Vísir - 19.01.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 19.01.1978, Blaðsíða 2
— Kostnaður áœtlaður um 400 milljónir króna í tillögum nefndarinnar kemur fram,að hægt væri að standa undir kostnaðí við rekstur safnsins, með þvi að selja t.d. litlar hvalategundir úr landi. Myndin er tekin i Sædýrasafninu. ,,Sú nefnd sem Mennta- málaráðuneytið skipaði um mitt árið 1976, til að kanna byggingarf yrir- komulag, kostnað og staðsetningu á Fiska- safni, hef ur nú skilað áliti sinu", sagði Sólmundur Einarsson fiskifræðingur i símtali við Vísi. Hann situr í nefndinni fyrir Haf rannsóknarstofnun. Aðrir í henni eru: Sigurð- ur St. Helgason lífeðlis- fræðingur fyrir Háskóla Islands, Gunnar Kr. Jónsson frá Sædýrasafn- inu, Gunnlaugur Sig- mundsson frá Fjármála- ráðuneytinu og Steinunn Lárusdóttir frá Sjávarút- vegsráðuneytinu. ,,Við gerum ráð fyrir að kosl.naður við fiskasafn sé nú um 400 milljónir króna. Stað- setningin er háð þvi að hægt sé að fá upp sjó úr borholum og þvi er svæðið frá Hafnarfirði og út Reykjanesið best til fallið. Eins komu Vestmannaeyjar til greina, en við töldum að fyrr- nefndu staðirnir skyldu fremur valdir, vegna nálægðar við þétt- býli,” sagði Sólmundur. Ef talað er um kostnaðarhlið- ina, sagði Sólmundur að gert væri ráð fyrir að hægt væri að fá töluvert upp i rekstrarkostnað, ef safnið gæti selt út lifandi sjávardýr til útlanda. Ekki væri gert ráð fyrir að aðgangseyrir stæði undir rekstrinum. ,,Það er nauðsynlegt fvrir okkur, sem byggjum allt okkar á sjónum að hafa svona safn. Það er gert ráð fyrir að það sé notað i þrennum tilgangi. 1 fyrsta lagi er það notað við rannsóknir t.d. á atferli dýr- anna, veiðarfærum klaki og hvernig þessi dýr lifa við sem eðlilegastar aðstæður. I öðru lagi verður safnið notað sem nokkurs konar kennslustofnun fyrir skóla og þá nemendur á flestum skólastigum. í þriðja lagi gerum við svo ráð fyrir þvi að safnið verði notað til sýn- inga,” sagði Sólmundur. _j^p Magnús Sigtryggsson, verslunar- stjóri: Nei, alls ekki. Ég kaupr jurtasmjör áfram. Fólk á ekki að kaupa smjör þó að það lækki ein-® hvern stuttan tima. VlfiU Búason, bóndi: Nei, nei, smjör er svo ódýr og góð vara ogJ við kaupum hana eftir þörfum. Sjálfsagt verður lækkunin til þesai að við kaupum eitthvað meira en áður. Mér finnst þaö miklu betr® að lækka verðið innanlands en flytja vöruna út niðurgrein'd:;. I Þóra Geirsdóttir, verkakona|| Nei, ekki geri ég ráö fyrir þvi. Við höfum alltaf keypt smjör. Nei, éfe efast um það að ég fari að hamstra. B ÞORARINN HLEDRÆGASTUR I PROFKJÖRI Miklar hræringar eru i Fram- sóknarfiokknum i Reykjavik vegna prófkjöranna sem fram fara bæöi vegna þingframboðs og borgarstjórnarfrainboðs um helgina. Kandidatar hafa opnað skrifstofur og vinna ötullega að eigin kjöri, fundahöld eru tiö og hringingar miklar og verður ekki á þessari stundu séð hver er sigurstranglegastur. Tveir iþróttafrömuðir þeir Jón Aðal- steinsson, kaupmaður i Sport- ver og Alfreð Þorsteinsson framkvæmdastjóri hafa lcitað stuönings innan þeirra félaga- samtaka iþrótta sem þeir hafa unnið fyrir en aðrir sem ekki hafa til neinna slikra hópa að leita rótast i flokksmönnum. Þó er einn frambjóðenda við prófkjör til þingkosninganna al- veg laus við fyrirhafnarmikinn undirbúning. Það er Þórarinn Þórarinsson ritstjóri Timans og formaður þingflokks Frani- sóknar. Hann hefur ekki komið upp neinni skrifstofu og virðist ekki hafa neinn áróður i frantmi svo þeir sem við hann keppa telja sig hafa i fullu tré við hann um sæti á þinglistanum. Innan Framsóknarflokksins nýtur Þórarinn eðlilega mikils álits sem stjórnmálamaður. Hann hefur nú haft stjórn þing- flokksins á hendi um árabil og hefur vcrið sá af þingmönnun- um sem hefur haft cinna mest með stefnumótun flokksins að gera bæði i hlaði flokksins og á þingi. í landhelgismálinu má segja að hann hafi frá upphafi útfærslanna I tið fyrri vinstri stjórnarinnar verið einn helsti hugmyndasmiður flokksins á þeim vettvangi og getur hann þvi þakkað sér árangurinn i þvi máli ekki siður en hver annar af þeim þingmönnum sem falið var sérstaklega að hafa dagleg- an framgang þess á hendi. Þá er Þórarinn seigur baráttumaður enda hefur honum vcrið teflt frarn af flokknunt sem tals- manni hans i þrætumálum ýmiskonar. Nú er ltins vegar svo komið að engu er likara en Þórarinn veigri sér við að taka þátt I þvi sjónarspili, sent flokksbræður ltans hafa kontið á fót fyrir próf- kjörið. Þeir sem gerst vita um þýðingu Þórarins fyrir flokkinn hafa að visu tekið eitthvert við- bragð og hnippt i granna og kunningja en þær athafnir eru ekkert á móti þvi skipulega starfi sent keppinautar hans unt fyrsta sætið á listanum hafa I frantmi þessa dagana. t raun- inni munu þeir vera þrir sem sækjast eftir fyrsta sætinu á Þorarinn Þorarinsson þinglistanum: Einar Agústsson sem vann það sæti i tveimur siðustu prófkjörum en gaf þau eftir, Guðmundur G. Þórarins- son sem hefur sér til stuðnings ákveðnar hugmyndir núverandi flokksformanns um hann sem arftaka sinn, og Jón Aðalsteinn, kaupmaður og iþróttafrömuður. Þessir þrir menn eru með um- fangsmikinn undirbúning fyrir prófkjörið og ætla sér stóra hluti. Auðvitað er slikt ekkert tiltökumál a.m.k. ekki hvað Einar Agústsson utanrikis- ráðherra snertir sem vill nú vinna fyrsta sætið upp á það að sitja i þvi þegar til þingfram- boðs keniur. En þeir sem best þekkja til stjórnmálastarfsins innan Framsóknarflokksins hafa óneitanlega nokkrar áhyggjur af Þórarni Þórarinssyni. Falli hánn i prófkjörinu sjá þeir að skarð hans verður ekki fyllt að sinni. Auk þess benda þeir á að prófkjör sé annað en kosningar til þings. Prófkjörin hafa ýmsa annmarka og m.a. þann að and- stæðingar flokks geta haft áhrif á framboð með afskiptum af prófkjöri. Slik utanflokksaf- skipti munu ekki koma Þórarni til góða enda er verra að eiga við hann i kosningaslag en t.d. frambjóðendur sem mættu til leiksins með allt niður um sig i pólitiskum skilningi. Svarthöfði Fimmtudagur 19. janúar 1978 VISIR Soffia Kristjánsdóttir, nemi: Vafalaust ekki. Ég hef alltaf keypt smjör. Nei, ég hugsa að ég birgi mig ekki upp af smjöri Kolbrún Sigfúsdóttir húsmóðir: Já, það gæti gertþaö. Éghef ekkL keypt smjör hingað til en ég* hugsa að ég kaupi það núna. Ilefur lækkun smjör- verðs einhver áhrif á innkaup þin? H y í Reykjavík r

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.