Vísir - 11.11.1977, Page 11

Vísir - 11.11.1977, Page 11
/— y—.....—\ Baldur Hermannsson skrifar um prófkjör Sjálfstæöisf lokksins i Reykjavík og fjallar sérstaklega um fram- boö Ernu Ragnarsdóttur og Alberts Guðmunds- sonar Menningin og MattiJó Einkum áttu menningarmálin erfitt uppdráttar á flokksfund- um, og raunar talin af mörgum afturhaldsþursanum einn angi heimskommúnismans. Jafnvel sjálft orðiö menning, svo ekki sé lengra talið, var ein- hvernveginn svo undarlega fjarrænt og óviðkomandi innan um allt málskrúðið um einstakl- ingsfrelsi, viðskiptafrelsi og frjálsa verðmyndun og verðugt hornkerlingarhlutskipti ríkis- valdsins, frasa sem jafnvel harðsoðnir kapitalistar vestan- hafs eru fyrir löngu hættir að minnast á. Fyrir tveim áratugum hóf Matthias Johannessen lofsverða tilraun til að vekja flokksbræður sina til umhugsunar um, að til væru fleiri verðmæti en þau sem rýrna i bönkum og aðrar hliðar á stjórnmálum en örlagaþrung- in frasagerð um frjálsræðis- stefnuna. En enginn má við margnum, og Matti Jó er fyrir löngu kveð- inn i kútinn, og þá sjaldan Mogginn fitjar upp á alvarlegri menningarumræðu, þá vekur það ýmist aðhlátur eða vandræðalega meðaumkun. Ekkert svfnarí En Ernu Ragnarsdóttur heppnaðist það sem engum tókst áður. Hún hleypti af stokk- unum opinskárri menningar- umræðu innan vébanda Sjálf- stæðisflokksins. Hún efndi meira að segja til sýningar i Sjálfstæðishúsinu á nútima málaralist, sem kveikti slikan óhug i brjóstum afturhaldsþurs- anna, að Stóriberti lét þegar i stað moka út listaverkunum. Ekkert svinari hér. Fyrir tilstuðlan Ernu var Eitt skemmtilegasta dæmið um ferskan gust f riki lognmollunnar er kannski framboð Ernu Ragnarsdóttur innan- hússarkitekts í prófkjöri Sjálfstæðisf lokksins. _andidæmi um lukkuriddara þá, sem þrifast eins og púka^i fjós- um stjórnmálanna, þegar lýð- um pólitiskum hugmyndum eða viðtækri stefnumótun. Fyrir slikri hegðun finnst aðeins ein ástæða,og hún liggur alveg i augum uppi: maðurinn hefur ekki og hefur aldrei haft hundsvit á stjórnmálum. Stóriberti og kerf ið I þess stað hefur hann getið sér orð sem einskonar löðrungur á seinvirkt embættismanna- kerfi, reddarinn mikli sem vak- ir yfir smælingjum og reddar lánum, lóðum og hverskyns fyr- irgreiðslu þegar fokið er i flest skjól. Albert er prýðis drengur og alveg frábær kaupsýslumaður en það er auðvitað afleitt að jafn hugmyndalaus maður skuli vafstra með æðstu völd, og það sýnir vel vesöld Sjálfstæðis- flokksins, hve langt Albert hefur náð á forsendum, sem eru i sjálfu sér alls óviðkomandi stjórnmálum. Stærsti saumaklúbbur heims Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarin ár eins og öllum er kunnugt, afsalað sér raunveru- legri stefnumörkun i þjóðmál- um, en reyntað græða fylgi meö þvi að gefa sem flest i skyn, framkvæma sem allra minnst og stuða sem fæsta. Albert Guömundsson hefur á örskömmum tíma orðið lítríkasti og kannski öflugasti fram- ámaður Sjálfstæðis- flokksins/ þótt hvergi liggi eftir hann skrifað orð um pólitískar hug- myndir. Og hver veit — oft hafa litlar vonir að góðu orðiö, sagði gamla fólkið. vísm Föstudagur 11. nóvember 1977 11 Eitt skemmtilegasta dæmið um ferskan gust i ríki lognmollunnar er kannski framboð Ernu Ragnars- dóttur innanhússarkitekts í prófkjöri Sjálfsstæðis- flokksins í Reykjavík. Baráttumál Sjálfstæðisflokksins hafa um langt skeið snúist nær eingöngu um f jármál og viðskipta- mál/ að ógleymdri varnarkeðju vestrænna þjóða sem aldrei má slitna. Þar hefur sjaldan tjóað að impra á öðrum þjóðmálum nema svona rétt aðeins fyrir siða- sakir og þá i flaustri til að tef ja ekki alvörumálin, það er að segja verðlagsmál, markaðsöflun, verslunar- frelsið góða og haftastefnuna vondu. haldinn fjölmennur og afdrifa- rikur umræðufundur með rit- höfundum og listamönnum i Sjálfstæðishúsinu, og má segja að þar með hafi verið lögð drög að nýrri hreyfingu innan flokks- „ Djúpt úr myrkrum fjóssins fjósa feginn hlusta ég á hanntala" Albert Guðmundsson er lif- ræðið hefur að einhverju leyti farið úr skorðum eða starfar ekki fyllilega samkvæmt grund- vallarhugmyndum. Albert hefur á örskömmum tima orðið litrikasti og kannski öflugasti framámaður Sjálf- stæðisflokksins, þótt hvergi liggi eftir hann stakt skrifað orð um pólitiskar hugmyndir. Hann forðast eins og heitan eldinn að tjá sig i riti, ræður hans eru oft- ast órökstuddar yfirlýsingar og frekar hversdagsleg slagorð, en hvergi hattar fyrir samræmd- Þannig hætti hann að vera raunverulegur stjórnmála- flokkur en varð i staðinn stærsti saumaklúbbur i heimi, þar sem kjaftásar koma saman til að reisa skýjaborgir úr þoku- kenndum hugmyndum og veita útrás ófrjórri fiktnáttúru i efna- hagsmálum. En nú eru viðsýnir menn og velviljaðir að gera sér vonir um, að frumkvæði Ernu Ragnars- dóttur sé til merkis um að senn verði Sjálfstæðisflokkurinn aft- ur alvörustjórnmálaflokkur. ULFIID I SAUMAKLUBBNUM Arnór Hannibalsson skrifar um frumvarp til laga um Sinfóniuhljóm- sveit Islands og segir m.a. að hver sá sem haldi þvi fram, að hljómsveitarmenn hafi ekki nóg að starfa, viti annað hvort ekki hvað hann er að tala um, eða ef hann viti það/ svívirði freklega þá menn/ sem árum saman hafi lagt nótt við dag til að vinna að velferð tónlistarlífs í landinu. manna eru svo lág, að þeim er nauðugur einn kostur aö taka aö sér launuð aukastörf. A kvöldin tekur við undirbúningur undir æfingu morgundagsins eða aðra tónleika, sem hljómsveitarmenn kunna að taka þátt f (t.d. kammersveit). Hver sá, sem heldur því fram, að hljómsveitarmenn hafi ekki nóg að starfa, veit annað hvort ekki hvað hann er að tala um, eða ef hann veit það, svfvirðir frek- lega þá menn sem árum saman hafa lagt nótt við dag til að vinna að velferð tónlistarlifs i iandinu. Starfsálag og lágt kaup heillar ekki unga menn Sérhver sá, sem ráðinn er til fastra starfa i sinfóniuhljóm- sveitinni ætti aö hafa nægilega hátt kaup til að hann geti helgaö sig starfinu i hljómsveitinni. Þeir þurfa að hafa tima til að fylgjast með þvi sem gerist I tónlist arlifi heima og erlendis. Þeir þurfa aö hafa aðstöðu til að taka þátt i frjálsri tónlistarstarfsemi að vissu marki. Þeir þurfa að hafa efni á og tima til að sjá um við- hald hljóðfæra sinna, o.s.frv. Það starfsálag sem nú er lagt á hljómsveitarmenn og hiö lága kaup þeirra veldur þvi, aö starfiö heillar ekki unga menn. Geri y£ir- völd enga bragarbót i þessu efni, má búast við, aö nýtt fólk fáist ekki til starfa og að hljómsveitar- mönnum fækki jafnt og þétt af þeim sökum. Um óperur I 3.gr.frumvarpsinser gert ráð fyrir, að Þjóðleikhús greiöi 10% af rekstrarkostnaöi sinfóniu- hljómsveitarinnar. 1 9. gr. segir, að starfsmenn Sinfóniuhljóm- sveitar skuli fullnægja hluta af starfsskyldu sinni með vinnu á vegum Þjóöleikhúss. Veröi þetta að lögum, verður sinfóniuhljóm- sveitinni gert ókleift að starfa. Þaö er gersamlega útilokað, að hljómsveitarmenn geti komiö þvi við aö fara niður i Þjóðleikhús eftir langan og strangan vinnu- dag I hljómsveitinni og æfa og leika tónlist með leikritum og óperum. Hvenær eiga þeirþáað búa sig undir hljómsveitaræfing- ar? Um söngleikja- og óperuflutn- ing I Þjóðleikhúsi er ekkert nema gotteittaðsegja. Þetta hefur ver- ið gert og oftast tekist vel. Þó er húsið illa til þessarar starfsemi falliö. Hljómsveitargryf jan er þröng, sviðiö rúmar ekki stóran kór búningsherbergi skortir. En eigi að flytja söngleiki I Þjóðleik- húsi er það allsendis augljóst, að leikhúsið verður að hafa eigin hljómsvcit á að skipa. Sinfónian leysir ekki tónlistarmál Þjóðleik- hússins Tónlistarmál Þjóðleikhúss verða ekki leyst með því að kasta þeim á heröar sinfóniuhljóm- sveitarinnar. Þjóðleikhúsið verö- ur að hafa sina eigin hljómsveit, lOtil 15 manns, sem annast flutn- ing tónlistar með öllum þorra leikverka, en fær til liðs við sig fleiri, þegar ráðist er I stærri verkefni, svo sem óperur. Verði ákvæðið I frumvarpinu um vinnu- skyldu sinfóniuhljómsveitar- manna i Þjóðleikhúsi samþykkt, er augljóst, að engan fýsir þar til starfa. Þá er og ljóst, að ýms sjálf- boðaliösstarfsemi, svo sem KammersveitReykjavikur, verö- ur drepin með þessu ákvæði. Auk_ þess brýtur þetta ákvæöi gegn gildandi kjajjasamningum hljóm- sveitarmanna. Alþingismenn, sem vilja stuöla að vexti og viö- gangi lista ilandinu, hljóta þvi ab sjá til þess aö nefnt ákvæði 9. gr. veröi strikaö út, og i staöinn verði Þjóðleikhúsi gert kleiftað ráða til sin hæfilegan fjölda hljóðfæra- leikara.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.