Tíminn - 24.07.1968, Qupperneq 1
Gerizt áskrifendur að
Tímanum.
Hringið í síma 12323
Auglýsing í 'nmanum
kemur daglega fyrir augu
80—100 þúsund lesenda.
7 Síldarútvegsnefnd lætur flytja tunnur og salt á miðin
UNÐIRBIÍA Greiða 130 kr. styrk á
Ffi síldartunnu flutta í land
IGÞ-Reykjavík, þriðjudag.
★ f kvöld barst Timanum
fréttatilkynning frá Sfldarútvegs-
nefnd, þar sem skýrt er frá því
að Sfldarútvegsnefnd hafi sent
leiguskip á sfldarmiðin við Sval-
barða með sex þúsund tunnur á-
samt salti. Skýrir nefndin frá því
að hún muni útvega fleiri flutn-
ingaskip, vilji menn notfæra sér
að koma saltsfldinni í land. Það
skip sem nú er á miðunum get-
ur flutt 4500 tunnur saltsfldar til
baka.
ir Þá hefur verið ákveðið að
greiða sérstakan styrk til þeirra
veiðiskipa og móðurskipa, sem
flytja saltaða sfld af fjarlægum
miðum til lands. Nemur styrkur-
inn 130 krónum á hverja tunnu.
★ Fáar umsóknir bárust á
sínum tíma um söltunarleyfi um
borð í veiðiskipum, og gerðli flest
ir umsækjenda ráð fyrir að flytja
saltsfldina til lands um borð í
veiðiskipunum. Þrátt fyrir þetta
ákvað nefndin að taka flutninga-
skip á leigu og bæta síðar við
fleiri skipum ef menn kynnu að
vilja notfæra sér þessa möguleika.
ic Þá hefur verið skipuð
nefnd til að hafa yfirumsjón með
framkvæmdum flutninganna og
er Jón Skaftason, alþingismaður,
formaður liennar.
Fréttatilkynningin fer hér á eft
ir:
„Með bréfi Sjávarútvegsmála-
ráðuneytisins dags. 10. maí s.l.
var Síldarútvegsnefnd falið að
annast framkvæmd flutninga á
sjósaltaðri sfld svo og framkvæmd
annarra þeirra mála, er greinir
í bráðabirgðalögum nr. 60 frá
1968 um flutning á sjósaltaðri
sfld. Segir í bréfi ráðuneytisins
að Síldarútvegsnefnd skuli
við framkvæmd málsins fylgja að
öllu leyti ákvæðum bráðabirgða-
laganna og tillögum 5 manna
nefndar, er skipuð var 20. febr-
úar s.l. til að gera tillögur um hag
nýtingu síldar á fjarlægum mið-
um.
Dagana 14.—16. júní birti Sfld-
arútvegsnefnd orðsendingu í dag-
blöðum og útvarpi, þar sem at-
hygli útgerðarmanna og annarra
hlutaðeigandi aðila var vakin á
því, að ógerlegt væri að hefja
undirbúning beirra. sem gert var
ráð fyrir í bráðabirgðalögunum
og tillögum 5 manna nefndarinn-
ar, fyrr en fyrir lægju upplýsing-
ar um væntanlega þátttöku í sölt-
un um borð í skipum. Var jafn-
framt auglýst eftir söltunarleyfis-
umsóknum og tekið fram að út-
gerðarmenn byrftu að tilgreina í
umsóknunum. hvort ráðgert væri
að láta veiðiskipin sigla sjálf með
sfldina til lands <eða hvort óskað
væri eftir að sérstök flutninga-
skip tækju við sfldinni á miðun-
um. Fáar umsóknir bárust um
söltunarleyfi um borð í veiðiskip-
um og tóku flestir umsækjenda
fram, að þeir gerðu ráð fyrir að
láta veiðiskipin sigla sjálf með
Frambald á bls. 15.
ÁSTANDIÐ VERSNAR
í HRAÐFRYSTIIDNADI
IGÞ-Reykjavík, þriðjudag.
★ Enn vaxa erfiðleikar hrað-
frystihúsanna. Miklir söluerfið
leikar eru á skreið og saltfiski.
Verðlækkun hefur orðið á fisk
mörkuðunum og swnkeppni fer
harðnandi vegna aukinna ríkis-
styrkja til fiskveiða og fisk-
verkunar hjá aðalkeppinautum
okkar. Kemur fram í fréttatil-
kynningu frá SH, að ekki verði
hjá því komizt að cndurskoða
starfsgrundvöll hraðfrystihús-
anna nú þegar vegna breyttra
viðhorfa frá þvi snemma á
þessu ári, þegar rætt var um
þessi mál.
★ Þessar upplýsingar komu
fram í skýrslu, sem Björn Hall
dórsson, framkvæmdastjóri,
flutti á aukafundi SH í dag.
Kom fram á fundinum, að ríkis
stjórninni hefur verið skýrt frá
hinum nýju viðhorfum og
standa nú yfir viðræður við
hana um þessi mál. Var sam-
þykkt að fresta aukafundinum
á meðan viðræðurnar stæðu
yfir.
Fréttatilkynning SH fer hér
á eftir:
„Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna efndi til aukafundar hinn>
23. júlí 1968 að Hótel Sögu,
Reykjavík.
Fundarefni voru aubnir
erfiðleikar í sölu- og fram-
ieiðslumálum hraðfrystihús-
anna.
Fundarstjóri var kjörinn Jón
Áranson alþm., Akranesi og
fundarritari Helgi Ingimundar
son.
Framhald á bls. 14
Fiugvélin á myndinni er eign flugfélagsins Internord og á aðfararnótt s. I. sunnudags var hún hlaSin me5
neyðarhjálparsendingu af skreið til Biafra. Farmurinn er sendur á vegum kirkjusamtaka og nú bíður fiug-
vélin færis einhvers staðar á smáeyjunum við Nígeríuströnd til að koma skreiðinni til neyðarflugvalla i
Biafra.
HORFUR Á SÁTT
UM FLUTNINGA
NTB-Biafra, þriðjudag.
Fulltrúar dciluaðila í hinni
blóðugu borgarastyrjöld í Níger-
íu gera mi ákveðnar tilraunir til
þess að leysa vandamálið um
flutning lífsnauðsynja til hinna
nauðstöddu flóttamanna í Biafra.
Viðræðurnar í Niamey í Niger,
sem standa yfir þessa dagana,
milli Nígeríumanna og Biafra-
manna eru sagðar vera miklu vin
samlegri og liklegri til árangurs
en viðræðurnar í Kampala voru
á sínum tíma.
Höfuðvandi sá, sem fulltrúarn-
ir reyna nú að leysa, er að finna
lausn á flutningavandamálinu,
sem líkleg sé til þess að róa Ibo-
ættflokkinn. Iboannir óttast að
ef haldið verður opinni birgða-
flutningaleið um Nigeríu til Bi-
afra, muni Sambandsstjórnin
nota sér hana til þess að gera
Framhald á bls. 14
NTB-Prag og Moskvu, þriðjud.
ic Málgagn rússneska
kommúnistaflokksins, Isvetsjia
sagði í dag, að Rússar hefðu
nú hafið umfangsmiklar her-
æfingar víðsvegar á vestur-
landamærum Sovétrikjanna
m.a. nálægt tékknesku landa-
mærunum. Talið er að með
þessu vilji Sovétstjórnin ógna
Tékkum enn frekar og geta
með stuttum fyrirvara kallað
mikið herlið til Tékkóslóvakíu
ef viðræður æðstu manna ríkj-
anna fara út um þúfur.
if Júgóslavneska frétta-
stofan, Tanjug skýrði frá því
í dag að framkvæmdanefnd
rússneska kommúnistaflokks-
ins hefði lagt af stað frá
Moskvu til Tékkóslóvakíu í
dag. Ekki hefur enn náðst
samþykki um hvenær fundirn
ir eigi að hefjast og talið er,
að undirbúningur fundarins
geti staðið í nokkra daga.
Tékkneskir ráðamenn undir-
búa sig fyrir uppgjörið við
Rússa og mun krafa Rússa um
að rússneska framkvæmdaráð-
ið og tékkneska forsætisnefnd
in í miðstjórn kommúnista-
flokksins komi saman til fund
ar fullskipaður, valda Dubcek
aðalritara nokkrum erfiðleik-
um, þar eð hann á ekki ó-
skorðað fylgi innan forsætis-
nefndarinnar.
Heræfingar.
Isvetsjia, hið opinbera mál-
gagn sovézka kommúnista-*
flokksins, skýrði frá því í gær,
að fjölmennt rússneskt vara-
lið, sem kvatt hefði verið út
fyrir skömmu, væri nú að her-
æfingum á vestur landamær-
um Sovétríkjanna á svæði sem
nær allt frá Eystrasalti, til
Ungverjalands. Heræfingarh-
ar fara einnig fram í grennd
Framhald á bls. 14.