Vísir - 19.01.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 19.01.1978, Blaðsíða 7
VTSIR Fimmtudagur 19. janúar 1978 7 ■N Lagði vörubílnum í kalda landinu og flaug heim í hlýjuna! Q msjón: Edda Andrésdóttir * y—— Loks var sló6in rakin til Par- isar. 1 pappirum fannst aö bill- inn hafði komið viö i Helsingja- borg og losað vörur i Stokk- hólmi. Siðan átti hann að fara tómurlengra inn i kuldann til að ná i vörur sem áttu að fara til Parisar. Vörubílstjóranum var kált og hann var orðinn fokvondur. Hann skildi þvi bilinn eftir og héit af stað gangandi. Það fauk heiftarlega i skapmikinn Frakka sem var á ferðinni um Svíþjóð fyrir nokkrum dögum. Honum ofbauð kuldinn í þessu norðlæga landi og bölvaði honum í sand og ösku á meðan hann ók vöruf lutningabíl sínum áfram lengra og lengra inn kuldann. Hitastigið var i kringum frostmark og það var miklu kaldara en Frakkinn sætti sig við. Vélin i vörubilnum var farin að hósta og sjálfsagt hann sjálf- ur lika. Ög rétt hjá Arlanda hafði hann fengið nóg. Hann lagði bilnum, skildi ljós- in eftir á og lykilinn fékk að vesa i. Siðan steig hann út úr bilnum bretti upp i háls og þrammaði i átt að Arlanda flugvellinum. Þar keypti hann sér miða með næstu ferð og flaug til konunnar sinnar i Paris og yfirgaf þetta ömurlega land að þvi er honum fannst. Hvað svo? Jú, billinn var áfram á sinum stað. Stuttu siðar ók lögreglubill framhjá. Lögreglumennirnir sáu að bilstjórinn var ekki i bilnum en giskuðu á að hann hefði aðeins brugðið sér frá. Næsta kvöld fóru rannsóknar- lögreglumenn framhjá. Sama sagan, billinn var þar enn, ljósin á, lykillinn i en bilstjórinn hvergi. Þetta leit út fyrir að vera meira en litið grunsamlegt. Var ,og tók fyrstu vél heim i hiýjuna hjá kerlu sinni i Parfs. þetta kannski eitthvað i sam- bandi við fikniefnasmygl? Hafði bilstjóranum verið rænt? Lög- reglumenn og hudnar komu á staðinn og það var farið að leita, en hvergi fannst bilstjórinn. Vöruflutningabillinn var færður, nákvæm leit hófst i hon- um. Hundarnir þefuðu en fundu ekkert athugavert. Allir pappir- ar sem áttu að vera i bilnum voru á sinum stað og allt virtist vera i lagi. En ekkert gaf vis- bendingu um það hver hafði ek- ið. Slóðin rakin til Parisar Það eina sem lá ljóst fyrir, var að vörubillinn hafði fundist á þjóðveginum. En hvernig komsthann þangað? Hafðihann flogiö eða hvaö? En skýringin barst svo frá lögreglunni i Parls. Bilstjórinn var i góðu yfirlæti hjá konu og börnum á heimili sinu i Paris þegar hann fannst. Með miklu handapati og stóryrðum lýsti hann þvi fyrir frönsku lögregl- unni, hverskonar land Svibióð væri, kalt, dimmt, nöturlegt og andstyggilegt. 1 reiði sinni vegna vélarbilun- -ar og kuldans yfirgaf hann bil- inn og hélt heim á leið. Auk þess kærði hann sig ekkert um meiri kulda og þar að auki snjó. Hann lók hafurtaskið sitt og flaug heim i hlýjuna hjá konu sinni. Siðast þegar fréttist af vöru- bilnum var hann á leið á á- fangastað. Bflstjórinn var sænskur og þvi vanari snjó og kulda en sá franski. —EA Fimmtugsofmœli 007 í Afríku Roger Moore með Mary McLaglen. Þaö var haldið hörku partý I miðri Afriku fyrir stuttu. Það var enginn annar en 007 sem átti fimmtugs-afmæli og þótti þvi tilhlýöilegt að halda rækilega upp á það. Meðai gesta voru ekki óþekktari hjónakorn en Richard Burton og kona hans Susy, svo einhverjir séu nefndir. Roger Moore er um þessar mundir að leika i kvikmynd sem heitir „The Wild Geese” sem tekin er aö miklu leyti i Afriku. Framleiðandinn, Euan Lloyd ákvað að koma stjörnunni á óvart og stóð fyrir þvi aö sam- kvæmið yrði haldið. Það var greinilega vel þegið og var bumpað þangað til klukkan var farin að ganga fimm um morgun næsta dags. Moore reyndi sig auðvitað i bumpinu með Mary McLaglen, Burton var hinn hressasti og skellti sér I dansinn. dóttur leikstjórans Andrew Mc- Laglen, en annars eyddi hann mestu af kvöldinu i dans með konu sinni Luisu. —ES Afmæliskoss frá eiginkonunni Luisu. SAAERGEL Verö kr. 19.310.-:__ Þ PDRF SlMI 81500•ARMÚLA11 Afgreiðum ím. V3-T37Q kvöld og hclgarrim. HUSBYGGJENDUR Einanpnarplast Stór-Reykjavíkursvæðið frá mánucfegi - föstudags. Afhendum vöruna á byggingsr- stað, viðskiptamönnum að kostnaðarlausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi. Féiagsprentsmiðjunnar hf. Spítalastíg 10 - Sími 11640 ÍSLENSK FVRIRTÆKI er útbreiddasta fyrirtækjaskrá landsins, innanlands og utan. Hún er notuð af stjórnendum og starfsmönnum fyrirtækja og öðrum sem þurfa að hafa aðgang að ítarlegum og aðgengilegum upplýsingum þegar þess gerist þörf. Sláið upp í (SLENSK FYRIRTÆKI og finnið svarið. ÍSLENSK FYRIRTÆKI Ármúla 18. Símar 82300 og 82302 Útbreiddasta uppsláttar- bókin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.