Vísir - 08.10.1977, Síða 2

Vísir - 08.10.1977, Síða 2
Laugardagur 8. október 1977 VISIR c í Reykjavík -----v------ J Fyrir hvað stendur S.Á.Á.? Loftur ólafur Leifsson, nemi: Ég veitþaðekki.Þettaerujú einhver samtök, — ég hef tekiö eftir þessu, en man ekki hvað þetta er. Baldvin Garðarsson, nemi: Það veit ég ekkert um. Hef aldrei heyrt á þetta minnst. Hallur Baldursson, vinnur á aug- lýsingastofu: Samtök áhugafdlks um áfengisvandamál. Mér líst vel á þessi samtök, þau eru fordóma- laus. Jakob Viðar Guðmundsson, byggingaverkamaður: Það eru áfengissamtök. Ég hef ekki myndað mér skoðun á þessu, þetta eru áreiöanlega ágætis samtök. Geirþrúður Sigurðardóttir, hús- móðir: Þetta eru ný samtök. Samtök áhugafólks um áfengis- vandamálið. Mér líst mjög vel ái* samtökin. Nei, ég skrifaði ekki á lista, en heföi gert það, hefði ég • verið beöin um. ,,Og svo gerum við svona og svona... hófinu i gærkvöldi. • Tony Knapp ræðir við Lárus Loftsson unglingalandsliðsþjálfara Knattspyrnusambandsins I Ljósm. Jens ,Kveð ískmd með söknuð í hjarta' — sagði Tony Knapp í kveðjuveislu Knattspyrnusambands íslands í gcerkvöldi - Knapp sœmdur heiðursmerki KSI ,,Ég get sagt ykkur það herr- ar minir, að það er erfitt fyrir mig að yfirgefa island. Hér hef ég verið i fjögur ár, og þótt ég taki við þjálfun i Noregi, mun ég i framtiðinni lita á islenska landsliðið sem mitt lið”. — Þetta sagöi Tony Knapp, landsliðsþjálfari okkar i knatt- spyrnu undanfarin ár, er Knatt- spyrnusamband islands hélt honum kveðjuhóf i gærkvöldi. Knapp er nú á förum til Noregs þar sem hann mun þjálfa 1. deildarlið Vikings frá Stavangri næstu tvö árin. ,,Það hefur oft verið deilt á Knapp, hvernig hann hefur val- ið landsliðið hverju sinni, og hvernig hann hafi látið liðið leika, en það þarf engar vanga- veltur um starf hans hér á landi, árangur landsliðsins undir stjórn hans talar sinu máli,” sagði Ellert B. Sehram formað- ur Knattspyrnusambands ts- lands við þetta tækifæri. Það hefur ekki alltaf verið auðvelt að umgangast Knapp” bætti Ellert við. „Maðurinn hef- ur ákveðnar skoðanir á málefn- um knattspyrnunnar, og er óhræddur að halda þeim fram en þegar allt kemur til alls get ég sagt að fyrir okkur hefur Tony Knapp verið frábær þjálf- ari, og maðurinn á bak við vel- gengni landsliðsins undanfarin ár.” Eftir ræðu Ellerts, bað hann Tony Knapp að ganga fram og veita viðtöku heiðursmerki Knattspyrnusambandsins en það er einungis veitt mönnum sem hafa unnið frábært starf i þágu knattspyrnuiþróttarinnar. Auk þess afhenti Ellert honum haganlega útskorinn vindla- kassa, og bað hann að minnast Islands i hvert skipti sem hann fengi sér vindil úr kassanum! ,,Ef til vill er þetta rétti tim- inn til að skipa um landsliðs- þjálfara”, sagði Tony Knapp. — ,,En það er sama hver mun halda um stjórnvölinn hjá isl. landsliðinu næstu árin, ég mun ætið lita á þetta sem mitt lið, enda hafa landsliðspiltarnir verið stórkostlegir i samstarfi sinu við mig, og ég vona af öllu minu hjarta að þeir standi sig vel i framtiðinni. Ég þakka svo þann heiður sem mér hefur ver- ið sýndur hér i kvöld, og ég mun kveðja Island með söknuð i hjarta”, sagði Knapp að lokum. — gk- HlTJUTÍMABIll CR 10KID Söngfólkið I borginni efndi til mikils fagnaðar vegna sjötugs- afmælis Stefáns islandi s.I. fimmtudag. Fyrst var sungið og trallað I Þjóðleikhúsinu, en sið- an var efnt til veislu I félags- heimili Fóstbræöra viö Lang- holtsveg. Fyrir utan afmælis- barnið og þess nánustu, var saman kominn á báöum stöðum unginn úr söngkröftum lands- ins, sem hylltu söngkonunginn um leið og þeir gerðu sér daga- mun f tilefni af afmælinu. Sagt er að söngskemmtunin I Þjóð- leikhúsinu hafi fariö fram með ágætum, en þó er óhætt að telja að söngur gamalla félaga I Karlakór Reykjavfkur hafi ver- ið hámark hátiöarhaldanna. Þeir sungu tvö lög i félags- heimilinu. Afmælisbarnið, sem ekki hefur sungið árum saman svo vitað sé, geröi sér lítiö fyrir og steig upp á pallinn til gam- alla félaga. Siðan tóku þeirlagið svo buldi I húsinu. Sé litið yfir hópinn má greini- lega sjá að meirihluti helstu söngmanna okkar er tekinn fast að eldast. Ekki hefur borið mik- ið á endurnýjun og enginn hefur enn komið fram, sem jafnast á við Stefán Islandi á yngri árum hans, sem er nú kannski ekki heldur að vænta. Þetta vekur upp hugrenningar um, hvort áhuginn á sönglistinni hafi minnkað, eða hvort hinar kröppu aðstæður islenskra söngvara hafi valdið þvf aö minna af góðum söngvaraefn- um sækir til náms en áður. Um 1950 minnir mig að allt að einn tugur söngfólks hafi verið við nám f italiu. Upp úr þvf komst hugmyndin um islenska óperu á kreik. Sjálfsagt lifir sú hug- mynd enn innst inni i hugar- fylgsnum hinna miðaldra söngvara. En á sjötugsafmæli Stefáns Islandi liggur það kannski Ijósar fyrir en oft áður, að góðir söngvarar hafa bein- linis koðnað niður i fásinninu hér heima — gott ef þeir eru ekki flestir farnir að taka i nef- ið. Stefán Islandi er ævintýra- prinsinn i fslensku sönglifi. Mikil náttúrugáfa og miklir peningar á þeirrar tiðar mæli- kvarða lögöust á eitt við að gera Stefán að söngvara á heims- mælikvaröa. Danir gripu hann feginshendi og héldu honum hjá sérí áratugiá meðan heimstiðin rann hjá garöi. Danir hafa yfir- leitt verið fátækir af góðum tenórum, og Stefán var hvalreki i sönglifi þeirra. Sem góður son- ur ættjaröar sinnar kom Stefán hingað heim eins oft og hann gat til aö syngja fyrir okkur. En hefði hann dvalið hér heima og ætlað að lifa á söng sinum hér, þá hefði varla séð f hann fyrir neftóbaki eftir eitt eða tvö ár. Rödd Stefáns — hinn bjarti tenór — er svo kapituli út af fyr- ir sig, og skólun hennar f „bel canto” stil þeirra italanna varð eins giftudrjúg og frekast varð á kosið. Svo er tækninni fyrir að þakka að enn heyrum viö þessa björtu og tindrandi rödd stöku sinnum i útvarpinu. Hún færir ætið með sér italska sólrikju og það græna söngvaland, sem Vallhólmurinn i Skagafirði var á uppvaxtarárum söngvarans. Ævintýri Stefáns Islandi verð- ur ekki endurtekið. Menn eins og Richard Thors koma ekki lengur sunnan frá Sóleyjargötu til að segja ungum söngvurum að fara út til að læra. Reikningurinn verði borgaður. Rikisvaldið, sljótt og kviðsigið af efnahagsundrum, hefur hvorki tima né áhuga á að efla annað en hópsöng i kirkjum i samræmi við sósiala hugsun síðari tima. Draumurinn um is- lensku óperuna verður aldrei annað en draumur. Stór- söngvarinn ekki lengur annað en framtíðarsýn, sem aldrei likamnast. Bel canto ekki annað en fræðilegt hugtak i sögubók- um. Þannig liða hetjutimabil undir lok. Svarthöfði

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.