Tíminn - 05.01.1969, Síða 7

Tíminn - 05.01.1969, Síða 7
Þessi mynd er tekin af þeirri hlið tunglsins, sem aldrei sést frá jörð. Geimfarið var í um 110 km hæð. • • SUNNUDAGUR 5. janúar 1969. TIMINN Þetta er einn mánagígurinn séður úr tvö hundruð og sjötíu km fjar- lægð. Gígurinn er um 130 km í þvermál. pessi mynd af jörðinni sýnir eiginlega alla vesturálfuna, norðan frá Nýfundnalandi suður til Tierre del Fuego. Línurnar eru dregnar samkvæmt upplýsingum frá NASA. Þessar markverðu myndir voru teknar úr Apollo 8, meðan stóð á ferð þremenninganna bandarísku til tunglsins. Allir hafa lokið upp einum munni um, að með tunglferðinni hafi glæsilegt afrek verið unnið. Einnig er mikilsvert, hvað það auðveldar alla frekari könnun tunglsins, að hafa nú þegar í höndunum ljósmyndir, einnig í litum, sem teknar hafa verið af tunglinu í lítilli fjarlægð. Þegar þessi mynd var tekin úr Appollo 8. var nærri fullt tungl. Hér stígur jörðin upp yfir sjóndeildarhringinn á tunglinu. Hluti af Appollo 8. sést neðst á myndinni. Hér er jörðin komin liærra á loft, séð frá tunglinu. Hún sveimar þarna í 390 þúsund kílómetra fjarlægð-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.