Tíminn - 10.07.1968, Side 3

Tíminn - 10.07.1968, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 10. júlí 1968 TÍMINN \ X 3 •• Sjúkdómurinn í eldisstöðinni við Elliðaár: Ollum laxaseiðum slátrað OÓ-Reykjavík, þriðjudag. Öllum laxaseiðum í eldisluisi Stangavéiðifélags Reykjavíkur við Elliðaár var slátrað í síðustu viku vegna sjúkdóms. Hefur þessa sjúkdóms í laxi ekki orðið vart í Evrópu fyrr en nú. Fastlega er reiknað með að hann hafi komið upp í eldishúsinu eftir flóðin miklu í ánum í vetur. í febrúar- mánuði s. 1. voru seiðin í eldis- húsinu talin, en þar voru tveggja ára niðurgönguseiði. Þá voru þau 13.463 talsins. En sjúkdómurinn gekk svo nærri þeim, að þegar afgangnum var slátrað, voru ekki eftir nema 4970 seiði. Verð á tveggja ára laxaseiðum er nú 25 HUSBRUNINN Eins og sagt var frá í Tímanum krónur fyrir stykkið. Hefur Stanga veiðifélagið því orðið fyrir til- finnanlegu tjóni. Sjúkdómurinn, sem var í seið- unum, orsakast af bakteríu og hefur hans ekki orðið vart í neinu Evrópulandi fyrr en nú. Hins veg ar er hann algengur í laxi í Banda ríkjunum. Mjög sennilegt er, að mengun í Elliðaánum sé or^ök þess að seiðin veiktust í vetur. Ekki er talin mikil hætta á að veikin sé í laxi í ánum, hennar verður helzt vart í eldisstöðvum. Smitunarhætta er meiri þar sem fiskurinn er í mjög þéttum torfum eins og í eldisstöðvum, heldur en í náttúrunni. Náttúran í gær, brann íbúðahúsið aS Hrafna- gilsstræti 21 á Akureyri á mánu- daginn, og varS þar mikiS tjón á húsinu og eignum fólksins, er þar sjálf sér um að halda sjúkdómum sem þessum í skéfjum. Verði ein- staka fiskur veikur, koma fuglar eða fiskar og éta þá einstaklinga, sem ekki geta bjargað sér, en í eldisstöðvum er fiskurinn vel var inn og komast hvorki fuglar eða stærri fiskar að seiðunum. í eld- ishúsinu, sem fiskurinn veiktist var notað vatn úr Elliðaánifm, en í klakhúsum sem einnig eru rekin við árnar og eingöngu er notað vatn úr Gvendarbrunnunum, hef- ur veikinnar ekki orðið vart. Eft- ir flóðin í vetur fór að bera alvar- lega á veikinni og þykir nær ör- uggt, að vatnsmengunin sé völd þess að bakterían baíst í seiðin bjó. Mynd þessl var tekln, þegar slökkvistarf stóS sem h'æst. (Tímamynd-ED). í klakstöðinni. Sérfræðingar hall- ast helzt að því að bakterían, sem veldur veikinni, sé jarðvegsbakter- ía, sem borizt hafi í árnar í flóð- unum eða hafi hins vegar borizt með húsdýraáburði, en nákvæm- ari og víðtækari rannsóknir þarf að gera áður en hægt er að stað- festa hvernig á veikinni stendur. Kerin í eldisstöðinni verða nú sótthreinsuð áður en fiskur verð- ur settur í þau aftur. Hefur þess verið farið á leit að fá vatnsveitu- vatn í eldishúsið. Þegar lokið er við að sótthreinsa kerin verður byrjáð að nýju. Þau seiði, sem verið hafa í klakhúsunum, verða sett í Elliðaárnar, því að ekki þyk ir þorandi að flytja þau í aðrar ár, þótt ekki sé ástæða til að ætla að veikin berist út af fyrrgreind- um ástæðum, það er að segja, að í náttúrunni er lítil sem engin hætta á að sjúkdómur sem þessi breiðist út meðal fiska, ef hún er látin einráð. Guðmundur ísfeld lézt í Færeyjum SJ-Reykjavík, þriðjudag. f dag lézt í Þórshöfn í Færeyj- um Guðmundur fsfeld útgerðar- maður og kaupmaður þar rúm- lega sjötugur að aldri. Guðmund- ur var íslendingur í aðra ættina frá Austfjörðum. Hann var íslend ingum, sem leið áttu um Færeyj- ar, að góðu kunnur, en hann var ætíð reiðubúinn að greiða götu þeirra, er þess þurftu, einnig ann- aðist hann fyrirgreiðslu fyrir ís- lenzk skip, sem til Þórshafnar komu. Guðmundar ísfeld verður minnzt nánar síðar í íslendinga- þáttum Tímans. Couve de Murville De Murville forsætisráö- herra í dag NTB-París, þriðjudag. Georges Pompidou, forsætis- ráðherra Frakka, staðfesti í dag, að de Gaulle forseti hefði ákveðið að setja hann af sem forsætisráðherra en skipa Couve de Murville, fjármálaráð herra, leiðtoga ríkisstjórnarinn- ar í hans stað. Pompidou gaf þessa yfirlýs- ingu a lokuðum fundi með þingflokki gaullista. Samkvæmt góðum heimildum í París mætti þessi ákvörðun forsetans harðri gagnrýni á fundinum. Margir þingmenn hylltu Pompi- dou fyrir frábæra frammistöðu . hans meðan á verkföllum og óeirðum stóð í Frakklandi og fyrir að hafa leitt gaullista til Framhald á bls. 15. Kvenstúdentafélag íslands hefur ákveðið að veita styrk í tilefni af 40 ára afmæli félags ins, sem er á þessu ári. Styrk urinn veitis kvenstúdent til náms við Iláskóla íslands. Auk þess veitir félagið, eins og að venju, styrk til kven- stúdents til náms erlendis. Umsóknareyðublöð að báð- um þessum styrkjum fást í skrifstofu Hláskóla fslands og umisóknum skal skilað í Póst hólf 288 fyrir l.'ágúst n. k. Umferðaslysin KJ—Reykjavík, mánudag. Samkvæmt umferðarslysa- skýrslum, sem Framkvæmda- nefnd liægri umferðar hefur borizt fyrir vikuna 23. — 29. júní, urðu 54 umferðarslys þá viku í þéttbýli ,cn 16 á veg um í dreifbýli. Samkvæmt vik mörkum á þessum árstíma, sem fengin eru samkvæmt reynslu á árunum 1966 og 1967, eru 90% líkur á því að slysatalan I þéttbýli sé á milli 58 og 92 en í dreifbýli milli 10 og 32. Slysatalan í þéttbýli er fyrir neðan neðra vikmark ið, og í dreifbýli á milli vik- markanna. Ekkert bendir því til þess, að tala umferðarslysa fari hækkandi í fimtu viku hægri umferðar. Umferðaröryggi í hægri umferð er því enn, sem komið er, ekki lakara en verið hefði í vinstri umferð. Um- ferðaröryggið í þéttbýli er betra en verið hefði, en örygg ið út á þjóðvegunum má telj ast óforeytt. Dagheimili KJ-Keykjavík, mánudag. Borgarráð Reykjavíkur hef ur samþykkt sölu á húseign- inni Norðurmýrarblettur 35, öðru nafni Efri-Hlíð, til ríkis sjóðs undir dagheimili fyrir böm stúdenta. Hús þetta stendur sunnan við Menntaskólann f Hamra- hhig, og munu háskólastúdent ar sjálfir ætla að reka þarna dagheimili fyrir börn háskóla stúdenta. Dánargjöf Halldóra Einarsdóttir Thor oddsen, frá Vatnsdal í Rauða- sandshreppi, sem síðast bjó Lindargötu 22 A, í Reykjavík og lézt hinn 31. marz 1967, ánafnaði Blindravinafélagi ís lands kr. 45.000,00 eftir sinn dag og fól hún nokkrum ætt- ingjum sínum aflhendingu þess airar fjárhæðar. Halldóra heit in bjó lengi hér í borginni og stundaði löngum saumaskap. Hún viidi öilttum liðsinna og hjálpa, enda sést það bezt á hennar síðustu ráðstöfunum. Blessuð sé minning hennar og þökk sé þeim, er hún fól framikvæmd sinnar síðustu óskar. Vinnubúðir fyrir unglinge Nú í sumar mun Ungmenna félag Skeiðamanna starfrækja vinnubúðir fyrir unglinga að Brautarholti á Skeiðum í sam vinnu við æskulýðsstarf kirkj unnar. Þetta er tilraun, sem framhald verður á, ef vel tekst. Hefur Þorsteinn Einars son íþróttafulltrúi léð málinu ómetanlegan stuðning á und irbúningsstiginu. Vinnubúðirnar eru að þessu sinni ætlaðar piltum frá ferm ingu til 15 ára aldur. Starf- semin hefst 18. júlí og stend ur til 1. ágúst. Unnið verður 6 stundir á dag að ýmis konar lagfæringum á skólafoúsinu í Brautauholti og bændur ef til viU aðstoðaðir við heyskap- inn. En að öðru leyti verður tímanum einnig varið til fræðslu og íþróttaiðkana. Kaupgreiðsla verður eins og í Vinnúskóla Reykjavíkur. Þar eð fjöldi þátttakenda er takmarkaður, þurfa umsóknir urn dvöl að berast fyrir 12. júlí, en þeim er veitt við taka hjá séra Bernharði Guð mundssyni, Brautarholti og í skrifstofu æskulýðsfulltrúa kirkjunnar að Klapparstíg 27, Reykjavík. Forstöðumaður vinnu.búð- anna verða þeir Bjarni Sveins son íþróttakennari og Séra Bernharður Guðmundsson, sóknarprestur. Námskeið íþróttakennaraskóli fslands efnir til námskeiðs fyrir íþróttakennara. Dagana 26. til 30. ágúst efn ir íþróttakennaraskóli íslands til námskeiðs í skólaíþróttum. Ætlunin er að námskeiðið fari fram á Laugarvatni og þátttakendur búi í hinu nýja heimavistarhúsi skólans. Aðalikennarar námskeiðsins verða UUa-Britt Ágren kenn- ari við íþróttakennarasfcólann í Örebro og Anders Eriksson kennari við íþróttakennara- skólann í Stokkhólmi. Þá fer fram kynning ýmissa tækja og nýjungai í gerð íþróttamannvirkj a. Sýndar verða kvikmymdir, efnt til umræðna og flutt er- indi. Til þess að kven-íþrótta- kennarar geti almennt tekið þátt í námskeiðinu verður reynt að starfrækja barna- gæzlu á staðnum. FTæðislumálaskrifstofan veit ir móttöku tilkynningum um þátttöku. Sendikennarastaða f Uppsölum Staða Jektors í íslenzku' máli og bókmenntum við Uppsala universitet er laus til um- sóknar. Staðan verður veitt frá 1. júlí 1968 aS telja, og kennsla hefst 1. sept. n. k. Hámarksráðningartíini í stöðu þessa er sex ár. Kennslu skylda er allt að 396 kennslu stundum á ári. Laun eru nú sænskar kr. 4.154.00 á mán- uði. Stöðuhafa er skylt að annast einraig kennslu í kennslugrein sinni við Stock holms universitet. Unjsóknir um stöðu þessa skulu sendar Heimspekideild Háskóla ísilands fyrir 25. júlí 1968. f þeim skulu uimsækj- endur gera grein fyrir náms- ferli sínum, starfsferli og vísindastörfum. (Frá Háskóla íslands)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.