Vísir - 11.11.1977, Side 5

Vísir - 11.11.1977, Side 5
VTSIR Fimmtudagur 10. nóvember 1977 Holkmd: Þýsklr hryðjuverkamenn náðust eftir skotbardaga - taldir tilheyra hópnum sem rœndi og myrti Schleyer : hennar að gera við rússneskan Sómaliu hefur gengið heldur betur I strfðinu: hér eru tveir hermanna skriðdreka sem þeir néðu af Eþiópum. 15000 kúbanskir hermenn berjast fyrir Eþíópíu Sómalía hefur ítrekaö ásakanir um aö þúsundir kúbanskra hermanna berj- ist meö hersveitum Eþiópíu í Ogaden eyði- mörkinni. Var þess krafist að Fidel Castro kallaði hermenn sína heim. Talsmaður upplýsingamála- ráðuneytisins i Mogadishu, sagði að hann væri undrandi á neitun kúbönsku stjórnarinnar, sem sagði um siðustu helgi að engir hermánna hennar væru á þessum slóðum. Siad Barre, forseti Sómaliu, sagði fyrsta nóvember siðastlið- — segir Sómalía og segir allar neitanir blekkingu eina inn að um fimmtán þúsund kúbanskir hermenn berðust fyrir Eþlópiu. Sjálf neitar Sómalia allri þátt- töku i striðinu, þykist aðeins veita frelsisfylkingu Vestur- Sómaliu aðstoð. Það er þó löngu oröið ljóst að fastaher Sómaliu á hvaö mestan þáttinn i bardögunum sem nú hafa staðið i rúma þrjá mánuði. HEYERDAHL í NÝJA ÆVINTÍRASIGLINGU Norðmaðurinn Thor Heyerdahl ætlar að leggja upp í enn eina ævintýralega siglingu i dag. Hann fer frá írak í þrjátiu lesta báti sem byggður er úr tekk- viðartrefjum og ætlar að sigla honum þangað til hann sekkur. Ætlunin er að sigla bátnum út Persaflóa og út á Indlandshaf eins langt og hægt er. Þessi far- kostur Heyerdahls heitir „Tigris” enNorðmaðurinn er heimsfrægur fyrirsiglingarsinar á Kon Tiki og Ra. Tilgangurinn með ferðinni er að sanna aö SUmerar, sem bjuggu i Miöausturlöndum fyrir fimmþús- und árum, hafi kunnað nokkuð fyrir sér i'siglingafræði og komist alla leið til Indlands og suöur- strandar Afriku i tekk-bátum sin- um. Auk Heyerdahls eru tiu menn i áhöfninni, frá Bandarikjunum, Italiu, Sovétrikjunum, Mexikó, Japan, Vestur-Þýskalandi, Iran, Noregi og Danmörku. Heyerdahl er nú 63 ára gamall en hress og hraustur. „Maðurinn er geggjaður” Undirbúningur undir ferðina hefurgengið vel meö einni undan- tekningu þó. Heyerdahl vildi hafa i áhöfn sinni að minnstakosti þrjá menn sem væru sérfróðir i að sigla svona báti. Eftir mikla leit fundust þrir i Bombay á Indlandi og þeir voru þegar sendir flugleiðis til Iraks. En þar kom babb i bátinn, i orðs- ins fyllstu merkingu. Indverjarnir voru ósköp venju- legir sjómenn og það var fyrir tóman misskilning að þeir voru þarna komnir. Þeir héldu að þeir ættu að fara um borð i fimm- hundruð tonna glænýtt, norskt hafrannsóknarskip. Þegar þeir sáu þessa þrjátiu tonna trefjahrúgu sem þeir áttu að sigla á út á Indlandshaf, urðu þeir skelfingu lostnir: ,,Ship no engine? Man Crazy”, hrópuðu þeir (Engin vél? Maöurinn er vit- laus) og sneru hið bráðasta aftur til sins heima. En Heyerdahl er ekki vanur að gefast upp og fer af staö með þá menn sem hann hefur þegar náð i. Tveir félagar úr hinni rauðu hersveit Vestur- Þýskalands, sem rændi og myrti iðjuhöldinn Hans Martin Schlieyer, voru handteknir i Amsterdam i Hollandi siðastliðna nótt, eftir mikinn eltingaleik og skotbardaga við hol- lenska lögregluþjóna. Þrir lögreglumenn særðust i þessum átökum og annar hryðju- verkamannanna særðist mjög alvarlega. Ekki er enn vitað hverjir þeir eru, þar sem báöir voru með fölsuð vegabréi'. Likur benda þó til að þama séu komnir tveir af þeim sem stóðu að morðinu á Schleyer og hafa verið I felum siðan. Eltingaleikurinn hófst þ**gar lögreglan veitti athygli rauðum bil með þýskum númerum, sem var á ferðinni i miðri Amster- dam. Þegar lögreglumenn vildu lita aðeins nánar á hann, lögöu þeir sem í bilnum voru á flótta. Mikill eltingaleikur hófst þegar lögreglubilar geystust á eftir og áður en langt um leið var tekiö aö beita skotvopnum. Um siðir tókst lögreglubilunum að króa þann þýska af og var skothriöinni enn haldið áfram á báða bóga. Þar kom þó að lögreglumennirnir höfðu betur.enda voru þá hryðju- verkamennirnir umkringdir og áttu ekki undankomu auöiö, ann- ar þeirra þar að auki særður. Ef,eins og talið er liklegt, þetta eru tveir þeirra sem stóðu aö rán- inu og moröinu á Schleyer, er kannski nokkur von til þess að skriður komist á það mál. Það er nánast furðuTegt að allar lögreglusveitir Evrópu skuli hafa verið að leita að þeim glæpa- mönnum i allan þennan tima, án þess aö finna tangur né tetur af þeim. Óttast stórátök í Miðausturlöndum Mikil hætta er nú talin á að til stórátaka komi í Miöausturlöndum. Begin, forsætisráðherra ísraels, hefur lýst því yfir að hann harmi hversu marg- ir óbreyttir borgarar féllu í hefndarárásum ísraela á stöðvar hryðju- verkamanna í Líbanon. Hinsvegar sagði forsætisráð- herxann að hann væri ekki að biðja neinn afsökunar og aö Israel muni halda áfram aö verjast með öllum tiltækum ráðum. Carter forseti, hefur þungar áhyggjur af þvi að nú kunni að sjóða uppúr. Arabaleiðtogar hafa verið þungorðir um þessa atburði, en þó hefur enginn þeirra gefið út beina striðsyfir- lýsingu ennþá. Bretland: Hermenn á skyndi- námskeiði í bruna- IfAr^lu “ slökkvilið landsins œtlar VUrdlU verkfa|| á mánudaginn Breska varnarmála- ráðuneytið er nú að halda skyndinámskeið i brunavörslu fyrir ellefu- þúsund hermenn sem eiga að koma i staðinn fyrir slökkviliðsmenn landsins ef þeir fara i verkfall á mánudaginn eins og allar likur benda til. Slökkviliðsmennirnir krefjast þrjátiu prósent kauphækkunar, en stjórnin hefur boöið þeim tiu. Mikil harká er i' liði slökkviliös- manna og þeir hafa sagt að þeir muni ekki gera neinar undanþág- ur frá verkfallinu: ,,Ekki þótt elliheimili væri aö brenna”. Mervyn Rees innanrikisráö- herra sagði á þingi i gær aö þótt hermennirnir gerðu sitt besta væri engin von til að þeir gætu gegnt störfunum jafn vel og þrautþjálfaö slökkvilið landsins. Hann sagöi aö verkfall slökkvi- liðsins gæti haft óskaplegar af- leiðingar og hvatti slökkviliðs- menn til að falla frá verkfallinu. Stjórnin berst nú harðri baráttu fyrir efnahagsstefnu sinni. Fyrir utan slökkviliðsmennina eru starfsmenn i raforkuverum i kaupdeilum og hægagangsverk- fall þeirra undanfarna daga hefur valdiö rafmagnsleysi á stórum svæðum. Þá hafa hin voldugu samtök kolanámumanna lagt fram kröf- ur um muti'u prósent kauphækk- un. Rikisstjórnin er að reyna aö vinna bug á verðbólgu i' landinu með kaupbindingu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.