Vísir


Vísir - 08.10.1977, Qupperneq 10

Vísir - 08.10.1977, Qupperneq 10
10 VÍSIR Utgefandi: Reykjaprent hf. > Framkvæmdastjóri: Davíö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð- mundur G. Pétursson. Umsjón meö Helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Anders Hansen, Edda Andrésdóttir, Elías Snæland Jónsson, Guðjón ^rngrimsson, Jón Öskar Hafsteinsson, Kjartan L. Pálsson, Magnús ölafsson, öli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylf i Kristjánsson. Ljósmyndir: Einar Gunnar Einarsson, Jens Alexandersson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Askriftargjald kr. 1500 á mánuöi Auglýsingar: Síðumúla 8. Simar 82260, 86611. innanlands. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 sími 86611 Verö i lausasölu kr. 80 eintakið Rrtstjórn: SiÖumúla 14. Sími 86611 7 línur Prentun: Blaðaprent hf. Ónóg réttarvernd Það hefur verið ein helsta brotalöm i réttarkerfi landsins, hversu meðferð dómsmála er hæg. Þetta á jafnt við almenn einkamál sem opinber mál, og þess eru mörg dæmi, að rannsóknir sakamála hafi dregist von úr viti. Opinberar umræður sem þessi efni hafa öðru hverju ýtt við stjórnvöldum, en án sýnilegs árangurs. Oft er það svo, að það borgar sig ekki fyrir málsaðila að leita réttar síns fyrir dómstólum. Verðbólgan hefur m.a.ieitt til þess, að í mörgum tilvikum tapa menn á þvi að fá rétt sinn viðurkenndan með dómi. Réttarkerfið er því að sumu leyti orðið skjól fyrir skuldara og svikara. Sama er uppi á teningnum að þvi er varðar opinberu málin. Vísir vakti athygli á því fyrir skömmu, að mál mannanna tveggja, er fóru skjótandi um götur Reykja- víkur fyrir tæpu ári, fór fyrst frá rannsóknaraðilum til rikissaksóknara í júlí síðastliðnum. Annar þessara manna hefur verið frjáls ferða sinna. Þegar Vísir hafði vakið athygli á málinu, hófst ríkis- saksóknari þegar handa um ákæru og var hún gefin út nokkrum dögum síðar. Tæpu ári eftir atburð þennan er dómsmeðferð hins vegar ekki hafin. Þannig velkjast földamörg önnur mál, en það mun ugglaust flýta fyrir afgreiðslu þessa máls, að það hefur orðið opinberlega að gagnrýnisefni. Dómsmálaráðherra hefur nú skrifað öllum dómurum landsins bréf og krafið þá um greinargerðir um af- greiðslu mála. Þetta er þarft verk og gæti verið upphaf að markvissum aðgerðum í því skyni að flýta meðferð mála fyrir dómstólum. Hér er engin einföld lausn fyrir hendi, en meginmáli skiptir að reynt sé að taka á vanda- málinu. Núverandi ástand tryggir ekki lágmarks réttaröryggi i landinu. Skilvirkni dómstólakerfisins er ekki nægjanleg til þessaðveita borgurunum þá réttarlegu vernd sem til er ætlast. Vafasamur ókœruhóttur Alla þessa viku hefur staðið yfir málflutningur i um- fangsmestu sakamálum, sem komið hafa til kasta rann- sóknaraðila og dómstóla. Máliðsnýst fyrst og fremst um hóp ungs fólks, sem ákærður hefur verið fyrir morð og ýmis önnur afbrot misjafnlega alvarleg, m.a. ólögmæta meðferð fikniefna. Af hálfu ákæruvaldsins hefur verið dreginn inn i þetta mál einstaklingur, sem tekið hafði þátt í fíkniefnabroti ásamt með einum þeirra aðila, sem ákærður er fyrir morð. Þegar ákæra var gefin út á sínum tíma í þessu máli brugðust tveir f jölmiðlar þannig við, að þeir birtu ekki nafn þess manns, er einungis var ákærður fyrir þátttöku í fíkniefnabroti. Það hefur ekki verið venja, hvorki af hálfu ákæru- valds, dómstólá né fjölmiðla að birta nöfn þeirra, sem einvörðungu eru ákærðir eða fundnir sekir fyrir fíkni- efnabrot. Ákæruvaldið braut þessa venju að því er þenn- an einstakling varðar, er ákæra var gefin út í svonefnd- um Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Við málflutning í þessum morðmálum hefur nafn þessa einstaklings hvað eftir annað verið dregið fram opinberlega i beinum tengslum við þá, sem sæta ákæru fyrir morð. Þó að hér sé ekki um beint brot á réttarfars- reglum að ræða, verður að teljast mjög ámælisvert af hálfu ákæruvaldsinsaðdraga inniþessu miklu morðmál einstakling, sem einungis kemur við sögu í sambandi við fikniefnabrot. Með þessum ákæruhætti er einstaklingur sá, sem hér á hlut að máli, með óeðlilegum hætti tengdur morðmálun- um. Meðferð ríkissaksóknara á málinu er að þessu leyti gagnrýni verð. Laugardagur 8. október 1977 VISIR Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördœmi verður um heSgina: FIMM VILJA FÁ FYRSTA SÆTIÐ — en fjórir þeirra bjóða sig einnig fram í annað sœtið Jón Armann 1 prófkjörinu veröur kosiö um tvö efstu sætin á lista flokksins i kjördæminu viö næstu alþingis- kosningar. Kosningin ferfram á laugardag og sunnudag 8. og 9. október. Kjörfundur veröur á laugardag- inn kl. 14-20 og á sunnudaginn kl. 14-22. Atta kjörstaðir Kjörstaöir veröa á eftirtöldum átta stööum i kjördæminu: Brúarlandi, Mosfellssveit, Hamraborg 1, Kópavogi. Mela- listanum. Jón Armann Heöinsson sem skipaö hefur efsta sæti framboös- lista Alþýðuflokksins i Reykja- Jón Armann Héðinsson al- þingismaður, berst fyrir pólitisku lífi sinu I prófkjöri Alþýðuflokks- ins i Reykjaneskjördæmi um næstu helgi, en auk hans hafa fjórir Alþýðuflokksmenn boðiö sig fram i fyrsta sætið. Hilmar formaöur verkalýösmálaráös flokksins. Hins vegar Kjartan Jóhannsson varaformaöur Alþýðuflokksins, og einn helsti leiðtogi flokksins i Hafnarfirði. Tveir aörir menn bjóða sig fram i fyrsta sætiö, og eru báöir Keflvikingar. Annar er Hilmar Jónsson, bókavöröur og hinn Ólafur Björnsson, útgerðar- maður. Sex um annað sætið Þeir fjórir siöasttöldu — Karl Steinar, Kjartan, Hilmar og Ólaf- ur — bjóða sig lika fram í annaö sætiö. En auk þeirra eru tveir frambjóöendur sem eingöngu stefna á annað sætiö. Þeir eru Gunnlaugur Stefáns- son, guðfræðinemi i Hafnarfirði, sonur Stefáns Gunnlaugssonar fyrrverandi alþingismanns Al- þýðuflokksins i kjördæminu og Orn Eiðsson, Garðabæ, sem verið hefur formaöur Frjálsíþrdtta- sambands Islands um árabil. Það er þvi enginn skortur á frambjóðendum, og búast má við . að atkvæðin dreifist verulega bæöi i kosningunni um fyrsta og annað sætið. Ekki er ósennilegt að þaö komi þingmanninum til góöa. Kjartan neskjördæmi i undanförnum kosningum, gefur, eins og áöur sagði einungis kost á sér í fyrsta sætiö. Hannhefur fullan hug á þvi aö sitjaá Alþingi næsta kjörtima- bil og nýtur til þess stuðnings margra sem teljast tii hægfarari arms flokksins. Annars vegar Karl Steinar Guðnason, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavikur. Hann er einn af helstu forystu- mönnum Alþýöuflokksins i verkalýöshreyfingunni og m.a. Gunnlaugur 541 atkvæði gerir próf- kjörið bindandi Niðurstööur prófkjörsins eru bindandium skipan tveggja efstu sæta listans ef frambjóðandi i hvort sætiö fær a.m.k. 1/5 hluta þeirra atkvæöa sem framboðslisti Alþýðuflokksins i kjördæminu hlaut i síöustú kosningum. Hann fékk 2702 atkvæði áriö 1974 og þarf þvi frambjóðandi aðeins 541 atkvæöi til þess aö úrslitin veröi bindandi. Atkvæðisrétt hafa allir ibúar Karl Steinar örn braut 67, Seltjarnarnesi. Gamla gagnfræöaskólanum viö Lyngás I Garðabæ. Alþýöuhúsinu Hafnar- firöi. Glaöheimum Vatnsleysu- strandarhreppi. Stapa Njarðvik- um. Tjarnarlundi Gerðahreppi. Leikvallahúsinu Sandgeröi. Fimm um fyrsta sætið Fimm menn hafa boöið sig fram I fyrsta sætiö en Jón Ar- mann Héöinsson er sá eini þeirra, sem eingöngu býður sig fram i það sæti. Hinir bjóöa sig allir lika fram i annaö sætiö. Tveir frambjóðendur bjóða sig svo bará fram i annað sætiö á Ólafur kjördæmisins 18 ára og eldri sem ekki eru flokksbundnir i öörum stjórnmálaflokki. Kjósendum bei aö kjósa i kjörstaö i þvi sveitar- félagi, sem þeir eru búsettir, sé þar opinn kjörstaöur. Utankjör- staðaatkvæðagreiösla er engin. Þær reglur gilda að hverjum kjósanda ber að kjósa frambjóö- endur i bæði sætin en óheimilt er aö kjósa sama frambjóðandann i þau bæði. —ESJ

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.