Vísir - 22.11.1977, Blaðsíða 23

Vísir - 22.11.1977, Blaðsíða 23
Hvort er ódýrara: Skemmdirnar ó malbikinu eða bílunum? Þórarinn Hafsteinsson hringdi: Okkur bileigendum er nú ein- dregið rá&lagt aö rifa naglana undan dekkjum bilanna. Sagter að þeir eýðileggi malbik fyrir milljónir á hverju ári og að þaö sé nánast óforsvaranlegt að aka með þá undir vegna þess að göt- ur, að minnsta kosti hér i Reykjavik.séu snjólausar nema einstaka sinnum. Það er senni- lega rétt að þær eru snjólausar. Ahverri nóttu, ef eitthvaö hefur snjóað að ráði, rifa starfsmenn borgarinnarsigupp og bera salt á göturnar. Og viti menn — snjórinn hverfur á nóninu. Eftir eru hinsvegar mörg tonn af salti og vatni sem skvettist uppundir bilana og yfir þá og valda skemmdum fyrir milljón- ir. Ég slæ þvi fram þeirri spurn- ingu til lesenda, hvort sé ódýr- ara fyrir þjóðfélagiö, skemmd- irnar á malbikinu, eða saltið og skemmdirnar á bilunum. Fyrir utan hættuna sem getur fylgt þvi að aka naglalaus á veturna. VISIR Þriðjudagur 22. nóvember 1977 Hringið isíma 86611 milli klukkan 13 og 15 eða skrifið til Visis Síðumúla 14/ Reykjavík. ▼ 1111 1 • SPEGLAR (antik) margaÞgerðir SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG, mikið úrval. Heildverslun PÉTURS PÉTURSSONAR Suðurgötu 14 Simar 21020 — 25101 Ég undirritaður óska að gerast áskrifandi að Visi. N’afn Heimilisfang Sveitarfél./Sýsla Simi Nafn-nr. Siðumúla 8 P.O.Box 1426 101 Reykjavík SIMI 86611 VARNIR VEST- RÆNNA RÍKJA S. Jóhannsson, Kópavogi, hringdi: Mig langar til að vekja athygli ykkar Visismanna á lymskuleg- um tilraunum Þjóðviljans til að læða þvi inn hjá þjóðinni aö eng- in þörf sé á þvi að við séum i NATO. Þeir eru alltaf (Þjóðvilja- menn) öðru hvoru að birta greinar um hernaðarbrölt stór- veldanna og gera þá jafnan hlut Sovétrikjanna sem sakleysis- legastan. Dæmi um þetta mátti sjá sið- astliðinn sunnudag þegar Arni Bergmann var að reyna að af- skrifa „Sovésku flotagrýluna” eins og hann kallaði það, með þvi að segja að bandariska varnarmálaráðuneytið hafi of- SOS fcSkA |[.Om,HVI.A\; Draugaskip á siglingu í skrifstofum Pentagons lajafavörur Jólavörur metið flotastyrk Rússa til þess að fá meira fé til skipasmiða. Það er ekki óliklegt að ein- hverjir „Haukar” i Bandarikj- unum hafi brugðið á þetta ráð, en það þýðir þó alls ekki að Vesturlönd eigi ekki að halda vöku sinni. Hættan sem vestrænum þjóð- um stafar af hinum gifurlega flota Sovétrikjanna og yfirleitt allri þeirra miklu hernaðar- maskinu, er bæði raunveruleg og mikil. Mér finnst þið á Visi vera allt- of linir við að halda uppi vörn- um fyrir vestræna samvinnu. Þótt þið séuð kannski frjálsir og óháðir i pólitik þá hljótið þið að styðja grundvallarhugsjónir vestrænna lýðræðisrikja. ..Skólabörn hafa t.d. þurft að leita út fyrir hverfi sitt til þess að komast i skóla. Hvað er ótt við með „Breiðholtsœvintýri"? — spyr lesandi vegna fréttar í sjónvarpi Mig langar að spyrja frétta- mann. 6jónvarps, Sigrúnu Stef- ánsdóttur, vegna fréttaviðtals hennar i sjónvarpinu á miðviku- dag 16.11 hvað hún eigi við með hugtakinu „Breiðholtsævin- trýri”. Er hér um að ræða við- urkennt hugtak og ef svo er, hvernig er það skilgreint? Er það jákvætt eða neikvætt? I allri Breiðholtsbyggð koma til með að búa yfir 20 þúsund manns, þ.e. fjórði hver Reyk- vikingur. tbúar Akureyrar eru i kringum 12 þúsund og er þvi vandséð hvernig um raurihæfan samanburð ætti aö vera að ræða. Framfarafélaginu hefur löng- um þótt bera á dylgjum og órök- studdum neikvæðum fullyrðing- um um Breiðholtshverfin. Nú virðist sem nýtt hugtak sé að skjóta upp kollinum og óskum við eftir opinberri skilgreininu á þvi. Fyrirhönd Framfarafélags Breiðholts III. Lena M. Rist. Sigrún Stefánsdóttir svarar: //Ekki ætlunin að sneiða að íbúum Breiðholts" Mér þykir fyrir þvi að hafa sært tilfinningar Lenu M. Rist með þvi aö nota orðið „Breið- holtsævintýri” i áðurnefndu fréttaviðtali. Það var á engan hátt ætlunin að sneiða þar að i- búum Breiöholts enda væri þar nærri sjálfri mér höggvið, þar sem ég bý einmitt i Breiöholti III. 1 þessu sambandi má lika geta þess að ég hef búið i áður- nefndu blokkahverfi á Akureyri og tel mig þvi eiga nokkuð hægt um vik að bera saman þessi tvö hverfi. Þegar ég nefndi Breiðholts- ævintýri, átti ég við að skipulagt væri hverfi þar sem að minu mati væru byggðar óeðlilega margar blokkir á takmörkuðu svæði þar sem ungt fólk með börn safnaðist saman. Þvi miður er það einu sinni svo að uppbygging skóla, barnaheimila og fleiri þjónustu- stofnana gengur alltof hægt miðað við hraða ibúðabygginga sem veldur þvi að skóla þarf að margsetja og biðlistar eftir dvöl á dagvistunarstofnunum eru hvergi lengri. Þá þarf að leita út fyrir hverf- in eftir ýmissi nauðsynlegri þjónustu, og má nefna þar skólatanniækna sem dæmi. Vissulega veit ég að þessi þjón- usta verður aukin i framtíðinni, en það er ekki nóg. Þaö hjálpar ekki barni sem er t biðlista að vita að eftir 10 ár verður komið nýtt barnaheimili. Þjónustustofnanir þurfa að koma samhliða og ljóst er að þvi fleiri blokkir á litlu svæði, þvi stærri skóla og þvi fleiri dagvit- unarpláss og þvi erfiðara fyrir yfirvöld að fjármagna fram- kvæmdirnar á stuttum tima. Ekki ,/VÍöurkennt hug- tak" Þvi er ég þeirrar skoðunar að mjög þétt blokkabyggð sé ó- æskileg fyrir þessar sakir og margar aðrar sem of langt mál yrði upp að telja. 1 Lundahverfi á Akureyri er þetta sama að gerast, að visu i smækkaðri mynd. tbúafjöldinn þar er orð- inn miklu meiri en bæjarvöld höfðu gert ráð fyrir i upphafi, og það hefur komið beint niður á þjónustunni við þetta hverfi á sama hátt og það gerði I Breið- holtinu. Þar hafa skólabörn t.d. þurft að leita út fyrir hverfi til þess að komast i skóla og ég held áð það sé ekki hægt að mæla með þvi. Þvi leyfi ég mér að nota yfir þetta „endurtekningu á Breið- holtsævintýrinu”, en vist hefði mátt orða þetta einhvern veginn öðru visi, þar sem hér er engan veginn um neitt „viðurkennt hugtak” að ræða. vism a ruufti nu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.