Vísir - 19.01.1978, Blaðsíða 4
4
Buick Skyiark '62,
8 cyl. 255 cup sjálfskiptur i stýri. Power stýri og
bremsur. Svartur meö hvitan topp. Ný sumar-
dekk. Skipti á aöeins ódýrari koma til greina.
Cortina station '74
Ekinn 58 þús. km. Snjódekk, sumardekk. Skipti á
Comet eöa Maveric koma til greina. Verö. Tilboö.
Bronco '70
8 cyl, bcinskiptur. Grænn. Vel dekkjaöur. Ekinn 74
þús.. Útvarp. Verð kr. 1550 þús.
Ford Maverick '70.
(i cyl sjálfskiptur Ekinn 78 þús. milur. Grænn. Út-
varp. Góð vetrardekk. Verð kr. 1150 þús. Skipti á
ca. 500 þús. kr. bil.
Ætlarðu að kaupa< þarftu að selja. Viltu
skipta. Við höfum fjölda bifreiða í öll-
um verðflokkum sem hægt er að kaupa
fyrir skuldabréf.
ATH: HJÁOKKUR ER EINNIG OPIÐ
Á LAUGARDÖGUM OG SUNNUDÖG-
UM.
Viðskiptin fœrast
í œ ríkara
fe
i -f
mœli til okkar
Sérverslun fyrir
DIPLOMATA
4
ll
SÍFELLD ÞJÓNUSTA
SÍFELLD VIÐSKIPTI
Bílasalan Bílagarður
BORGARTÚNI 21.
Simar: 29750 & 29480
Voru loforðin, sem fólust i ákvæðum öryggissáttmálans, innantóm, eins og ráð-
stefnusalurinn i Helsinki hér á myndinni?
LOKASPRETTUR
BELGRADRÁÐ-
STEFNUNNAR
L0KS HAFINN
Diplómatarnir, sem
sitja öryggismálaráð-
stefnu Evrópu i Bel-
grad, mega bretta upp
ermarnar þessa vik-
una, þvi að framundan
er endaspretturinn,
sem verður ekki átaka-
laus milli austurs og
vesturs.
Þaö veröur lokasennan um
mannréttindi austantjalds, siö-
asta lotan i hnefaleik, sem hófst
i júni á ráöstefnunni og hefur far-
iðfram siöan, ýmist meö berum
hnúum eða varin meö silki-
hönskum diplómatsins.
Nú liður sem sé að leikslok-
um fyrir fulltrúa þessara 35
rikja, sem sækja ráöstefnuna
(Auk Evrópuríkjanna eru þarna
Kanada og Bandarikin.) — Þaö
barf að semja yfirlýsingu um,
hvernig haldinn hafi verið Hel
sinkisáttmálinn, sem þessi riki
undirrituðu 1975, þegar þiöan á
kala austurs og vesturs var i al-
gleymi. Sáttmálinn, sem kvað á
um aö grundvallar mannrétt-
indi skyldu virt, tekin upp efna-
hagsleg samvinna og dregið úr
vigbúnaöarkapphlaupinu.
Þaö hefur flest allt verið
sæmilega haldiö, nema loforöið
um aö virða grundvallarmann-
réttindi.
Sovétrikin, sem standa
frammi fyrir mannréttinda-
sókn Jimmy Carters forseta,
hafa gert það ljóst á ráðstefn-
unni, aö þau muni ekki þola, að
kommúnistarikin veröi vítt
fyrir alheimi vegna vanrækslu
þessa ákvæöis.
Samtimis hefur aöalfulltrúi
Bandarikjanna á ráðstefnunni,
Arthur Goldberg, lagt á þaö
áherslu, að stjórn hans og aðrir
bandamenn á vesturlöndum
vilji láta koma fram i yfirlýs-
ingunni brot Sovétmanna á
mannréttindaákvæðum. Enn-
fremur aö i henni komi
fram eitthvað nýtt, sem gæti
orðið til þess að auka þá sam-
vinnu, er Helsinkisáttmálinn
kvað á um.
I Belgrad telja menn, að þaö
muni ráða Urslitum um framtiö
,,detente”-stefnunnar, hversu
óþyrmilega vesturlönd muni
þjarma að austantjaldsrikjun-
um eða hversu fast kommún-
istarikin muni sporna gegn
auknum mannréttindum.
A fundi ráðstefnunnar i siö-
ustu viku áskildi Goldberg sér
rétt til þess að vekja máls á
andófsmönnum Austur-Evrópu,
þegar ráðstefnan kæmist á
lokastig. — „Ef andófsmenn eru
handteknir, ef þeir eru dregnir
fyrir rétt, áskiljum við okkur
fullan rétt til þess að tala um
það. Við föllum ekki frá þeim
■rétti.... til þess að tala um and-
ófsmenn, handtökur, ofsóknir
eða að geta nafna, málefna eða
lands.... eða yfirleitt hvað það,
sem okkur finnst hæfa að
ræöa”, sagöi hann.
Holland og Bandarikin vöktu
gremju austantjaldsmanna siö-
asta sumar, þegar fulltrúar
þeirra á ráðstefnunni hófu upp
raustir sinar og tiltóku ákveöin
dæmi um brot Sovétmanna á
ákvæðum Helsinkisáttmálans.
Nefnilega mannréttindaákvæö-
inu. Þaö voru dæmi um fangels-
anir einstaklinga, meðlima i
óopinberum samtökum borg-
ara, sem höfðu gát á þvi, hvort
rikisstjórnir þeirra færu að
ákvæðum Helsinkisáttmálans.
Fulltrúar kommúnistarikj-
anna hrUgöust hart við meö
gagnás. num, þar sem tiltek-
in voru dæmi um óeirðir á vest-
urlöndum, undirokun blökku-
manna I Bandarikjunum, óvirt
jafnrétti kvenna og indiána,
dæmi um atvinnuleysi ofsóknir
vinstrihópa og borgarastyrjöld
á N-trland, eða bann vest-
ur-þýsku stjórnarinnar við
ráðningu kommúnista til opin-
berra embætta. — T.d. var New
York sérstaklega getið sem
dæmi um vestræna borg, þar
sem glæpir og ofbendi vaða
uppi.
Goldberg svaraði fyrir hönd
landa sinna með þvi, að þessi
gegnrýni austantjaldsmanna
fæli I sér viðurkenningu á þvi,
að tilhlýðilegt væri að taka
mannréttindin til umræöu á
ráðstefnunni. Viðurkenndi
hann, að hans heimalandi væri
margt ábótavant i þessum efn-
um, en Sovétmenn gætu þó ekki
fært sér til afsökunar.
A lokafundi ráðstefnunnar
fyrir jólahlé slógu Sovétmenn
botninn i þessi oröaskipti með
þvi að saka Bandarikin um að
taka þetta umræðuefni i áróður-
skyni, sem gæti einungis orðið
til þess að spilla fyrir ,,de-
tente”.
Þetta er i stuttu máli andinn á
ráðstefnunni, áður en loka-
sjH-etturinn verður tekinn.
Fulltrúarnir áttu þvi erfitt
verk fyrir höndum, þegar þeir
tóku til á ný eftir jólahléð. Lágu
fyrir þeim til afgreiðslu um 100
nýjar tillögur.
„Helmingur þeirra eru áróð-
ursbrellur og samningamolar til
að versla með”, lýsti einn
nefndarformaðurinn þessum
tillögum. „Margar af þeim
varða þó mikilvæg málefni”.
Undir þaö siðarnefnda verður
að flokka Itarlega ályktunartil-
lögu vesturlanda, þar sem So-
vétrikin eru harðlega gagnrýnd
fyrir ofsóknir á hendur andófs-
mönnum, hamlanir á útflutningi
borgara og vanefndir á loforð-
um um frjálsara upplýsinga-
streymi milli austurs og vest-
urs. — Tillögu þessa bar Belgia
upp fyrir hönd EBE-rikjanna,
Noreg og Kanada. Er i henni
dregin upp dapurleg mynd af
þvi, hvernig Sovétrikin hafa
haldið Helsinkisáttmálann þessi
tvö ár, siðan þeir undirrituðu
hann.
Meðal diplómatanna á ráð-
stefnunni eru margir þraut-
reyndir samningamenn, m.a.
brýndir af Helsinkiráðstefn-
unni. Að þeirra mati fæst aldrei
botn i Belgraderáöstefnuna
öðru visi en báðir aðilar slaki á
afstöðu sinni, þó ekki væri til
annars en eyðileggja ekki „de-
tente”.