Vísir - 08.10.1977, Blaðsíða 7

Vísir - 08.10.1977, Blaðsíða 7
vism Laugardagur 8. október 1977 7 „Besta ég hef hlutverk fengið" Rétt eins og þau Nick Nolte og Susan Blakely sló Peter Strauss i gegn með ieik sinum i mynda flokknum ameriska Rich Man, Poor Man, eða Gæfa og fjörvi- leiki eins og hann heitir á Islensku. Peter Strauss verður þó lik- lega að sætta sig við að hafa ekki náð alveg eins langt og þau tvö fyrrnefndu, að minnsta kosti ekki jafn langt og Nick Noite sem segja má að hafi orðið stjarna með leik slnum i hlut- verki „misheppnaða” bróðurins Tom. Peter fer með hlutverk Rudy, þess er i lok siðasta þáttar sá fram á það að komast I háskóla eins og hann hafði dreymt um. En nú hefur Peter fengið annað hlutverk, aö hans mati betra en hlutverk Rudy. Hann leikur Joe Kennedy Jr., elsta son Kennedy fjölskyldunnar margumtöluðu i nýjum sjón- varpsþáttum. Joe Kennedy lét lifið I siðari heimsstyrjöldinni, nánar tiltekið þann 12. ágúst 1944. Hann var þá nýlega orðinn 29. ára. „Ég er dauöhræddur" Þar sem Kennedy var i flug- hernum og lét llfið einmitt i einni af árdsarferðum sinum, varð Peter að sætta sig við ótelj- andi flugerðir i upptökum þátt- anna. „Og ég sem er dauö- hræddur i þessum flugferðum, hreinlega miður min. En það kom ekki til greina aö hafna þessu hlutverki. Til þess er það allt of gott. Þaö besta sem ég hef fengið”. „Eins og flestir aðrir, vissi ég aöeins að Joe Kennedy hefði látið lifið i stríöinu”, segir Peter Strauss. „Eg hafði ekki minnstu hugmynd um neitt frekara, fyrr en ég las handritiö aö „Young Joe, The Forgotten Kennedy”. Handritiösem byggterá ævi- sögunni „The Lost Prince” eftir Hank Searles, greinir frá sið- ustu för Kennedys i flughernum i hverri hann lét lifiö ásamt að- stoðarmanni sfnum. Hann hafði boðist til að fljúga flugvél hlað- inni sprengjuefni til þess aö Með þvi að komast úr hlut- verki Rudy I Rich Man, Poor Man, telur Peter Strauss að nýjar leiðir opnist fyrir honum. „Auðvitað hafði Rich Man, Poor Man mjög mikið aö segja fyrir mig”, segir Strauss, en hann tekur það fram i lokin að hafi honum ekki likað hvernig unnib var aö þáttunum. „Nú vil ég miklu heldur leika aðalhlutverkið i þessari Kenn- edy mynd. Það er fyrsta flokks framleiðsla i gegn”. ► - * 'ÉOb eyða skotpalli fyrir þýska V-i eldflaug. Sprengjan sprakk með báða flugmennina innanborös. Enginn veit hvers vegna. //Opnar mér nýjar leiðir" — segir „Rudy" sem nú leikur elsta Kennedy soninn Coppoh gerir rán- dýra kvikmynd Þó maður hafi unnið til nokkurra Óskars- verðlauna eins og Fran- cis Coppola þá er ekki þar með sagt að manni sé unnt að eyða ótak- mörkuðu fé i nýjar kvik- myndir. Kvikmynd Coppola um Viet- nam, Apocalypse Now, sem unnið hefurverið aði meira en ár krefst orðið heldur mikils úr buddunni. Kostnaöur við gerð þessarar myndar mun nú vera oröinn um 25 milljónir dollara og Coppola varð aðtaka lOmilIjónir af þeirri upphæö upp úr eigin vasa. Hann mun hafa orðið að veð- setja ýmsar eigur sinar, svo sem stórglæsilegt heimili i San Francisco og fleira sem hann var fær um að staðgreiða eftir gróö- ann af myndunum um Guðföður- inn og American Graffiti. En hann helduráframog þvi má ætla að hann hafi tröllatrú á verkinu. Vinsœlosta veggskreyting í heimi? Yfir sjö milljón eintök af þessu plakati sem fylgir með hafa seist. Stúlkan sem brosir svo breitt er kyn- tákn þeirra i Ameriku um þessar mundir. Farrah Fawcett-Majors heitir hún og þeim er iiklega farið að fjölga tslendingunum sem hafa heyrt hennar getið. Hún varð fræg fyrir leik I sjónvarpsþáttunum Charlie’s Angels en kemur likiega ekki fram i þeim á næstunni, þar sem launakröfur hennar þóttu orðið fuii miklar. önnur stúlka mun hafa verið fengin til að koma i hennar stað. En Farrah hefur sennilega þénað nóg i bili svo ekki þarf hún að liða skort. Og svo er ekki amalegt að geta státað af einu vinsælasta plakati i heimi. Það er í dag ki 15.00, sem FH leikur í Evrópukeppninni gegn finnsku meisturunum Kiffen, i íþróttahúsinu í Hafnarfirði. Allir stuðningsmenn FH eru hvattir til að mœta og hrópa: ®ÁFRAM F.H.® V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.