Vísir - 15.11.1977, Blaðsíða 24

Vísir - 15.11.1977, Blaðsíða 24
4 VISIR gftnftgfflfll FJORIR SKJÁLFTAR NYRÐRA Mjög litil skjálftavirkni hefur verið i Mývatnssveit siðan i gær- kvöldi. t nótt urðu þar aðeins fjór- ir jarðskjálftar og náði aðeins einn þeirra tveim stigum á Richt- erkvarða. Stærsti skjálfti sem komið hef- ur fram á mælunum um margra mánaða skeið varð á sunnudags- morgun og mældist hann 3,2 stig. Þann dag urðu fleiri stórir skjálftar, en siðan hefur aftur dregið úr styrkleika þeirra. Landris heldur áfram með jöfn- um hraða og að sögn Axels Björnssonar jarðeðlisfræðings er landhæðin nú að komast i fyrsta sinn i þá hæð sem var fyrir gosið i desember 1975. — SJ áSK SAIMYO 20" litsjónvarpsfœki frá Sími 86611 ^ ™ ■ ■ Opiö virka daga til kl. 22 (1 GUNNARI ASGEIRSSYNI er vinningurinn I Sunnudaga kl. 18-22 smáauglýsingahappdrœtti Visis. DREGIÐ 21 NÓV. Togari Skagstrendinga stór- skemmdist af eldi í morgun Útlit fyrir margra vikna atvinnuleysi á Skagaströnd vegna brunans //Þetta er verulegt tjón mælt í peningum og tíma", sagði Sveinn Ingólfsson framkvæmda- stjóri Skagstrendings hf á Skagaströnd í samtali við Visi i morgun. Eldurkom upp i skuttogara út- gerðarfélagsins, Arnari HU 1 um klukkan fimm í morgun, en togarinn hafði verið i þriggja vikna viðgerð á Akureyri. Var áætlað að halda heim á fimmtudag. ,,Um 40 manns i frystihúsinu hafa verið atvinnulausir i þrjár vikur á meðan skipið var i slipp,’, sagði Sveinn. Nú er horft fram á áframhaldandi at- vinnuleysi vegna brunans i þrjár, sex eða jafnvel niu vikur i viðbót. En við erum bjartsýn- ir, og ætlum að reyna að koma skipinu af stað sem fyrst”, bætti Sveinn við. í Arnari, sem er nánast eina hráefnisöflunartækið fyrir frystihúsið, varð mikið tjón vegna eldsins. Skemmdir urðu aðallega i borðsal og eldhúsi, þar sem allt er ónýtt og hnifa- pör ekki einu sinni heil eftir. Skemmdir urðu einnig miklar i nærliggjandi klefum og miklar skemmdir urðu af reyk. Ekkert var vitað um eldsupptök i morg- un, en skipið var mannlaust þegar eldurinn kom upp. Astandið á Skagaströnd er þvi mjög slæmt. Þess má þó geta aö á Skagaströnd er rækjuútgerð, sem er i öðru húsi. —EA Vilja segja upp! Alþýðusamband Vest- fjarða skoraði um helgina á verkalýðsfélög innan sinna vébanda að segja upp kjarasamningi þeim sem undirritaðir voru í júni s.l. Tillaga þar að lútandi var borin upp og samþykkt á 23. þingi ASV, sem haldið var á Isafirði um helg- ina, en þingið sátu 35 fulltrúar frá hinum ýmsu verkalýðsfélögum á Vestfjörðum. 1 samningnum sem ASV gerði á sinum tima var ákvæði þess efnis að verði aðrir launþegahópar til þess að semja um hærri launa- bætur en samningarnir kveða á um séu þeir uppsegjanlegir. Kom fram á þinginu að aðrir launþegahópar hafi nú þegar fengið sem svari niu prósentum meiri launahækkanir en verka- lýðsfélögin á Vestfjörðum fengu, er klufu sig úr heildarsamningum ASl i siðustu kjarasamningum og sömdu sér. -klp- Unnið að uppfyllingu á athafnasvæði Sambands islenskra samvinnufélaga i Sundahöfn. Vfsismynd: JA. SUNDAHÖFN STÆKKAR — hafnarbakkar lengdir um 50 metra Miklar framkvæmdir standa nú yfir hjá Reykjavíkurhöf n. Upp- fyllingu fyrir vöru- skemmu Skipaútgerðar ríkisins við Gróf ina er um það bil lokið, og í Sunda- höfn eru hafnar fram- kvæmdir við lengingu hafnarbakka og uppfyll- ingar. Að, sögn Gunnars B. Guðmundssonar hafnarstjóra á að lengja korngarðinn og Sundabakkann um 50 metra hvorn. Við korngarðinn verða þá viðlegur fyrir tvö skip og við Sundabakkann verða þrjár við- legur. Þá hefur verið hafist handa við uppfyllingu á athafnasvæði Sambandsins i Sundahöfn. Gunnar sagði að þessar framkvæmdir myndu standa eitthvað fram yfir áramótin og myndi lenging hafnarbakkanna bæta mjög úr brýnni þörf. Sagði hann að bæði við korngarðinn og Sundabakkinn þyrfti að sæta færis með að afferma skip, ef fleiri en eitt skip kæmi að i einu. Hefði ekki verið hægt að koma þarna að öllum þeim skipum sem vildu fá afgreiðslu. —SJ NAGLADEKKJUNUM FÆKKAR ÖRT! „Ég held að tilmælum okkar til ökumanna um að aka ekki á negldum hjólbörðum hafi verið vel tekið”, sagði Ingi O. Magnússon, gatnamálastjóri Reykjavíkurborgar er Visir hafði samband við hann i morgun. „Við höfum látið fara fram könnun af og til að undanförnu, og samkvæmt siðustu talningu, sem gerð var s.l. föstudag voru þrjátiu og tvö prósent af þeim bilum sem skoðaðir voru á nagladekkjum”. Það eru stöðumælaverðir sem gera þessa könnun fyrir gatna- máladeildina. Skoða þeir hjól- barðana á bilum, sem eru við stöðumæla og á bilastæðum i borginni, og merkja við hvernig þeir eru. Viðkomandi bill er ekki skrif- aður upp, svo að þeir sem enn aka um á sumardekkjunum þurfa ekki að óttast að vera kærðir af stöðumælavörðunum fyrir það. Samkvæmt upplýsingum sem Visir aflaði sér hjá nokkrum hjólbarðaverkstæðum i morg- un, er ekki mikið um að menn biðji um að naglar séu teknir úr notuðum hjólbörðum þegar komið er með þá á verkstæðin þessa dagana — en þó komi það fyrir. Það er aftur á mótí algengt, að menn, sem kaupa sér nýja eða sólaða hjólbarða um þessar mundir óski eftir þvi að þeir séu ónegldir. Sé sýnilegt að margir vilji fara eftir tilmælum yfir- valda um notkun snjóhjólbarða án nagla. —klp

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.