Tíminn - 01.12.1968, Qupperneq 13
TIMINN
13
Krístjási IngóBfsson:
Hornsteinar lýðfrelsis
þessar mtnidii., er við fs-
fagniEn hálfrar aldar
afawsE Mflveldis þjóðarrnnar, er
olckux vissntega hoHt að staldra
vfi5 og afíiaga þá meginstaðreynd,
aS sjSŒfstæÆðsbarátta snráþjóðar
er eilíf.
í aiman stað er rétt að rífja
opp florsendu sj'álfstæðisbarátt-
uimar. Hwecnig stóð á því, að
maopgir af ágæfcastu sonum þjóð-
armnaæ eyddu ævi sinni í þessa
baráfctu og eyðiMgðu persóouieg-
an framgang siim og emibættis-
frama, MösskrWu þessir merm
e.t.v. stöðu lands síns og þjóðar?
Voru þeir óraunsæir skýjaglópar?
Síðan við íslendingar fengum í
hendur forræði eigin móla, höf-
um við verið dag hvern að svara
þessari spurningu. Ekki skal ég
gerast dómari í því, hversu tek-
izt hefur. Það verður að efftirláta
komandi kynslóðum að dæma um
árangur okkar sem fengum í
hpndur sjátfstæði fslands. Þá boð-
CTeit baráttumannanna, þeirra,
sem börðust fyrir frelsi þjóðar-
innar án þess að lifa þann dag
sjálfir, er íslenzkt þjóðríki liti
dagsins ljós. Þeirri sveit ber okk-
ur á þessum timamótum að þakka
af heiium huga.
Það fer ekki hjá því, að smá-
þjóð eins og við íslendingar finn
um á stundum til efa um það,
bvort við í hinum sísmækkandi
heimi getum haldið sjálfstæði okk
ar? Hvort efcki væri e.t.v. hag-
kvæmara að tengjast stærra og
sterkara ríki?
Á siíkum stundum er okkur
hollt að rifja upp, hver sá hvati
var, sem leiddi til sjálfstæðisbar-
áttu þjóðarinnar? Já, hvað var
það, sem olli því að nokkrar tug-
þúsundir manna kröfðust þess að
fá að vera sjálfstæðir í veröld-
inni?
Ég held að því sé tiltölulegaj
auðvelt að svara: Við höfðum i
reynslu í því að vera háðir stjórn'
annarar og stærri þjóðar. Sú
reynsla leiddi berlega í ljós hin
sterku þjóðareinkenni íslendinga.
Þau einkenni, sem við getum í
inu orði falið í orðinu Þjóðerni
reyndust sterkari en svo að
margra alda kúgun fengi grandað
þeim. Þau urðu orsök þess að
þjóðin fann sig hlekkjaða undir
erlendri stjórn. Þjóðin leiddi þau
rök af lífsreynslu sinni að henni
mundi vegna bezt við eigin stjórn.
Hún kaus að búa ein og óiháð.
Til þess að það tækist háði hún
málefnalega baráttu sem reynd-
ist löng þrálát og örðug. En sig-
urinn vannst og nú á hálfrar ald-
ar afmæli íslenzks fullveldis,
stöndum við með það fjöregg,
sem liðnar kynslóðir fengu okk-
ur í hendur: Frelsi þjóðarinnar.
Hver einn íslendingur er vörður
þess, það má aldrei glatast, það
má aldrei brotna.
Hið innra sjálfstæði.
Nú er það svo, að þjóð getur
verið sjálfstæð gagnvart öðrum
þjóðum án þess þó að búa við
eigið frelsi við borð sjálfrar sín.
í þeim löndum sem einvaldar
drottna, klíkur eða ,ríkisflokkar“
er andlegt sjálfstæði einstaklings-
ins venjulega ströngum takmörk-
unum háð. Honum er bannað að
tjá skoðanir sínar ef þær komai
ekki heim og saman við skoðan-!
ir róðandi affla. Hafi hann sig í
frammi með slíkt, er hann „hættu
legur þjóðfélaginu“ og látinn fá
málagjöld í samræmi við það.
Slfkt stjórnarfar er ekki í sam-
ræmi við þjóðfélagshugmyndir
okkar fslendinga þó seint verði
ffyrir það girt að skapgallaðir
eiostaklingar í valdastöðu mis-
beiti ekki á stundum valdi sími.
í heildina tekið þurfum við fs-
tendrngar ekki að kvarta undan
skxxrti á andlegu frelsi í hinu
fimmthi ára gamla þjóðrfld okkar.
En við höfum kosið okkur þjóð-
Iskipulag samkeppninnar. Innan
ramma þeirra laga, er við setj-
um okkur, er einstaklingum heim
ilt að keppa um veraldarauðinn.
Sú barátta leiðir yfirleitt það í
•ijós, að fáir reynast útvaldir.
Þeir fá í hendumar atvinnu-
tækin þannig að meirihluti
þjóðarinnar selur öðrum starfs-
orku sína, sér til lífsframfærs
Hagsmunir fjöldans
í stéttaþjóðfélagi.
Enn hefur ekki tekizt að fram-
kvæma hugsjónina um hið stétt
lausa þjóðfélag meðal manna.
Vissulega hafa þó verið gerðar
til ,þess miklar tilraunir og sums.
staðar er því haldið fram á yfir-
borðinu, að svo sé. Þó mun
óhætt að fullyrða að þar sem
annars staðar sé raunin önnur.
sé lögð á það áherzla að rýra
forræði ákveðinna stétta, vill tíð-
ast fara svo, að „ný stétt“ rísi
á laggirnar í sporum þeirra er
hurfu. Stéttaþjóðfélagið heldur
'því áfram að vera til.
Vfða eru stéttamörkin bæði
andlegs og efnalegs eðlis.
Hingað til höfum við íslend-
ingar átt því láni að fagna, að
um andlegt jafnræði hefur verið
að ræða meðal þjóðarinnar. Við
höfum ekki átt við neinar stétta-
mállýzkur að stríða, er varni á-
kveðnum hópum og stéttum eðli
legan framgang í þjóðfélaginu.
Þar af leiðir, að fremstu leiðtog
ar þjóðarinnar geta jafnt komið
úr kotinu sem höllinni. Þetta er
mikilvægt atriði í þjóðfélagi okk
ar, sem styrkir mjög, jafnt í lífs
baráttu einstaklingsins sem hinni
eilífu sjálfstæðisbaráttu þjóðar
innar út á við sem inn á við.
Af þessu leiðir og, a'ð í augum
þjóðarinnar heyrir stéttarhroki yf
irleitt fortíðinni til og við það
auðveldast að sjálfsögðu sambúð
og samskipti einstaklinganna inn
á við.
En þrátt fyrir þessar jákvæðu
hliðar málanna, verður ekki
fram hjá því gengi'ð, að þjóð
skipulag okkar býður heim efna
legri stéttaskiptingu. Verði sú
stéttaskipan of gróf, myndast
djúp í þjóðfélaginu. Verði það of
djúpt, hlýtur svo að fara, að tog
streitan inn á við reynist þjóð
inni um of, og geti leitt af sér
hættu fyrir hið stjórnarfarslega
sjálfstæ'ði þjóðarinnar.
íslenzk alþýða hefur fyrir
löngu reiknað út þjóðfélagsstöðu
sína. Hún hefur smíðað sér vopn.
Þau vopn hefur hún gert með
mætti samtaka sinna og þeim er
beitt á hinum ýmsu þjóðfélags
sviðum.
Það er árangur af þjóðfélags
baráttu alþýðunnar á íslandi, að
við búum við almennt trygging
arkerfi, sem skapar hverjum
manni persónulegt öryggi. Vissu
lega má betrumbæta það kerfi á
ýmsan hátt, en það er út af fyrir
sig liffandi minnisvarði um árang
ur þjóðfélagslegrar baráttu al
mennings.
Samvinnuhreyfingin.
Það var löngum þrá íslenzku
þjóðarinnar allrar, að fá ráðið
verziunarmálum sínum. Eifct allra
dekksta tímabil sögu okkar er
einokunartímabilið frá 1602—
1787, hér skulu ekki dregnar
upp myndir þess ástands er þá
skapaðist, en þó dregin fram
tvö atriði, er bæði sýna hver á-
hrif sú áþján hafði á þjóðina.
.Magnús Gíslason, amtmaður,
einn af beztu sonum þjóðarinn-
ar á 18. öld, telur að tvö síðustu
árin, sem Hörmangarafélagið al-
ræmda hafði íslandsverzlunina
(1757—58), hafi milli 15 og 1600
manns látið lífið blátt áfram úr
hungri, vegna þess að félagið
sveikst um að flytja næga mat
vöru á hina ýmsu verzlunarstaði.
Kristján Ingólfsson
Sú mynd er e.t.v. dauf fyrir
augum okkar nútíma íslendinga.
Hún er af örlögum fólks, sem
löngu er horfi'ð. Slíkt gæti ekki
gerzt á íslandi dagsins í dag. En
ef við tökum myndina og flytjum
skuggan af henni inn í okkar eig-
ið líf, þá fáum við betur séð,
hve hörmuleg hún er.
Þetta atvik mun að vísu ein-
stakt í þjóðarsögunni, en engu
að síður er hol't fyrir okkur að
minnast þess.
Hitt atriðið. sem við megum
ekki gleyma. eru hin neikvæðu
áhrif, sem einokunin í heild og
hin erlenda verzlun höfðu á efna
hag þjóðarinnar. Innlenda vöru
keyptu hinir erlendu kaupmenn
á lágvirði en seldu innflutta varn
inginn á hálfvirði. Þannig lenti
e'ðlilega drjúgur arður í vasa
kaupmannsins, sem ávaxtaðist
ekki á íslandi, heldur hafnaði ut-
anlands. Þannig var þjó'ðin rúin
efnahagslega og hindrað að hún
fengi brotizt úr hlekkjum fátækt
ar og örbirgðar.
Árið 1787 var verzlun á íslandi
gefin frjáls „öllum þegnum Dana-
konungs í Norðurálfu" í ofanálag
eru stofnaðir sex kaupstaðir.
Þrátt fyrir það var langt í land
með a'ð vcrzlunin yrði íslenzk.
Hin sterka keðja danskra kaup-
sýslumanna hélt áfram að halda
henni í heljargreipum lengst fram
eftir 19. öldinni. Meira að segja
eftir að verzlunin er gefin al-
frjáls 1. apríl 1855 líður enn
langur tími án sjáanlegra stór-
breytinga. Danskir kaupmenn
halda áfram að ráða íslandsverzl-
un enn um sinn. Þeir sitja í Dan-
mörfeu og taka við ágóðanum af
verzluninni, taka á móti hlöðn-
um íslandsförum og senda aftur
söluvarning íslendingum til
handa. í gömlum einokunarhús-
um ráða faktorar hinnar dönsku
verzlunar ríkjum, einráðir enn
sem fyrr, með hag viðskipta-
manna sinna í gírugri greip sinni.
Um 1870 gera íslendingar þó
tvær djarfar tilraunir til þess að
breyta rás þessara mála. Bá'ðar
eru gerðar á grundvelli einskon-
ar hlutafélaga. Önnur, Verzlunar-
samtök Húnvetninga, nær ekki að
öðlast langlífi, það gengur öllu
betur hjá Gránufélagi Norðlend-
inga og Austfirðinga. Það lifir á
fimmta tug ára og breytir stór-
lega verzlunarháttum á viðskipta
svæði sínu.
En þó er það svo, að hvorugt
þessara ágætu félaga verður til
þess að valda straumhvörfum í
íslenzkri verzlunarsögu, heldur er
þeirra að leita meðal blásnauðra
bænda norður i Þingeyjarsýslu.
Stofnun Kaupfélags Þingeyinga,
að Þverá í Laxárdal 20 febrúar
1882 verður að teljast félagslegt
afreksverk. Þar fóru ekki fyrir
menn me'ð margar spesíur í kistu
handraðanum. Brautryð,jendur
samvinnustefnunnar á íslandi
voru miðlungsbændur og þaðan
af fátækri. Óskólagengnir voru
þeir, en áttu í hópi sínum menn,
sem lagt höfðu aiúð við sjálfs-
menntun og voru því færir um
að leysa þau vandræði, sem að
höndum bar. Veraldleg fátækt
þeirra varð til að beina þeim inn
á þá braut, sem hæfði aðstöðu
þeirra. Að standa hlið við hlið,
hafa allir jafnan rétt, vinna sam-
an, hjálpast að, það varð þeirra
lausn. Efalaust hefur þeim ekki
dottið í hug, er þeir voru saman-
komnir í baðstofunni á Þverá
þennan hvíta febrúardag að þeir
væru að leggja grundvöllinn að
mesta verzlunarfyrirtæki þjóðar-
innar. Þeir skrifu'ðu í bók félags-
ins, að tilgangurinn væri fyrst og
fremst sá, „að ná svo góðum
feaupum á útlendum varningi sem
auðið er, og að gera útvegun
hans sem auðveldasta hverjum fé-
lagsmanni, ennfremur að fá til
vegar komið meiri vöruvöndun
og að afnema sem mest alla skulda
verzlun.“
En þessum nýgræðingi var síð-
ur en svo tekið fagnandi af þeim
sem fyrir voru á verzlunarsvið-
inu. Selstöðuvaldið gamla skyldi
berjast. Hvað voru þessir bænda
bjálfar að vilja inn fyrir disk?
Af hverju gátu þeir ekki haldið
sig við sitt orf? Hverslags eigin
lega uppátæki var þetta?
En teningnum var kastað, Þing
eysku bændurnir sigruðust á mót
spyrnunni. Þeir stóðu þétt sam
an hlið við hlið og létu ekki ginn
ingar sundra fylkingu sinni. Qg
þegar aðrir sáu þann hag, er
I þeir hlutu af starfi sínu. risu upp
ífleiri slík félög og þar af stafar
sú mifela samvinnuverzlun, er þjóð
in nýtur góðs af í dag.
Samvinnuhreyfingin íslenzka á
sér hliðstæður í flestum félags-
lega þróuðum löndum heims.
Menn viðurkenna þjóðfélagslegt
gildi samvinnustefnunnar, þó hins
vegar að víðast sé kapp nokkurt
milli hennar og einkaframtaksins.
Þó fer fjarri að samvinnulhreyf-
ingin njóti ætfð sannmælis. Auð-
vitað má sitthvað að hénni finna,
eins og öðrum mannanna verk-
um. En í baráttu stundarinnar er
ekki ætíð hirt um að höggva vægi
lega. íslenzk samvinnuverzlun er
af feeppinautum sínum ekki ó-
sjaldan nefnd hringur eða auð-
'hringur. Það hefur verið talað
um hana sem krabbamein í ís-
lenzku viðskiptalífi. Allt eru þetta
stór orð og standast ekki við at-
hugun. Sé betur að gáð, eru
eignir íslenzkrar samvinnuhreyf-
ingar sameign rúmlega 30 þús-
und félagsmanna. í hverju félagi
um sig ræður hver félagsmaður
einu atkvæði. Þar hefur efnahag-
ur einstaklingsins engin álhrif á.
Gildi þessa lýðræðis fer vitan-
lega eftir því, hversu menn rækja
sínar skyldur við það. Sá sem ekki
sækir kjörstað á fejördegi, hefur
ekki áhrif á úrslit kosninganna.
Sá félagsmaður í samvinnufélagi,
sem ekki sækir félagsfundi og
ekki starfar sem virkur félagi
hefur þá að sjálfsögðu ekki áhrif
á stjóm þess. Engu að síður á
hann þess fullan kost, og ber að
gera það.
Því er stundum gaukað að fólki,
að samvinnuhreyfingin sé því
ekkert — hún borgi ekki arð,
o.sirv. Það er rétt, að samvinnu-
hreyfingin á við efnahagslega örð
ugleika að stríða. Rætur þeirra
erfiðleika er m.a. að finna í því
verðhólguástandi sem þjóðin hef
ur nú um áratugi búið við. Engu
að síður er þessi merkilega fé-
lagsmálahreyfing burðarás ófárrá
byggðarlaga í landinu. Samvinnu
verzlunin hefur numið land og
haldið velli víða þar, sem engum
kaupmanni dytti í hug að setja
sig niður. Þar hefur samvinnan
leyst vandann og orðið til þess
að firra vandræðum og oft á tíð-
um eyðingu byggðar. Enginn
einn getur tekið eignir kaupfé-
lagsins og farið burtu með þær.
Þær eru eignir félagsmannanna
allra.
f
Barátta verkafólks.
,Þar til þéttbýli tók að þróast
á fslandi, voru kaupgreiðslur
vinnuhjúa í föstum sborðum. Með
tilkomu bæja og þorpa bomu til
sögunnar nýjar þjóðfélagsstéttir,
sjómenn tómthúsmenn og iðn
sveinar. Fyrst í stað réðu atvinnu
rekendur kaupgjaldi þessa starfs-
fólks síns. Samtök um stéttarleg ’
málefni voru þá engin.
En hér fór eins og með sam-
vinnuhreyfinguna, að fólk fann,
að með félagslegri samstöðu gat
það bætt hag sinn. Báru félögin
risu upp meðal sjómanna, prent-
arar stofnuðu stéttarfélag í
Reykjavík og einangraðir erfiðis-
menn austur á Seyðisfirði stofn
uðu fyrsta verkamannafélagið.
Efeki mættu verkamenn síður
andspyrnu en samvinnubændurn-
ir.
En ástæðulaust var að gefast upp.
Fram að tilkomu verkalýðsfélag-
anna og sums staðar mun lengur,
var kaupgreiðslum til verkafólks
þannig háttað, að greiðsla fór
fram í gegnum reikning verzlun-
ar sem þá var ekki ósjaldan um
leið atvinnurekandinn. Með þessu
móti hafði viðkomandi verzlun í
höndum sínum hve mifeið erfiðis-
manninum varð úr kaupi sínu.
Hún gat hækkað vöruverðið, ef
henni sýndist. Að fá peninga út
úr reikningi, lá sjaldnast á lausu.
Verkamanraafélögin og önnur
stéttarfélög hérlend háðu harða
baráttu áður en löggjafinn viður-
kenndi þau sem réttan samnings-
Framhald á 12. síðu.