Vísir - 15.11.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 15.11.1977, Blaðsíða 5
SADAT TIL ISRAELS? Menachem Begin, for- sætisráðherra ísraels, mun i dag leita sam- þykkis forseta ,,Kness- ets” (Israelsþings) á þeirri ætlun sinni að leyfa Anwar Sadat Egyptalandsforseta að ávarpa þingið i Jerúsa- lem. Sadat forseti lýsti þvi yfir i bandarisku sjónvarpi f gær, að * hann væri reiðubúinn til þess að taka sér ferð á hendur til.fsraels til þess að ræða friðarhorfur i Austurlöndum nær, ef honum yrði boðið. Begin forsætisráðherra lét ekki biða eftir viðbrögðum hjá sér, og sagði strax i gær, að hann mundi sjá til þess að Sadat fengi heim- boðið. 1 kvöldverðarboði i gær- kvöldi sagði Begin: ,,Ég er sömu- leiðis reiðubúinn til þess að fara til Kairó til viðræðna við Sadat forseta.” Sadat býðst til að heimsækja Israel til friðarviðræðna. Á fundi i þingflokki Verka- mannaflokksins i gær sagði Yigal Allon fyrrverandi utanrikisráð- herra, að slik heimsókn Sadats til Israel gæti orðið til þess að greiða götuna fyrir aðra Arabaleiðtoga að koma til friðarviðræðna. Það BRUNAVERÐIR I Um 20 slökkviliðs- menn i London létu ekki verkfallið aftra sér frá þvi að rétta hjálpar- hönd, þegar kviknaði i St. Andrews sjúkrahús- inu i austurhluta London i gær. Hermenn, sem fengið höfðu skynditilsögn til þess að gripa i verk brunavarðanna i verkfalli þeirra, kölluðu eftir aðstoð, þeear þeir óttuðust að þeir mundu ekki ráða við eldinn. Um 120 sjúklingar voru i þeirri álmu sjúkrahússins þar sem eld- urinn kom upp. Mest voru það gamalmenni. Tókst fljótt að bjarga sjúkling- unum og lögðu brunaverðir lið við að aka þeim burtu, en mörgum þurfti að gefa súrefni i flutning- unum. Eldurinn náði ekki að breiðast út fyrir álmuna og var siðan slökktur. Þingið kemur saman i dag til þess að fjalla sérstaklega um verkfall slökkviliðsmannanna. Samtök brunavarðanna (sem telja um 36 þús. félagsmenn) hófu verkfallið til stuðnings kröfum sinum um 30% launahækkanir. 1 þeim brunaútköllum öðrum, sem voru i gær, voru ekki nein „verk- fallsbrot”. Stjórnin heldur fast við stefnu sina um takmarkanir launahækk- ana við 10% mest, og hefur sett 10.000 hermenn til þess að sinna brunaútköllum i stað brunavarð- anna. Hermennirnir njóta stjórn- ar reyndra slökkviliðsstjóra og 4 þúsund slökkviliðsmanna sem hafa ekki verið fastráðnir til þessa. Þeir notast við 20 ára gamla slökkvibila, sem staðið hafa ónotaðir I fjölda ára. Bruna- stigar þeirra ná einungis upp á aðra hæð húsa, auk þess sem skortir ýmis önnur tæki, eins og reykgrimur o. fl. Dátarnir urðu að halda blautum handklæðum fyrir vit sér við slökkvistörfin i gær. Yfirvöld segjast ekki vilja gripa til venjulegra slökkvibila til þess að ögra ekki verkfallsmönn- um. Rammgerðar oryggisroð- stafanir ó flokksþingi þýskra Óttinn við ofbeldis- verk vinstri-öfgamanna lá eins og mara yfir árs- þingi vestur-þýskra sóisialdemókrata, sem hófst i morgun i Ham- borg. Lögreglan hefur gert viðamiklar ráðstafanir til varúðar og bar þing- haldið mikinn keim af þvi, en það mun standa næstu fimm daga. Auk þess sem Helmut Schmidt kanslari, ráðherrar hans og 400 þingfulltrúar aðrir þykja likleg skotmörk hryðjuverkamanna, er framtið sósialdemókrataflokks- ins talin hætta búin af atferli hryðjuverkaaflanna. krata Menn kviða þvi, að vestur-þýskir kjósendur snúist gegn samsteypustjórn sósial- demókrata og frjálslyndra til þess að kjósa heldur strangari vörslu laga og réttar, þar sem lýðræðið yrði að þoka fyrir ör- yggisráðstöfunum. Svo mjög sýður I mönnum heiftin vegna morða öfgamanna undanfarna niu mánuði á iðjuhöldum, banka- stjórum og háttsettum embættis- mönnum i dómsmálum. Áður en ár verður liðið, munu kosningar fara fram i fjdrum fylkjum. Sósialdemókratar óttast fylgistapa yfir til hægriflokka, og binda sitt traust helst við per- sónulegar vinsældið og fylgi Hel- muts Schmidts kanslara. Staða Schmidts innan sins flokks hefur mjög styrkst. Hann hefur notið þar mikillar virðing- ar, en ekki verið að sama skapi tiltakanlega ástsæll. En I augum flokksbræðra er hann nú sá maðurinn, sem gæti unnið kosn- ingarnar fyrir flokkinn. Af viðbrögðum almennings eftir það dirfskubragð að senda vikingasveit til þess að bjarga gíslunum á Mogadishuflugvelli i siðasta mánuði, fer ekkert á milli mála, að Schmidt er dýrkaður sem þjóðhetja. I hugum margra hefur honum verið skipað á stall með Bismarck og Rommel. Ef ekki stæði svona sérstaklega á, hefði Schmidt mátt vænta erfiðleika á flokksþinginu. Hann er sjálfur andmarxisti og fylgj- andi frjálsri verslun og efnahags- lifi. En vinstrivængur flokksins hefði hugsanlega getað þröngvað honum til frekari sósialiskra ráð- stafana til bóta á þvi, sem þeir vilja telja kreppu kapitalismans. Efnahagsmálin og atvinnuleysi verða einmitt helstu málin á dag- skrá flokksþingsins. En slikar ráðstafanir mundi margur kjósandinn álita undan- látssemi og uppgjöf fyrir hryðju- verkaöflunum, og þarf Schmidt vart að kviða þvi, að flokksbræð- ur hans knýi hann til þess að fara þvert gegn vilja almennings. var álit Allons, að yfirlýsing Sad- I Sadats „löðrungaði hugmyndir ats værigerðmeð vitund leiðtoga PLO, sem afneitar tilveru Isra- Saudi-Arabiu. elsrikis”. — Hann varaði við þvi, Annar fyrrverandi utanrikis- að Sadat mundi fyrst og fremst ráðherra, Abba Eban, sagði á vilja ræða bróttflutninga Israels- þingflokksfundinum, að tilboð I manna af hernumdu svæðunum. VEIÐA UNDIR HERSKIPAVERND VIÐ V-SAHARA Ráðist á togara frá Kanaríeyjum með sprengjuvörpum og vélbyssum Spánverjar hafa sent herskip áleiðis til mið- anna undan strönd Vestur-Sahara til verndar fiskiskipum sinum, eftir að ráðist var á einn togara þeirra með sprengju- vörpu og vélbyssu og þrir spænskir fiski- menn teknir gislar. Arásin var gerð um niu milum undan ströndinni i gær, 14. nóvember, sem Polisar- ió-skæruliðar kalla sérstakan ó- lánsdag. 14. nóvember 1975 var gert samkomulagið, þar sem Spánn seldi þessa fyrrverandi nýlendu sina I hendur Marokko og Mauritaniu þrem mánuðum siðar. Polisarió skæruliðahreyfing- in berst fyrir sjálfstæði V-Sahara og nýtur til þess stuðnings Alsir. Árási n I gær var gerð af þrem froskmönnum á hraðbáti sem ekki bar nein einkenni. Polisarió hefur ekki lýst þessu verki á hendur sér enn, og segist spænska stjórnin ekki vita með vissu, hver að þvi hefur staðið. Togarinn varð eins og gatasigti eftir árásina og komst við illan leik til hafnar. Sakaði engan um borð. Fiskimiðin undan V-Sahara hafa um árabil verið mjög sótt af fiskimönnum af Kanarieyj- um, sem töldu sig illa svikna þegar stjórnin i Madrid seldi umráð miðanna i hendur Mar- jokko og Mauritaniu. Madridstjórnin hefur ákveðið að veita fiskibátum frá Kanari- eyjum herskipavernd og hefur þegarsent eittskip til V-Sahara. óveðrið um helgina olli miklu tjóni, eins og i Bretlandi og Danmörku. Myndin hér var tekin á sunnudag i Vejle, og sést hvar þak sem fauk af húsi féll niður á bilastæði og skemmdi fimm bila. Auk ámóta foktjóns viða i Danmörku, teppti veðrið umferð á vegum, en skip urðu að leita vars.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.