Vísir - 08.10.1977, Síða 23

Vísir - 08.10.1977, Síða 23
m VISIR Laugardagur 8. október 1977 l________________________ 23 Hringið í síma 86611 mi anl3og!5 eða skrifið til Vísis Siðumúla 14/ Reykjavík. Róttœkan óróður vegna slysaöldunnar Disa skrifar: Mig langar að hvetja fjöl- miðla og þá sem að umferðar- málum standa til að hefja nú sem fyrst róttækan áróður vegna þeirrar slysaöldu sem gengið hefur yfir upp á siðkast- ið. Þaðer þaðeina sem dugar. Ef hamrað er nógu mikið á þessu siast þetta smátt og smátt inn i fólk og það fer varlegar i um- ferðinni en ella. Sjónvarpið hefur mjög mikil áhrif i þessum efnum á fólk og liklega er þaö sterkast i slikum áróðri. Blöðin gégna þarna ákaflega þýðingarmiklu hlut- verki lika, ekki sist ef komið er með sérstaka þætti, eins og Vis- ir geröi fyrir stuttu. Mætti mjög gjarnan gera meira af sliku. Nú fer veður að breytast og skammdegið nálgast og þvi hlýtur þetta að vera rétti timinn fyrir rækilega herferð. HÍÍ kVfál Á ) Wi Smurbrauðstofan BJaRIMIIMN Njólsgötu 49 - Simi 15105 Jndarlegt að gœta ekki fonga á sjúkrahúsum r /\ 1*0 lll M tt Xll M aft fanpfl vapri vfirlpift # Verslunarmaður hringdi: Mér brá nú heldur þegar ég las það i frétt i Visi i gær um strok fangans af sjúkrahúsinu, að fanga væri yfirleitt ekki gætt sérstaklega ef þeir þyrftu að leggjast inn á sjúkrahús. Þetta þykir mér undarlegt. Mennirnir hafa brotið lög eftir sem áður þó þeir leggist inn á sjúkrahús um skemmri tima. Þeirra er gætt vel og vandlega frá þvi þeir eru settir I fangelsi og eftir að þeir koma þangað afturúrsjúkrahúsi. En á meðan dvölinni þar stendur, eru þeir jafn frjálsir og aðrir sjúklingar. Það getur varla verið mikið mál að láta einn mann gæta fanga sem vegna veikinda verð- ur að leggjast inn til lækninga. Ekki get ég imyndað mér það. &ilfurþúöutt Brautarholti 6, III h. Simi 76811 Móttaka á gömlum munum: Fimmtudaga kl. 5-7 e.h Föstudaga kl. 5-7 e KYNNISFERÐ TIL EFNAHAGSBANDALAGSINS! Dagana 19.-21. október nk. efnir Vísir til kynnis- ferðar fyrir menn úr islensku viðskiptalifi, stjórnsýslu og aðra áhugamenn til höfuðstöðva Efnahagsbandalags Evrópu i Brússel. Samskipti íslendinga við Efnahagsbandalagið og aðildarlönd þess hafa sivaxandi þýðingu fyrir ís- lendinga, og við þvi má búast, að þessi samskipti aukist enn á næstu árum. Á sl. ári fór t.d. yfir 30% af útflutningi okkar til Efnahagsbandalagsland- anna, og við fengum vel yfir 40% af innflutningi okkar frá þessum löndum. Með kynnisferðinni til skrifstofu Efnahagsbanda- lagsins i Brússel vill Visir i samvinnu við upplýs- ingadeild bandalagsins gefa mönnum kost á að afla sér sem bestrar þekkingar um málefni bandalagsins og samskipti íslendinga við það. VISIR Lagt verður upp í ferðina 19. október, en 20. og 21. október verða fundir með embættismönnum Efnahagsbandalagsins. Á fundunum verður m.a. rætt almennt um Efnahagsbandalagið, samskipti íslands og Efnahagsbandalagsins, fiskveiðistefn- una og stefnu bandalagsins i viðskiptamálefnum og varðandi samkeppnisfrelsi. Fargjald fyrir ferðina Keflavik — Brússel — Keflavik er kr. 58.340 + kr. 1.500 i brottfarar- skatt, og er þá miðað við 8-21 dags fai gjald og, að farið sé um London. Þátttakendur eru ekki bundnir við að verða samferða heim, svo að þeir geta einnig hagnýtt ferðina til annarra erinda er- lendis. Gisting er ekki innifalin i framangreindu verði. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku i ferðinni gjöri svo vel að leita nánari upplýsinga og láta skrá sig i sima 86611 sem allra fyrst, þvi að takmarka verður þátttakendafjölda.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.