Vísir - 15.11.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 15.11.1977, Blaðsíða 4
: Þriðjudagur 15. nóvember 1977 VISIR Thor Heyer- dahl heldur enn af stað í sefbóti Thor Heyerdahl er nú að leggja siðustuhönd á undirbún- ing ferðar sinnar út i óvissuna á báti, sem smiðaður er úr sef- stráum að fimm þúsund ára gamalli fyrirmynd. Þetta nýjasta uppátæki Kon-Tiki-leiðangursstjórans er til þess að varpa ljósi á, hversu langt og viða Súmerar fyrstu landnámsmenn i Irak (eftir þvi sem vitað er), hafa getað breitt út menningu sina með sigling- um sinum um Persaflóa og út úr honum. Thor Heyerdahl ætlar að leggja upp i leiðangurinn á sef- bátnum núna i þessari viku. Þetta átján metra langa fley á að bera nafnið, Tigris, og mun hefja ferðina frá Kurna i trak, en þar er báturinn smiðaður úr sefstráum, sem safnað var á Kurnasvæðinu.- Munnmælin herma, að garðurinn Eden hafi verið i Kurna. Rétt eins og i leiðangri Kon- tiki og Ra (papýrusbátnum) verður áhöfnin samansafn manna ólikra þjóðerna. Þeir verða að þessu sinni ellefu. Meðal annars frá Sovétrikjun- um, Bandarikjunum, Vestur- Þýskalandi og írak. Leiðin fyrirhugaða liggur út úr Persaflóa og út á Indlands- haf. Tigris er smiðaður þar sem mætast árnar Tigris og Euphates. Bátasmiðirnir voru fengnir úr fenjum íraks sem eru miklar óbyggðir sikja og sefa. Nutuþeiraðstoða fimm Bólivíu- manna frá Titicacavatni. „BátarSúmera voru gerðirúr sefi. Slikir bátar eru ekki lengur smiðaðir i Irak. Eini staðurinn, þar sem menn kunna til slikrar bátagerðar er i Bóliviu,” sagði Heyerdahl, prófessor við blaöa- menn. Tigris svipar i flestu til Ra I og Ra II, en á þeim fór Heyer- dahl yfir Atlantshafið frá Marokko fyrir nokkrum árum. I Ra-bátana varnotaður papýrus, sem er önnur gerð af sefstráum. Báturinn var sjósettur meö pompi og pragt á föstudaginn og ef eitthvað er að marka máltæk- ið „Fall er fararheill” ætti leið- angurinn að takast vel. Svo slysalega vildi til að við sjósetn inguna, að Tigris rakst á bryggjusporð og skemmdist. Helmingur bátsins sat fastur uppiá bryggju og helmingurinn á kafi i sjó. Tók það þrjár klukkustundir að losa bátinn af bryggjunni. Elstu skráðu heimildir greina frá Súmerum i Irak um 3.500 fyrirKrist. Heyerdahl prófessor álftur, að Súmerar hafi náð tök- um á siglingafræði, jafnvel á undan Egyptum. En hversu langt þeir hafa getað siglt fleyj- um sinum, veit auðvitan enginn. „Þetta er elsta bátategundin, sem maðurinn veit til”, - sagöi Heyerdahl til skýringar við fréttamenn og benti á Tigris. „Við munum fá úr þvi skorið, hversu lengi hann helst á floti, áður en sefstráin verða gegn- sósa af vatni. Það hefur aldrei verið reynt á siðari timum. — Ég hef ekki hugmynd um, hve lengi sjóferðin mun standa, eða hvert hún leiðir okkur”. Þaö hafði hann ekki heldur, þegar hann héltupp i leiðangur- inn á flekanum Kon-tiki, árið 1947, sem gerður var úr balsa- viðarbolum. Af þeirri siglingu varð Heyerdahl heimsfrægur. Kon-tiki-leiðangurinn stóð i 101 dag. Siglingaleiðin var frá Perú til Tuamotoeyja i Kyrrahafi. Meðal þess sem enn er ólokið, áöur en Tigrisleiðangurinn get- ur hafist, er að reisa mastur og yfirbyggingu á bátinn, ef skýlið, sem geyma skal mennina og þriggja mánaða vistir þeirra, stendur undir svo viöamiklu nafni. Ferðin gæti þó staðið lengur en þrjá mánuði, en frek- ari vistir verða bátsverjar þá að afla sér á leiðinni með viðkom- um i landi. Búnaöurinn verður ekki ná- kvæmlega alveg eins og hjá sæ- farendum á Persaflóa fyrir 5.000 árum. Þeir höfðu t.d. ekki Nú er frost á Fróni.. því er nauðsynlegt að huga að vetrarbúnaðinum. J V Rafmagns afturrúðuhitari auðveld ísetning, skarpara og skýrara útsýni Falleg og hlý sætaáklæði úr gerfi-loðskinni einlit og köflótt. Sveinn Egilsson hf. SKEIFUNNI 17 REYKJAVÍK SIMi 85100 Sefbáturinn á bakka árinnar Tigris, sem báturinn dregur nafn sitt af. niðursuðuvörur eða tvo gúm- báta eins og Heyerdahl. En aö öðru leyti i litlu frábrugðinn. 1 fyrstunni ætlaði Heyerdahl prófessor að hafa þrettán menn með séri för. En þrir Indverjar, miklir ræðarar, skiptu um skoð- un, þegar þeir sáu bátinn. — „Þeir virtu hann góða stund fyrir sér og spurðu svo, hvar vélarnar væru, en snéru siðan til Bombay. Það var vist ein- hver misskilningur um tilgang ferðarinnar”, sagði Heyerdahl. Það hefur ekki verið ákveöið, hvaða dag haldiö verður úr vör, en einhvern tima i þessari viku veröur heimadraganum hleypt. Fyrsti viðkomustaður verður i Bahrain Thor Heyerdahl ræðir við bátasmiðina um Tigris, sem sést i bakgrunninum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.