Tíminn - 13.07.1968, Page 7

Tíminn - 13.07.1968, Page 7
LAUGARDAGUR 13. júlí 1968 TIMINN og þjóðhetja Eamon de Yalera forseti írlands Naumast mun nú sitja a<5 völd- um annar þjóðhöfðingi, sem leng- ur og harðar hefur barizt fyrir sjálfstæði þjóðar sinnar, en Ea- mon de Valera, forseti írlands. Segja má að hann hafi verið í fremstu víglínu allt frá því árið 1916, er hann barðist í misheppn- aðri uppreisn gegn Bretum. Nú hefur hann í níu ár gegnt for- setaembættinu og virðist enn ó- bugandi, þótt orðinn sé 85 ára gamall. í hugum flestra er hann þegar orðinn eins konar þjóð- sagnapersóna og það var því eðli- legt, að eftirvænting mín væri mikil, er ég lagði af stað á hans fund föstudaginn 28. júní s.l. Úðaregn draup af grænu laufi á gráan flöt Liffeyár, sem renn- ur gegn um Dublin, þegar dr. Terence Rafferty, yfirmaður írska menntamálaráðuneytisins, kom til þess að fylgja mér til forsetans. Skammt var að aka inn í hinn feiknastóra skemmtigarð Phoenix Park, en inni í honum er Aras an Úachtaráin — Hús forsetans. Á ^algirjum reitum í skemmti- garðinum er nautpeningur og sauðfé á beit, því þetta er mikið landflæmi — 1760 ekrur alls. Innan við girðinguna um dýra- garðinn má sjá ljón rölta um grænar grasbrekkur. .Hávaxin lauf tré af ýmsum tegundum veita skjól og skugga. Síðar sá ég mér til undrunar, að pálmatré vaxa allvíða í írlandi. De Valera forseti fæddist 14. október 1882 í New York. Móðir hans var írsk en faðirinn Spán- verji. Naut hann föður síns skamma hríð, því hann andaðist 1885 og flutHst drengurinn nokkru síðar til írlands með móð- urbróður sínum. Þar ólst hann upp í Limerick-héraði hjá móður- fólki sínu. Við höll eina skammt frá Lim- erick hefur verið komið upp byggðasafni. Reistar hafa verið ná kvæmar stælingar á húsum eins og þau gerðust hjá bændum og fiskimönum í næstu sveitum ag eitt hús var flutt þegar Shann- onflugvöllurinn var gerður og end urreist þarna á staðnum. Sú vistarveran, sem stærst er og fyrst er gengið inní í öllum húsunum, er eldhúsið. Til hlið- ar eru eitt eða tvö herbergi — svefnherbergi og gestastofa og uppyfir þeim svefnloft fyrir börn- in, og er það opið fram að eld- húsinu. Gólfið í eldhúsinu er úr steinhellum og tíðkaðist að nýjar hellur væri hluti af heimanmundi brúðar. Þökin eru úr strái, árefti úr tágum og torf á milli. Alls staðar er opinn arinn í eldhús- unum og skíðlogar í dökkum mó- kögglum og leggur af daufan reykjareim. Á hellu framan við eldstæðið var fiðlara ætlaður stað ur í dansveizlum. Undir þá hellu var lagður korkur, svo að betur dunaði undir þegar fiðlarinn sló taktinn með tánni. Svipuð þessu voru þau húsa- kynni, sem de Valera ólst upp í. Vegna námsafreka sinna hlaut síðan styrki til æðra náms, lauk háskólaprófi og gerðist kennari. Hann lagði sig eftir að læra til hlýtar hina fornu tungu íra og taldi það, að viðhalda tengslun- um við hina fornu menningu, þátt í því að vekja mönnum metn- að og herða sóknina fyrir sjálf- stæði þjóðarinnar. í félagsskap þeim, sem vann að endurvakn- ingu tungunnar kynntist hann átján ára gamalli stúlku Janie FLanag'an eða Sinead ni Phlanna- gain, eins og hún var kölluð á írsku. Þau gengu í hjónaband árið 1910 og eignuðust sjö börn. Sástu Sinead de Valera? var ég spurð. Nei, gnzaði ég. Þá hefurðu aðeins séð hálfan persónuleika forsetans. Það geisl- ar af þeim, þegar þau eru saman. Hún er yndisleg. — Þetta var sagt um hana nú, þegar hún er áttræð. Of langt yrði að rekja hinn ianga stjórnmálaferil de Valera frá því hann gekk í flokk írskra sjálfboðaliða 1913 Oft og mörg- um sinum hefur hann setið í fangelsi og a.m.k. einu sinni var Eamon de Valera, forseti Irlands fór hann á laun til þess að afla málst'að íriands fylgis og safna fé til sjálfstæðisbaráttunnar. í báðum heimsstyrjöldunum reyndu Þjóðverjar að ná fótfestu á ír- landi og þeir höfðu áður sent írskum uppreisnarmönnum vopn, Frú Sigríður Thorlacius segir frá heimsókn til forseta írlands Fyrstu orðin í írsku lærði hann af ömmu sinni, sem sat við eld- inn og fór með kvæði og söng fyrir hann. \ Þó að fjölskyldan væri lítt fjáð, var drengurinn settur til mennta. felldur yfir honum dauðadómur — eftir páskauppreisnina 1916. Ilann var langtímum saman að fara huldu höfði í sínu eigin landi til þess að forðast handtöku og fangelsisvist og til Bandaríkjanna en de Valera barðist jafn hart gegn því að Þjóðverjar fengju nokkur ítök í landinu og hann barðist gegn Bretum. f hinni löngu og erfiðu sjálf- stæðisbaráttu greindi menn á um l aðferðir og stundum urðu sam- | herjar að andstæðingum. Ömur- : legust urðu átökin innanlands 1922—23. Árið 1917 bauð de Valera sig • fram til þings í Clarehéraði. Náði hann kosningu og var lengst af síðan fulltrúi þess héraðs. Þar var hann tekinn fastur á framboðs fundi í borginni Ennis 1923, en | hlaut þó helmingi fleiri atkvæði ; en mótframbjóðandinn, sem var i ráðherra stjórn fríríkisins. Killarney — eitt fegursta. héraS írlands. Næsta ár fóru fram aukakosning- ar. Þá var de Valera nýkominn úr fangelsi og fór beint til Ennis. Fólkið flykktist á móti honum og í kofagluggunum loguðu kerti und ir myndum af honum. Daginn eftir hófst fundur á sama stað og árið áður. „Eins og ég var að segja, þegar við vorum ónáðuð,“ hóf hann ræðu sína. Árið 1932 varð de Valera for- sætisráðherra og beitti sér fyrir umbótum á öllum sviðum þjóðfé- lagsins. Hann undirbjó stjórnar- skrá lýðveldisins og vegna hinnar linnulausu baráttu nálgaðist sú stund, að írland yrði fullvalda lýð- veldi. Það urðu de Valera mikil vonbrigði, að ekki skyldi takast að sameina allt landið, en það mistókst m.a. vegna þeirrar hryðjuverkaöldu, sem I.R.A. sam- tökin efndu til. í síðari heims- styrjöldinni stóð hann fast á því, að írland skyldi vera hlutlaust og var þá ekki vandalailst að verj- ast ásókn og ásökunum annarra ríkja., En nú erum við komin að miklu járngrindahliði inni í Pho- enix-garðinum. Tveir aldraðir verðir halla sér upp að trjástofni og skrafa saman. Þeir opna hlið- ið og ungur hermaður kemur að bílnum og spyr um nöfn okkar. Við ökum áfram upp að forseta- húsinu, sem er einfalt að gerð hið ytra, aðeins skreytt súlum við innganginn. Dyrnar- opnast og á móti okkur tekur roskinn herfor- ingi, vörpulegur maður. Ég er leidd að gríðarstórri gestabók til að skrifa nafn mitt og síðan er okkur vísað inn í sal, þar sem standa opnar dyr út í garðinn að húsatoaki. Þaðan er útsýn í iistilega prýddan garð og sér milli trjánna út að akbraut, þar sem fjöldi ferðamanna stendur og tekur myndir af húsinu. Hús forsetans var fyrst byggt sem dyravarðarhús árið 1751, en 1782 var það keypt handa um- boðsmanni brezku krúnunnar og stækkað til að verða aðalbústað- ur hans. Haldið var áfram að byggja við húsið, og prýða það fram á síðustu ár. Dr. Rafferty bendir mér á töflu, sem hangir á einum veggnum í þessum fallega sal. Það er landa- bréf af Clare-héraði, gert úr gulli og fellt á dökkan við. Til hliðar við landabréfið eru skráð öll ár- in, sem foísetinn hefur verið kos- inn á þing í héraðinu. Kjósend- urnir gáfu honum þessa töflu þegar hann varð forseti. Nú birtist herforinginn aftur og segir að forsetinn sé reiðubúinn að taka á móti okkur. Við göng- um inn í næsta sal. Þar eru bóka- skápar á vegg gegnt dyrum, göm- ul og falleg húsgögn, nokkur mál- verk á veggjum og sjónvarp úti í horni. Framan við bókaskápana er stórt maghonyskrifborð og bak við það situr de Valera. Hann rís á fætur og réttir okkur henn- ina, svipmikill maður, en ekki Framhald á 12. síðu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.