Vísir - 19.01.1978, Blaðsíða 1

Vísir - 19.01.1978, Blaðsíða 1
w Einar Agústsson um prófkjörii um helgina: laust „Ég stefni hiklaust á fyrsta sætið”, sagði Ein- ar Ágústsson, utanrikis- ráðherra, i yfirlýs- ingu,sem hann birti i Timanum i morgun um markmið sitt i prófkjöri Framsóknarflokksins i „Ég stefni hik- á fyrsta sœtið" Reykjavik, en það fer fram nú um helgina. Þetta sæti hefur Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Tlmans og formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins, skipað I nokkr- um undanförnum alþingiskosn- ingum, en Einar hefur hins vegar verið I öðru sætinu. „Það er alveg ljóst, að ég stefni að þvi að halda fyrsta sætinu”, sagði Þórarinn Þórarinsson i við- tali við Visi í morgun. A siðustu árum hefur prófkjör farið einu sinni fram vegna al- þingiskosninganna hjá Fram- sóknarflokknum i Reykjavík. Það var vegna þingkosninganna 1971. Þá varð Einar i efsta sætinu, en hann gaf það sæti eftir við Þórarin i það skipti. NU er hins vegar ljóst, að hann stefnir að þvi aðhljóta efsta sætið i prófkjik'inu og halda þvi. Þórarinn Þórarinsson er einnig frambjóðandi i prófkjörinu og stefnir að sjálfsögðu að þvi að halda sinu sæti, þ.e. efsta sætinu. En það eru ekki aðeins þing- mennirnir, sem berjast um efsta sætiö. Guðmundur G. Þórarins- son, verkfræðingur, hefur einnig „Ég stefni að því að halda sœtimi nú" sagði Þórarinn Þórorinsson í morgun lýst þvi yfir, að hann stefni óhikaö að efsta sæti listans. I siðustu þingkosningum skipaði hann þriðja sætið á framboðslista flokksins I Suöurlandskjördæmi. Samhliöa prófkjöri vegna þing- kosninganna fer fram prófkjör vegna borgarstjórnarkosning- anna, og er fjallað nánar um þaö i prófkjörsþætti Visis á bls. 8 i blaðinu i dag. —ESJ. /f ALLT GETUR GERST ENNÞÁ" I 8 síðna blaðauki um skattinn segir Póll Einarsson, jarðeðlisfrœðingur, um nýjasta óróann fyrir norðan „Við vitum ekki til þess, aö neitt hraun hafi komið upp i þessari óróahrinu en þegar svona lætur getur allt gerst,” sagði Páll Einarsson, jarðeðlis- fræöingur viö Visi i morgun, en hann var þá á skjáiftavaktinni viö Mývatn. „Þessi hrina hófst i gærkvöldi og stendur ennþá, þótt hún sé heldur i rénun. HUn á upptök sin nyrst I Gjástykki, heldur sunnar en áður hefur verið. Það er eng- in leið að segja hvað Ur þessu veröur, en það má segja að undanfari gossverði ekki öðru- visi ef að þvi kemur.” „Það er greinilegt, að það er kvikuhreyfing sem veldur þessu. Þegar óróinn byrjar að ganga niður minnka likurnar á gosi, en það getur allt gerst enn- þá.” —ÓT MEÐ GJAFIR FRÁ BRETLANDI Það hefur oft verið glatt á hjalla I óðali um dagana, en sjaldan hefur ánægja og gleði gestanna verið eins augljós og þeirra sem þar voru i gærdag. Þá höfðu eigendur og starfsfólk Óðals boö inni fyrir vistfólk á Kópavogshælinu, og var allt gerttilaðgleðja gestina og gera daginn eftirminnilegan fyrir þá. Af öðrum ólöstuðum var plötu- snúður hússins, Englendingur- inn John Luis, duglegastur við að gleðja hina sjaldséðu gesti. Hann færði þeim öllum gjafir, sem hann hafði komið með frá Englandi, en móðir hans hafði útbúið þær af stakri kostgæfni með þetta boð fyrir auga. — klp/Ljósmynd JEG Plötusnúðurinn John Luis færir vistmönnum á Kópavogshæli gjafirnar. Vísis- mynd: JEG. Hvað verður mfk- ið hirt af þér? Nú er sá timi kominn enn einu sinni, þegar ganga þarf frá skattskýrslunni. Menn taka skattinum sinum misjafnlega eins og gengur. Surnir eru hinir ánægöustu,en mörgum finnst að hið opinbera hirði allt af þeim, sem ekki fer til brýnustu nauösynja, svo að þeir standi nánast berstripaðir eftir.Eitthvaö þvl um iíkt mun vafalaust unga manninum hér á myndinni finnast, þar sem hann dregur skattbyrði sina inn á skattstofuna. En hvaö sem þvi liður þá veröa aliir að fylla út skattframtalið sitt, og I Visi í dag birtum við átta siðna biaöauka nteö öllum nauösynlegum leiöbeiningum um, hvernig á aö ganga frá skatt- skýrslunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.