Vísir - 15.11.1977, Blaðsíða 1

Vísir - 15.11.1977, Blaðsíða 1
Það reynist Reykvíkingum dýrt að draga greiðslu skatta hjá Gjaldheimtunni: Þósund milljónir vexti af sköttum Reykvíkingum var gert að greiða meira en eitt þúsund milljónir króna i dráttarvexti til Gjald- heimtunnar á síðasta ári. Gjaldheimtan i Reykjavik inn- heimtir sem kunnugt er skatta, bæði til rikisins og borgarinnar, af reykviskum skattgreiðendum. í Arbók Reykjavikur 1977, sem er nýkomin út, er birt samandreg- ið yfirlit um innheimtu Gjald- heimtunnar i fyrra. Þar kemur fram að fjármagn til innheimtu hjá Gjaldheimtunni i fyrra nam tæplega 17.4 milljörð- um króna. Þar af voru gjöld árs- ins tæplega 14.2 milljarðar, en eftirstöðvar fyrri ára rúmlega 3.2 milljarðar. Dráttarvextir af eftirstöðvum voru 95 milijónir og 641 þúsund krónur, en dráttarvextir af gjöld- um ársins 920 milljónir og 462 þúsund. Samtals voru dráttar- í dráttar- borgarbúa vextirnir þvi 1016 milljónir króna árið 1976. Þessir dráttarvextir innheimt- ust ekki allir á siðasta ári, fremur en öll álögð gjöld það árið. En miðað við það, sem innheimtist var verulegur hluti dráttarvaxt- anna vegna gjalda i rikissjóð, eða 331.8 milljónir króna. Innheimtir dráttarvextir af útsvari aðstööu- gjaldi og fasteignagjaldi námu á siðasta ári tæplega 322 milljónum króna. Innheimtuhlutfall hjá Gjald- heimtunni i fyrra var um 60.4% innheimt af eldri skuldum og um 73.9% af gjöldum ársins. — ESJ Norðurlanda- róð lœtur kanna bókaútgáfu íslendinga Norðurlandaráð mun.ef allt fer samkvæmt áætlun, gang- ast fyrir ýtarlegri könnun á bókaútgáfu, bóksölu og lestri bóka á islandi, Færeyjum og Græniandi áður en langt um liður. Þetta kom fram I viðtali sem Visir átti við örlyg Hálf- dánarson, formann Félags bókaútgefenda f morgun. ,,Viðí f élagi bókaútgefenda og sambandi íslenskra rithöf- unda óskuðum eftir þvi við Norðurlandaráð, ásamt hlið- stæðum samtökum i hinum tveim löndunum, að Norður- landaráð kostaði svona könn- un, og samkvæmt áreiðanleg- um heimildum eru allar likur á að það verði samþykkt”, sagði örlygur „Þessi könnun mundi vafa- laust ná til nokkurra ára og þá kæmi glögglega i ljós hver þróunin hefur orðið i þessum málum. Nú eru engar hald- bærar upplýsingar til um það, nema þær sem hver einstakur bókaútgefandi hefur”. —GA í Gjaldheimtunni i morgun. Ragnhildur Hjartardóttir, aðstoðargjaldkeri, tekur við greiðslu frá skattborgara. Innar situr Þórður Steindórsson, gjaldkeri. Visismynd: JA Skattamál Spasskys og Horts fyrír Alþingi „Það er engin heimild i skattalögunum fyrir stjórnvöld aðfella niður skatta á tilteknum nafngreindum mönnum sem falla undir almenn skattalög,” sagði Arni Kolbeinsson fulltrúi I fjármálaráðuneytinu i samtali við Visi i morgun. Fjármálaráðuneytið mun leggja erindi fyrir fjárveitinga- nefnd Alþingis um aö fella niður skatt á verðlaunafé Horts og Spasskys vegna einvigis þeirra hér fyrr á þessu ári. Eins og Visir skýrði frá i gær hefir Skáksambandið fengið kröfu um 900 þúsund krónu skatt á skákmeistarana. Eru lagðar 400 þúsund krónur á Hort og 500 þúsund á Spassky. Aður en ein- vigið hófst lá fyrir skriflegt vil- yrði fjármálaráðuneytisins um að það myndi beita sér fyrir nið- urfellingu á skatti vegna verð- launanna. Arni sagði að valdið væri i höndum Alþingis I þessu máli. Ef fallist verður á tilmæli ráðu- neytisins mun koma heimild inn i 6. grein við endanlega af- greiðslu f járlaga til að. fella nið- ur eða endurgreiða skatta af þessu verðlaunafé. Gjaldheimtan hefur skatt- kröfuna til innheimtu og getur svo farið að Skáksambandið verði að borga skattinn og fái hann siðan endurgreiddan. Sagðist Einar S. Einarsson for- seti Skáksambandsins ekki ef- ast um að skatturinn felli niður, er Visir hafði samband við hann. Hitt kæmi nokkuð á óvart hvað kerfið væri þungt I vöfum. —SG Landsfundur Alþýðubandalagsins hefst á fimmtudag: Verður Lúð- vík formaður? Taliðer sennilegt, að Lúðvik Jósepsson verði kjörinn formaöur Alþýðubandalagsins á landsfundi sem hefst á fimmtudaginn I Reykjavik. Ragnar Arnalds, núverandi formaöur, verður þá að láta af þvi embætti samkvæmt reglum flokksins um endurnýjun i trúnaðarstöðum. Um formannskjörið og önnur málefni, sem efst veröa á baugi á landsfundi Alþýðubandalagsins, fjallar Elfas Snæland Jónsson, blaðamaður I fréttaauka á blaðsiðum 8-9 I blaðinu í dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.