Tíminn - 10.07.1968, Page 14
14
TIMINN
fsland vann
Ira Og Skota
EJ-Rvík, þriðjudag. — fsienzka I og sigraði með 74 stigum gegn GO.
landsliðið í sundi sigraði írska Átta íslandsmet voru sett í keppn
landsliðið í ^elfast fyrir helgina unum. Nánari fregnir hafa ekki
með 115 stigum gegn 104. Síðan borizt, enda sæsímastrengirnir
keppti það við Skota í Glasgow, slitnir.
ÖKUMENN!
Látið stilla * tíma.
Hjclastillingar
Mótorstillingar
Ljósastillingar
Fljót og örugg h‘ ~»usta.
BÍLASKOÐUN
& STILLING
S’ <götu 32
Slmi 13-100
Bændur
Erum með kaupendur á
biðlista. Vantar dráttarvéi-
ar, blásara og önnur land-
búnaðartæki.
Bíla- og búvélasalan
v/Miklatorg. Sími 23136
Heimasími 24109.
ÞAKKARAVÖRP
Hjartans þakkir til allra, sem glöddu okkur með heim-
sóknum, gjöfum og skeytum á gullbrúðkaupsdegi okk-
ar 29. júní s. 1. Guð blessi ykkur öll,
Guðlaug Þorsteinsdóttir,
Sigurður Bjarnason,
Reykholti, Fáskrúðsfirði.
Útför eiginmanns míns, föSur og tengdaföSur,
Guðjóns J. Jónssonar,
Jaðarsbraut 39, Akranesi,
fer fram fimmtudaginn 11. júlí kl. 2 frá Akraneskirkju.
beim, sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á sjúkrahús
Akraness.
Anna Björnsdóttir,
börn og tengdabörn.
Eisku litli drengurinn okkar,
Þorlákur
sem lézt af slysförum 4. júlí s. I. verSur jarSsunginn frá Fossvogs-
klrkju, flmmtudaginn 11. júlí kl. 10.30 f. h.
Svala VeturliSadóttir,
Richard Þorláksson.
MóSir okkar,
Guðrún Þorsteinsdóttir
frá BergsstöSum f
verSur jarSsett aS Hruna 12. júlí kl. 2. KveSjuathöfn verSur í
Dómkirkjunni sama dag kl. 9.30. BílferS verSur aS lokinni kveSju-
athöfn.
Börn hinnar látnu.
Elskuleg eiginkona mín,
Guðrún Ragnheiður Jónsdóttir
frá ReykjahlíS,
lézt aS heimili slnur7. júli s. I.
F. h. aðstandenda
Gestur Guðmundsson.
BARNALEIKTÆKl
★
ÍÞRÓTT ATÆKI
Vélaverkstæði
BERNHARÐS HANNESS.,
Suðurlandsbraut 12.
Sími 35810.
Auglýsið í Tímanum
RAFGEYMAR
ENSKIR
— úrvals tegund
LONDON — BATTERY
fvrirliggiandi Gott verð
Lárus Ingimarsson, heildv.
Vitastíg 8 a. Sími 16205
SÍLDVEIÐAR
Framhaid aí bls^ 1.
ið þau bera. Svo að hér ber
allt að sama brunni, það er
helzt von um að stóru síld-
veiöiskipi.n geti borið sig.
Þá kemur líka til greina,
að nú er mjög góð togveiði
fyrir norðan land og undan
Jökli. Einnig er fjöldi báta
á línuveiðum við Grænlandi
Á meðan svo er er þess ekki
að vænta, að útgerðarmenn
og skipstjórar fari að tefla á tví-
sýnu með því að fara á síldveiðar
í Norðurhafi, og það allt norður
og austur að Bjarnarey. Mjög mik
il vinna er nú og hefur verið und-
anfarið í öllum frystihúsum á
Norðurlandi og Vestfjörðum. Sum
ir þakka hafísnum, sem lá fyrir
öllu Norðurlandi fram á sumar
þessa veiðisæld, en togveiðibátar
fyrir norðan hafa ekki fengið jafn
mikinn afla í fjölmörg ár. Samt
segja sjómenn, að þeir á minni
bátunum fiski lítið magn miðað
við togarana, sem eru á veiðum
fyrir Norðurlandi. Það er aðal-
lega þorskur, sem þarna fiskast
og er hann smár, en ekki slæmur
til frystingar.
Togbátar frá Snæfellsnes- og!
Faxaflóahöfnum eru margir á veið I
um undir Jökli og fiska vel. Hins |
vegar er afli togbáta við suður-1
ströndina lélegur og humarveiði j
með mimista móti.
Það er álit fiskifræðinga, að I
síldin sem nú er í Norðurhafi, j
gangi nær íslandi í haust, eins og
undanfarin ár. Þegar þar að kem-
ur fara minni síldveiðiskipin að
halda á síld, svo að áður en síldar-
vertíð lýkur næsta vetur er ekki
ólíklegt að álíka mörg íslenzk skip
hafi verið á síldveiðum einhvern
tíma vertíðarinnai og í fyrra. En
í fyrra stunduðu nálægt 250 ís-
lenzk skip síldveiðar. Nokkur skip
munu í sumar salta um borð.
Sækja barf um leyfi til Síldarút-
vegsnefndar til að fá slík söltun-
arleyfi og virtust fáir hafa haft
áhuga fram eftir sumri, en síðustu
dagana hafa æ fleiri útgerðarmenn
sótt um leyfi til að salta , um
MIÐVIKUDAGUR 10. júlí 1968
borð. Ekki er að búast við að
mikið magn verði saltað á þennan
hátt, miðað við heildaraflamagn
skipanna, en eitthvað hlýtur það
að verða. Þá verður forvitnilegt
að fylgjast með hvernig útkoman
verður hjá Valtý Þorsteinssyni og
síldarstöð hans í Norðurhafi. Ef
sú tilraun gefst vel, má telja full-
víst, að fleiri aðilar taki upp sama
hátt og leigi eða kaupi skip, sem
útbúin verða eins og fullkomnar
söltunarstöðvar og léti þau fylgja
síldarflotanum eftir.
JOJHNSON oq THIEU
Framhald af bls. 1.
Saigon gætir nú sífellt meiri
óvissu um stefnu Bandaríkja-
manna í Víetnam. Margir suður-
víetnamskir stjórnmálamenn hafa
látið í Ijós áhyggjur um það í
einkaviðtölum, að Bandaríkja-
menn séu jafnvel farnir að velta
því fyrir sér, hvort ekki væri
ráðlegast að kalla herstyrk sinn
heim frá Víetnam.
í skýrslu, sem gefin var út af
skrifstofu Thieus, segir, að vegna
fundarins við Johnson neyðist for
setinn til þess að vera á burtu úr
landi sínu a. m. k. hálfan mánuð,
þar eð gert er ráð fyrir að fundur-
inn standi í nokkra daga. Þetta
sé mjög bagalegt, þar eð allt
bendi nú til þess að Víetcongmenn
séu nú að undirbúa enn eina stór-
sóknina á Saigon. Hins vegar væru
mörg mál, sem forsetarnir þyrftu
að ræða og þyldu enga bið, t. d.
leiðir til friðar og sameiginlegt
varnarátak.
Liðsflutningar Víetcongmanna að
undanförnu og staðsetning her-
virkja í grennd við Saigon hafa
vakið ótta meðal Saigonbúa um
yfirvofandi stóráhlaup á borgina.
Talið er, að á fundi forsetanna
muni Thieu fara fram á meiri að-
stoð frá USA, t. d; meiri vopna-
sendingar, en einnig muni hann
reyna að fullvissa sig um framtíð-
arstefnu Bandaríkjamanna í Víet-
nam.
VEGGIR SPRINGA
Framhald at bls 16
Blaðamaður innti húsfreyij-
una á efstu bæðinni eftir því
hvernig þetta hefði borið til.
— Við erum orðin ýmsu vön
hérna í hverfinu og kippum
okkur ekki upp við stöðugan
hávaða, upprifnar götur og smá
sprengingar, þótt þetta sé allt
afskaplega hvimleitt ti’l lengd-
ar. Við vissum.að verið var að
undirbúa spreningu um kvöld
matinn í gærkvöldi beint fyr
ir fratnan húsið, en bjuggumst
ekki við neinu sérstöku. Svo
kl. 7,30 kom þessi líka óhugn
anlega sprenging, svo að allt
húsið lék á reiðiskjálfi eins og
í jarðskjálfta.
— Þetta er nú svo nýskeð,
að við höfum litið atíhugað,
hverjir séu bótaskyldir fyrir
þetta. Við erum nýflutt inn í
húsið, svo að þetta er
ekki glæsileg byrjun. Nú erum
við hræddust um að grunnur
hússins sé líka sprunginn og
skemmdur, þar sem undir göt-
unni og húsinu er sama klöpp-
in. Sé svo, hefur hér orðið til-
finnanlegt tjón. Maður frá
verktökunum lofaði að koma
hingað í dag til þess að líta
á Skemmdirnar.
Blaðamaður átti tal við nokkrar
fleiri húsmæður þarna i Efsta
sundinu í dag og voru þær á einu
máli um að lýsa óánægju sinni yf
ir þessum framkvæmdum, sem
þeim þótti vanskipulagðar og
framkvæmdar af lítilli fyrir-
hyggju. t allt sumar hefðu göt-
úrnar Skipasund, Sæviðarsund,
Drekavogur og Efstasund verið
meira eða minna sundurtættar.
Oft hefði verið illmögulegt að
komast heim að húsunum og verk
takar virzt hafa takm’arkaðan á-
huga á, að koma fyrir góðum
göngupöllum eða stigum við hús.
Göturnar hafa 'líka iðulega verið
stórhættulegar börnum, því sums
staðar við lóðarhrúnir tók við allt
upp í tveggja metra bakki og oft
er drulla og leðja neðst í skurðun
um. Þykir íbúum hverfisins ekki
hafa verið gætt nógu mi'killa ör-
yggisnáðstafana í þessu samibandi.
Iíið sífellda ónæði, sem stafar af
þessum framkv'æmdum, ef líka
farið „að taka á taugarnar“ enda
eðlilegt, því að dagufinn hjó íbú-
um í þessum hluta Kleippsholtsins
hefst oftast með sprengingum og
vinnuvélahávaða sem stendur svo
langt fram á kvöld.
Ein húismæðranna, sem hlaða-
maður átti tal við sagði: „Við eig
um heimtingu á því að við spreng
ingarnar sé gætt f.yllstu varúðar
og aðeins sérfróðir tmenn látnir
annast þær, svo maður geti verið
nokkurn veginn öruggur fyrir því,
að húsin verði ekki sprengt ofan
af manni einlhvern daginn."
Þykir fólki undarlegt að ekki
skuli vera reynt að ta’ka fyrir eina
götu í senn og toliára h-ana
til þess að fyrra óíþægind-
um og hœttum. Verktakar eru
greinilega á annarri skoðun og
virðast þeir telja heppilegra að
halda mörgum götum í einni og
sömu byggðartprfunni meira og
minna sundurrifnum allt sumarið.
Leitað var til skrifstofu borgar
verkfræðings um upplýsingar við
víkjandi þessu miáli og þar var
Olafur Guðmundsson fyrir svör-
um Sagði Ólafur, að miaflibikunar
undirtoúningur nokkurra gatna í
Kleppsholtinu hefði verið boðinn
út af Reykjavíkurborg og hefðu
fyrirtæ’kin Loftorka s.f. og Hivesta
h. f. hreppt verkið. Borgarverk-
fræðingur sæi aðeins um eftirlit
með þessum framkvæmdum, en að
öðru l’eyti eru verktakar ábyrgir
fyrir þeim og bótaskyldir fyrir allt
það tjón, sem þeir kunna að
að valda. Ólafur sagði, að verk-
takar þessir hefðu á sínum snær
upi sénþjiálifaða sprengingarmenn,
sem hefðu til þess réttindi að
handfjalla sprengiefni. Aðspurður
sagði Ólaifur, að verktakar teldu
það hyggilegra að haf’a margar
götur í takinu, þar eð þá nýttist
vélaraflið betur. Hins vegar vœru
ákvæði í úttooðslýsingunni um á
hvað st’óru svæði þeir mœttu
vinna í einu og hefðu þeir nokk
urnveginn fylgt því. Verkinu á
samkvæmt samningi að vera lok
ið fyrir haustið og þess vegna
vildu verktakar nota hið stutta
sumar okkar til hins ýtrasta. Verk
ið mun að sögn Ólafs vera nokkuð
á eftir áætlun og er það ástæðan
fyrir hinni miklu kvöldvinnu, sem
íbúarnir í „Sundunum“ eru orðnir
svo þreiyttir á.
Líklegt er talið að mistökin sem
urðu við sprenginguna í gær hafi
verið þau, að sprengjumennirnir
hafi oifreiknað hörku klapparinnar
og notað of mikið af sprengiefni.
í Þ R Ó T T I R
Framhald af bls. 13.
landsliðið mátti þakka fyrir að
sigra ísland 2:1 eftir að ísland
hafði haft yfir um tíma. Það sama
skeði í næsta móti. Þá tapaði fs-
land fyrir Pólverjum í fyrsta leik
5:0, en gerði svo jafntefli við
Svía í næsta leik á eftir, 0:0. Og
í mótinu í fyrra tapaði fsland
fyrir Svíum í fyrsta leik 10:0. Síð
an fyrir Pólverjum 7:1, en tapaði
einungis 3:2 fyrir Norðmönnum
eftir framlengdan leik. eins og
áður hefur komið fram.
Þetta bendir til þess, að ísl.
unglingalandsliðin hafi litla
reynslu, en, þeim vaxi ásmegin.
Vonandi skeður það sama í kvöld.
Þess má geta, að Guðjón Finn-
bogason frá Akranesi á að dæma
leikinn.