Tíminn - 24.07.1968, Side 2

Tíminn - 24.07.1968, Side 2
2 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 24. júlí 1968. Póst- og símamálastjórnin óskar eftir tilboðum í byggingu undirstöðumasturs á Skálafelli. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu radíótækni- deildar í Landsímahúsinu, Thorvaldsenstræti. HÚS TIL SÖLU Innkaupastofnun ríkisins, f.h. ríkissjóðs, leitar tilboða í húseignina Tómasarhaga 15, Reykjavík, sem er eign ríkissjóðs. Eignin er til sýnis væntanlegum kaupendum kl. 5—10 e.h. fimmtudaginn og föstudaginn 25. og 26. þ.m., þar sem allar nánari upplýsingar verða gefnar og þeim afhent tilboðseyðublað, sem þess óska. Lágmarkssöluverð eignarinnar, skv. 9. grein laga nr. 27, 1968, er ákveðið af seljanda kr. 2.400.000,00. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri mánudaginn 29. júlí 1968, kl. 2 e.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI7 SÍMÍ 10140 Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 — Símar 3T055 og 30688 Fréttabréf frá S.Þ. Stefnuskrá baráttunn- ar gegn apartheid Apartheid-nefnd Samein- uðu þjóðanna hefur lokið fund um sínum í Evrópu. Á opin- berum og óformlegum fundum í Stokkhólmi og Lundúnum, þar sem bæði stjórnmálamenn og atkvæðamiklir menningar- frömuðir lögðu sitt til mál- anna, kristölluðust nokkur meginatriði sem dregin eru fram í yfirlýsingu nefndarinnar 26. júní, áður en hún hélt frá Lundúnum. í stuttu máli var um að ræða eftirtalin meginat- riði: Áframhaldandi og vaxandi harka stjórnar Suður-Afríku í kynþáttamálum hefur enn spillt hinu pólitíska ástandi í Suður-Afríku og annars staðar í sunnanverðri Afríku. Suður-Afríka hefur nú tek- ið upp útþenslustefnu að svo miklu leyti sem hún er farin að boða kynþáttastefnu sína á svæðum sem liggja utan landa mæra hennar. Þetta þirtist m. a. í áframhaldandi, ólöglegu hernámi Namíbíu (áður Suð- vestur-Afríku) dvöl suður- afrískra öryggissveita í Suður- Ródesíu, álkvörðun stjórnar Ians Smiths um að láta sam- þykkja kynþáttalöggjöf að suð ur-afrískri fyrirmynd í Ródesíu og í vaxandi samvinnu við portúgölsku nýlendukúgar- ana. Auk þess eru postular apartheid-stefnunnar orðnir ögrandi og ógna nú öryggi og sjálfstæði ríkjanna í Afriku. Stjórn Suður-Afríku færir sér í -nyt efnahagslegan van- mátt nokkurra nágrannalanda sinna, og þess vegna er þörf á alþjóðlegu át^ki til að gera þessi lönd minna háð Suður- Afríku. Ábyrgðin á frelsun sunnan- verðrar Afríku hvílir fyrst og fremst á herðum íbúa svæðis- ins, og þegar frelsishreyfing- arnar telja vopnaða baráttu nauðsynlega, eiga þær að njóta alþjóðlegrar pólitískr- ar, siðferðislegrar og efnahags legrar hjálpar og njóta góðs af alþjóðlegu mannúðarstarfi, sem. m.a. veitir fórnarlömbum apartheid-stefnunnar aðstoð. Birta ber ítarlegri upplýs- ingar sem renna stoðum undir þá staðreynd, að tiltekin lönd sendi Suður-Afríku vopn þvert ofan í samþykktir Öryggis ráðsins. Fullkomið og virkt bann við hvers konar viðskiptalegum og efnahagslegum samskiptum við Suður-Afríku er eina leið heimsbyggðarinnar til að knýja stjórn landsins með frið samlegum hætti til að láta af kynþáttastefnu sinni Öll aðildarríki Sameinuðu TROLOFUNARHRINGAR — afgreiddir samdægurs. Sendum um allt land. H A L L D Ö R Skólavörðustíg 2 þjóðanna eiga að setja höml- ur á straum útflytjenda til Suður-Afríku, einkanlega að því er varðar iðnaðarmenn og tæknimenntað fólk. Leggja ætti blátt bann við hvers konar samstarfi aðildar- ríkja Sameinuðu þjóðanna og Suður-Afríku í menningarefn- um, menntamálum, á sviði í- þróttamála og á öðrum svið- um. Hjá Sameinuðu þjóðun- um ætti að hefja baráttu fyrir því að fá frelsishetjurnar í sunnanverðri Afríku viður- kenndar sem stríðsfanga í samræmi við Genfar-sáttmál- ann. Allsherjarþing Samein uðu þjóðanna á að gera álykt- un um þetta efni. Taka ber til rækilegrar íhug- unar, hvernig bezt megi vekja athygli jarðarbúa á böli apart- heid-stefnunnar, og hvernig bezt verði barizt gegn henni. í þessu eru Sameinuðu þjóð- irnar hvattar til að birta að- gengilegt og læsilegt efni um hinar ýmsu hliðar apartheid- stefnunnar og um baráttu íbúa Suður-Afríku gegn þessari ó- mannúðlegu stefnu. Styðja ber þá hugmynd að koma upp á vegum Sameinuðu þjóðanna spjaldskrá yfir alla þá einstaklinga sem sitja í fangelsum Suður-Afríku og hafa verið sviptir mannréttind um. Bæði opinberar og óopin- berar stofnanir mundu þá verða hvattar til að veita upp- lýsingar um menn, sem þær vissu að hefðu verið fa'ngels- aðir eða hraktir í útlegð. Á grundvelli þessa er lagt til, að gerðar verði og birtar skrár, sem fyrst og fremst séu ætlað- aðar ættingjum og ástvinum þeirra sem í fangelsum sitja. Sameinuðu þjóðirnar eru hvattar til að hagnýta í ríkara mæli þær upplýsingar sem eru fyrir hendi um suður-afríska frelsishreyfingar, samtök sem berjast gegn apartheid og aðr ar óopinberar stofnanir sem eru andvígar stefnunni, þann- ig að unnt verði að dreifa víð- ar en nú er gert upplýsingum um alheimsbaráttuna gegn ap- artheid-stefnunni. Loks er lagit tál, að veittur verði stuðningur við framleiðslu stuttra fræðslu- mynda um apartlheid, sem not- aðar verði í kvikmyndahúsum, sjónvarpi og menntastotfnun- um. Áskorun um framlög til gæzlusveitanna á Kýpur U Thant framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur eindregið skorað á allar ríkis- stjórnir að bregðast þegar i stað og jákvætt við tilmælum um frjáls fjárframlög til að tryggja efnahagslegan grund- völl þess að hœgt verði að halda uppi friðargæzlu Samein uðu pjóðanna á Kýpur. U Thant lýsti yfir því, að loforð um samtals 19.136.000 dollara væri skilyrði þess að Sameinuðu þjóðirnar gætu að fullu staðið við skuldbindingar sínar gagnvart þeim ríkjum, sem leggja trarn herafla til friðargæzlu á eynni, og staðið straum af þeim kostnaði sem er samfara starfsemi gæzlu- sveitanna fram til 15. desem- ber 1968. Um leið og framkvæmda- stjórinn benti á síversnandi fjárhagsgrundvöll gæzlustarfs ins kvað hann augljóst, að lof- orð um hið tilskylda fjármagn yrðu að vera fyrir hendi, ef gæzlusveitirnar ættu að leysa þau verkefni, sem þær hafa skuldbundið sig til. í bréfi sínu til aðildarlandanna, dag- settu 27. júní, minnir U ITiant á, að í síðustu skýrslu sinni til Öryggisráðsins hafi hann ein- dregið heitið á meðlimi ráðs- ins að beina athyglinni að versnandi fjárhag gæzlusveit- anna, sem orðinn sé mjög í- skyggilegur og kunni að leiða til þess, að sveitirnar verði kvaddar burt áður en vetkefni þeirra sé lokið. U Thant kvað fjárveitingar til friðargæzlustarfsins alls ó- fullnægjandi og benti á að á- ætlaður kostnaður við gæzlu- sveitirnar frá því þær tóku til starfa 27. marz 1964 fram til 15. desember 1968 næmi 100.155.000 dollurum. Hinn 24. júní 1968 höfðu aðildarríkin samtals lagt fram eða heitið fjárhæð sem nam 80.568.845 dollurum til friðargæzlustarfs- ins á Kýpur. Fréttir frá S.Þ. í stuttu máli ,ísland auðugast Norðurlanda. ísland er auðugast Norður- landa, eða var það að minnsta kosti árið 1966. Nýútkomin hagfræðiárbók Sameinuðu þjóðanna sýnir, að þjóðartekj- ur á hvern íbúa árið 1966 voru 2066 dollarar á íslandi, 1808 í Danmörku, 1554 í Noregi og 1475 dollarar í Finnlandi. í bókina vantar upplýsingar frá Svíþjóð um þennan lið, en í skýrslunni yfir brúttóþjóð- arframleiðslu, bæði á markaðs og framleiðsluverði, liggur ís- land feti framar en Svíþjóð: 2.837—2.732 dollarar á fslandi 2.388—2.386 dollarar í Svíþjóð. Norðurlönd er þó ekki allra fremst að þessu leyti. Hver Kuwaít-íbúi hafði að jafnaði 3.257 dollara árstekjur og hver Bandaríkjamaður 3.153 doll- ara tekjur 1966. Indland er neðarlega á skrá með 79 doll- ara þjóðartekjur á hvern íbúa, og Eþíópía enn neðar með að- eins 44 dollara Meðaltalið fyr ir heiminn í heild er kringum 540 dollarar. 343 ár til að ná lífskjörum Svía Brúttó-þjóðarframleiðslan í vanþróuðum löndum Afríku (þ.e.a.s. öllum löndum álfunn- ar nema Suður-Afríku) jókst á árunum 1960—1966 um 3,4 prósent á ári eða aðeins 1 prósent miðað við íbúarfjölda, segir í nýbirtri skýrslu Sam- einuðu þjóðanna, A Survey of Economic Conditions in Afr- ica, 1967. Vöxturinn á hvern íbúa er sagður vera minni en í nokkurri annarri álfu á um- ræddu árabili. Verði tekju- aukningin jafnhægfara í fram- tíðinni mun það taka Afríku- búa 343 ár að ná sömu lífs- kjöi’um og Svíar búa vio nú. Geimkönnun og vanþróuð lönd Fjarskiptagervihnettir geta komið að miklu liði í mennt- unarviðleitni vanþróuðu land- anna. Þeir geta átt þátt í að gera ákveðnar tegundir sjón- varpskennslu árangursríkari og geta einnig auðveldað dreif ingu sjónvarps, t.d til kenn- aramenntunar, sem er mjög mikilsverð í þessum löndum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.