Vísir - 22.11.1977, Síða 8

Vísir - 22.11.1977, Síða 8
8 Þriöjudagur 22. nóvember 1977 VISIR 1 Lóðaúthlutun - Hafnarfjörður Hafnarf jarðarbær mun á næstunni úthluta lóðum fyrir einbýlishús i Norðurbæ. Nán- ari upplýsingar um lóðir til ráðstöfunnar, veitir skrifstofa bæjarverkfræðings Strandgötu 6. Umsóknum skal skila á sama stað eigi siðar en þriðjudaginn 6. des. 1977. Eldri umsóknir þarf að endur- nýja. BÆJARVERKFRÆÐINGUR. Tilboð óskast í Land-Rover árg. ’75 skemmdan eftir veltu. Til sýnis i Einholti 4. Bilaleigan Ek- ill, þriðjudag og miðvikudag. Tilboð skilist inn á sama stað. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 32., 33. og 36. tb. Lögbritingablaös 1977 á Völvufelli 13, þingl. eign Guömundar H. Guömundssonar o.fl. fer fram eftir kröfu tollstjórans i Reykjavfk á eigninni sjálfri fimmtudag 24. nóvember 1977. kl. 16.00. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik og ýmissa lög- manna fer fram nauöungaruppboö aö Höföabakka 9 þriöjudag 29. nóvember 1977 kl. 16.00 og veröur þar seld kantlimingarvél, þykktarhefill, spónlagningarpressa, fræsari o.fl. trésmiöavélar, eign Austurbæjar h.f. Greiösla viö hamarshögg. Borgarfógetaembættiö I Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 35., 37. og 39. tb*. Lögbirtingablaös 1977 á hluta I Vesturvallagötu 6, þingl. eign Erlings B. Thorodd- sen fer fram eftir kröfu Gjaidheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudag 24. nóvember 1977 kl. 15.30. Borgarfógetaembættiö I Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 32., 33. og 36. tb. Lögbirtingablaös 1977 á Völvufelli 17, þingi. eign Ný-Grill h.f. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavik og Iönaöarbanka tslands h.f. á eigninni sjálfri fimmtudag 24. nóvember 1977 kl. 16.30. Borgarfógetaembættiö I Reykjavik. Hafnarfjörður — Hafnarfjörður j, Blaðburðarbörn óskast til að bera út VÍSI í Miðbœnum — Hafnarfirði Uppl. i sima 50641. Stjórnmálaólyktun landsfundar Alþýðubandalagsins: Hluti fundarmanna á landsfundi Alþýöubandalagsins. Visismynd: JEG Samvinna ríkisvalds- ins og helstu samtaka launafólks til að leysa efnahagsmálin ,,Þaö þarf nýja vinstri þróun á islandi til aö spyrna viö fótum og bægja frá hættunni á kjara- skeröingu og innrás erlends fjármagns. Þaö þarf aö hefja hugsjónir verkalýöshreyfingar- innar og samvinnuhreyfingar- innar til nýs vegs I islenskum stjórnmálum. Þaö þarf aö byggja upp volduga vinstri hreyfingu, þar sem alit félags- liyggju fólk tekur höndum sam- an i markvissri pólitiskri sókn gegn þeim fésýslu- og gróöaöfl- um, sem i krafti sins auös og valdakerfis drottna I isiensku þjóðfélagi”, segir I stjórnmála- áiyktun landsfundar Alþýðu- bandalagsins, en ályktunin var samþykkt meö öllum greiddum atkvæöum gegn þremur. Ályktunin er mjög löng og itarleg. I inngangi hennar er bent á reynsluná af núverandi rikisstjórn: „Gifurleg óöaveröbólga hefur rýrt kjör launafólks og ellilif- eyrisþega, skapaö siðferöilega upplausn I þjóöfélaginu og veriö gróðaoflunum skálkaskjól til stórfelldrar eignamyndunar”, segir þar. „Erlendar skuldir þjóðarinnar eru orðnar svo geigvænlegar, að þær stofna efnahagslegu sjálfstæði i hættu. Þróunarmáttur undirstöðuat- vinnuveganna hefur veriö veikt- ur til muna en erlend stóriðja fest i sessi. Bandariski herinn fær enn að treysta vighreiður sitt á Suðurnesjum og aðstöðu til áhrifa á islenskt þjóðlif. Verkalýðshreyfingin og önnur samtök launafólks hafa orðiö að heyja harða baráttu gegn þeirri 20—30% skerðingu kaupmáttar, sem aðgerðir stjórnvalda höföu I för með sér á fyrstu þremur árum stjórnartimans”. Siöar segir m.a., að rikis- stjórnin áformi á næstu mán- uðum „stórfelldar verðhækkan- ir og auknar skattaálögur. Hækkun verslunarálagningar er þegar ákveðin. Hafðar eru i frammi grófar hótanir um al- varlega skerðingu gildandi kjarasamninga”. Þá segir, að yfirlýsingar ráðamanna um svonefnd frjáls gjaldeyrisviðskipti þýði „að i stað krónunnar sé raunverulega tekinn hér upp erlendur gjald- miðill”, og þýði sú stefna i reynd „að opna islenska hag- kerfið upp á gátt og tengja það beint hagþróun og hagsveiflum alþjóðlegs peningakerfis”. Orsakir verðbólgunnar Þessu næst er itarlega lýst annars vegar viðskilnaði vinsti istjórnarinnar, sem landsfundurinn telur að hafi verið mjög góður, og verkum núverandi rfkisstjórnar. Sér- staklega er fjallað um hina gif- urlegu verðbólgu, og sagt, að at- huganir á orsökum veröbólg-' unnar á timabilinu frá 1. febrú- ar 1975 til 1. febrúar 1977 sýni, að um 20% séu vegna erlendra verðhækkana, um 32% vegna launahækkana „sem þó voru allar á þessum tima aðeins af- leiðing af verðhækkunum” en tæpur helmingur eða 48% „afleiðingar beinna ákvaröana rikisvaldsins”. Fullyrt er að stefna rikis- stjórnarinnar einkennist af sömu grundvallarviðhorfum i atvinnumálum og kjaramálum og þeim, sem einkenndu valda- tima viðreisnarstjórnarinnar. Þá segir einnig, að Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafi til skiptis þjónustað Sjálfstæðisflokkinn við að færa erlendum auðfélög- um arðinn af islenskum auðlindum, en islenskir undir- stöðuatvinnuvegir verið vanræktir að sama skapi. Stefna Alþýðubandaiags- ins. Siðan er bent á þann valkost, sem Alþýðubandalagið boði i stað veröbólgustefnu rikis- stjórnarinnar. „Landsfundur Alþýöubanda- lagsins leggur áherslu á að var- anlegur árangur i baráttunni við verðbólguna, fyrir efna- hagslegri endurreisn og fram- leiösluþróun undirstöðuatvinnu- veganna grundvallast á tveimur almennum forsendum. 1 fyrsta lagi verður að hafa fyllsta samráö við verkalýðs- hreyfinguna um aðgerðir til að ráða niðurlögum verðbólgunnar og um aðrar aðgeröir i efna- hagsmálum. Þanrrig veröur að skapa viðtæka félagslega sam- stöðu, sem byggist á samvinnu rikisvaldsins og helstu samtaka launafólks. Slik samvinna verður að grundvallast á hollustu við hugsjónir verka- lýðshreyfingarinnar og hafa að leiðarljósi sköpun varanlegra kjarabóta og almenns þjóð- félagslegs jafnréttis. I öðru lagi verður að efla undir- stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar á skipulagðan hátt til að tryggja þá framleiðsluaukningu, sem auðveldað getur efnahagslega endurreisn. Fjármagninu verður að beina að framleiöslu- greinunum og uppbyggingu hvers kyns úrvinnsluiðnaðar með fullvinnslu fyrir augum. Jafnframt þarf að koma til auk- ið forræði fólksins sjálfs yfir framleiðslutækjunum. í stað vaxandi milliliðagróða og itaka erlendra auðhringja i efnahags- lif landsmanna verður að koma islensk atvinnustefna, sem felur i sér uppbyggingu undirstöðuat- vinnuveganna, aukið efnahags- legt lýðræði og raunverulegt sjálfstæði þjóðarinnar”. 1 framhaldi af þessu er bent á niu meginatriði, sem Alþýðu- bandalagið leggur megin- áherslu á i efnahags- og at- vinnumálum i nánustu framtið m.a. á sviöi sjávarútvegs, iðn- aðar, landbúnaðar, launamála og fjárfestingarmála. Þar er m.a. lögð áhersla á að draga úr allri óþarfa yfirbygg- ingu i þjóðarbúskapnum, sem endurskoða verði rækilega. „Rannsökuð verði viðskipti stórfyrirtækja viö rikisstofnanir svo og rekstur rikisfyrirtækja og umbætur gerðar i framhaldi af þvi. Opinber þjónusta verði endurskipulögð til að tryggja sparnað og hagsýni án þess að dregið sé úr félagslegri þjónustu”, segir þar. Einingaraf liö til vinstri í lok stjórnmálaályktunarinn- ar segir að Alþýðubandalagið sé „einingaraflið til vinstri I islenskum stjórnmálum” og sósialiskur verkalýðsflokkur, sem „berst fyrir forræði vinn- andi fólks yfir atvinnutækjun- um, félagslegum umbótum og auknum lýðræðislegum réttind- um, brottför hersins og úrsögn úr Nato, frjálsu jafnréttis- þjóðfélagi”. —ESJ

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.