Vísir - 05.10.1977, Síða 2

Vísir - 05.10.1977, Síða 2
/'A Miðvikudagur 5. oktdber 1177 VISIR n Á [sx; K 1 - V 1 & tí ■ Hvað ferð þú oft á böíl? ■ Björg Benediktsdóttir, skrifstofu- maöur: fl Ég fer svona einu sinni til þrisvar i viku, og þá oftast i Óðal. Ásrún Hauksdóttir, vinnur i Hár- húsi Leós: Ég fer aldrei á böll og þó kannski svona einu sinni i mánuði og oft jj sjaldnar. Sigurvegarinn i fólksbilaflokki, Hjörleifur Hilmarsson, tekur af staö I úrslitakeppninni við Kristinn Kristinsson sem er fjær. Eins og sjá má fylgdist-fjöldi manns með keppninni. Fyrsta tslandsmeistaramótið i sandspyrnu var haldið um helgina. Mótið fór fram á veg- um Kvartmiluklúbbsins, i iandi Hrauns við ósa ölfusár, en þar hefur klúbburinn tvisvar haldið sandspyrnukeppni áöur. Upp- haflega var áætlað að hafa mótið miklu fyrr, eða í ágúst, en tvívegis varð að fresta þvi sökum slæmra veðra og flóða. Á sunnudaginn var viðraði hinsvegar ágætlega og hátt á annað þúsund manns fylgdist með keppninni. Keppt var i þremur flokkum og urðu úrslit þessi: Jeppaflokkur, 6 þáttakendur. 1. Hafsteinn Hafsteinsson á Jeep, 401 hestafla. Timi Haf- steins vár 6,38 sek. 2. Helgi Agústson á Jeepster, 350 hestafla. Hans timi var 6,91 sek. Fólksbilaflokkur, 6 þátttak- endur. 1. Hjörleifur Hilmarsson á Chevy Nova, 360 hestafla. Besti timi 7,43 sek. Sumum bílunum í keppninni var búið að breyta svo að þeir teljast rammólöglegir I þjóðvegum. Her er verið aö koma bíi Kristins Kristinssonar á keppnissvæðið. 2. Kristinn Kristinsson á Triumph, 289 hestafla. Besti timi 7,70 sek. Mótorhjólaflokkur, 9 þátttak- endur. 1. Pétur Þorgrimssoná Montesa Cappra, Timi: 6,35 sek. 2. Jón ö. Valsson á Suzuki 370. Timi: 6039 sek. Brautin sem keppt var á var 91,44 metri að lengd, en það er sú vegalengd sem almennt er notuð i sandspyrnukeppni i heiminum. Þeir timar sem náð- ust i keppni að þessu sinni teljast vera Islandsmet, þar sem brautin var sléttir hundrað metrar i tveimur fyrri sand- spyrnukeppnunum. En þrátt fyrir að brautin hafi verið lengri i fyrri skiptin náðist þá besti brautartiminn i þeirri siðustu á undan þessari á sunnudaginn, þegar Benedikt Eyjólfsson fór brautina á 6.26 sekúndum. Að þessu sinni voru notaðir fótosellur til að stilla bilunum upp og tilað mæla timann. Allur ræsi og mælibúnaður var elek- tróniskur svo að timamælingar voru nú eins nákvæmar og þær geta orðiö. —GA Jón ö. Valsson á Suzuki 370 NÝJAR HETJUR Á GÖMLUM VEGUM—i Gauti Kristmannsson, mennta- skólanemi: Þaö er nú sjaldgæft, ég fer svona# einu sinni i mánuði, og þáK á menntaskólaböll. Ólafur ólafsson, sjómaður: ■ Ég fer svona tvisvar til þrisvar i mánuöi, og þá i Bióhöllina i Vest-fl mannaeyjum. Aldrei fór það svo, að ástand is- lenskra vega yrði ekki bilum til framdráttar. Dollarinn i hverjum bíl kostar nú um átta hundruð krónur, og margur mun aka með tilliti til þess, og ekki fara mikið út af malbikuðum eða steyptum vegum. Ein er þó sú þjóð manna, sem vilar ekki fyrir sér að aka bilum svo hriktir i öllum sam- skcytum, en það eru ökukapparn- ir sem farnir eru að stunda svo- nefndar rallkeppnir. Hingað hafa a.m.k. komið tveir erlendir sérfræðingar i rallakstri. Þeir hafa litið á vegina og sagt: Þetta er harla gott. Munu það vera fyrstu viðurkenningarorðin, sem Halldór E. Sigurðsson, sam- gönguráðherra, hefur heyrt um vegakerfið. En um vegi fyrir rall- akstur er þaö að segja, að þvi meiri drulla, og þvi meiri holur og hvörf, þvi betri er vegurinn tal- inn. lialldór E. er þvi raunar frekar rallakstursráðherra en ráðherra samgöngumála, og breytir Borgarfjarðarbrúin engu um það. Bilarnir, sem unnu siðustu rall- keppni, voru ekki af stærstu og aflmestu gerðum. Sýnir það eitt nteð öðru að ekki er allt komiö undir vélaraflinu. Meira skiptir aö ökuþórar viti svona nokkurn- veginn hvernig standa ber að akstri sem þessunt, kunni aö reikna út sin timaplön, og séu reiöubúnir að fórna bilnum að mestu takist illa til. Simcan og Escortinn, sem voru i fyrsta og ööru sæti, munu væntanlega þurfa einhverrar athugunar viö eftir ferðina, og að þvi leyti eru þessi röll dýr fyrir eigendurna, að bílarnir verða varla samir eftir. Aftur á móti hefur það verið hin mesta kúnst i hinu daglega ralli okkar á þjóðvegunum að komast heim á bilnum án þess að stór- skemma hann. Miðað við vegi og ástand þeirra mun næsta lygilegt hvað vönum ökumönnum tekst ár eftir ár að komast slysa- og á- fallalaust ferða sinna. Og við- haldskostnaöur er i rauninni lygi- lega lágur svona almennt, eftir aö götur Iteykjavíkur urðu sæmilega bílfærar. Þess vegna væri það ekki óvitlaus hugmynd, að FiB gengist fyrir þvi að verðlauna þá ökumenn, sem geta sýnt og sann- að aö þeir komast klakklaust úr langferðum, enda ekki nema sjálfsagt að minusa þá ökumenn, sem sjá ekki bil sínum forráð. Kallið er mikil bilaauglýsing. Þeir Jóhann Scheiter og Jón H. Magnússon hjá Vökli, sem fyrir utan aö selja Simcur, selja Dodge og Plymouth og Ramcharger, mega vei við una að Simca frá þeim hefur nú unniö tvö röll, og hlýtur samkvæmt þvi að teljast til frábærra bílategunda. Að visu er Ómar Ragnarsson frábær bil- stjóri, en hann ynni ekki þessar keppnir á einhverri beyglunni — eða gömlum Prince. Escortinn frá Þóri Jónssyni hlýtur lika aö vera lofsamlegur vagn, fyrst hann lenti i öðru sæti, þótt um hann gildi líka, að ökumaðurinn, Úlfar Hinriksson, kann áreiðan- lega vel til verka. Við gömlu skarfarnir á þjóð- vegununt horfurn nokkrum öfundaraugum til þessara kappaksturssnillinga. Að visu eru til frægar sögur af ökuferðum hér áður fyrr, sem benda til nokk- urrar hæfni bilstjóra i raili. Lengi vei átti Vilhjálmur Þór algjört hraðamet milli Akureyrar og Reykjavikur, ég held átta tima, þegar rúturnar voru tvo daga. En hann var lika glaðbeittur ofvirki eins og Ómar. Og þá má ekki gleyma gamla lsfeld, sem ók út af við brúna yfir Fnjóská, en stöðvaðist á stórum steini i vatns- borðinu, og hafði mest orð um þaö, þegar hann kom upp, að eng- unt hefði tekist að leika þetta eft- ir. ■ Svarthöfði

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.