Tíminn - 10.07.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.07.1968, Blaðsíða 5
MTOVIKUDAGUR 10. júlí 1968 '' " - " r- TIMINN Tina Sinatra dió'ttir Franks Sinatra hofur fram að þessu verið í skugganum af föður sínum &g Naney systur sánni. Nú telur Nancy sig svo örugga á sínum frægðarferli, að hún telur ekki ástæðu til þess að korna í veg fyrir að Tina fái að sýna yfir hvaða hæfileikum hún býr. Hefur Tina nú fengið stórt hlutverk í sjónvarpskvik mynd í Bandaríkjunum. •k Arndt- von Bohlen er þrjá- tíu ára gamall maður, sem lífið virðist leika við. Hann hefur þrjátíu og fimm miMjóna krónur í tekjur á ári, á Riolls Royce bifreið og hefur bílstjróa, stóra lyistisnekkju, kastala í Austurriki, bóndahýli í Bgasii íu, hölil í Marokikio og stóra íbúð í Miinchen. En þrátt fyr ir allar þessar eignir er hann ekki ánægður, Arnd.t von Bohlen er erfingi Krupps iðn jöfursin-s fræga og hefur öll tækifaeri til þess að lifa ævin- týralífi. En Arndt segir • að hamingjan kosti meira en pen inga og það eina sem hann vanti sé í rauninni atvinna. Hann afsalaði sér réttinum til þess að taka við fyrirtækjum föður síns, sem hafa meira en hundrað þúsund manns J vinnu, gegn því að fá þrjátíu og fimm milljónir króna ár- lega. Nú sér hann eftir því og segist gjarnan vilja stjórna fyrirtækjunum, því honum leiðist tilveran eins og hún er. Nú ætlar hann að reyna að skapa sér framtið, sem lista verkasali eða bankamaður, til þess að fá tímann til þess að- líða. ★ Það hafa löngum farið sög ur af íhaldssiemi brezku kon- ungsfjölskyldunnar. Það kom því mjög á óvart, þegar sagt var frá því fyrir skemmstu, að Elísabet drottning og fjöl sikyilda hennar hyiggðist koma fraim í kvikmynd, sem tekur ★ Mukkutíma að sýna. Fjallar kvikmyndin um dagiegt líf konungisfjölskyildunnar. Að kvikmyndatökunni standa sjónvarpsistöðvarnar BBC og ITV. Myndin verður fyrst sýnd í Bretlandi en síðan boð in ýmsum sjónvarpsstöðvum ókeypis til sýningiar. ★ Sænskir rithöfundar, sem fá bækur sínar gefnar út í Sovétríkjunum fá ekki greiddia peninga fyrir verk sín. Rit- höfundur, sem gefur út bók í Rússlandi getur farið til Moskvu og fengið þar pening ana sína, en hann verður að nota þessa peninga í Sovétríkj unum. -*■ Rannsóknir, sem gerðar hafa verið í Sviiþj'óð sýna, að annar hver Svíi er óánægður með starf sitt. Þýðir það, að nær þvi tvær milljónir manna vilja heldur starfa eitthvað annað en þejr gera. ★ Lögregílumenn frá Scot- !and Yard halda vörð um negrasöngvarann og skemmtikraftinn Sammy Dav is jr. þar sem honum hiefur verið hótað lífláti gegnum síma. Sammy er um þessar mundir í London og er verið að sýna þar Goiden Boy. Eftir hverja sýningu heldur Sammy smáræðu um réttindi negra, og er haildið, að það hafi ekki faillið öllum í geð. — Auðvit að tek ég þessa hótun alvar- lega, segir Sammy. _Hver mundi ekki gera það? Ég vil lifa. ★ Fyrir nokkru síðan gekk níu tíu og níu ára gamall maður í hjónaband í Þýzkalandi. Eig inkonan er áttatíu og átta ára og er í sjöunda himni. Eigin- maðurinn hefur lýst því yfir, að nú fyrst hafi hann kynnzt ást. ★ Um þessar mundir stendur yfir keppnin um tiitilinn Miss Universe. Hór á myndinni sjá um við fjóra keppendurna talið frá vinstri: Judith Bad- ford, Walies, Helena Knúits- dóttir ísiandi, Tiffany Scales frá írlandi og Natalie Heyl frá Hollandi. Grace Keily fór fyrir sköimmu í smáfrí til Parísar með dóttur sinni CaroILne til þess að fata þær mæðgur sam kvæmt nýjustu tízku því að enn sem komið er heldur París stöðu sinni í tlízkuhieiminum. Hér sjést þær mæðgur vera að koma á járnbrautarstöðina til þess að komast til fursta dæmis síns. A VlÐAVANGI Sá ósigur brennur þeim á baki Þjóðin mun seint gleyma þeim einstæða atburði, er fimm ráðherrar í sjö manna ríkis- stjórn gengu fram fyrir skjöldu með miklu yfirlæti og mæltust til þess að þjóðin kysi ákveðið forsetaefni en fengu engan hljómgrunn heldur þvert á móti stórspilltu fyrir þeim, sem þeir mæltu með. Slíkt vantraust á leiðtogum tveggja stórra stjórnmálaflokka er einstætt hér á landi og verður ekki túlk- að á annan veg en sem einn hinn mesta persónulegi ósigur, sem stjórnmálaleiðtogar hafa beðið hér á landi fyrr og síðar. Þessi einstæða niðurlæging brennur ráðherrunum fimm svo á baki, að þeir geta nú vart á heilum sér tckið og neita allra bragða til þess að losna við þann eld. Fyrstu viðbrögð þeirra voru að skella skuldinni á hinn fallna frambjóðanda og telja útkomuna persónulegan ósigur hans einan. Þegar sú smámannlega tilraun vakti að- eins meðaumkunarbros þjóðar- innar, bregða þeir nú á það ráð eins og sjá má í Morgunblaðinu og Alþýðublaðinu um og eftir helgina, að segja að það sé fráleitt og fáránleg árás á ríkis- stjórnina að minna á ósigur ráðherranna fimm. Tíminn hef- ur aldrei blandað ríkisstjóm- inni í þetta, heldur aðeins sagt, að „vinsældir“ heunar hefðu ekki einu sinni getað bætt hlut ráðherranna. Tíminn hefur alltaf tekið það skýrt fram, að þetta væri „persónulegur ósig- ur“ ráðherranna, og þeir verða aðeins enn hlálegri í augum þjóðarinnar, þegai þeir reyiia að nota fallinn frambjóðanda eða ríkisstjórnina sem brjóst- vörn. Friðun ElliðaársvæSis i Náttúruverndarnefnd Reykja- víkur hefur lagt fyrir borgar- ráð tillögur um friðun land- svæða í borgarlandinu. Leggur Náttúruverndarnefnd meðal annars til að Elliðaársvæðið verði friðað. Elliðaársvæðið af- markast af veginum og brún- um, en að ofan af Elliðaárstíflu. Að áliti nefndarinnar er þetta svæði tiltölulega lítið skemmt og er fyrir margra hluta sakir skemmtilegt. Þar falla Elliða- árnar í sínum upprunalegu kvíslum um gróið hraunlendi. Frá jarðfræðilegu sjónarmiði er svæðið allt merkilegt fyrir ýmsar landmyndanir, svo sem fossa, hylji, skessukatla o. fl, Undir hrauninu eru leifar af gömlum mýrum, sem hafa ver- ið aldursákvarðaðar um 5 þúsund ára gamlar. Um allt þetta svæði eru tilvaldar göngu leiðir fyrir þá, sem vilja njóta náttúrunnar án þess að fara lang ar leiðir út fyrir mörk borgar- innar. Má og minnast þess, að þarna eru hinar frægu laxveiði- ár og er ástæða til að varðveita svæðið einnig til þess að halda hinu eðlilega umhverfi um- hverfis þær. Þetta svæði gæti tengzt landi þvi. sem tekið hef- ur verið fró handa útisafninu í Árbæ. Éius og fram hefur komið fyrir skömmu ber að leggja sérstaka áherzlu á það, að nauðsynlegt er að gera nú þegar ráðstafanir til þess að varðveita árnar sjálfar og varna því að hreinleiki vatnsins spill- ist. Auk Elliðaársvæðisins leggur Fra'mhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.