Alþýðublaðið - 29.10.1969, Page 20
52 — Alþýðublaðið 50 ára
Framh. af bls. 50
og tækju sem minnst mark á
þeim óbundnu, sem þeir litu
á sem hálfgerð aðskotadýr inn
í hreppsnefndina. En þegar til
átti að taka, reyndust þeir dá-
lítið ragir við að gera það af
ótta við, að þá mögnuðust þeir
I óbundnu um allan helming í
j næstu hreppsnefndarkosning-
: um. Á hinn bóginn vildu þeir
j óbundnu ekkert við þá tala
j og sögðu, að nú væru komnir
; til sögunnar nýir vendir, og
;
f
þeir þyrftu ekki neitt að vera
komnir upp á gamla og af sér
gengna kústa. Það þyrfti ekki
að gera neina baksamninga,
heldur skyldi oddvitinn kalla
hreppsnefndina á fund, og síð-
an gæti allt gengið sinn gang.
Oddvitinn var fyrst tregur
til að efna til fundar, meðan
ekkert væri vitað um meiri-
hlutamyndun í hreppsnefnd-
inni, en þegar allar samninga-
umleitanir voru komnar í hnút,
lét hann þó undan og fundur-
inn var haldinn. Oddvitinn
setti fundinn og lýsti kjöri
hreppsnefndar, og síðan fól
hann aldursforseta hrepps-
nefndar, sem var hann sjálfur,
að stjórna fundi, þar til nýr
oddviti hefði verið kjörinn.
Síðan var gengið til kosninga
um oddvita og auðvitað féllu
atkvæði þannig að gamli odd-
vitinn hlaut tvö atkvæði, skó-
arinn, sem var helzti leiðtogi
þeirra óbundnu, hlaut líka tvö
atkvæði, og hreppstjórinn, sem
nú reri einn á báti framfara-
sinnaðra hlaut eitt atkvæði.
Þá var ekki um annað að gera
en kasta upp um það hvor
þeirra oddvitans eða skóarans
ætti að verða oddviti. En er
hlutkestið skyldi fara fram,
kom nýtt babb í bátinn, því
að þá vildu báðir aðilar hafa
skjaldarmerkið á túkallinum,
sem átti að nota. Eftir nokkr-
ar umræður tók oddvitinn þó
af skarið og kvaðst sem fund-
arstjóri hafa vald til að úr-
skurða um málið, og hann úr-
skurðaði, að hann skyldi hafa
skjaldarmerkið, en skóarinn
kvaðst . véfengja lögmæti þess
úrskurðar og áskildi sér rétt til
að kæra kosninguna til félags-
málaráðuneytisins. Þá kom nú
dálítill svipur á oddvitann, en
organistinn stóð þá upp og
gekk til hans og hvislaði ein-
hverju í eyra honum, sem hin-
ir heyrðu ekki. Oddvitinn kink
aði kolli og síðan setti hann.
upp fundarstjóraandlitið á ný
og sagði, að þar sem fyrirhug-
aður hlutkestismáti hefði ver-
ið véfengdur, leyfði hann sér
að leggja til, að hlutkestið yrði
látið fara fram með öðrum
hætti. Skrifa skyldi nöfn
beggja á miða, og síðan yrði
fenginn óvilhallur maður til að
draga. Skóarinn féllst á þetta
— og síðan kom þeim saman
um, að bezt væri að láta hrepp-
stjórann draga, því að hann
var úr spilinu hvort eð var.
Miðarnir voru brotnir sam-
an í hatt læknisins, sem var
meðal áheyrenda á fundinum
og síðan kallaði oddvitinn á
hreppstjórann. Hreppi hugsaði
sig vel um og tók síðan upp
annan miðann og rétti hann
oddvitanum. — Oddvitinn
braut sundur miðann og föln-
aði við. Á miðanum stóð nafn
skóarans. En svo birti allt i
einu yfir oddvitanum, og þegar
hann var búinn að lesa upp
nafnið, bætti hann við: „Þetta
er nafn þess, sem náði ekki
kosningu. Samkvæmt þessu
er ég réttkjörinn oddviti.“
Við þetta varð skóarinn al-
veg æfur, og heimtaði að hlut-
kestið yrði endurtekið, því að
ekkert hefði verið sagt um það
fyrirfram hvort hreppstjórinn
ætti að draga nafn þess, sem
kæmist að, eða hins sem félli.
En oddvitinn kvað það ekki
koma til mála að breyta fyrri
úrskurði, og þegar skóarinn bar
fram formlega tillögu um, að
hreppsnefndin lýsti kosninguna
ógilda og hún yrði endurtekin,
var sú tillaga felld með jöfn-
um atkvæðum. Hreppstjórinn
sat auðvitað hjá. i
Þegar þarna var komið sögú,
bað skóarinn, sem var orðinn
eldrauður í framan, um fund-
arhlé, og oddvitinn taldi sjálf-
sagt að verða við þeim tilmæl-
um og ákvað, að fundi skyldi
frestað í viku. Ef að ekkert
gengur í samningamakkinu
fyrir þann fund, hefur hann
öll skilyrði til að verða
skemmtilegur. Þá á nefnilega
að kjósa í einar 10 nefndir, og
ef að líkum lætur, verður hlut-
kesti í þeim öllum.
iYTT FRA RAFHA
BORBHELLA IVIEÐ 4 HELLUM, þar af 1 meS stiglausri stillingu
56 LÍTRA OFN
MEÐ UÓSI,
yfir- og undirhita
stýrt með hita-
stilli. Sérstakt
glóðarsteikar-
element (grill).
Klukka með
Timer.
iERCOBELTI og
BELTAHLUTIR á allar BELTAVÉLAR
Höfum fyrirliggjandi á lager hér í Reykjavík og/eða á leiðinni með næsta skipi BERCO belti og beltahluti,
svo sem keðjur, spyrnur, spyrnubolta, rúllur, framhjól og drifhjól fyrir beltavélar; og getum við ávallt af-
greitt BERCO beltahluti strax eða mjög fljótt. Allar BERCO beltakeðjur eru framleiddar úr sérstöku K-stáli
og er því bæði vörumerkið „BERCO" og stálmeikið „K‘“ steypt í hvern einasta BERCO keðjuhlekk og vöru.
merkið BERCO jafnframt steypt í endann á hverri eistakri BERCO fóðringu og hverjum einstökum BERCO
pinna; auk þess eru allir BERCO beltahlutir með innsteyptu vörumerki BERCO.
■ BERCO umboðið
BERCO hefur sannað
ógæti sitt við íslenzkar
aðstæður undanfarin ór
Allar BERCO Beltakeðjur
cru úr speciulstáli K
r.'-y : :u;rj.tíægtj c Ró'encit: acill.iirfr ■'ijouui go vyy.