Vísir - 22.11.1977, Blaðsíða 7

Vísir - 22.11.1977, Blaðsíða 7
VISXR Þriðjudagur 22. nóvember 1977 7 „MÁNABÖRNIN ERU DÁLEIDD" Sameiningarkirkja Kóreu- mannsins Moon, er illa séð viða um heim. Moon kom fram á sjónarsviðið fyrir nokkrum ár- um og lýsti þvi yfir að Guð hefði sérstaklega valið sig til að stofna kirkju og bjarga heimin- um. Hann hefur siðan safnað um sig töluverðum flokki fylgis- manna, ekki sist i Bandarikjun- um. Söfnuður hans þar er slikur að foreldrar unglinga sem flykktust til hans, stofnuðu með sér eigin samtök til aö berjast gegn honum. Foreldrarnir segja að hann hafi ákaflega óheilbrigð áhrif á börnin og hann sliti þau frá heimilum sinum og ástvinum. Þeir hafa lika sakað hann um að beita til þess miður guðdómleg- um aðferðum, svosem heila- þvotti. Nokjtrir bandariskir sálfræð- ingar hafa nú lýst þeirri skoðun sinni að Moon og aðstoðarmenn hans noti i rauninni heilaþvott til að ná fólki til fylgis við sig. Þeirsegja að „einkennin” séu þau sömu og hjá bandariskum striðsföngum sem Norður-Kór- eumenn heilaþvoðu. Getur fengið lækningu Dr. Margaret Singer, sem kennir sálfræöi við Háskólann i Kaliforniu segir: „Ég hef tekið eftir þvi að „kennsluaöferðir” Norður-Kóreumanna og Moon- manna hafa sömu áhrif. Tómleg frosin bros, niðurbæld reiði, minnismissir og fleira. Þetta fólk er ófært um að mæta vandamálum lifsins”. Dr. David Schwartz, sálfræð- ingur og réttarlæknir i San Mat- eo I Kaliforniu, er á sama máli: „Sjúkdómseinkenni þessara tveggja hópa eru nákvæmlega hin sömu. Þessi Mánabörn eru alveg eins og hermennimir okk- ar sem voru heilaþvegnir i Norður-Kóreu”. „Þetta ergertmeðþviað gefa fólki næringarlitla fæöu og ræna það svefni. Það verður aö sitja — segja bandarískir sólfrœðingar oghlustaá langa, leiðinlega fyr- irlestra, dáleiðandi fyrirlestra. Fólk er látiö finna til sektar- kenndar fyrir fornar syndir og andúðar á foreldrum sinum. Söfnuðurinn verður hin nýja fjölskylda þess. Jafnvel þegar Mánabörnin yfirgefa söfnuðinn eiga þau erfitt með að átta sig á einföldustu vandamálum fyrst i staö.” „En eins og hermennirnir sem komu frá Kóreu, geta þess- ir krakkar fengið lækningu. Svo til hver einasti hermaður náði sér aftur þegar hann var kominn til ástvina sinna og naut umönnunar þeirra. Sömu sögu er að segja um Mánabörnin. Moon: „Guð valdi mig”. Keith Mooh var sæmilega edrú þegar þessi mynd var tekin. Unfrú Alheimur var sænsk aö þessu sinni, heitir Mary Stavins og er tuttugu ára gömul. Hún tárfelldi eins og vera ber, þegar úrslit voru kunngerð. sinn og sagði honum hvað hafði gerst og McQueeh hringdi þá i lögregluna. Lögreglan hirti'Moon og voru þá lögfræðingar hans fljótir á vettvang. Málinu lyktaði með þvi að McQueen dró kæruna til baka með þvi skilyrði að Moon léti aldrei framar sjá sig á hans lóð. Steve McQueen varð eðlilega öskuvondur þegar hann frétti að breski rokksöngvarinn Keith Moon (The Who), hefðu ruðst inn á heimili hans og barið son hans Chad, sem er sextán ára gamali. Raunar svaraði Chad fyrir sig i sömu mynt. ^ Umsjón: óli Tynes " T McQueen var ekki heima þegar þetta gerðist, en þegar hann frétti af þvi hringdi hann i lög- regluna og krafðist þess að Moon yrði handtekinn. Breski rokk- söngvarinn mun hafa verið dauðadrukkinn þegar hann „kom i heimsókn”, og er það ekki i fyrsta skipti. Chad var heima ásamt kunn- ingja sinum þegar Moon, sem er nágranni, barði upp og spurði hvort faðir hans væri heima. Chad sagði nei. Moon spurði hvort móðir hans væri heima og Chad svaraði aftur neitandi. Þá sagði Moon honum að blanda handa sér drykk og enn neitaði strákur. Moon greip þá i hnakkadramb- iðá honum og ýtti honum á undan sér inn i húsið. Hundur McQueens kom æðandi og gelti að hinum óboðna gesti, sem þá lagðist á fjóra fætur og gelti á móti. At blómin Þegar hann þreyttist á þeim leik fór hann að reika um ibúðina, inn i hvert herbergið á eftir öðru. Þegar Chad McQueen skipaði honum að hypja sig út, réðst Moon á hann og barði og spark- aði. Chad tók á móti og kom fimm eða sex höggum á rokksöngvar- ann, sem féll i gólfið. Chad og fé- lagi hans drógu hann þá út úr hús- inu og læstu hurðinni. Moon skreiddist á fætur tók nokkur skref og stakkst á hausinn i blómabeð. Þar byrjaði hann að éta blómin. Þeir félagarnir fóru þá út aftur og drösluðu Moon að húsi hans, þar sem éinn af lif- vörðum hans tók við honum. Eftir þetta hringdi Chad i föður KEITH MOON RÉÐST INN Á HEIMILi STEVE MCQUEEN Hestaflutningakerrur Nokkrar hestaflutningakerrur vœntanlegar innan skamms. Vinsamlega pantið sem fyrst VÉLABORG simi 86655 og 86680.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.