Vísir - 15.11.1977, Blaðsíða 12

Vísir - 15.11.1977, Blaðsíða 12
12 c iprpttir Þriöjudagur 15. nóvember 1977 VISIR fe fj handknattleik i Póllandi I gær og var hann markahæsti Visismynd Einar Þorbjörn Guðmundsson átti góOan leik bæöi i sókn og vörn i Islenska landsliöinu maöur liösins meö fimm mörk. Myndin er af Þorbirni I leik gegn Vikingi i haust. Enginn úr líði Boyern Enginn leikmaöur Ur hinu fræga liði Bayern Míinchen er valin í vestur-þýska landsliöiö I knattspymu sem leikur vináttuieik gegn Sviss i Stuttgart annaö kvöld og er þetta í fyrsta skipti i næstum tiu ár aö Bayern Munchen á ekki leikmann i landsliöinu. Það var markvörðurinn úr liði Bayern, Sepp Maicr sem lengst hélt sæti sinu, en hann hefur nú oröið að vikja fyrir öörum betri. Sá sem tekur stööu Maier heitir Franke og leikur meö Eintrach Brunswick. —bb ★ ★ ★ Tveir nýliðar í liði Belga Belgar hafa valið tvo nýliöa I landsliö sitt sem leikur gegn Noröur-trum i undankeppni heimsmeist- arakeppninnar iknattspyrnu I Belfast annaö kvöid. Belgiska liöiö veröur þannig skipað: Jean-Maris Pfaff, Beveren, Eric Gerets, Standard Liege, Hugo Bross, Anderlecht, Waiter Mecuws, Beerschot, Michel Henquin, Standard Liege, Julien Cools, Bruges, Frank Vercauteren, Anderlecht, Ludo Coock, Anderiecht, Wiiiy Weliesn, Molenbeek, Jan Coulemans, Lierse og Raymond Memmens, Lekeren. Nýliöarnir eru Franky Vercauteren og Raymond Aftur tap gegn Pólverjum „Þótt viö séum aldrei ánægöir meö þaö aö tapa, þá erum viö ekkert mjög óhressir meö þennan leik okkar” sagöi Jón Karlsson, fyrirliöi islenska landsliösins i handknattleik sem i gærkvöldi tapaöi fyrir þvi póiska I Varsjá meö 15 mörkum gegn 21 marki Pólver janna. Þetta var annar leikur liöanna, Pólverjar unnu þann fyrrri einnig, þá meö 28 mörkum gegn 21. Ef viö litum á gang leiksins þá gekk hann þannig aö Pólverjamir skoruðu þrjú fyrstu mörkin en um miðjan hálfleikinn hafði Island. minnkað muninn i eittmark, 4:3. Pólverjamir juku siöan forskot sitt jafnt og þétt og höföu yfir i hálfleik 10:5. 1 siðari hálfleiknum munaði oft 10 mörkum, þannig var staðan t.d. 17:7og20:10þegar lOmlnútur vorutilleiksloka. En islenska lið- ið átti góðan endasprett og vann siöustu 10 minúturnar með 5 mörkum gegn einu og bjargaði þvl andlitinu. Lokatölurnar urðu sem fyrrsagði 21:15, ekki óviöun- andi árangur á útivelli gegn þess- Greenwood velur lið sitt í dag r — England leikur gegn Italíu í HM á Wembley annað kvöld Enski iandsliöseinvaldurinn i knattspyrnu, Ron Greenwood, mun tilkynna lið sitt i dag er leik- ur gegn italiu i undankeppni heimsmeistarakeppninnar 'i knattspyrnu i Wembley I Lundún- um á miðvikudagskvöldiö. ttaiir eru nokkurn veginn öruggir um aö sigra i riðlinum og ef enska liðið ætlar aö eiga ein- hverja möguleika þarf þaö aö sigra meö miklum mun i leiknum. Þeir tuttugu og tveir leikmenn sem Greenwood hefur valið fyrir leikinn eru allir heilir eftir leikina i deildarkeppninni um helgina. Miklar getgátur eru uppi um hvernig liðið verður skipað og sagði Greenwood að það yröu nýir leikmenn i liöinu sem ekki hefðu leikið áður og hallast flestir að hann gefi Bob Latchoford, hinum skæða sóknarleikmanni úr Ever- ton tækifæri en auk hans eru þrir leikmenn i tuttugu og tveggja manna hópnum sem ekki hafa leikið A-landsleik. Þeir eru: Steve Coppell, Manchester United, Peter Barnes, Manchester City og Billy Bonds, West Ham. italska liðið kom til Lundúna i gærkvöldi, áttatiu minutum á eftir áætlun og af þeim sökum var æfingu sem ákveðin hafði veriö nálægt Wembley, aflýst. Einvaldur italska liðsins, Enzo Bearxot, hefur ekki enn ákveðið hvernig hann skipar liö sitt fyrir leikinn annað kvöld. —BB ari sterku handknattleiksþjóð! „Þeir sem byrjuöu leikinn af okkar hálfu voru leikmenn sem hafa ekki spilað mjög mikið hing- aö til, svo að það má hugsanlega segja aðþað hafiráðið nokkru um þaö hvernig leikurinn þróaðist”, sagði Jón Karlsson. „En þaö sem háði okkur mjög i þessum leik voru aðstæðurnar sem voru ekki góðar. Gólfið var mjög sleipt, og viö vorum „á hausnum” nær all- an timann, eitt sinn t.d. fjórir i einu um allt gólfið! Kristján Sigmundsson stóö i marki Islands allan leikinn að heita má og varði mjög vel. Þá kom Gunnar Einarsson inná og varði m.a. vitakast. Mörk Islands: Þorbjörn Guð- mundsson 5, og var mjög sterkur i vörninni, Jón Karlsson 4(2), Þor- bergur Aðalsteinsson 2, Ólafur Einarsson 1, Ami Indriöason 1, Þorbjörn Jensson 1 og Jón Pétur Jónsson 1. „Jú, þetta er búið að vera ansi strembið og þaö er mikil þreyta I mannskapnum ”, sagði Jón Karlsson. „En nú reynum við að hvila okkur fram að leikjunum við Sviana sem fram fara i Svi- þjóðá miðvikud^g ogfimmtudag. Þar ætlum við að mæta galvaskir og staðráðnir I þvi að sýna Svium I tvo heimana. Viö förum héðan frá Póllandi á morgun kl. 14 (þriðjudag). gk-- Ken Norton sigraöi Jimmy Young naumlega á stigum i hnefaleikakeppni sem fram fór I Las Vegas fyr- ir viku og vonast hann til að þessi sigur veröi til þess að hann fái leik við sjálfan heimsmeistarann Muhammed Ali. En Norton hefur unnið sér það til frægðar að kjálkabrjóta meistarann i eina leiknum sem hann hefur tapað, en þá var Ali ekki heimsmeistari. Myndin er tekin eftir keppni Norton gegn Young.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.