahoma í Bandaríkjunum. Töfralæknar ákölluðu hinn mikla Manitou, en bæjarstjórinn í bæn- um Jay kvaddi alríkislögregluna og fylkislögregluna sér til hjálp- ar. Konurnar fægðu ryðgaða riffla, býssur og hnífa. Ekkert reykmerki myrkvaði himininn, ekkert stríðsöskur gall við. Steinþegjandi hélt hópur Indíána af Cherokee-ættflokknum inn í bæ hvítu mannanna, kopar- lit andlit þeirra voru þungbúin og svipbrigðalaus. Þeir namu staðar í hóp úti fyrir réttarsal bæjarins, settust á hækj- ur sér í skugga trjánna og hús- anna og biðu átekta. f beltisstað gat að líta stórar skammbyssur, og hlaðnir rifflar lágu í aftursæt- um gömlu bílgarmanna þeirra. 400 Cherokee-Indíánar biðu þess að dómur yrði kveðinn upp yfir einum þeirra, John Chewie. Hann hafði farið á veiðar án veiðileyfis og utan veiðitíma til að mótmæla valdi hvíta mannsins. Hann var handtekinn og ákærður. En undir reiddum vopnum Indíánanna treystust dómararnir ekki til að kveða upp dóm yfir Chewie. Yakima-Indíánar í Washington- ríki brutu einnig gegn lögunum I mótmælaskyni gegn hvítum lönd- um sínum. Þrátt fyrir bann, stund- uðu þeir netaveiðar í ánum. Meira en þúsund Indíánar voru teknir fastir. En kynbræður þeirra héldu áfram að vernda veiðimennina og net þeirra með byssur á lofti gegn hvítum lögreglumönnum. í McLaughlin og Mission í Suð- ur-Dakóta börðust rauðskinnar og Tjöld Indíána í Montana Höfðingjar Sioux-indíána 1891, Red Cloud og American Horse hvítir menn. Lögreglan beitti gúmmikylfum- og táragasi gegn Indíánum og síðar var því haldið á lofti, að þeir hefðu verið drukkn ir. í Dunseith, Norður-Dakóta, lifn- uðu fornir siðir við að nýju. Rauð- skinnar og hvítir menn flugust á úti á götunum. Á einni kránni brutu ungir Indíánar allt lauslegt og afskræmdu andlit veitinga- mannsins. Róttækir Indiánar vilja rautt vald, „Red Power“, og fylgja þann- ig í fótspor blökkumanna, sem krefjast þess að hinir svörtu fái völdin. Marga Indíána dreymir um Indíánaríki innan hinnar hvítu Ameríku. Æ oftar grípa þeir til vopna gegn hinum hvítu valdhöf- um, áætlanir þeirra verða sifellt róttækari. „Það verður uppreisn", sagði Ponca-Indíáninn og draumóramað- urinn Clyde Warrier, „og í saman- burði við hana mun Mau-mau- hreyfingin í Kenya virðast mein- laus sunnudagaskóli“. „Við Indíán- ar höfum barizt án árangurs fyrir því að fá að halda húsum okkar, fjölskyldum og landeignum. Nú verðum við að grípa til róttækra aðgerða11. Þannig hljóðar kvörtun Indíánahöfðingjans Walters Wetz- els. Og höfðingi Tuscarora-Indíán- anna, Wallace Mad Bear Ander- son, hefur gefið eftirfarandi yfir- lýsingu: „Við höldum ekki lengur að okkur höndum". Irokese-rauðskinnarnir hafa leit- að aðstoðar r'auðs nágrannaríkis. Þeir sendu sendinefnd til Kúbu með boðskap til Fidels Castro skráðan á hjartarfeld, þar sem hann var beðinn um að styðja sjálfstæðisbaráttu þeirra og beiðni þeirra um upptöku í Sameinuðu þjóðirnar. Og hinn rauði Kúbu- maður lofaði hinum rauðu Banda- ríkjamönnum stuðningi. Indíánar í Bandaríkjunum eru að búast til mótstöðu. 400.000 rauðskinnum á 300 sérstökum Indíánalandsvæðum og Indíána- byggðum finnst þeir vera öryggis- lausir, misskildir og gleymdir. Einu sinni var Norður-Ameríka þeirra, nú verða þeir að láta sér nægja 200.000 ferkílómetra lands, sem er að miklum hluta hrjóstrugt og ófrjósamt. Aðeins sex hundruð- ustu hlutar þessara landsvæða er ræktað land. Yfirleitt eiga Indíánarnir ekki landið, sem þeir byggja. Opinber skrifstofa, sem fer með mál Indí- ána, úthlutar leigusamningum og verðlaunum, og sendir þeim pen- inga og lífsnauðsynjar. Næstum 90 prósent Indíánanna búa í húsnæði, sem embættismenn | í Washington, sem um mál þeirra fjalla, hafa sagt að væri skelfilegt.; „Við höfum holað Indíánunum nið ur í verstu afkimum ríkisins! þessi orð voru rituð í New York Times. Að afstaðinni rannsókn gaf heilbrigðismálaráðuneyti Bandaríkj anna eftirfarandi yfirlýsingu: „Indíánarnir eru aumastir, heilsu- lausastir og óupplýstastir allra þjóðarbrota Bandaríkjanna“. Þeir sofa í aflóga járnbrautar-! vögnum, leirkofum og pappahús-l Hayes í fangelsi um. Ónýt bifreiðaflök nota þeir sem íverustofur. Á Turtle Mount- ain-svæðinu búa Indíánar í kofum, sem hæfa ekki einu sinni svínum", að sögn New York Times. 81,6 af hundraði þeirra Indíána, sem búa á hinum sérstöku Indíána svæðum, verða að fara einnar mílu vegalengd eða meira til að sækja vatn — og oft er þetta vatn óhreint. Þessi staðreynd ásamt fleirum kom í ljós við rannsókn, sem stjórnin lét gera á lífsskilyrð um 42,506 Indíána í 11 ríkjum. Indíánarnir veikjast átta sinnum oftar af berklum en hvítir menn, 20 sinnum oftar af heilahimnu- bólgu. Meðalaldur þeirra er 43 ár en meðalaldur annarra Bandaríkja manna 70 ár. 43 af hverjum 1000 nýfæddum börnum deyja á fyrsta aldursári. (Allsherjarmeðaltal í USA er 25 af 1000). Um helmingur allra Indíána í Bandaríkjunum eru atvinnulausir, einn af hverjum 10 er ólæs og óskrifandi. Og á sumum Indíána- svæðunum er mikill meirihluti atvinnulaus. Einn kynflokkurinn, Devils Lake Sioux-Indíánarnir, eru nær algerlega á framfærslu rrkis- stjórnarinnar. „Engin menntuð þjóð, engin ábyrg ríkisstjórn getur viljað að slíkt ástand haldist", hefur Lyndon Johnson forseti sagt. í marz síðast liðnum fór hann fram á það við þingið, að nokkrum tugum mill- jarða yrði varið til þess að hjálpa frumbyggjum Ameríku úr örbirgð- inni. Örbirgðin hófst á dögum Kólum- busar. Hinir 800.000 villtu íbúar, sem byggðu landið á 15. öld, lifðu við steinaldarmenningu. Þeir höfðu komið frá túndrum og skógum Síberíu til Ameríku á 15.000 ára tímabili. Frumbyggjarnir komu vinsam- lega fram við fyrstu hvítu land- nemana — síðar hörfuðu þeir und an þessum hyítu aðkomumönnum, og ef þeir gerðu það ekki af frjáls um vilja, voru þeir hraktir burt eða myrtir. Algerlega tillitslaust ruddust landnemarnir hvítu áfram. Stríðshetjan Hayes á Iwo Jlma Einn af stjórnmálaleiðtogum Indf ána 1952 1789 ákvað Bandaríkjastjórn, að ekki skyldi leyfast að taka land og eignir af Indíánum án heimildar þeirra sjálfra. Og höfðingi Irokese Indíána, Cornplanter, gerði meira að segja friðarsamning við hinn hvíta forseta í Washington. Þessi friðarsamningur hefur sennilega orðið Bandaríkjunum til bjargar. f stríði Breta og Banda- ríkjamanna 1812 safnaði Tecum- seh höfðingi Shawnee-Indíána liði með aðstoð Breta gegn Bandaríkja mönnum. En Irokese-Indíánarnir rufu eininguna og héldu tryggð við stjórnina í Washington. „Hefðu Irokese-Indíánarnir geng ið Tecumseh á hönd, hefði Bret- um og Indíánum ef til vill tekizt að sigra allan norðurhluta lands- ins og breyta algerlega gangi stríðsins". Svo hljóðar álit Banda- ríkjamannsins Oliver La Farge, sem er sérfróður um sögu Indíána. En elztu bandamenn Bandaríkja- stjórnar meðal Indíána, Irokesarn- ir, fengu síðar að kenna á þeirri óvéfengjanlegu staðreynd, að hvítu mennirnir hafa rofið heit Framhald á bls. 12 mm Indíánarnir búa í verstu afkimum Bandaríkjanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.