Vísir - 19.01.1978, Blaðsíða 8

Vísir - 19.01.1978, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 19. janúar 1978 VISIR 8 Fimmtudagur 19. janúar kl. 20.30 fyrir- lestur með litskyggnum, RITVA-LIISA ELOMAA: Finnland i dag. Laugardagur 21. janúar kl. 16.00: Finnsk- ar kvikmyndir. Verið velkomin. NORRÆNA HUSIÐ Sjúkrahús ó Akureyri Tilboð óskast i múrhúðun þriggja hæða nýbyggingar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri og skrifstofu bæjarverkfræðings á Akureyri gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri fimmtudaginn 2. febrúar 1978 kl. 11 fyrir hádegi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Styrkir til háskólanáms í Grikklandi Orisk stjórnvöld hafa tilkynnt aö þau bjóöi fram i löndum sein aðild eiga að Evrópuráöinu fimm styrki til háskóla- náms í Grikklandi háskólaárið 1978—79. — Ekki er vitaö fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma I hlut íslendinga. Styrkir þessir eru eingöngu ætlaöir til fram- haldsnáms viö háskóla og skulu umsækjendur hafa lokið háskólaprófi áður en styrktimabil hefst. Þeir ganga aö ööru jöfnu fyrir um styrkveitingu sem hyggjast leggja stund á grisk fræöi. Styrkfjárhæðin er 8.000 drökmur á mánuði auk þess sem styrkþegar fá greiddan feröakostn- að tii og frá Grikkiandi. Til greina kemur aö styrkur verði veittur til allt að þriggja ára. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til: State Scholar- ships Foundation, 14 Lysicrates Street, Gr 119 ATHENS, Greece, fyrir 30. april 1978 og iætur sú stofnun jafnframt f té umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar. Menntamálaráðuneytið, 12. janúar 1978. Rannsóknarstyrkir EMBO í sameindalíffrœði Saineindaliffræðistofnun Evrópu (European Molecuiar Biology Organization, EMBO) hefur i hyggju að styrkja vísindamenn sem starfa í Evrópu og lsrael. Styrkirnir eru veittir bæði til skamms tíma (1 til 12 vikna) og lengri dval- ar, og er þeim ætlað að efla rannsóknasamvinnu og verk- lega framhaldsmenntun i sameindaliffræöi. Skammtimastyrkjum er ætlað að kosta dvöl manna á er- iendum rannsóknastofum viö tilraunasamvinnu, einkum þegar þörf verður fyrir slíkt samstarf með litlum fyrir- vara. I.angdvalarstyrkir eru vcittir til allt að eins árs i senn, en umsóknir um endurnýjun styrks til eins árs í við- bót koma einnig til álita. Umsækjendur verða að hafa lok- ið doktorsprófi. Umsóknir um styrki til dvalar utan Evrópu og israels koma til álita, en þær njóta minni for- gangs. í báðum tiivikum eru auk dvaiarstyrkja greidd fargjöld styrkþega milli landa. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá Dr. J. Tooze, Executive Secretary, European Molecular Biology Organization, 69 Heidelberg 1, Postfach 1022.40, Vestur- Þýskalandi. Umsóknir um skammtimastyrki má senda hvenær sem er, og er ákvörðun um úthlutun tekin fljótlega eftir mbt- töku umsókna. Langdvalarstyrkjum er úthlutað tvisvar á ári. Fyrri úthlutun fer frain 30. april, og veröa umsóknir að hafa borist fyrir 20. febrúar, en siöari úthlutun fer fram 31. október, og verða umsóknir aö hafa borist fyrir 31. ágúst. Vegna þess að umsækjendur eru venjulega kvaddir til viðtals, er nauðsynlegt að umsóknir berist áður en frestur rennur út. A árinu 1978 efnir EMBO einnig til námskeiða og vinnu- hópa á ýmsum sviðum sameindaliffræði. Nánari upplýs- ingar veitir Dr. J. Tooze, póstáritun sem að framan grein- ir. Skrá um fyrirhuguö námskeið og vinnuhópa er einnig fyrir hendi I menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik. Menntamálaráðuneytið, 16. janúar 1978. :KrLstlnn BJörnaaon sálfr. Krlatlán BenedlkUt. Páll R. Mngniliton Valdlmar Kr. Jónss. próf. Harðast barist um annað sœtið í prófkjöri vegna borgarstjórn- arframboðs Framsóknarflokksins Um helgina fer fram prófkjör hjá Framsóknarflokknum i Reykjavik, og veröur þar hart barist um efstu sætin á fram- boðslista flokksins bæði við næstu alþingiskosningar og borgarstjórnarkosningar. Þau, sem skipað hafa efstu sætin á þessum listum, gefa öll kost á sér, en auk þess keppa ýmsir aörir opinskátt að þvi að ná efstu sætunum. t þessum prófkjörsþætti verð- ur eingöngu fjallað um próf- kjörið vegna borgarstjórnar- framboðsins, en siöar verður fjallað um átökin um þingsætin. Kjósa á f jóra menn Samkvæmt prófkjörsreglun- I um er skylt að kjósa fjóra menn, og ber að númera þá i þeirri röö, sem menn vilja, aö þeir I skipi fjögur efstu sæti væntan- | legs framboðslista. Þeir einir mega greiða at- kvæði i prófkjörinu ,,sem eru stuðningsmenn Framsóknar- flokksins og fylgja stefnu hans” eins og það heitir I tilkynningu prófkjörsnefndar. Þeir stuön- ingsmenn, sem náð hafa lögleg- um kosningaaldri fyrir kjör- daga, hafa atkvæðisrétt, og sömuleiðis allir flokksbundnir framsóknarmenn, sem náð hafa 16 ára aldri og búsettir eru i borginni. Níu frambjóðendur Frambjóðendur vegna borg- arstjórnarframboðsins eru niu talsins, og eru tvær konur i þeim hópi. Framsóknarflokkurinn á nú tvo borgarfulltrúa, og eru þeir báðir i kjöri. Forystumaöur flokksins i borgarstjórn er Kristján Bene- diktsson, (55 ára) ritari þing- flokks Framsóknarflokksins. Hann hefur setiö i borgarstjórn- inni siöan 1962 og er ótviræöur sérfræðingur flokksins i borgar- málefnum. Alfreð Þorsteinsson, (33 ára) hefur setið i borgarstjórn frá þvi að vinstristjórnin 1971 var mynduð, en þá sagði Einar Agústsson af sér sem borgar- fulltrúi og fyrsti varamaöur flokksins, Alfreö, tók við þvi starfi. Hann var siðan i ööru sæti á framboöslista flokksins 1974. Ýmsir samflokksmenn hans höfðu lagt hart að honum að hætta stjórnmálaafskiptum, þegar hann tók við starfi fram- kvæmdastjóra Sölu varnarliðs- eigna i fyrra, en hann hefur á- kveðið að halda áfram stjórn- málaafskiptum. Alferö á hins vegar við haröa keppinauta aö etja. Þótt segja megi, að allir frambjóðendurnir keppi að þvi að komast sem of- arlegast á listann, þá ber þó flestum saman um, að tveir Elías Snœland Jónsson, blaðamaður, skrifar um þeirra séu Alfreð hættulegastir. Annars vegar er þaö Gerður Steinþórsdóttir (33 ára., kenn- ari, sem skipaöi fjórða sætið á framboöslista flokksins siðast. (Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur, sem var i þriöja sætinu, tekur nú aöeins þátt i prófkjörinu vegna alþingis- framboðsins). Gerður hefur verið varaborgarfulltrúi frá ár- inu 1970. Hinn hættulegi keppinautur- inn er Eirikur Tómasson, (27 ára) aðstoöarmaöur dóms- málaráðherra. Hann hefur ekki áður haft afskipti af borgarmál- efnum, en hins vegar starfað á ýmsum vettvangi innan flokks- ins og á þar mikinn frændgarö. En þeim til viöbótar eru fimm frambjóðendur i boði. Þau eru: Björk Jónsdóttir, húsmóðir (32 ára). Hún hefur m.a. tekið virkan þátt I ýmsum félaga- samtökum I Breiðholti. Jónas Guömundsson, rithöf- undur (47 ára) og blaðamaöur við Timann. Jónas tók mikinn þátt i starfi ungra framsóknar- manna á sinum tima, en hefur ekki skipt sér mikið af stjórn- málastarfi siðan. Kristinn Björnsson, sálfræð- ingur (55 ára) er forstööumaður Sálfræöideildar skóla i Reykja- vik. Hann hefur lengi verið á framboðslistum flokksins I höf- uðborginni. Páll R. Magnússon, húsa- smiðameistari (38 ára) er for- stöðumaöur leikmyndadeildar sjónvarpsins. Hann hefur einnig veriö á framboðslistum flokks- ins undanfarin ár og tekið þátt i félagsstarfi i verkalýðshreyf- ingunni. Valdimar Kr. Jónsson, verk- fræðingur (43 ára) er prófessor i vélaverkfræði við Háskólann. Þvi starfi hefur hann gegnt sið- an 1972, en þaö ár kom hann heim frá störfum erlendis. Hver hreppir annaðsætið? Þótt búast megi við, að próf- kjörið um borgarstjórnarfram- boö Framsóknarflokksins hverfi að einhverju leyti i skuggann af prófkjörinu um þingframboðiö, er engu að siöur beðið meö nokkurri eftirvænt- ingu eftir úrslitunum. Þetta á alveg sérstaklega viö um, hver hreppa muni annað sætiö á framboöslistanum, enda eru átökin um það sæti höröust. Eins og áöur segir verður kosið á laugardag og sunnudag i báðum prófkjörunum, og ættu niöurstööur að liggja fyrir að- faranótt mánudagsins. —ESJ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.