Tíminn - 10.07.1968, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 10. júlí 1968
Foreldrar Gutta litla voru
orðnir áhyggjufullir vegna
þess að hann var efckert farinn
að tala, þó hann væri kominn
hátt á þriðjia ár. En dag nokk
urn sagði hann við miðdegis-
verðarboðið upp úr eins manns
h'ljdði:
— Það vantar salt.
— Gutti hrópuðu foreldrar
hans — þú getur talað eins og
önnur börn, afhverju í óskiöpun
um hefur þú ekki gert það fyrr.
— Nú, það hefur ekki vantað
salt fyrr.
Tveir gamlir upipgjafaher-
menn sátu á bjórkrá og rifj-
uðu upp „þá góðu gömJu daga“.
„Já, eitt sinn var mér ekið
af vígve'llinum í skottfæra-
vagni.“
„Þú meinar í sjúkravagni."
„Nei, ai'ls ekki, það var svo
sannarlega í skotfœravagni. Ég
hafði fegnið svo margar kúlur
í skrokkinn.“
Sjúklin,gurinn: Herra læknir,
ég er svo langt niðri, að ég
gæti svipt mig lífi.
Læknirinn: Kæri vinur, hafið
engar áhyggjur, Íátið mi’g um
það.
Einu sinni var Lási kokkur
matsveinn á Sæbjörgu. Var
hann orðinn þreyttur á stanfinu
og langaði í frí einkum þar
sem hann sá aðra skipsmenn
nota sér það óspart. Eftir að
skipsmenn höfðu hvatt Lása til
þess að ná tali af forstjóranum
til þess að fá frí í nokkra
daga, arkaði hann á fund út-
gerðanforst jórans:
„Góðan daginn, forstjóri góð-
ur“, sagði Lási, ,ég gæti vást
ekki fengið frí tii þess að vera
veikur í nokkra daga.“
Ekki segir sagan hvernig er-
indinu lauk.
Kjaftakerling: „Síðan hún
fékk stóra vinninginn í happ-
drættinu hefur hún keypt
minnsta kosti 20 hatta. Ég
vissi alltaf að peningarnir
myndu stíga henni til höfuðs.“
Einn a>f Mltrúum Samein-
uðu þjóðanna, sem heimsótt
hafði margar þjóðir, var eitt
sinn spurður að því, af hverju
hann gæti ráðið, hvort hann
væri í vanþróuðu landi eða
ekki.
— Það er mjög au'ðvelt, svar
aði hann. Vaniþróað er land
þar sem börnin eru hlýðin og
virða foreldra sína.
Á hóteli: Gesturinn sá flugu
í súpunni sinni, svo að hann
kallaði á þjöninn og spurði:
„Hvað er þessi fluga- að gera
í súpunni minni?“
Þjónninn leit andartak á flug
una og sagði síðan:
„Mér sýnist hún vera að æfa
baksund, herra.“
Samtal: f nótt dreymdi mig
konuna ýðar.
— Og hvað sagði hún?
— Ékkert.
— Þá hefur það ekki verið
konan mín.
Opna munninn svolítið betur.
•
■
7
//'
Krossgáta
Nr. 64
Lóðrétt: Fyrrv. forseti 2 Misk
unn 3 550 4 Hár 6 Skreyta
8 Æð 10 Þjálfa 14 Andvari 15
Amtoátt 17 Efni.
Ráðning á gátu nr. 63
Lárétt: 1 Sótari 5 Ári 7 Err '
9 Tel 11 Rö 12 Tu 13 Tak
15 Mat 16 Æsa 18 Hnútur.
Lárétt: 1 Eldur -5 Fiskur 7 Grjóthlíð. Lóðrétt: 1 Sverta 2 Tár 3 Ar
9 Sprænu 11 Eyða 12 Tónn 13 ílát 4 Rit 6 Hlutur 8 Róa 10
15 Eymsli 16 Kona 18 Fljót. Eta 14 Kæn 15 Mat 17 Sú.
TIMINN
n
v- r• •
Barbara McCorquedale
25
ið, en allan tímann var hún sér
þó meðvitandi um það. Það var
eitthvað í loftinu, sem minnti
hana á gráu, stóru öldurnar, sem
komu heim yfir Atlantshafið og
báru með sér lífgandi og styrkj-
andi angan, sem vakti hjá henni
heimþrá.
Henni datt í hug, hvort nokkur
möguleiki kynni að vera á því,
að fá vinnu handa Dix í Ameríku.
Hún hugsaði um það, hvort Lou
gæti ekki hjálpað honum og fann
um leið, að hún gat ekki talað
um hann við Lou eða frú De-
range. Hvernig ætti hún að út-
skýra fyrir þeim, hvernig hún
hefði kynnzt honum? Hvernig gat
hún sagt þeim frá hæfileikum
hans og beðið þær um að hjálpa
honum, vitandi það, sem hún vissi
um hann? Hún byrjaði að gera
sér Ijóst, hversu erfitt það var
fyrir mann, sem alltaf hafði verið
álitinn svartur sauður, að snúa
sé að betra líferni. Það var alltaf
spurningin um meðmæli og um-
sögn og að geta sagt frá því,
hvað hann hafði tekið sér fyrir
hendur áður fyrr.
Henni fannst 'eins og þessi
spurning píndi sig. Henni fannst
vera lagðar hömlur á sig í því
að hjálpa honum. Og henni fannst
hún vera alveg bjargarlaus og
einmana.
Hún var svo rugluð af öllu
þessu, að þegar klukkan var. loks-
ins orðin fimm, gerði - hún sér
enga grein fyrir, hvað tímanum
leið fyrr en rauði Mercedersinn
flautaði og fór framúr henni rétt
fyrir utan lítið borp. Henni til
undrunar nam Dix ekki staðar
í miðju þorpinu, heldur ók inn
á hliðargötu, niður þröngan stíg
og nam staðar fyrir framan lít-
inn kastala. Það voru sólhlífar í
garðinum, og Alloa sá, að áður
fyrr hafði húsið verið í einka-
eign, en hafði nú verið breytt í
veitingastað.
Útvarpið lék Vínarvalsa, en
það voru ekki nema tpö pör, sem
sátu við borðin og drukku. Dix
valdi þeim borð langt frá hinum,
þar sem þau höfðu gott útsýni
yfir blómagarðinn.
— En hvað þetta er fallegur,
lítill veitingastaður, sagði Alloa.
— Hvernig vissir þú um hann?
— Ég stoppa stundum hér, þeg
ar ég er á suðurleið, sagði hann.
— Ferðu þessa leið oft? spurði
Alloa.
— Þó nokkuð oft, sagði hann.
— Ferðu alltaf með bfl.
Það kom hrekknislegur svipur
á hann, þegar hann svaraði.
— Ef ég get beðið um, fengið
lánaðan eða stolið bfl, þá fer ég
akandi.
Alloa vissi, að hann var að
hlæja að henni og hún fann, að
hún roönaði. Hún svaraöi ekki,
því þjónninn kom á þvi andar-
taki og Dix pantaði te handa
henni, kaffi handa sér og heil-
mikið af rjómakökum.
— Við vorum fljót á leiðinni,
sagði hann og leit á úrið sitt.
— Þú ættir að vera komin til
Biarritz klukkan hálf sjö. Þá hef-
urðu tíma til að taka upp úr tösk-
unum, fá þér bað og klæða þig
upp á fyrir kvöldverðinn.
— Ég þarf nú ekki mikið að
halda mér til, til þess að borða
af bakka í herberginu mínu. sagði
Alloa brosandi.
— Fara þær svona með þig,
sagði hann. — En það svínarí!
Alloa hló. — Hvaða vitleysa.
Ég vinn fyrir þær og þáð er eng-
in ástæða fyrir frú Derange eða
Lou að bjóða mér að borða með
sér.
— En þú ert þó ættingi þeirra.
— Afskaplega fjarskyldur ætt
ingi, sagði Alloa, — Eg er ekki
einu sinin viss um, að ég trúi
þessari sögu um að við séum all-
ar komnar af Duc de Rangé-
Pougy ættinni.
Um leið og hún sagði þetta rann
það upp ffrir henni, að þetta var
í fyrsta sinn, sem hún minntist
á þetta við Dix.
Ég býst við, að það sé rétt
fyrst hún heldur því fram, sagði
Dix. — Þessir Ameríkanar eru
nokkuð nákvæmir í rannsóknum
sínum, ef þeir vilja komast að
einhverju.
— Jæja, a.rmk. hefur það eng-
in áhrif á mig, sagði Alloa. —
Ég geri ekki ráð fyrir, að ég
hitti hertogann og ég er alveg
viss um, að hann hefur engan
áhuga á að sjá mig.
— Því ekki það? Þú ert jafn
mikið skyld honum og Lou Der-
ange.
— Já, en ég á enga dollara,
sagði Alloa. — Örfáir skozkir seðl
ar standast engan samanburð við
þá.
Dix hló. — Þetta er í fyrsta
sinn, sem ég hef heyrt þig hæð-
ast að einhverju, sagði hann.
— Ég er ekkert að hæðast að
neinu, sagði Alloa til leiðrétting-
ar. — Ég er bara afskaplega raun
sæ. Það er sagt, að Frakkar séu
raunsæir — og það eru þeir svo
sannarlega,. þegar um hjónabönd
er að ræða.
— En Skotar hugsa á hinn bóg
inn aldrei um peninga, svaraði
hann í sömu mynt.
Aloa hló. — Vel miælt, sagði
hún. — Við erum nú samt ekki
eins nízkir og af er látið.
Dix lauk við kaffið og leit á
klukkuna.
— Við ættum víst að halda á-
fram.
— Lofaðu mér nú að borga
minn hlut, sagði Alloa hratt.
— Ég krefst þess að fá að
borga fyrir þig í síðasta sinn,
sagði hann.
Allou fannst, að sólin hefði
skyndilega hætt að skína.
— Ég vona, að þú hugsir
stundum til mín, sagði Dix. —
Allan þann tíma, sem ég er að
berjast við að afneita mér þeim
hlutum, sem skipta svo miklu
máli fyrir mig.
Alloa fann, að hún fylltist von-
leysi. Hvað gat hún sagt meira?
Hvernig \gat hún hjálpað honum?
Hún horfði á hann borga reikn
inginn, sneri síðan við og gekk
í gegnum garðinn að bílastæðinu
þar sem bílarnir stóðu. Hún stóð
andartak við hurðina á bflnum.
Sólin glitraði í hári hennar og
hún deplaði augunum af allri birt
unni. Þegar Dix kom til hennar
rétti hún honum höndina.
— Þakka þér fýrir. sagði hún
lágri röddu. — Eg vildi. að ég
gæti sagt þetta betur.
Hann tók í báðar hendur henn-
ar.
— Skiptir þig það máli? spurði
hann.
Hún skildi ekki spurninguna og
horfði á hann dálítið rugluð.
— Skiptir mig máli? endurtók
hún.
— Að kveðjast.
— Auðvitað. svaraði hún. —
Ég er búin að segja þér hversu
þakklát ég er þér fyrir að bjarga
mér og fyrir að vera mér svona
góður undanfarna daga. Ég.
ég skal biðja fyrir þér, biðja
alltaf fyrir þér.
— Og er það allt og sumt?
spurði Dix i
— Hvað annað? spurði hún.
— Hvað annað? endurtók
hann og henni fannst vera kald-
hæðni í röddinni.
Hún skildi hann ekki, gat ekki
fundið, hvað hann var að reyna
að segja. Af einskærri feimni sner
ist hún snöggt á hæl.
— Vertu sæll, sagði hún.
— Au revoir, svaraði hann og
gekk að bflnum sínum.
Alloa fann, hvernig tárin brut-
Miðvikudagur 10. júlí.
7.00 Morgunútvarp. 12.00 Há-
degisútvarp.
13.00 Við
I DAG
vinnuna:
Tónleikar. 14.40 Við, sem
heima sitjum. Inga Blandon les
söguna: „Einn dag rís sólin
hæst“ eftir Rumer Godden (8)
15.00 Miðdegisútvarp. 16.15 Veð
urfregnir. íslenzk tónlist. 17.00
Fréttir. 17.45 Lestrarstund fyr
ir litlu börnin. 188.00 Dans-
hljómsveitir leika. Tilkynning-
ar. 18.45 Veðurfregnir. Dag-
skrá kvöldsins. 19.00 Fréttir.
Tilkynningar 19.30 Daglegt
mál Tryggvi Gíslason magist-
er flytur þáttinn. 19.35 Tækni
og visindi. Rafeindastríð stór-
veldanna; Páll Theódóirsson eðl
isfræðingur flytur fyrra erindi
sitt. 19.55 Holienzk þjóðlög. 20.
20 Spunahljóð. Umsjónarmenn:
Davíð Oddsson og Hrafn Gunn-
laugsson. 21.25 Unglingameist-
aramót Norðurlanda í knatt-
spyrnu: ísland — Noregur
leika á Laugardalsvel'li. Sig-
urður Sigurðsson lýsir. 22.00
Fréttir og veðurfregnir. 22.15
Kvöldsagan: „Dómarinn og
böðull hans“ eftir F. Diirren-
mat. Jóhann Pálsson les þýð-
ingu Unnar Eiríksdóttur (7).
22.35 Djassþáttur Ólafur Step
ensen kynnir. 23.05 Fréttir í
stuttu miá'li. Dagskrárlok.
Fimmtudagur 11. júlí
7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádeg
isútvarp.
13.00 Á
frívaktinni
Eydís Eyþórsdóttir stjórnar
óskalagaþætti sj'ómanna. 14.40
Við. sem heima sitjum. Inga
Blandon lés söguna: „Einn dag
rís sólin hæst“ eftir Rumer
Godden (9). 15.00 Miðdegisút-
varp. 16.15 Veðurfregnir. Ball
ettónlist.. 17.00 Fréttir. Tón-
list eftir Berlioz. 17.45 Lestrar
stund fyrir litlu börnin. 18.00
Lög á nikkuna. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynn
ingar. 19.30 í merki Óríons.
Birgir Kjaran alþingismaður
segir dálitla sjóferðasögu. 19.
55 Tónlei'kar í útvarpssál. Ser
enade op. 26 fyrir flautu. fiðlu
og víólu eftir Beethoven. 20.20
Dagur í Stykkishólmi. Stefán
Jónsson á ferð með hljóðnem
ann. 21.10 Det Norske Solist
tcor syngur norsk lög undjr
itjórn Knut Nystedt. 21.30 Út
varpssagan: ,„Vornótt“ eftir
Tarjei Vesaas. Heimir Pálsson
stud. mag. les (8). 22.00 Frétt
ir og veðurfregnir. 22.15 Kvöld
sagan: „Dómarinn og böðull
hans“ eftir v’víedrich Durren-
matt Jól.ann Páisson leíkari
tes (8) 22.35 Atriði úr óper-
unni „Ástardrykknum" eftir
Donizetti. 23.35 Fréttir í stuttu
miáli. Dagskrárlok.