Vísir - 11.11.1977, Qupperneq 28
r
VÍSIR
'gffnft Qásift
20" litsjónvarpstœki fró ^ími 86611
r Opi6 virka daga til kl. 22.<
GUNNARI ASGEIRSSYNI er vinnmgurmn i Sunnudaga kl. 18-22
smáouglýsingahappdrœtti Vísis. DREGIÐ 21 NÓV.
»
Kristinn segir
af sér for-
mennskunni í
fulltrúarráði
Framsóknar-
flokksins
„Já, það er rétt, ég er
búinn að segja af mér sem
formaður Fulltrúaráðs
Framsóknarf lokksins í
Reykjavík", sagði Kristinn
Finnbogason í samtali við
Vísi í morgun.
„Það er at heilsufars-
ástæðum sem ég geri það,
og sá sem var varafor-
maður, Jón Aðalsteinn
Jónasson, hefur nú tekið
við formennskunni".
Kristinn hefur verið forystu-
maður i Framsóknarflokknum i
Reykjavik um langt árabil, fyrst
sem formaður Framsóknarfélags
Reykjavikur og siðan sem for-
maður fulltrúaráðsins. Hann var
siðast endurkjörinn formaður
fulltrúaráösins á siðastliðnum
vetri, en þá átti hann við mót-
framboð að etja i fyrsta sinn.
Honum tókst þó að sigra með
verulegum atkvæðamun i þeirri
kosningu.
Kristinn starfar sem fram-
kvæmdastjóri við Timann, mál-
gagn Framsóknarflokksins.
— GA/ESJ.
77 óra
gamall
maður lést
eftir um-
ferðarslys
Sjötiu og sjö ára gamall
Reykvíkingur, Hcrmann
Kristjánsson forstjóri, til
heimilis að Hvassaleiti 87, lést
á sjúkrahúsi i gær, eftir að
hafa slasast mikið i umfcrðar-
slysi fyrr um daginn.
Slysið varð skammt frá
gatnamótum Háaleitisbrautar
og Miklubrautar um klukkan
hálf eitt i gærdag. Stóð Her-
mann fyrir aftan bil sinn, þeg-
ar annar bill ók á hann. Hafði
Hermann heitinn, ásamt öðr-
um, verið að reyna að koma
bil sinum i gang.
— EA
Getur Seðhbankmn ekki
haldið áfram endurkaupum?
Seölabankinn hefur nú
mun minna fjármagn en
áður til að standa undir
endurkaupum birgðalána
og annarra rekstrarlána
viðskiptabankanna til
höf uðatvinnuveganna í
landinu.
Endurkaupin hafa aðallega
verið fjármögnuð með innláns-
bindingu. f grein i siðasta tölu-
blaöi af Hagtölum mánaðarins
sem Seðlabankinn gefur út,
kemur fram að fram til ársins
1973 var innlánsb indingin að
jafnaði 70-100% hærri en endur-
kaupafyrirgreiðslan.
Siðan hefur þessi þróun snúist
við og i lok september sl. voru
endurkaupin orðin 2.413 milljón-
um króna hærri en bundna féð.
Á sama tima hefur rikissjóður
aukið skuldir sinar við bankann
um 12.449 milljónir króna og
stuttar skuldir innlánsstofnana
hafa aukist um 3.925 milljónir
króna. Þrátt fyrir verulega
bætta stöðu á öðrum innlendum
reikningum bankans og mjög
mikla aukningu á seðlum i um-
ferö hefur aukning endurkaupa
umfram innlánsbindingu og
skuldasöfnun rikissjóðs og inn-
lánsstofnana komið fram i stór-
felldri rýrnun á stöðu Seðla-
bankans út á við.
Gjaldeyrisstaða bankans
versnaði um 4.399 milljónir
króna á þessu timabili og nú i
september var gjaldeyrisforði
bankans aðeins 2.273 milljónir
króna.
Segir i greininni að þessi þró-
un endurkaupa og innláns-
bindingar, samfara versnandi
lausafjárstöðu bankanna hljóti
að valda verulegum áhyggjum
og kalla á aðgerðir til úrbóta.
—SJ
Kjörkassarnir á leið í bœinn
„Þaðersvo litill hiutiaf gögn-
um kominn inn að erfitt er að
geta sér til um þátttökuna”
sagöi Haraldur Steinþo’rsson
framkvæmdastjóri BSRB I
morgun.
„Viö reiknum með eftir þeim
gögnum sem við höfum þegar
fengið, að yfir helmingur
félagsmanna hafi greittatkvæöi
um samkomulagið. Hjá sumum
félögum er þátttakan yfir sextiu
prósent, en minni hjá öðrum.
Kosningunni lauk almennt i
gærkvöldi, en eittfélag , Starfs-
mannafélag rikisstofnana. fékk
undanþágu til að hafa atkvæða-
greiðsluna i dag. Gögnin þaðan
koma til okkar i kvöld og viö
vonumst til að geta byrjað aö
telja á morgun.
Það er mikið umstang að ná
kjörkössunum frá hinum ýmsu
félögum útá landi saman. Þeir
mega ekki fara i póst, þvf þeir
gætu lokast inni yfir helgina, og
þvi eru öll önnur tiltæk ráð not-
uð tii að koma þeim til okkar i
tæka tið’/ sagði Haraldur að lok-
um. —klp —
Þessi mynd var tekin á lögregiustöðinni I gær, er þar voru iögregluþjónar að greiða atkvæöi um sam-
komulagiðsem gert var á dögunum eftir sögulegt verkfall. Ljósmynd JA
• V
Prófkjör hjó
Fromsókn
í janúar
„Það er búið að ákveða að
þaö verður prófkjör hjá
Framsóknarmönnum 21.og 22,
janúar”, sagði Jón Aðalsteinn
Jónasson, hinn nýi formaöur
Fulltrúaráðs Framsóknar-
fiokksins i samtaii við Visi i
morgun.
Ákvörðun þessi var tekin á
fundi Fulltrúaráðsins i gær-
kvöldi. Prófkjörið á einungis
við Reykjavik og verður
væntanlega með svipuðu sniði
og prófkjör annarra flokka.
„Eftir er þó að ganga frd
reglum um það hvernig það
verður i framkvæmd”, sagði
Jón Aðalsteinn.
Framsóknarmenn eiga sem
kunnugt er tvo þingmenn i
Reykjavik, þá Þórarinn
Þórarinsson og Einar
Agústsson. —GA
Nú blœs að norðan
Hlýju vetrarfötin koma að
góðum notum um helgina, ef
að likum lætur, og það ættu
skautarnir lika að gera.
Veðurstofan býst við kóln-
andi veðri i norðanáttinni,
tveggja til fimm stiga frosti
hér suðvestanlands. 1 morgun
var hitinn við frostmark I
Reykjavik. Hlýjast var á suð-
austanverðu landinu 3ja-4ra
stiga hiti, en kaldast á Vest-
fjörðum 5 stiga frost.
-SJ
Endurgreiða uppsafnaðan söluskatt á útfluttum iðnaðarvörum þessa úrs:
Iðnrekendur vilja 4%
jöfnunargjald á inn-
fíuttar iðnaðarvörur
. Ákveðið hefur verið að
endurgreiða uppsafnaðan
söluskatt á útfluttum
iðnaðarvörum þessa árs,
samtals að upphæð um
235 milljónir króna.
Þessi ákvörðun er í
samræmi við eina af
þeim tillögum, sem Félag
íslenskra iðnrekenda
gerði til Alþingis í byrjun
þessa mánaðar um iðn-
þróunaraðgerðir og fjár-
mögnun þeirra á næsta
ári.
1 tillögunum er gert ráð fyrir
að tekna til iðnþróunaraðgerða
verði aflað með tvennu móti.
Annars vegar verði tollalækkun-
um á fullunnum vörum frá
EFTA/EBE frestað um eitt ár,
en það ætti að gefa 800 milljón
króna tekjur. Hins vegar verði
4% jöfnunargjald lagt á allar
innfluttar samkeppnisvörur is-
lensks iðnaðar, en það ætti að
sögn iðnrekenda að gefa 1200
milljónir i tekjur. Þetta fjár-
magn vilja iðnrekendur siðan að
verði notað til ýmissar fyrir-
greiðslu við iðnaðinn.
Þá hafa iðnrekendur einnig
gert tillögur til Alþingis um
breytingar til samræmingar á
starfsaðstöðu undirstöðuat-
vinnuveganna, en þar er eink-
um um að ræða að launaskattur
verði greiddur af fiskveiðum og
landbúnaði og söluskattur af
oliu til fiskiskipa en á móti fái
þessir atvinnuvegir niður-
fellingu á aðflutningsgjöldum af
vélum og tækjum fiskiðnaðar og
landbúnaðar og endurgreiddur
verði uppsafnaður söluskattur
af útfluttum sjávarafurðum.
Aætla iðnrekendur að ríkis-
sjóður myndi græða 535 milljón-
ir á þessum breytingum á næsta
ári. —ESJ