Vísir - 22.11.1977, Blaðsíða 5
ísraelsferð Sadats hefur vakið gremju i
sumum Arabarikjunum, og var þessi mynd
tekin af mótmælagöngu i Beirút.
ÞRIR FELLI-
BYLJIR
Á TÍU
DÖGUM
— þúsundir hafa farist í óveðrum
ó Indlandi þessa vikuna
Þriðji fellibylurinn á
aðeins tiu dögum geisaði
yfir suðurhluta Indlands
i morgun, meðan stjórn-
völd kappkostuðu að efla
hjálparstarf i Andhra
Pradesh, þar sem fyrri
Hallar
ó
Spassky
Stórmeistararnir, Kortsnoj
og Spassky, tefldu f gær fyrstu
skákina i einviginu um réttinn
til aö skora á heimsmeistar-
ann Karpov.
Kortsnoj með hvítu mennina
þótti hafa sigurstranglega
stöðu, þegar skákin fór i bið,
og var af flestum spáð sigri i
henni. Framhaldið veröur
teflt i dag.
fellibylir hafa valdið
gifurlegum usla og ótt-
ast er um lif 6.000
manna.
Flogið var með matarböggla
sem varpað var úr flugvélum i
þorpsrústirnar en læknar og
björgunarsveitir reyna að brjót-
ast landveginn til svæða sem
harðast urðu úti i fellibylnum um
helgina.
Þetta þykja verstu veðurham-
farir á Indlandi frá því að fellibyl-
ur æddi yfir Orissa i nóvember
1971 og olli dauða tfu þúsund
manns.
Fellibylnum i gær fylgdu
miklar flóðöldur sem skoluðu
burtu heilu þorpunum. Hvass-
virði og stórsjór olli enn tjóni i
morgun á vesturströnd Indlands
en enn einn fellibylurinn steöjaði
þá að frá arabiska hafinu.
400 manns voru talin af eftir
veður sem gekk fyrir viku yfir.
Tamil Nadu.
Tjón á uppskeru, húsum og
öðrum verðmætum I þessum felli-
byljum hleypur á billjónum
króna. 1 veðrinuhefur einnig far-
ist f jöldi báta og skipa á þessum
slóöum.
Anwar Sadat, Egyptalandsforsetiog Menachem Begin, forsætisráðherra, umkringdir fylgdarmönnum I
heimsókn Sadats í Yad Vashem-safnið, sem sett var á laggirnar til minningar um 6 milljónir gyðinga
sem létu llfiö i sfðari heimstyrjöldinni.
SADAT LAUK
ÆTLUNARVERKI
SÍNU í ÍSRAEL
segir Egyptalandsstjórn og telur undirbúningi Genfarráðstefnunnar nú lokið
„Egyptaland og ísrael
mega aldrei heyja strið
innbyrðis aftur”, sagði
Anwar Sadat forseti,
þegar hann kom til
Kairó i gær, þar sem
honum var fagnað sem
þjóðhetju að lokinni
skyndiheimsókn hans til
ísraels.
Talsmenn egypsku stjórnar-
innar lýstu þvi fyrir I gær', að
Sadat forseta hefði tekist ætl-
unarverk sitt I Israel, sem hefði
veriðað undirbúa áframhald frið-
arviðræðna í Genf.
Sagt var, að undirbúningi Gen-
farráðstefnunnar væri nú lokið,
en ósagt látið hvenær ráðstefnan
hæfist að nýju. — Eins og menn
muna kom ráðstefnan stuttlega
saman I desember 1973 (tveim
mánuðum eftir Yom Kippur-
strlðið) og siðan ekki söguna
meir.
Hvorki tsraelsst jórn né
Egyptalandsstjórn hafa látið
neitt uppi efnislega um einkavið-
ræður Sadats við Israelska ráða-
menn. Báðir hafa lýst sig
„ánægða með árangurinn”, en
hafa ekkert lýst þeim „árangri”
nánar I einstökum atriðum.
Framhald Genfarráðstefn-
unnar, sem sagt er að Sadat hafi
nú tryggt með heimsókn sinni til
Israels, hefur til þessa strandað á
þvi, að lsrael hefur þvertekið
fyrir, að þjóðfrelsishreyfing
Palestinuaraba (PLO) ætti full-
trúa á ráðstefnunni. tsraelsmenn
hafa ávallt neitað að setjast aö
samningaborði með fulltrúum
PLO, sem þeir kalla skæruliða-
samtök. — PLO viðurkennir
raunar heldur ekki tilveru
Israelsríkis.
Egyptalandsstjórn hefur æ ofan
I æ lýst þvi yfir, að það gæti ekki
orðið nein Genfarráðstefna án
fulltrúa Palestinuaraba.
1 ræðu sinni I þinglnu I Jerúsal-
eifl vék Sadat forseti að vlsu
aldrei einu orði að PLO, en ítrek-
aði, að friður væri óhugsanlegur
án lausnar á Palestínuvandamál-
inu. Á fundi með blaðamönnum
skömmu fyrir brottförina frá
tsrael sagði Sadat:
„Ég trúi þvl, að leysa megi i
Genf Palestinuvandamálið, þrátt
fyrir alla þessa erfiðleika”.
SJORAN I DONSKU
SKIPI VIÐ LAGOS
Flokkur blökku-
manna réðst i gær um
borð i danskt skip, sem
lá undan Lagos i
Nigeríu. Skutu þeir
skipstjórann og fleygðu
honum fyrir borð, að
sögn útgerðarinnar i
Kaupmannahöfn.
Margir af fjórtán manna
áhöfn skipsins særðust I árás-
inni. Þar á meðal Indónesíu-
maður, sem missti bæði augun.
Skemmdir voru unnar á tækja-
búnaði skipsins, eins og t.d. loft-
skeytastöðinni.
Asger Lindinger, eigandi út-
gerðarinnar, segist hafa fengið
fréttir af árásinni á Lindinger
Ivory (1600 smálestir) hjá öðru
dönsku skipi, Atrevida, sem lá
við festar skammt frá.
Bæði skipin komu til Lagos
fyrr I þessum mánuði og biðu
eftir bryggjuplássi i Lagos-höfn.
Fréttir frá Lagos fyrr á þessu
ári greindu frá þvi, að flotinn
héldi uppi varögæslu á skipa-
læginu að næturlagi til þess að
hafa hemil á ræningjum, sem
oft höfðu látið greipar sópa um
borð í hinum biðandi skipum.
Höföu þeir oft haft á brott meö
sér verðmætan varning og pen-
inga.
Danska utanríkisráðuneytið
hefur nokkrum sinnum Itrekað
viö Nígeriustjórn andmæli
danskra skipaútgerða vegna
skorts á öryggi þeirra skipa,
sem biöa á læginu fyrir utan
Lagos.
Talsmenn samtaka útgerðar-
félaga, sjómannasamtakanna
og annarra félaga, sem taka til
verslunarsiglinga, segjast ætla
að beita sér fyrir þvi, aö alþjóða
samtök flutninga látisniðganga
La gos.
Lindinger útgerðarmaður
hefur þaö frá Atrevida, að um 20
blökkumenn hafiráðistum borð
I Lindinger Ivory snemma I
gærmorgun. Eftir að hafa skotiö
Sonnich Kromann Frederiksen,
skipstjóra, fleygöu blökku-
mennimir honum fyrir borö.
Lindinger Ivory kom til Lagos
frá Hull I Engl’andi. Ekki er vit-
að, hvaða varningur var um
borð eða hvort ræningjarnir
höfðu eitthvað af verðmætum á
brott með sér.
„Þetta er rétt og slétt sjórán
og við erum að hugsa um að
hætta allri þjónustu við
Nígerlu,” sagöi Lindinger við
fréttamann Reuters. — Vara-
áhöfn var send með flugvél frá
Kaupmannahöfn til Lagos í dag.