Vísir - 15.11.1977, Blaðsíða 7
7
VISIR ' Þriðjudagur 15. nóvember 1977
Irwin Shaw með bók sína Rich Man, Poor Man.
Hefur skrifað í 43 ár
— og meðal annars Rich Man, Poor Man
„Ég hefskrifaði 43 ársvo að ég
á þetta vel skilið. Það var kominn
timi til að ég næði góðum
árangri”.
Irvin Shaw heitir sá sem hefur
skrifað svona lengi. Án efa
kannast margir við nafniö. Hann
erm.a. höfundur Rich Man, Poor
Man eða Gæfa og gjörvileiki sem
sjónvarpið sýnir um þessar
mundir.
Og það var einmitt sú bók sem
bætti fjárhag Shaws verulega.
Yfir sex milljónir eintaka af bók-
inni hafa selst fram að þessu.
Shaw er nú 64 ára og hefur
skrifað 10 stórar skáldsögur og
auk þeirra margar smásögur og
leikrit.
Hann er sagður heldur mikið
fyrir sopann og reynir ekkert að
neita þvl sjálfur. „En ég drekk
aldrei þegar ég skrifa, — aðeins
þegar ég hef lokið við að skrifa.”
Hann er nýskilinn við konu sina
Marian, en samt halda þau enn
saman. Þau höfðu verið gift i 29
ár. „Ég veit satt að segja ekki
hvers vegna við vorum að skilja”
segir hann. „En kannski lifnaður-
S----— J
rUmsjdn^ Edda 1
VAndrésdóttir J
*----—1—"T--------------
inn á mér hafi haft eitthvað að
segja”, bætir hann við um leið og
hann lyftir glasinu.
Endir sjónvarpsþáttanna er
ekki eins og Shaw lætur hann vera
i bók sinni (seinni hlutanum).
Hann lætur persónurnar flestar
vera enn á lífi i lokin, en fram-
leiöendurnir voru ekki alveg á
þvi.
Shaw þarf ekki að hafa áhyggj-
ur af fjármálum. Hann er orðinn
milljónari. A Rich Man, Poor
Man einni saman græddi hann
yfir eina milljón punda.
KAUPMANNASAMTÖK
ÍSLANDS
boða féiagsmenn sína til
hódegisverðarfundar að Hótel Sögu
(Súlnasal) fimmtudag
17. nóvember n. k. kl. 12.00.
Umrœðuefni:
Verðlagsmál.
Forsœtisrúðherra Geir Hallgrímsson
flytur évarp og svarar fyrirspurnum
Hvernig er bíllinn
þinn á litinn?
Amerisk blöð virðast gera tals-
vert af þvi að birta upplýsingar
sem mrða að þvi að sálgreina
fólk. Við rákumst á það i einu
þeirra að sálfræðingur frá New
Jersey, Dr. Berthold Schwarz,
lætur hafa það eftir sér, að litur
bila segi mikið til um persónu-
leika eigendanna.
Svo ef þig langar til að vita per-
sónuleika einhvers manns, þá
skaltu bara lita á bilinn hans!
Rauður: Sá sem kaupir rauðan
bil vill hafa hlutina iburðarmikla.
Honum finnst mjög gott að lifa og
vill ekki missa af einni minútu.
Það er tekið fram að viðkomandi
sé gæddur mikilli manngæsku.
Blár: Fólk sem kýs þennan lit
er rólegt að eðlisfari og hugsandi.
Það er áreiðanlegt og hugsar sig
vandlega um fremur en að ana út
i eitthvað.
Grænn: Það er hlýtt og gjafmilt
fólk sem kýs græna litinn. Þetta
er yfirleitt rólegt fólk, þægilegt og
jarðbundið.
Gulur: Sá sem kaupir gulan bil
er vingjarnlegur, gæddur
sköpunargáfu og bjartsýnis-
maður. Yfirleitt kátt fólk og
hamingjusamt.
Hvltur: thaldssamt fólk og tek-
ið fram að það sé snyrtilegt. Yfir-
leitt ekki miklir efnishyggju-
menn, frekar i þvi andlega.
Brúnn: Traust fólk og ábyrgt.
Mannblendið, látlaust fjölskyldu-
fólk.
— það segir sitt hvað um þig
Purpurarauður: Fólk sem
gaman er að vera með. Það vill
helst ekki lita við alvarlegri hlið-
um lifsins og er mikið úti við.
Svartur: Viðskiptalegs sinnað
fólk með litinn tima fyrir léttúð.
íhaldssamt og alvarlegt og vill
gjarnan ná árangri. Oft kuldalegt
i viðmóti við ókunnuga.
Silfurlitaður eða grár: Vill hafa
allt fullkomið I kringum sig, vill
búa við öryggi og leitar alltaf eftir
þvi besta. Þannig eru þeir sem
kjósa þessa liti.
Vetrarstarf
1977
1978
Húsnæðis
þjónusta
Fríkirkjuvegur 11:
Aðstaða fyrir æskulýðsfélög til fundahalda
og námskeiða og annarrar starfsemi.
Saltvík Kjalarnesi:
Aðstaða fyrir hópa úr félögum til gistingar,
útiveru og funda.
Bátasmíði í Nauthólsvík.
Innritun fer fram á Fríkirkjuvegi 11.
Starfsstaður: Verkstæði í Nauthólsvík.
Starfstími: Laugardagar kl. 1 —5.
Starf hefst: 19. nóvember.
Bátstegund: Optimist.
Verð 50.000 kr. (efni).
Bústaðir.
Sunnudagar: Kvikmyndasýningar kl. 15.00.
Þriðjudagar: „Opið hús” kl. 20.00 — 23.00
Föstudagar: Diskótek kl. 20.00 — 23.30.
Aldur f '64 og eldri.
Aðgöngumiðaverð kr. 200.—
Laugardagar: Skemmtikvöld. Aldur f. '63 og
eldri.
Tómstundaklúbbar: Nánari upplýsingar í
Bústöðum í síma 35119
Tækjaþjónusta við
æskulýðsfélög og skóla
Ferðadiskótek. Leigt með stjórnanda.
Leiga kr. 10.000.—
Ferða bingó. Leigt með stjórnanda.
Leiga kr. 10.000.—
Bókanir á Fríkirkjuvegi 11.
Fellahelfir.
Þriðjudagar: „Opiöhús” kl. 20.00 — 23.00.
Klúbbstarf og alm. fundir með unglingum.
Föstudagar: „MÁL” Diskótek og fl. kl. 20.00
— 23.30. Aldur f '64 og eldri.
Aðgöngumiðaverð kr. 200.—
Húsnæðisþjónusta við félög og samtök.
Upplýsingar í Fellahelli, sími 73550
Tónabær.
Föstudagar: Dansleikir kl. 20.30 — 00.30.
F '62ogeldri.
Aðgöngumiðaverð kr. 500.—
Laugardagar: Dansleikir kl. 20.30 — 00.30.
F '62 og eldri.
Aðgöngumiðaverð kr. 500.—
Nafnskírteinis krafist við innganginn.
Sunnudagar: Skemmtikvöld og fl.
Húsnæðisþjónusta við félög og skóla.
Upplýsingar í Tónabæ, sími 35935.
Allar nánari upplýsingár um ofangreinda
þætti á skrifstofunni, Fríkirkjuvegi 11,
kl. 8.20 —16.15. Simi 15937 —21769.
ÆSKULYÐSRAO
REYKJAVIKUR
SIMI 15937