Vísir - 22.11.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 22.11.1977, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 22. nóvember 1977 VISIR VÍSIR Utgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson(ábm) ólafur Ragnarsson ? Ritstjórnarfulltrúi: Ðragi Guömundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Gudmund ur Pétursson. Umsjón meö Helgarblaöi: Árni .Þórarinsson Blaöamenn: Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrímsson, Jón Oskar Hafsteins- son, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Magnús Olafsson, Oli Tynes, Sigur veig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson Ljósmyndir: Jón Einar Guðjónsson, Jens Alexandersson. Auglýsinga og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Síöumúla 8. Simar 86611 og 82260 Afgreiösla: Stakkholti 2-4, Sími 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611, 7 linur. Askriftargjald kr. 1500 á mánuöi innanlands. Verð i lausasölu kr. 80 eintakiö. Prentun: Blaöaprent h.f. Opna dyr til stjórnarsamstarfs Niöurstaðan af landsfundi Alþýðubandalagsins, sem haldinn var um síðustu helgi, er sú, að f lokkurinn sýnist mjög ákveðið vera að opna dyr að ríkisstjórnar- aðild eftir næstu kosningar. Meðferð varnarmálanna á lands- og flokksráðsfundum Alþýðubandalagsins gefur jafnan nokkra vísbendingu um afstöðu flokks- ins að þessu leyti og mat forystunnar á taf Istöðunni í pólitíkinni. Það eru ekki ályktanirnar sjálfar, sem breytast á þessum fundum. Þær kveða enn sem fyrr mjög ákveðið á um brottför varnarliðsins. Af meðferð málsins á fundum flokksins má hins vegar draga ályktanir. Og að þessu sinni er augljóst, að f lokksfor- ystan vill opna leiðir til aðildar að rikisstjórn eftir næstu kosningar. Þetta má merkja af ýmsu. I fyrsta lagi vék fráfar- andi formaður ekki að þessu máli, nema í mjög stuttu máli i upphafsræðu landsfundarins. I öðru lagi er ekki lögð nein höfuðáhersla á brottför varnarliðsins í stjórnmálayfirlýsingu fundarins, þó að kröfur þar um og úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu komi fram í einni setningu. I þriðja lagi er svo á það að líta í þessu sambandi, að landsfundurinn samþykkti ekki framkomna tillögu þess efnis að krafan um brottför varnarliðsins yrði skilyrði fyrir þátttöku í nýrri ríkisstjórn. Tillögu þessari var vísað til miðstjórnar, og í framhaldi af þeirri ákvörðun hét nýkjörinn formaður því, að ekki yrði gengið til stjórnarmyndunar án samþykkis flokksráðs, ef verulegur ágreiningur kæmi upp í mið- stjórninni þar um. Ef núverandi stjórnarflokkar slíta samstarfi sínu eftir kosningar, sýnast litlar líkur vera á, að gamla vinstri stjórnin verði endurvakin með þátttöku Al- þýðuflokksins. Nýr þingf lokkur Alþýðuflokksins með Vilmund Gylfason innanborðs getur fyrir siðferði- legar sakir tæpast stutt núverandi forystu Fram- sóknarflokksins til rikisstjórnarsetu. Það væri í hróplegu ósamræmi við allt það sem á undan er gengið, þó að kjósendur séu í sjálfu sér ekki óvanir kú- vendingum af því tagi. Flest bendir til þess, að ný ríkisstjórn yrði með ný- sköpunarsniði, ef til þess kæmi að Sjálfstæðisf lokkur- inn og Framsóknarf lokkurinn hættu samstarf inu eftir kosningar. Eins og sakir standa hefur þó ekkert komið fram, er bendir til annars en forystumenn rikisstjórn- arflokkanna hafi áhuga á áframhaldandi samstarfi. En greinilegt er, að flokkarnir, bæði stjórnar- og stjórnarandstöðumegin vilja halda öllum leiðum opnum i þessum efnum. Hin nýja atvinnumálastefna Alþýðubandalagsins opnar einnig leiðir fyrir f lokkinn að þessu leyti. Þar er i aðalatriðum um að ræða smáatvinnurekstursstefnu, sem fellur ágætlega að borgaralegum hugmyndum, og er til marks um marxískt fráhvarf og aukna áherslu á hefðbundin sósíaldemókratísk viðhorf. Hin eindregna andstaða Lúðviks Jósepssonar gegn raunhæfri vaxtastefnu gæti á hinn bóginn verið þrándur i götu nýsköpunarsamstarfs til endurreisnar efnahagslífsins. En þar á móti kemur, að í stjórn- málayfirlýsingunni er talið nauðsynlegt að bregðast við skipulagslausri útþenslu rikisbúskaparins. Það á- kvæði fellur ágætlega að þeirri innri gagnrýni, sem gætt hefur innan Sjálfstæðisf lokksins að undanförnu. I Alþýðubandalaginu gætir oft verulegs skoðana- ágreinings milli raunsæisstjórnmálamanna og trú- fastra kennisetningamanna, sem ekki vilja fallast á málamiðlanir innan hins borgaralega þingræðis- kerfis. Þóað ýmsar ástæður hafi valdið því, að Lúðvík Jósepsson tók að sér formennsku í Alþýðubandalaginu sýnir það eitt með öðru, að raunsæismennirnir eru ráðandi í flokknum um þessar mundir. Tryggingabœtur hœkka um 250 milljónir króna í desember Veruleg hækkun veröur á böt- um almannatrygginga á fimmtudaginn kemur, 1. des- ember. Allar bætur trygging- anna svo og hámark tekjutrygg- ingar (uppbót á ellillfeyri) hækka um 20% frá þvf sem þær eru nú i nóvembermánuöi. Matthias Bjarnason, heil- brigöis og tryggingamálaráö- herra setti i gær reglugerö um þessa hækkun bóta almanna- trygginga og tekur hún gildi um næstu mánaöamót, eins og fyrr sagöi. Þessi hækkun bótanna nemur I desembermánuöi einum 250 milljónum króna og á öllu næsta ári er hækkunin samtals um 3000 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum heil- brigöis og tryggingamálaráöu- neytisins veröa upphæöir helstu bóta þessar eftir hækkunina 1. desember: 1. Grunnlifeyrir (elli-eöa örorku) einstaklings 36.596.- Tekjutr. einstaklings 32.118,- Hámarksbætur einstaklings 68.714.- 2. Grunnlífeyrir hjóna 65.873.- Tekjutr. hjóna 54.295,- Hámarksbætur hjóna 119.168.- 3. Barnalifeyrir 18.726.- 4. Mæöralaun 1. barn 3.210.- 2börn 17.426.- 3. börn 34.850.- 5. 8 ára bætur slysatr. 45.853.- 6. Ekkjubætur 6 mán. 45.853.- Ekkjubætur 12mán. 34.384.- 7. Heimilisuppbót 12.000.- Kostnaöur vegna þeirra hækkana sem hér hafa veriö nefndar veröur i desembermánuöi um 250 miilj. króna, en á öllu árinu 1978 um 3 milijaröar króna. Bætur almannatrygginga hækka á næsta ári um þrjá milljaröa króna og ætti þaö aö gera bótaþegum mun auöveldara aö lifa I dýrtiöinni, en veriö hefur og ótto borga Sjötíu Þau tiöindi voru borin mönn- um fyrir fáum dögum, aö 78 borgarar heföu stofnaö meö sér félag um aö standa straum af kostnaöi og miskabótum, sem menn veröi dæmdir af dóm- stólum landsins til aö greiöa i meiðyröamálum. Segir i ávarpi borgaranna 78 af þessu tilefni, aö ætlunin sé, aö stjórn félags- ins meti, hvort meö einstökum dómum „séu óeölilega heftar umræöur um mál, sem hafa al- menna samfélagslega eöa menningarlega skirskotun”. Komist stjórnin aö þeirri niöur- stööu aö svo sé, mun félagið greiöa dómskuldirnar. Lagaprófessor meðal stofnenda Viö þessa félagsstofnun er ýmislegt aö athuga. Mér per- sónulega þótti þaö aö auki sér- stakt tiltökumál, aö meöal stofnendanna er fyrrverandi lærifaöir minn i lögfræöi, Sig- urður Lindal, sem auk þess aö vera starfandi prófessor I þeirri fræðigrein, er kunnur af staö- góöri undirstööuþekkingu sinni um lýöræöislega stjórnarháttu og aðferöir réttarrikisins viö aö leysa úr ágreiningi manna um beitingu lagareglna á mann- legri breytni. Til flestra hinna er vart hægt aö gera þær kröfur, að þeir sýni islenskum lagaregl- um og réttarskipan þá fylgi- spekt, aö þeir hagi gerbum sin- um þannig, að sé innan ramma laganna. Þetta stafar fyrst og fremst af þvi, aö margir þeirra hafa látið i þaö skina, aö þeir vildu umbylta núverandi þjóð- félagsskipan á íslandi. Viö slik- um sjónarmiðum er i sjálfu sér ekkert aö segja. Hafa verður þó I huga, aö þeir eru jafnbundnir Jón Steinar Gunn- laugsson hdl. segir að hvorki stjórnvöld né al- menningur geti lagt til grundvallar að beiting dómstóla á réttarregl- um sé röng, en stofnun Málfrelsissjóðs gangi þvert gegn þessu grund- vallaratriði. og aðrir íslendingar af Is- lenskum lögum. Hins vegar hef ég taliö aö þessar kröfur mætti gera til prófessorsins. Einfaldlega vegna þess, að hann hefur fram aö þessu virtst vera hlynntur islenskri stjórnskipan I grund- vallaratriðum. Þaö má þvi lita þannig á, að oröum mlnum hér á eftir sé einkum beint til hans, enda heföi mér vart þótt ástæöa til þessara skrifa, ef hinir einir heföu staðið að frumhlaupi þessu. Dómstólarnir eiga úr- skurðarvald 1 stjórnarskrá okkar er fé- lagafrelsi variö meö þeim hætti, að menn skuli eiga rétt á aö stofna félög i sérhverjum lög- legum tilgangi. Hvort tilgangur félags er löglegur ræðst siöan af gildandi lagareglum I landinu á hverjum tima. Oft getur veriö álitamál, hvort tiltekin háttsemi sé lögleg eöa ólögleg. Þá mælir stjórnskipan okkar fyrir um aö- ferö til að skera úr þvi, meö þvi aö dómstólunum er fengiö það verkefni. Þeirra hlutverk er að gefa lagareglunum efnisinni- hald miöaö viö hin margvfslegu tilvik mannlegrar breytni. Þeir gæða þannig lagareglurnar lifi með þvi aö segja til um hvort tiltekin háttsemi fari i bága viö lög. Og þeir eiga endanlegt úr- skurðarvald um þetta efni. Hvorki stjórnvöld né almenn- ingur getur lagt til grundvallar að beiting dómstólanna á réttarreglum sé röng. Þessi atriði, sem hér eru rakin, eru grundvallaratriði i lýðræöislegu þjóðskipulagi, eins og okkar. Enda er sjálfstæði dómstóla vel tryggt hér á landi, þó að sjálf- sagt megi þar eitthvað betur fara sem á öörum sviöum. Félagið hvetur til lög- brota Tilgangur félags borgaranna 78 gengur þvert gegn framan- greindu grundvallaratriði, þar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.