Tíminn - 01.08.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.08.1968, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 1. ágúst 1968. TIMINN HUNDRAÐ FARAST í ELDGOSI NTB-San Jose, Costa Rira. Á mánudag hófst mikið eld- gos á eyjunni Costa Rica í Kara- bíahafinu. Eldfjallið El Arenal, sem álitið var útbrunnið fyrir löngu, byrjaði skyndilega að gjósa og rann glóandi hraun- elfa niður fjallshlíðarnar. Við f jallsræturnar var þorpið Puep- lo Nuevo, en hraunstraumurinn hefur bókstaflega sópað þorp- inu burtu. Yfirvöld í Costa Rica lýstu því yfir í dag, að a. m. k. 100 manns hefðu farizt af völd- um eldgossins, en enn væri saknað f jölmargra. Fjallaþorpið Pueplo Nuevo er í aðeins 170 km. fjarlægð frá San Jose, höfuðborginni á Costa Rica, en ekki er vitað með fullri vissu, hvað margir íbúar voru í þorpinu. Eldfjall- ið El Arenala hefur ekki bært á sér í mörg hundruð ár, og héldu flestir að það væri út- brunnið. Á mánudag varð snarp ur jarðskjálfti á þessum slóð- um og við það er talið að einn veggur eldfjallsins félli inn í gíginn og brauzt þá fram gló- andi hraunstraumur. Hraun- straumurinn vall niður hlíðar fjallsins og grófst þorpið Puep- lo Nuevo gersamlega undir hon um. Á leið sinni varð hraun- straumurinn mörgum að bana en sjónarvottar segja, að flestir hafi látið lífið af völdum glóð- heitra vindsveipa, sem fylgdu í kjölfar þriggja mestu spreng- inganna í gosinu. Ár í fjallshlíð inni flæddu yfir bakka sína og smásprænur urðu að ægilegum foröðum, hraun og aska hylur stórt svæði í námunda við fjall- ið og rís- og baðmullarplantekr ur eyðilögðust í tugatali. Forseti Costa Rica, Jose Joa- quin Trejos Fernandez, sagði í dag, að þegar væri fullvíst, að 100 manns hafi farizt, þar af fjöldi barna. Forsetinn sagði, að ekki væru öll kurl komin til grafar, þar eð enn væri margra saknað. Fernandez forseti hefur kallað heim landbúnaðarráð- herra sinn, Guillermo Yglesias, frá ráðherrafundi í Panama. Þess er vænzt, að forsetinn muni fljúga yfir gossvæðið í dag til þess að kynna sér ástand ið. Matvæli og lyf hafa verið send til svæðanna í kringum El Arenal og ástandið þar er sagt betra en áður. Einnig hafa um 4 þúsund heimilislausir þorpsbúar verið fluttir á brott frá svæðinu. Enn rýkur úr eld- fjallinu og koma öðru hvoru úr því smá öskugos, en hraun- straumurinn er hættur að renna. Hinir þrír nýju Leylandvagnar, sem Kópavogur hefur fengið Nýir Leylandvagnar komnir til Kópavogs Hsím.-miðvikudag. — Strætis- vagnar Kópavogs hafa tekið í notk un þrjá nýja strætisvagna — hinn síðasti var afhentur í dag — af Leyland-gerð, hina fyrstu, sem aka um götur á fslandi, en Leyland- verksmiðjurnar munu þekktasti framleiðandi á þessu sviði í heim- inum. Bæjarstjórn Kópavogs boð- aði blaðamenn á sinn fund í dag af þessu tilefni og Ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri Strætisvagna Kópavogs, skýrði frá smíði þess- ara vagna og nýjungum í rekstri fyrirtækisins. Hann sagði m.a.: Þegar ljóst var á s.l. ári, að Strætisvagnár Kópavogs þurftu að endurnýja vagnakost sinra, vegna setningar laga um hægri umferð, skipaði bæjarráð þriggja manna nefnd til þess að gera til- lögur um, hvaða tegund og gerð af undirvögnum og yfirbygging- um skyldi kaupa. Nefndin varð sammála um þá tillögu að kaupa undirvagna frá Leyland-verksmiðj unum í Bretlandi, en yfirbygging ar frá Sameinuðu Bílaverksmiðj- unni. Leyland-verksmiðjurnar munu vera stærsti framleiðandinn f heiminum á strætisvögnum. Þær framleiða margar gerðir undir- vagna, en sú tegund sem við tók- um, Royal Tiger Worldmaster, mun vera algengust. Undirvagn- inn vegur 5130 kg., en mesta þyngd með blassi má vera 16 tonn. Vélin er 11,1 lítra dieseivél, 165 n.estöfl. Gírkassi er hálf sjálf- skiptur, en stjórnað með þrýsti- lofti. Rafall bílsins er 1750 w. Altermator og rafkerfið allt tvö- fallt. Kæliviftan er rafknúin og stjórnast af hitastilli í vélinni. Þá er í vagninum sérstök olíuikynd- ing af Vebastagerð, sem hitar kælivatn vélarinnar þannig, að aldrei þarf að ræsa vélina kalda og heldur síðan sama hitastigi á vatninu og þar með í vagminum, hvernig sem viðrar. Yfirbyggingu vagnanna teiknaði Þórarinn Gunnarsson, starfsmaður Sameinuðu bílaverksmiðjunnar h.f. og er yfirbyggingin að öllu leyti smáðuð þar. Um leið og þessir nýju vagnar verða teknir í notkun verður reynd smábreyting á afgreiðslu og móttöku fargjalds í vögnunum í þeim tilgangi að flýta afgreiðslu og spara vinnu við talninigu skipti myntár. Nýir kassar fyrir fargjald ið, með tveimur hólfum eru við hliðina á vagnstjóranum og er til þess ætlazt, að þeir sem þurfa að telja skiptimynt, eða kaupa kort, gangi inn fremst í dyrunum og setji peningana í fremra hólf- ið, en á meðan hann fær af- greiðslu, geta þeir sem eru með farmiða og eru að jafnaði miklu fleiri, gengið óhindrað inn um dyrnar og sett sinn farmiða í aftara hólfið í kassanum. Breyt- ing þessi er aðeins gerð í til- FramhaJfl a ols 15 SVFf stofnar umferðardeild Samkvæmt tilmælum dómsmála ráðuneytisins hefur Slysavarnafé- lag íslands tekið að sér umferðar- fræðslu fyrir aimenning í fram- haldi af fræðslustarfsemi þeirri, sem Framkvæmdanefnd hægri um- ferðar sá um að framkvæma í samvinnu við ýmsa aðila vegna umferðarbreytingarinnar. Slysavarnafélagið mun ennfrem- ur hafa umsjón með starfi um- ferðaröryggisnefndanna, sem stofn aðar voru víðs vegar um land í vetur og vor. • í sambandi við umferðarbreyt- inguna var skipulögð víðtækari fræðsla um umferðarmál en dæmi eru til um nokkurt annað málefni hér á landi. Milljónum króna var varið til áróðurs- og útgáfustarf- semi og talsverður hluti ritaðs Kirkjuklukkur vígðar á Hólakátíð Fréttatilkynning frá Hólafélaginu: Eins og áður hefur verið frá sagt verður Hólahátíðin næst kom andi sunnudag, þ. 4. ágúst, verzlun armannasunnudaginn. Dagskrá há- tíðarinnar verður fjölbreytt að vanda og verður í aðalatriðum sem hér segir: Hátíðin hefst kl. 2 e. h. Þá verð- ur hinum fornu klukkum Hóladóm kirkjii samhringt og biskup og prestar ganga í skrúðgöngu frá skólahúsinu að turni kirk.iunnar. Þar verður stjaðnæmzt KirkjUmála ráðherra Jóhann Hafstein afhend- ir þar g^öf íslenzka ríkisins til Hólakirkju, 3 miklar og veglegar kirkjuklukkur, sem settar hafa verið í Kirkjuturninn, sem reistur var til minningar um Jón biskup Arason árið 1950. Þá vígir biskup íslands, herra Sigurbjörn Einars- son, hinar nýju khikkur, en síðan verður peim samhringt til messu, og verðui þá gengið í kirkju. Biskup íslands prédikar í mess- unni, kirkjukór Ólafsfjarðarkirk.iu syngur, söngstjóri Magnús Magnús son, sr. Ingþór Itidriðason á Ölafs- firði og sr. Sigtús J Árnason í Miklabæ þjóna fyrir altari. Eftir messu verður nokkurt hlé og - geta menn þá notið þess að skoða Hólastað en öll örnefni verða þar greinilega merkt Einn- ig verða veitingar á boðstólum í ^1 sumarhótelinu á Hólum. Að hléi þessu loknu verður sam koma í kirkjunni Þar flytur sr. Kristján Róbertsson á Siglufirði erindi um „kirk.iulega yakningu, kirkjulega endurreisn" Ólafur Þ. Jónsson óperusöngvari syngur ein söng við undirleik Ragnars Björns sonar organista. Ragnar leikur einn ig einleik á orgel Hóladómkirkju. Að lokum flytur sr. Jón Kr. ísfeld ritningarorð og bæn. Formaður Hólafélagsúis, sr Þórir Stephen- sen á Sauðárkróki mun st.i'órna samkomunni. Á sama tíma og samkoman verð ur í kirkjunni, v'erður barnasam- Framhald á bls. 14. máls og mynda er enn í fullu gildi eftir breytinguna. Allt til þessara þáttaskila í um- ferðarmálum íslendinga hafa aldr- ei verið gerðar samræmdar áætl- anir varðandi fræðslu- og upplýs- ingastarfsemi um umferðarmál, hvorki iyrir skóla né almenning. Ýmsir aðilar hafa um þessi mál fjallað, hver á sinn hátt, og oft" með drjúgum tilkostnaði gengið þar hver í annars spor Framkvæmdanefnd hægri um- ferðar lýkur störfum um næstu áramót.. I greinargerð fyrir um ferðarbreytingunni og undirbún- ingi hennar beihdi nefndin þeirri tillögu tii dómsmálaráðherra, að reynt yrði að finna grundvöll fyr- ir samræmingu umferðarfræðslu í landinu. bæði þvað snerti skóla og almenning, og lagði fram ákveðnar tillögur þar að lútandi. Dómsmálaráðuneytið hefur svar að þessum tillögum varðandi hinn almenna þátt umferðarfræðslunn- ar á þá lund. að fara þess á leit við Slysavarnafélag íslands, að það taki að sér þennan þátt sérstak- lega og hafi þá einnig umsjón með starfi dmferðaröryggisnefnda þeirra, er stofnaðar voru fyrir H-dag í vor og hafa mikilvægu hlutverki að gegna varðandi svæð isbundnar upplýsingar um umferð armál. Slysavarnafélag íslands hefur fallizt á að taka að sér það.verk- efni, sem hér um ræðir, og stofn- að til þess sérstaka umferðardeild. Guðbjartur Gunnarsson, fyrrum starfsmaður Sjónvarps, hefur ver- ið ráðinn til að veita deild þessari forstöáu. (Fréttatilkynning frá Slysavarnafélagi íslands). Deilan leyst EKH-Reykjavík, miðvikudag. Bílstjóradeildan í Kefla vik leystist í fyrradag. Sam þykkti þá meiriihluti Sérleyf isnefndar að draga til baka uppsagnir tveggja bílstjóra S'érleyfisbifreiða Keflavík- ur, en þœr áttu að koma til framkvæmda 1. ágúst. Þann 29. maí s. 1.- barst tveimur bifreiðarstiórum hjá Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur bréf, þar sem þeim var sagt upp með mánaðarfyrirvara, en engin ástæða fékkst gefin fyrir þessarri ráðstöfun. Bílstjórar þessir höfðu haft afskipti af kjarabaráttu, og var ann ar þeirra formaður Bifreiða- stjórafélagsins Keilis í Keflavík, en hinn hafði starfað í samninganefnd fé lagsins. Urðu miklar deilur vegna uppsagna þessara og mótmæltu ailir starfsmenn fyrirtækisins þeim harð- Iega. Auk þess setti Bif- reiðastjórafélagið Keilir yfir vinnubann á fyrirtækið. Hin kröftuga samstaða stéttarfé lagsins og samstarfsmanna bílstjóranna tveggja mun hafa orðið til þess að Sér leyfisnefndih sá sér ekki annað fært en að draga upp- sagnirnar til baka. Nú hef- ur yfirvinnubanninu verið aflétt og er bílstjóradeilan þar með úr sögunni. Þættir um efnahagsmál Komin er út Dók eftir Magna Guðmundsson hagfræðing, Þættir um efnahagsmái safn ritgerða og' erinda, sem höfundur hefur birt í dagblöðum og flutt í útvarp á all- mörgum undanförnum árum. Hafa márgoft verið bornar fram óskir um, að ritgerðir og erindi Magna væru birt í bókarformi, og er Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.