Vísir - 11.11.1977, Side 7

Vísir - 11.11.1977, Side 7
vism Föstudagur 11. nóvember 1977 Fatnaður frá Japananum Kenzo Takada. Sonia Rykielá heiðurinn af þessu... og þetta er frá Yves Saint Laurent sjálfum. KvikmyndaherbergiO. Þar er greinilega hægt að láta fara vel um sig. í biiskúrnum, ef biiskúr skal kalla, eru bilar af bestu gerö, Roils Royce, Mercedes og fleiri siikir. A veggnum eru myndir af göml- um sérstökum bilum. %ökull hf. ÁRMÚLA 36, SÍMAR 84366 - 84491 Það er vor hjó þeim Veturinn er réttað ganga i garð þegar sólin er komin hátt á lof t hjá tiskuhönnuð- um Parísarborgar. Vor- sýningar eru í fullum gangi/ og við birtum hér fáar myndir af fatnaði sem hannaður er af þeim frægustu í París og sýndur var fyrir stuttu. Japaninn Kenzo Takada, Sonia Rykiel, sem sjálf klæðist alltaf svörtu og svo konungurinn sjálfur Yves Saint Laurent eiga heiður- inn af fatnaðinum á myndunum. Um linuna i sumar má segja i stuttu máli, að föt eru fremur við og stefnt er að þvi að hafa þau sem þægilegust. Buxurnar virð- ast áfram vera sniðnar þröngar niður, en annars eiga konur að vera ófeimnar við að sýna hold sitt i sumar. Gagnsæjar flikur eru algengar á sýningum og sýning- arstúlkur sýna brjóst sin ófeimn- d m s | o n : Andrésdóttir -----v- H d d a Enn einn Simca 1100 sendibíllinn: REDDARINN Nú getum við boðið Simca 1100 pick-up sendibíl, sem er lipurt og þolmikið atvinnutæki. SIMCA 1100 sendibílar hafa marg sannað ágæti sitt á íslandi, enda í eigu fjölda fyrirtækja, stofnana og bæjarfélaga. „Reddarinn" er nýjasti meðlimur SIMCA 1100 frá CHRYSLER FRANCE, sem ber a.m.k. 500 kg. í ferð. Af útbúnaði má nefna: framhjóladrif, styrkta dempara, öryggispönnur undir vél, girkassa og benzíngeymi og annan búnað fyrir slæma vegi. „Reddarinn“ er neyzlugrannur og dugmikill lítill bíll ætlaður til stór átaka. ÞURFA EKKI AÐ KVARTA Furstaf jölsky Idan í Mónakó þarf ekki að kvarta yfir húsakynnum sínum. Amerískt blað birti fyrir stuttu myndir úr höll fjölskyldunnar í Monte Carlo sem að mestu mun innréttuð samkvæmt 19. aldar tísku. Húsgögn sam- kvæmt nýjustu físku fylgja þó með á smekk- legan hátt. Höllin er þó að mestu leyti sú sama og á 19. öld. Við birtum hér tvær myndir, önnur er úr höllinni sjálfri en hin úr bilskúrnum, sem ekki er neinn venjulegur bilskúr. Þar eru geymdir nokkrir bilar sem meðlimir fjölskyldunnar geta valið á milli og eins og sjá má eru veggir bilskúrsins mynd- skreyttir. Hin myndin er úr kvik- myndaherberginu, þar sem gestir geta látið fara vel um sig og horft á ýmsar kvikmyndir, sjálfsagt einhverjar þar sem Grace fer sjálf með stórt hlut- verk. ÓVENJULEGUR V0LKSWAGEN Þetta mun vera eitt minnsta hjólhýsi af þessari gerö sem fáanlegt er. Þetta er reyndar Volkswagen sem breytt hef ur verið svona og i honum geta f jórir fullorðnir sofiö. Bíllinn er allur þrettán og hálft fet á lengd og 6 á breidd. Hann vegur ekki mikið meira en venjulegur Volkswagen, þ.e.a.s. án húsgagna. Hjólhýsið er framleitt í Kaliforníu og kostar um 6.300 dollara.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.