Tíminn - 10.07.1968, Side 12
12______________
FRANSKA STJÓRNIN
Framhald aJ ils. 9.
ins nm upphæð, sem sivaraði
til hálfs annars milljarða doll
ara síðari bluta þessa árs.
íiano lýsti ytfir, að rilkisstjórn
in ætlaði að leggja á nýja
skatta og gerði ráð fyrir að
tekjur af þeirri skattlagningu
nsemu þriðjungi ofangreindr-
ar upplhœðar. Mieð þessu mióti
ætti að vera unnt að halda
tekjuhalla ríikissjóðs undir
tveimur milljörðum dollara á
þessu ári.
ÞEG-AR þess er gætt, hve
miklum usla óeirðirnar og
verkföllin í maí ollu, er te:kju
hallinn, sem gert er ráð fyrir,
furðulega lítill. Árið 1967 var
hallinn 1,4 miljarðar dollara
hjá franska ríkin-u.
Franski fjármálaráðherrann
skýrði ekki nánar frá, í
hverju hinar nýju skattaálögur
yrðu fólgnar, en svo virðist,
sem skatturinn verði lagður á
tekjur. Sumum þeirra, sem
með málum hafa fylgzt, virð
ist sem ytfirlýsingin um nýju
skattaáiöigurnar væri fynst og
frem'st táknræn. Þarna væri
verið að gefa til kynna, að
ríkistjórnin ætlaði ekki að
láta undan kröfum um að
auka greiðsluhaUa ríkisins til
stórra muna og auka þannig
enn á verðbólguhættuna.
Hinu verður þó ekki neitað
að ráðstafanirsar til þess að
koma í veg fyrir aufcinn
greiðslu'halla ríkisins sæta þeg
ar nokkurri gagnrýrii eins og
vaxtahækkunin. Gagnrýmend-
urnir benda á, að ríkisstjórn
in verði að leggja höfuð
áherzlu á blómgun efnahags-
lífsims til þess að koma í veg
fyrir verulega aukið atvinnu-
leysi, sem sé stjórnmálalega
stórhættulegt.
Þá endurbók Couve de Mur
vUle fjármiálaráðherra einnig
á ráðuneytisfundinum þann
ásetning ríkisstjómarinnar
að reyna að koma í veg fyrir
hóflausar verðhækkanir. Rík
isstjórnin hefur lýst yfir, að
hún ætli að reyna að koma í
veg fyrir að vöruverð hækki
meira en um 3% til jafnaðar.
Verðhækkun sumra vara hef
ir þó þegar farið lamgf fram
úr því.
Sumir athugendur líta svo á,
að ríkisstjónndnmi takist vel
til ef hún geti haldið meðal
verðhækkuninni undir 5 af
hundraði.
Franskt - efnaha'gslíf verður
fyrst um sinn varið fyrir er-
lendri samkeppni með styrkj
um á úttflutnimg. Með þessu
móti á að koma i veg fyrir,
að franskar vörur hækki í
verði erlendis. Þá á einnig að
setja á innflutmngskvóta, til
þess að verjast því, að fransk
ir neytendur vanræki' kaup á
innlendum vörum og kaupa í
þess stað ódýrari erlendar vör-
ur.
Þessir inntflutnimgskvótar
PÍPULAGNIR
Tek aS mér viðgerðir, —
breytingar. uppsetningu á
hreinlætistækjuni o.fl
Guðmundur SigurSsson,
pipulagningameistari,
Grandavegi 39. Sími 18717
Þessi mynd er frá unglingalandsleik Svía og Dana, sem fram fór í
Kcflavík í fyrrakvöld. Lekiurinn þótti mjög góður.
(Ljósm.: Lars-Erik Björk).
g——n, W,- ...
Reykjavík vann
íbæjarkeppninni
eru þegar komnir til fram-
kvæmda að því er varðar
bíla, vefnaðarvöru og heimilis
tæki. Frakkar eru að bíða eftir
samlþykki Efnabagsbandailags-
ins áður en svipaðir innflutn
ings'kvótar verða settir á vörur
úr stáli.
INDÍÁNAR
FramhaJd al 8 síðu
sín að minnsta kosti einu sinni
við nær hvern einasta Indíánakyn-
stofn.
1830 setti þingið lög, sem heim-
iluðu að flytja Indíánana úr heim
kynnum sínum. Um 100.000 rauð-
skinnar voru þvingaðir til að yfir-
gefa veiðilönd feðra sinna. Handan
Mississippi, þar sem Villta vestrið
tekur við, skyldu hin nýju heim-
kynni þeirra vera.
Karl Schurz, sem varð innanrik-
isráðherra 1877, vildi skipta landi
því, sem Indíánum var úthlutað,
niður í hluta, þannig að hver ein-
staklingur hvers kynstofns hlyti
sinn skika. En umbótamennirnir
höfðu gleymt, að Indíánarnir voru
yfirleitt veiðimenn en sjaldan
bændur.
Rauðskinnarnir á jarðarskikum
sínum létu landið vera í órækt,
gáfu sig margir hverjir á vald
Bakkusi eða létu sér nægja að
bíða eftir ávísuninni, sem þeir
fengu mánaðarlega frá ríkisstjórn-
inni í leigu fyrir hið forna land
sitt.
Sjúkdómar þynntu raðir Indíán-
anna. I lok síðustu aldar voru þeir
samtals 243.000. Þeir lifðu eins
og stríðsfangar á sérstökum svæð-
um, sem stjórnin hafði úthlutað.
Það var ekki fyrr en 1924, að
Bandaríkjaþing ákvað að veita
frumbyggjum landsins bandarísk-
an ríkisborgararétt — með nær
öllum skyldum ogréttirtdum.
í fyrstu stóðu Iridlánarnir við
skyldur sínar. 25.000 Indíánar börð
ust fyrir Bandaríkin í seinni heims
styrjöldinni og um 50.000 unnu í
hernaðariðnaðinum.
Tveir Indíánar hlutu æðsta heið
ursmerki fyrir afrek í stríðinu.
Fótgönguliðinn Ira Hayes, Pima-
Indíáni, tók þátt í hinu 27 daga
langa umsátri um eyna Iwo Jima
og reisti þar stöng með banda-
ríska fánanum að unnum sigri.
Ljósmynd af þessum atburði varð
síðan táknrænn fyrir sigurinn yfir
Japönum.
Navajo-Indíánar unnu einnig
kynflokki sínum frægð. Þeir not-
uðu tungumál sitt sem dulmál í
síma og útvarpi — og Japönum
tókst aldrei að ráða fram úr því.
Margir Indíánahermannanna
sneru ekki aftur til ömurlegra
heimkynna sinna. Þeir hurfu inn
í heim hvítu mannanna. Stríðshetj
an Hayes fór heim til síns fólks í
Arizona, og varð síðar ofdrykkju-
maður, lenti margsinnis í fangelsi
og drukknaði að lokum.
Indíánarnir á hinum sérstöku
Indíánasvæðum fréttu frá kyn-
bræðrum sínum um allar dásemd
irnar í heimi hvíta mannsins, og
margir fóru af stað til að kynnast
þeim af eigin raun.
Nú búa um 200.000 Indíánar í
bandarískum borgum. f Chicago
einni eru meira en 10.000 af 70
mismunandi ættflokkum. Mohawk-
Indíánar urðu frægir í New York,
er þeir unnu í svimandi hæð við
að reisa grind Empire State
Building, Rockefeller Center og
Hótel Waldorf Astoria.
En jafnvel þessir nútímaiðnverka
menn gátu ekki losað sig alger-
lega undan erfðavenjum og siðum
kynflokks síns. Aldrei kom það
fyrir að Mohawk-Indíáni væri
grafinn í New York. Hinir látnu
eru fluttir 650 km. leið heim til
átthaganna, til Caughnawaya-svæð-
isins við kanadísku landamærin.
Fullir vantrausts á hinum hvítu
samborgurum sínum, eiga flestir
Indíánar í tvöföldu stríði innra
með sér. Þeir vilja vera utan sam-
félaos hvíta fólksins en bó hlióta
viðurkenningu þess, þeir krefjast
jafnréttis á við það hvað ríkis-
borgararétt snertir en vilja samt
menningarlegan aðskilnað.
Franski sagnfræðingurinn Alex-
is Clérel de Tocqueville hefur
sagt: „Blökkumaðurinn þráir, að
kynstofn hans blandist Evrópubú-
um, en honum er ekki leyft það.
Indíáninn, sem í vissum mæli gæti
tekizt þetta, hefur ekki áhuga á
því“.
1953 ákvað þingið að ríkið skyldi
svo fljótt sem auðið væri hætta
eftirliti með Indíánunum. Skömmu
síðar tóku um 20 ættbálkar sér
bólfestu einkum í Kaliforníu, laus
ir við afskipti ríkisstjórnarinnar
— en höfðu nú einnig misst fjár-
styrkinn frá henni.
Indíánahöfðingjar tóku sig sam
an í andstöðu gegn hinni ábyrgð-
arlausu stefnu yfirvaldanna. Og
nú gerðist það í fyrsta sinn í sögu
Indíánanna, að 420 höfðingjar
komu saman til mótmæla á ráð-
stefnu í Chicagoháskóla.
A stjórnartímabili Kennedys
stofnuðu um 100 fyrirtæki útibú
á Indíánasvæðum eða í nágrenni
og menntuðu vinnufúsa Indíána. í
Pine-Ridge í Suður-Dakota ganga
Sioux-Indíánar frá „handunnum"
mokkasínum og búa til öngla.
Þar sem hin blóðuga styrjöld
milli herja Indíánahöfðingjans
Sitting Bull og hvíta hershöfðingj
ans George Armstrong Custer stóð
1876 við Little Big Horn berjast
nú niðjar Indíánahetjanna Red
Cloud og American Horse við að
setja saman rafknúna tannbursta.
í Navajo í Nýju-Mexíkó smíða
rauðskinnar eldflaugnahluta.
En meiri hluti Indíánanna lifa
enn í heimi forfeðranna. Föst
vinna og agi eru þeim óþekkt
hugtök. í tungumálum Indíána
finnst; ekkert orð yfir „tíma“.
Verksiniðja í Greenwood við
Missouri héfur aðlagað sig lund'-
árfári hinna rauðleitu Bandaríkja-
manna. Starfsmenn verksmiðjunn-
ar mega vinna, þegar þeir vilja ðg
fara, þegar þeir eru orðnir þreytt-
ir. Ef veiðilöngunin heillar þá til
skóganna, þurfa þeir ekki að biðja
um leyfi. í lok hvers mánaðar fá
þeir greitt fyrir unninn stunda-
fjölda.
Á árunum 1950—1960 jókst tala
Indíána, sem sóttu framhaldsskóla
úr 24.000 í 57.000, og tala háskóla-
stúdenta úr þeirra hópi úr 6.500
í 17.000. Þeir eru sem óðast að
leggja niður þær siðvenjur, sem
eru þeim fjötur um fót, og finnst
þeir nú vera fullgildir og viður-
kenndir borgarar í Bandaríkjun-
um.
1964 tókst Indíánum í fyrsta
sinn að kjósa tvo þingmenn á þing
Nýja-Mexikó. Og nú eiga þeir full
trúa á þingum 15 ríkja innan
Bandaríkjanna. Fulltrúi þeirra á
samveldisþinginu í Washington er
Sioux-Indíáninn Benjamin Reifel.
En mikið skortir samt á, að þeim
hafi tekizt að afla þjóð sinni vel-
megunar.
Þeir kynstofnar einir eru auðug
ir, sem eiga verðmæti í jarðvegi
lands síns eða hefur tekizt að laða
að ferðamenn. Þeir eiga hótel,
úrannámur, olíuuppsprettur o. fl.,
en margir búa enn við sárustu
fátækt.
Á síðustu árum hafa ýmsir
Indíánakynstofnar krafizt skaða-
bóta af Bandaríkjastjórn fyrir þau
lönd, sem stjórnin tók eignarnámi
á sinum tíma. Oftsinnis hafa
Indíánarnir unnið mál sín fyrir
dómstólunum.
Þeir hafa gert 586 slíkar skaða-
bótakröfur á undanförnum tíu ár-
um. 93 þeirra voru viðurkenndar
og rauðskinnar fengu samtals 207
milljónir dala í skaðabætur. En
242 kröfum var vísað frá.
Nú vilja róttækir Indíánar fá
kröfum sínum framgengt með of-
beldi. Þeir álíta, að „Red Power"
geti gefið þeim aftur þrjá fjórðu
hluta alls landrýmis Bandaríkj-
anna, sem þeir telja lögmæta eign
sína.
Aðalkeppni Golfmóts ís-
Iands hefst í Vestmannaeyjum
í*dag, en í gær fór fram nokk-
urs konar undankeppni, en það
er árleg bæjarkeppni, sem
jafnan fer fram áður en aðal-
keppnin hefst.
Úrslit í bæjarkeppninni í
gær urðu þau, að Reykjavík
sigráði á 460 höggum. í 2.
sæti komu Vestmannaeyjar
með 461 högg, þá Akureyri með
482 hiögg, og Suðurnes með
494 högg.
í Öldungakeppninni í gær
urðu úrslit þessi. Án forgjafar:
Jafnir og efstir Vilhjálmur
Árnason og Júlíus Snorrason
Meistaramót íslands í frjáls
um íþróttum á að fara fram á
Laugardalsvellinum í Reykjavík,
dagana 20.—21. júlí n. k. og
tekur Karl Hólm, Olíufélaginu
Skeljungi, við þátttö'kutilkynning-
um í síma 38100 og mega þær ekki
berast síðar en 18. þ. m.
Á laugardag 22. júlí verður
keppt i þessum greinum:
(Karlar): 400 m. hl., langstökk,
kúluvarp, 200 m. hl., hástökk, 5000
m. hl., spjótkast, 800 m. hl. og
4x100 m. boðhlaup.
(Konur): Hástökk, 100 m. hl. og
kúlu'varp. Á þriðjudag 23. júlí
verður keppt í þessum greinum:
(Karlar): 110 m. grindahlaup,
þrístökk, sleggjukast, stangarstökk
með 90 hög'g, og munu þeir
keppa um tfyrsta sætið í dág. í
þriðja saeti kemur Lárus Ár-
sælsson með 92 högg, þá Sverr
ir Guðmundsson með 93 högg.
Með forgjlölf: Efstur Júlíus
Snorrason með 68 högg nettð,
þa Guðlaugur Gíslason með 71
högg nettó og Vilhjlálmur Árna
son með 72 högg nettó.
f kvennaflokki etftir 9 hol
ur: 1. Guðfinna Sigurþórsdótt-
ir, Suðurnesjum, með 49 högg,
2. Sivana Tryggvadóttir, Rivík,
53 högg, 3. Ólöf Geirsdóttir,
Rvík, 54 hlögg, og 4—5. Elísa-
bet Muller, Rvík, og Guðríður
Guðmundsdióttir, Rvík, með 55
högg.
kringlukast, 400 m. hl., 100 m.
hl., 1500 m. hl., og 4x400 m. b.hL
(Konur): Kringlukastj 80 m.
grindalhlaup, 4x100 m. hl.
Á miðvikudag 24. júlí, verður
keppt í þessum greinum:
(Karlar): Fimmtarþraut og
3000 m. hl.
(Konur): Spjótkast, 200 m. h'l.,
og langstökk.
Mótstjórnin vill hvetja frjáls-
íþróttamenn úti á landsbyggðinni
til þess að fjölmenna á mótið og
mun sérstaklega bjóða velkomna.
þátttakendur frá landsmótinu á
Eiðum.
Vinsamlega látið ekki hjá liða
að tilkynna þátttöku fyrir 18. júlí.
Meistaramót Islands
í frjálsum íþrðttum
— haldið í Reykjavík 20. — 21. júlí