Vísir - 15.11.1977, Blaðsíða 8

Vísir - 15.11.1977, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 15. nóvember 1977 vism Nauðungaruppboð annað og siðasta á 2000 ferm. spiidu úr landi jarðarinnar Úlfarsfells, Mosfellshreppi, þinglesin eign dánar- og þrotabús Gunnars Jóhannssonar fer fram eftir kröfu skiptaráðandans i Reykjavlk á eigninni sjálfri föstudag- inn 18. nóvember 1977 kl. 4.00 e.h. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 53. 57. og 61. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1977 á eigninni Laufvangi 1, Ibúð á 1. hæö nr. 2, Hafnar firði. Þingl. eign Friðriks Gunnarssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka tslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. nóvember 1977 kl. 2.30 e.h. Bæjarfógetinn I Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst vari 24. 26 og 29. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1977 á eigninni Holtsgötu 18, miðhæð, Hafnarfirði, Þingl.eign Péturs Axels Péturssonar, fer fram eftir kröfu Innheimtu Hafnarfjarðar á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. nóvember 1977 kl. 4.30 e.h. Bæjarfógetinn I Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 34. 38. og 40. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1977 á eigninni Hringbraut 31, 2. hæð, Hafnarfirði, Þingl. eign Asu Hraunfjörð, fer fram eftir kröfu Veðdeild- ar Landsbanka islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. nóvember 1977 ki. 3.30 e.h. Bæjarfógetinn I Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 39. 41. og 43. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1977 á eigninni Köldukinn 6, efri hæð, Hafnarfirði. Þingl. eign Guðrúnar Hafliðadóttur, fer fram eftir kröfu Magnúsar Sigurðssonar hdl. og Veðdeildar Landsbanka tslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. nóvember 1977 kl. 3.00 e.h. Bæjarfógetinn I Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem augiýst var I 88. 91. og 92. tölublaöi Lögbirtingablaðs- ins 1976 á eigninni Laufvangur 4, Hafnarfirði, ibúð á 2. hæð t.v. Þingl. eign Sigurðar Þ. Hanssonar, fer fram eftir kröfu Innheimtu Hafnarfjarðar og Innheimtu rlkissjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. nóvember 1977 kl. 2.00 e.h. Bæjarfógetinn I Hafnarfiröi Nauðungaruppboð sem auglýst var I 66. 67. og 69. tölublaði Lögbirtingablaös- ins 1976 á eigninni Flókagötu 6, cfri hæð, Hafnarfirði, Þingl. eign Albertu Böðvarsdóttur, fer fram eftir kröfu Innheimtu rikissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 18. nóvember 1977 kl. 2.00 e.h. Bæjarfógetinn I Hafnarfirði. Landsfundur hefst hjá Alþýðubandalaginu á fimmtu VERÐUR LÚPVÍK KJÖRIt MAÐUR ALÞÝÐUBANDAL Lúðvik Jósepsson — líklegastur eftirmaður Ragnars Arnalds í for- mannsstólnum Allt bendir til þess, að Lúðvik Jósepsson, al- þingismaður, verði kjör- inn formaður Alþýðu- bandalagsins á lands- fundinum sem hefst á fimmtudaginn. Að visu eru ýmsir innan flokks- ins enn á þvi, að Kjartan Ólafsson, ritstjóri Þjóð- viljans eigi að taka þetta verkefni að sér, en líkur eru á, að sæst verði á Lúðvik. Formannskjörið og umræðan um stefnu Alþýðubandalagsins i efnahags- og atvinnumálum, verða án efa meginmál lands- fundarins, sem stendur i fjóra daga. Þótt búist sé við llflegunT umræðum, má telja sennilegt, að þolanlegt samkomulag verði á fundinum, enda nú aðeins hálft ár til kosninga. Dagskrá fundarins Landsfundurinn verður haldinn að Hótel Loftleiðum og hefst á fimmtudag kl. 20 með setningar- ræðu Ragnars Arnalds, formanns flokksins, sem jafnframt mun flytja skýrslu um flokksstarfið og stjórnmálaviðhorfið. Þaö kvöld verður einnig almenn umræða um stjórnmálin. A föstudag verða framsöguer- indi um verkefni starfshópa, sem siðán munu starfa þann dag all- an. A laugardag fara síðan fram kosningar og niðurstöður starfs- hópanna verða kynntar, en "þær verða siðan afgreiddar á sunnu- daginn. Þingfulltrúar munu koma saman til kvöldfagnaðar á laugardagskvöldið. Ólafur Jónsson, framkvæmda- stjóri Alþýðubandalagsins sagði i gær að búist væri við 250-260 manns á landsfundinn. Formannsvandamálið Formannskjörið hefur lengi velst fyrir mönnum i Alþýðu- bandalaginu, og erfitt reynst að finna á því lausn, sem menn hafa almennt sætt sig viö. Sem kunnugt er lögleiddi Al- Ragnar Arnalds — lætur af formennsku vegna endurnýjunar reglna Alþýðubanda- lagsins þýðubandalagið á sinum tima reglur um endurnýjun I trúnaðar- stöðum innan flokksins. Þær gera m.a. ráð fyrir þvi, að ekki sé heimilt að kjósa I trúnaðarstöður innan fldiksins sama mann nema þrjú kjörtimabil i röð. Eftir þann tima verður að kjósa nýjan mann a.m.k. eitt kjörtimabil. Þetta er ástæðan fyrir þvi, að Ragnar Arnalds verður nú að láta afformennsku i Alþýðubandalag- inu. Reyndar vildi Ragnar láta af formennskunni siöast, og til- kynnti það opinberlega. Þegar til kom reyndist ógerlegt að ná sam- stöðu um eftirmann hans, og var GIGTARFELAGIÐ HEFUR FEST KAUP Á RANNSÓKNARTÆKJUM Fullkomin tæki til rannsókna á sviði ónæmisfræða munu verða sett upp hér á landi snemma á næsta ári. Tæki þessi eru keypt fyrir fé, sem Gigtarfélag tslands safnaði fyrr á þessu ári. Fjársöfnunin var liður I starf- semi félagsins á þessu ári, en það hefur með margvislegu móti reynt að vekja athygli á gigtsjúk- dómum, og virkja fólk til um- hugsunar og aðgerða gegn þeim. Eins og kunnugt er af fyrri fréttum er yfirstandandi ár al- þjóðlegt gigtarár að frumkvæði Heilbrigðismálastofnunar Sam- einuðu þjóðanna. Gigtsjúkdómar eru einhverjir þeir viðtækustu sem hrjá fólk um viða veröld, en gigtsjúkum hefur ekki verið sinnt að sama skapi. Gigtarfélag tslands var stofnað fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári og hefur það unnið náið 1 samvinnu við samfólk gigtarlækna. Nú á laugardaginn heldur félagið kynningarsamkomu i Háskóla- biói fyrir almenning. Málefnum félagsins hefur verið mjög vel tekið af hinum fjöl- mörgu gigtsjúklingum viða um land og fjölmargir aðrir'hafa lagt félaginu lið, sem það metur mik- ils og þakkar að veröleikum. Sein dæmi um undirtektir einstaklinga má geta þess, að kona sem er gigtsjúklingur, Valgerður Krist- vinsdóttir, Hverfisgötu 66, Rvk., færði félaginu nýlega að gjöf 100 þúsund krónur. Aldarafmœlis Stafholts- kirkju minnst A þessu hausti verður Staf- holtskirkja hundrað ára. Hún var byggð á árunum 1875-1977 af þá- verandi presti og prófasti i Staf- holti, sr. Stefáni Þorvaldssyni og vigð i nóvember það ár. Þessa afmælis var minnst með sérstakri hátiðarguðsþjónustu á sunnudaginn var 13. nóvember. Þar predikaði biskupinn yfir ts landi, en prestar prófastsdæmis- ins þjónuðu fyrir altari. Kirkju- kórinn söng undir stjórn organist- ans, Sverris Guðmundssonar i Hvammi. Að messu lokinni var samsæti i Húsmæðraskóla Borgfirðinga á Varmalandi. Þangað bauð sóknarnefnd öllu sóknarfólki, nú- verandi og fyrrverandi til kaffi- drykkju, sem konur i sókninni höfðu undirbúið. Þar flutti sóknarpresturinn, sr. Brynjólfur Gislason, erindi um sögu staðar og kirkju. A undanförnum árum hefur kirkjan verið lagfærð og fegruð á ýmsan hátt. Það var og ætlun sóknarnefndar að setja upp nýja bekki ikirkjuna fyrir afmælið, en af ýmsum orsökum gat ekki af þvi orðið. En þegar liður á vetur mun verða hafist handa, og ef aö likum lætur verður þetta all- i kostnaðarsöm framkvæmd. á^ilfurljúðun Brautarholti 6, III h. Sírni 76811 Móttaka á gömlum munum: Fimmtudaga kl. 5-7 e.h Föstudaga kl. 5-7 e Fasteignaeigendur Aukið sölumöguleikana. Skróið eignina Kjó okkur. Við komum og verðmetum. ^Laugavegi 87 Heimir Lárusson, simi 76509. Lögmenn: Asgeir Thoroddsen,;;| hdl. Símar 16688 og 13837 Ingólfur Hjartarson, hdl. PIAKI JkLaugavegi 87 blGnAumboðid

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.