Tíminn - 01.12.1968, Qupperneq 8
TÍMINN
Jón Magnússon
f orsæ tisráðherra 1918
neytinu í Reykjavík. Jón var
skipaður bæjarfógeti í Reykja
vík 1909.
ÞingmaSur Vestmannaeyja var
Jón 1902—14, en síðan þing-
maður Reykjavíkur til 1919.
Loks var Jón landskjörinn þing
maður frá 1922 ti.l dauðadags.
Jón var forsætisráðherra 1
fyrstu íslenzku ríkisstjórninni
1917—22 og aftur varð hann
forsætisráðherra 1924 og
gegndi því starfi til dauðadags
23. júní 1926. Jón lézt á ferða
lagi á æskustöðvum sínum
í Norðfirði. Hann er eini ís-
lenzki forsætisráðherrann til
þessa, sem hefur andazt í emb
ættinu. Og aðeins tveir menn
hafa gengt forsætisráðherra-
embættinu hér lengur (Her-
mann Jónasson og Ólafur
Thors).
Kona Jóns Magnússonar var
Þóra Jónsdóttir háyfirdómara
Péturssonar og áttu þau ekki
börn. FósturdóttiT þeirra lézt
í spönsku veikinni.
Telja má því nær öruggt, að
af einstökum mönnum hafi
Jón Magnússon forsætisráðherra
átt mestan hlut að því, að
sambandsmálið leystist svo far
sællega sem raun bar vitni ár-
ið 1918.
Jón Magnússon fæddist að
Múla í Aðaldal 16. janúar
1859, og var faðir hans prest-
ur. Lengst ólst Jón upp að
Skorrastað í Norðfirði, sem
séra Magnús faðir hans fékk
1868. Árið 1881 lauk Jón prófi
úr lærða skólanum í Reykjavík
með mjög hárri einkunn. Um
skeið var hann skrifari Júlíuisar
Havsteens amtmanns á Akur-
erri, en 1891 lauk hann lög-
fræðiprófi frá Kaupmanna-
hafnarháskóla með góbrf eink
unn.
Árin 1891—96 var Jón Magn
ússon sýslumaður í Vestmanna
eyjum, en síðan landshöfðingja
ritari til 1904, er hann varð
skrifstofustjóri í íslenzka ráðu-
Snorri Hjartarson:
Land þjóð og tunga
Land þjóð og tunga, þrenning sönn og em,
þér var ég gefinn bam á móðurkné;
og lék hjá þér við læk og blóm og stein,
þú leiddir mig í orðs þíns háu vé.
Á dimmum vegi dýrð þín um mig skein,
í dögun þeirri er líkn og stormahlé-
og sókn og vaka: eining hörð og hrein,
þú heimtar trúnað, spyr hver efnd mín sé.
Þú átt mig, ég er aðeins til í þér.
Örlagastundin nálgast grimm og köld;
hiki ég þá og bregðist bý ég mér
bann þitt og útlegð fram á hinzta kvöld.
ísland, í lvftum heitum höndum ver
ég heiður þinn og líf gegn trylltri öld.
Guðmundur Ingi Krístjánsson:
Ávarp á Þingvallafundi 1960
(Brot)
Hvar vilt þú> ísland, leggja þitt smáa lóð,
lítil en sjálfstæð og friðarunnandi þjóð?
Taktu í hverja þá hönd, sem til griða er sett,
hjálpa þú öllum, sem vinna með friði sinn rétt.
Reyndu að deyfa þær eggjar, sem ennþá er beitt,
aðstoða jafnan þá meðalgangan er veitt,
til þess að ævin í alheimi reynist góð
örugg og friðvænleg sérhverri hlutlausri þjóð.
Neitaðu herstöð og vopnum og öllu, sem er
andstætt þeim draumi, sem mannkynið geymir með
draumnum um samúð og samstarf um gjörvallan heim.
Sjáandi göngum vér öll undir vorboða þeim.
Vér erum mörg, sem í stórræðum stöndum í dag,
strengjum vor heit., erum komin í fóstbræðralag,
til þess að færa til bóta það ástand sem er.
ísland sé friðland, en hvorki með vopn eða her.
Látum nú mótvindinn brýna vort þrek og vorn þrótt
það er til friðar og íslenzkrar hamingju sótt.
Hugsjónin vígir hið volduga fóstbræðralag.
Vér höfum lifað á Þingvöllum hamingjudag.