Vísir - 22.11.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 22.11.1977, Blaðsíða 3
Þriöiudaeur 22. nóvemhpr 1Q77 3 Miðstjórnarkosning ó landsfundi Alþýðubandalagsins: 14 menn á lista kjðr- nefndar náðu ekki kjðri Verulegar breytingar uröu i miöstjórnarkjörinu á landsfundi Alþýöubandalagsins frá þvi, sem lagt var til i upphaflegri til- lögu kjörnefndar. Meöal þeirra, sem kjörnefnd geröi tillögu um en ekki hlutu kosningu sem aöalmenn í miöstjórn voru verkalýösleiötogarnir Snorri Jónsson, varaforseti ASt, Jón Snorri Þorleifsson, formaöur Trésmiöafélags Reykjavlkur, og Ingólfur Ingólfsson hjá Vél- stjórafélaginu. Það voru samtals 14 af þeim 41 manni, sem kjörnefnd geröi tillögu um aö yrðu aöalmenn I miðstjórn, sem féllu, og komu nýir menn i staðinn. Sumir voru á tillögu kjörnefndar um vara- menn, svo sem Ásmundur As- mundsson, formaður Samtaka herstöðvaandstæðinga, Sigurö- ur Blöndal, Svavar Gestsson, Arthur Monthens, formaður Æskulýðsnefndarinnar, Ólafur R. Einarsson, Ingi R. Helgason, Snorri Sigfinnsson og Þór Vig- fússon. Aðrir voru ekki á lista kjörnefndarinnar yfir höfuð, svo sem Arni Bergmann, Arnmund- ur Backmann, Grétar Þor- steinsson, Páll Bergþórsson, Guðrún Sverrisdóttir og Snær Karlsson. Auk þeirra, sem hér hafa ver- ið nefndir, náðu kjöri i miö- stjórn: Asmundur Stefánsson, Baldur Óskarsson, Eðvarð Sigurðsson, Geir Gunnarsson, Gils Guðmundsson, Guðjón Jónsson, Guðmundur J. Guð- mundsson, Haraldur Steinþórs- son, Magnús Kjartansson, Margrét Guönadóttir, Sigurður Magnússon, Svava Jakobsdótt- ir, Benedikt Daviðsson, Helga Sigurjónsdóttir, Jóhanna Geir- dal, ólafur R. Grimsson, Svan- dis Skúladóttir, Bjarnfriður Leósdóttir, Rfkharð Brynjúlfs- son, Aage Steinsson, Guömund- ur F. Magnússon, Hjörleifur Guttormsson, Bergþór Finn- bogason, Guðriður Helgadóttir, Siguröur Hlöðversson, Erlingur Sigurðsson og Kristin ólafsdótt- ir. Formaður, varaformaöur, ritari og gjaldkeri eru sjálf- kjörnir i miðstjórn. —ESJ Dönsuðu við kertaljós í Sjallanum — þar til yfirvaldið mœtti og lét loka Gestir á hinum vinsæia skemmtistaö Akureyringa, Sjálf- stæöishúsinu, sem almennt geng- ur undir nafninu „Sjailinn”, voru beönir aö yfirgefa staöinn — allir sem einn — þegar rafmagniö fór af bænum á iaugardagskvöldiö. Eldvarnareftirlitinu leist ekki sérlega vel á að láta góðglaða gestina dansa og dufla þar I held- ur lélegri birtu frá varastöð og kertaljósum og bað þvi um að húsinu yröi lokað. Heldur tóku nú gestir misjafn- lega I það enda fór vel um suma þarna i daufu ljósinu, og úti var litið að hafa annað en kaldan snjó!. Gestum var boðið að koma dag- inn eftir og fá endurgreiddan að- gangseyrinn en mæting var þá heldur slök, enda varla orðið þess virði að vaða snjó i klof til að ná I einn þúsundkall... —klp Nýtt smáauglýsingahappdrœtti Vísis: Þorvaldur Sigurösson viö hiö glæsilega LUXOR litsjónvarpstæki frá Karnabæ (Vfsism. JEG) Vinningur er LUXOR litsjónvarpstœki að verðmœti um 380.000 krónur! Nýtt smáaugiýsingahapp- drætti Vfsis hófst i morgun og vinningur er glæsilegri en nokkru sinni fyrr, LUXOR lit- sjónvarpstæki frá Karnabæ aö verömæti um 380.000 krónur. Eins og áður verða allir þátt- takendur i þessu happdrætti sem auglýsa smáauglýsingu I VIsi og verður dregið um LUXOR litsjónvarpstækið 20. desember. Það er þvi engin smáræöis jólagjöf sem Visir býður upp á. Þátttaka I happ- drættinu er ókeypis en aöeins er dregið úr númerum greiddra reikninga. Hjá Þorvaldi Sigurðssyni út- varpsvirkja I Karnabæ fengum við upplýsingar um LUXOR lit- sjónvarpstækið. „Þetta tæki er af fullkomnustu gerð meö in-line kerfi. Á tækinu er takki sem heitir „programmeruð” mynd. Ef þú átt i vandræðum með að stilla myndina inn á lit- ina ýtir þú bara á takkann og þá stillir sjónvarpstækiö sjálft inn á rétta litinn”, sagði Þorvaldur. Litsjónvarpstækiö er með tveimur tónstillum, bæði descant og bassa með sérstök- um lokuðum hátalarakassa inni i tækinu til aö ná sem bestum hljómi. LUXOR sjónvarpstækiö stendur á sérstökum fæti og þvi hægur vandi að koma þvi fyrir. „Verksmiðjurnar gæta þess að öll tæki sem fara frá þeim séu rétt stillt. Það er fariö yfir hvert einasta tæki og myndgæð- in þannig tryggð”, sagði Þor- valdur Sigurðsson. —SG Strandar skreiðar- salan á mútum? Skreiöarframleiöendur hafa átt f miklum crfiöleikum meö aö fá Nigeriumenn til aö standa viö geröa samninga um kaup á skreiö. Fulltrúar seljenda hafa aö undanförnu veriö I Nígeriu ásamt sendiherra fslands þar, Siguröi Bjarnasyni. Sú ferö hef- ur ekki boriö árangur. Menn hafa velt þvi fyrir sér hvernig standi á þessum ein- kennilegu viðskiptaháttum og telja ýmsir að veriö geti að ástæöan sé að einhverju leyti sú, að Islendingar hafi ekki greitt áhrifamönnum mútur til að greiða fyrir málunum. En það er alkunna að i þessum heims- hluta eru mútur viðurkenndar sem hluti launa manna, þótt ekki sé það gert opinberlega. Mótmæla þvi ekki Visir bar þessa hlið málsins undir nokkra aðila, sem að skreiðarsölunni hafa staðið. Voru menn yfirleitt á einu máli um að mútur, eða öllu heldur skortur á mútum, gætu veriö aö hluta til orsök þessara erfið- leika i skreiðarsölunni. Einn þeirra, Gisli Konráðsson fram- kvæmdastjóri tJtgerða. 'élags Akureyringa, sagðist ekki vera þaö kunnugur þessum málum, að hann gæti fullyrt neitt þar um, en kvaðst þó ekki ætla að mótmæla þvi að múturnar gætu verið hluti skýringarinnar. „Við höfum ekki ætlaö að hafa þennan háttinn á”, sagði hann. „Ég tel líklegt að veröi ekki hægt að fá Nigeriumenn til að standa við geröa samninga, verði athugað hvort hafin verði málssókn á hendur þeim”. Hverjum ætti að borga? Samkvæmt þeim upplýsing- um sem Visir hefur aflað sér, er ekki vitað hér hvort fyrrverandi umboðsmenn skreiðarseljanda, sem allir voru erlendir, hafi greitt mútur til að auðvelda sölu skreiöarinnar. Hins vegar kæmi það okkur að engu gagni þótt við vissum hverjum þeir hefðu greitt hvað, þvi aö viðskiptaað- ilar okkar eru nú aörir en var meðan umboðsmennirnir önn- uöust samninga. I júli 1976 var frjáls innflutn- ingur skreiðar afnuminn I Nigeriu og sérstök rikisstofnun tók við sámningum um skreið. Erlendu umboðsmennirnir gátu ekki, þrátt fyrir miklar tilraun- ir.aflaðsér tilskilinna leyfa inn- flutningsstofnunarinnar. „Ég tel að ástæöa þessara erfiðleika sé sú, að þeir menn sem nú ráöa þarna rikjum, hafi ekki skilning á þvi aö skreiöin sé nauðsynlegur varningur”, sagði Stefán Gunnlaugsson deildar- stjóri ,i viðskiptaráðuneytinu. „Þeir eru frá héruöum, þar sem skreið er ekki þekkt. Hins vegar er eftirspurn gifurleg meðal þeirra sem hafa vanist þvi að borða skreið”. Verðmætið um 6,4 milljarðar En hver sem ástæðan er, er ljóst aö rikisstjórn Nigeriu telur sér ekki fært að taka þessi kaup inn á fjárhagáætlun þessa árs og sitja þvi islenskir skreiðar- framleiðendur enn um sinn uppi með framleiðslu sina. Þetta er mikið magn, þvi samningurinn hljóöaði upp á 1.700 tonn af framleiðslu siðasta árs og 5.175 tonn af framleiðslu þessa árs, eða samtals 6.875 tonn. Verö- mæti þessa magns er að sögn Magnúsar Friðgeirssonar hjá sjávarafurðadeild Sambandsins um 6,4 milljarðar króna. —SJ 1 KÍMMAM J LAUOAVCOUn / H kÐUC HÉR HOFUM FLUTT UM SET (40 metra) BJÓÐUM NÚ SEM FYRR fyrir dömur og herra: Mini Vogue hárlyftingu Klippingu Hárblástur Höfuðböð nnenRnsTsiLnn CLRPPARSTISS9 simi 19799

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.