Vísir - 15.11.1977, Blaðsíða 2

Vísir - 15.11.1977, Blaðsíða 2
( í Reykjqvík ) ■ Ferðu oft i kirkju? B Dóróthea Valdimarsdóttir, hús- móðir: — Skammarlega sjaldan. Ég hef ekki fariö i kirkju síBan i apríl. R Anna Helgadóttir, húsmóBir: — Nei, alltof'sjaldan. Tvisvar á áril viB hátiBleg tækifæri. Þetta er eitthvert framtaksleysi. ■ Gunnar Bjarnason, leikmynda-B teiknari: — Nei, ekki ótilneyddur. Hef litinn áhuga á trúmálumB GuBsþjónustan er úrelt form sem nær ekki til nútimafólks. R Kristján Emil Þorkelsson, nemi: — Aldrei. Er ekki trúaBur. He% ekki fariB i kirkju i fjögur ár. Þriðjudagur 15. nóvember 1977 visir Þessir kátu krakkar komu á ritstjárn Visis um daginn me» 4.400 krónur sem þau höfftu safnaö meft þvi aft haida tombólu f Arbæjarhverfi þar sem þau eiga heima. Peningana notuftu þeir siftan til a» styrkja Hcyrnleysingjaskólann. . Krakkarnir lieita Guftmundur Þór Sigurftsson, Bergey Haf- þórsdóttir, Katrin Magnúsdóttir, Dóra Magnúsdóttir, Asláug Sif F.innbogadóttir og Guftný Þóra Pálsdóttir. _______ -u immi KRAKKARNIR SAFNA HUNDRUÐ- UM ÞÚSUNDA TIL LÍKNARMÁLA Það hefur varla farið fram hjá mörgum undanfarna mánuði að börn og unglingar — aðallega i Reykjavík og nágrenni — hafa verið mjög dugleg við að halda hlutaveltur og happadrætti til styrkt- ar hinum ýmsu liknarfélögum. Varla er nú opnað dagblað án þess aB ekki sé mynd af ein- hverjum litlum krökkum sem hafa komið meB misjafnlega stórar upphæBir á viðkomandi blað og beðiB um aB peningun- um yrði komið til liknarfélags, sem þau tilnefna. í flestum tilfellum fá þau mynd af sér i blaðiB, og þaB er það eina sem þau fá, fyrir utan ánægjuna að hafa staðiB i ströngu við að afla peninganna og vitneskjuna um að þau hafi meB þessu látið eitthvað gott af sér leiða. Á meðan á verkfalli opinberra starfsmanna stóð á dögunum og skólar voru ekki starfræktir gekk einskonar alda yfir. Börn- in höfðu þá litið fyri stafni og mörg þeirra notuðu þvi tæki- færið til að safna fé fyrir eitt- hvert liknarfélag. Farið var af stað með hluta veltu, happadrætti og jafnvel basar, og keppst við að safna sem mestu. A þennan hátt hefur safnast saman umtalsverð upp- hæð, og má sem dæmi benda á að það sem af er þessu ári hefur einu liknarfélagi i Reykjavik borist liðlega 400 þúsund krón- ur, sem börn hafa safnað á þennan hátt. Ef öll liknarfélögin eru tekin fyrir er ekki fjarri lagi að börnin hafi safnað hátt i tvær milljónir króna það sem af er þessu ári handa þeim. —klp— nræ SIGURBROS MYRKRAAFLANNA STIRÐNAR Ekki linnir stórtiðindum af prófkjörum og undirbúningi þeirra. Um helgina lauk próf- kjöri til Alþingiskosninga hjá Alþýðuflokknum og má segja að Eyjólfur hafi hresst nokkuð enda var þátttakan mikil og at- kvæði fleiri en flokkurinn fékk i siðustu þingkosningum. Tveir höfðu yfirburðarsigur i þessu prófkjöri, þeir Benedikt Grön- dal, formaður Alþýðuflokksins, og Vilmundur Gylfason, menntaskólakennari. Fyrir kosninguna var talinn nokkur vafi leika á þvi hvernig þessum tveimur mönnum farnaðist i prófkjörinu. Nú er komið á dag- inn að efinn var ekki á rökum reistur, og mun Alþýðuflokkur- inn í Reykjavík koma heilli út úr þessum átökum en nokkru sinni fyrr. Gamla liðið i Alþýðuflokknum i Reykjavfk mun vera rúmlega þúsund manns. Slik flokksvél hefur næsta litið að segja i kosningum þar sem rúmlega fimm þúsund manns greiðir at- kvæði. Gamli vörðurinn kom i ljós i prófkjöri til borgarstjórn- arkosninga, en þar fékk fuiltrúi hans, og áhugamanna úr öðrum flokkum um hagstæðar niöur- stöður um fjórtán hundruö at- kvæði. Af einhverjum misskiln- ingi taldi Eggert G. Þorsteins- son vænlegast að fylgja gömlu vörðunum að málum með þeim afleiðingum að hann fékk ámóta atkvæðafjöida og Björgvin Guð- mundsson i fyrsta sæti I próf- kjörinu um helgina. Burtséð frá mönnum sýnir þetta hinar æski- legustu breytingar I flokki, sem á engra annarra kosta völ en sækja fram með nýjum mönn- um eða deyja. Það sem olli þvi að Benedikt Gröndal var ekki taiinn sigur- strangiegur i prófkjöri i Reykjavik var sú staðreynd, að hann var kosinn formaður flokksins með atkvæðum fiokks- manna utan Reykjavikur. Gamli vörðurinn eða öllu heldur húseigaendafélag Alþýðu- flokksins i Reykjavik, hafði allt aðrar hugmyndir um formanns- efni, en hefur yfirleitt orðið að lúta i lægra haldi á flokksþing- um fyrir atk væðamagni f ulltrúa utan af landi. Þetta hefur skap- að tviskinnung i flokknum sem væntanlega hefur verið kveðinn niður með sigri Benedikts I prófkjörinu, þar sem almennir flokksmenn snerust gegn hús- eigendaféiaginu og veittu Bene- dikt stuðning sinn. Ekki er enn komin nein sérstök reynsla á formannshæfiieika Benedikts. Hann hefur verið geymdur eins og lax I frystikistu, og sé iiking- unni haldið áfram þá tekur allt- af dálitinn tima fýrir slikt geymslufó að þiðna. Hitt er auð- séð að Benedikt hefur þegar tengt sig við lifsvonir flokksins. Um Viimund Gyifason gegnir öðru máli. Hann hefur aldrei i frystikistur flokksins komið. Sem ungur menntaskólakennari og greinahöfundur hefur hann tekið sig til og sagt spillingunni strið á hendur. Vel má vera að i þeim slag hafi ekki ailt verið eins yfirvegað og skyldi, en ai- menningur hefur kunuað að meta heiöarleika hans og vilja til að opna umræður um leyndarmálin i þjoðfélaginu. Þótt Vilmundur hafi með þessu tekið nokkra áhættu, hefur al- menningur sýnthonum, með þvi að veita honuin yfirburðasigur i prófkjörinu, að hann er honum þakklátur fyrir baráttuna. Og þegar Vilmundur nú tekur ann- að sætið á lista flokksins hefur fólki heppnast að fá i framboð mann, sem það setur traust sitt á. tJrslitin i prófkjöri Alþýðu- flokksins eru engrn fagnaðartið- indi fyrir myrkraöflin i þjóðfé- laginu, sem á undanförnum ár- um hafa gengið um með sigur- bros á vör. Einkum koma þessi úrslit illa við Framsóknarflokk- inn, enda hefur hann ekki nema steindauö framboð upp á að bjóða til andsvara. Aðrir flokk- ar eiga þó enn möguleika á að breyta til. Og vist er um það, að úrslitin hjá Alþýðuflokknum eiga eftir að móta niðurstöður i prófkjörum Sjálfstæöisflokks- ins, sem nú mun sjá að tlmar unga fólksins eru runnir upp. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.