Vísir - 19.01.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 19.01.1978, Blaðsíða 5
VISIR Fimmtudagur 19. janúar 1978 CARTíR OG VANCt RtYNA AÐ MILDA SADAT FORStTA sem kallaði fulltrúa sína heim frá viðrœðunum í Jerúsalem Sadat forseti og Begin forsætisráöherra takast í hendur (á flugveilinum i Tel Aviv), en vináttan virðist ekki ætla að haldast lengi. Sadat hefur kallað samninga- menn sína heim. Moshe Dayan, utan- rikisráðherra tsraels, reyndi i morgun að sefa reiði Egypta, sem kallað hafa heim samninga- nefnd sina frá Jerúsa- lem og hætt viðræðum við ísrael i bili. Atti Dayan langt viðtal við hinn egypska starfsbróður sinn, Mo- hammed Kamel, áður en hinn siðar nefndi hélt til Kairó i morgun i flugvél með öðrum samninganefndarmönnum. „Mér þykir leitt að sjá þá fara, þvi að okkur hafði tekist að skapa gott andrúmsloft á samninga- fundunum og mér hafði sýnst, að grundvöllur væri fundinn til að semja um einstök atriði. Ég er samt vongóður um, að leið finnist til þess að halda samninga- viðræðunum áfram,” sagði Day- an i morgun. Sadat, Egyptalandsforseti, kallaði i gærkvöldi samninga- nefndina heim og aflýsti fundi varnarmálaráðherranna, sem halda átti næsta laugardag. — „Þeir vilja ekki frið, þeir vilja landsvæði,” sagði hann við Cyrus Vance, utanrikisráðherra Banda- rikjanna, sem staddur er i Jerúsalem og tekur virkan þátt I sáttaumleitunum. Egyptar vitnuðu i fyrri yfir- lýsingar Dayans og Menachem Begins, forsætisráðherra, til skýringar á viðræðuslitunum. — Rétt áður en viðræðurnar hófust hafði Dayan sagt, að Egyptum þýddi ekki að reyna að neyöa Israela til samninga með byssu við höfuðið. Betra væri að láta þessar friðartilraunir renna út i sandinn, en láta tilveru Israels renna út i sandinn. — Begin hafði og hneykslað egypska gesti sina i kvöldverðarboði á þriðjudag, þegar hann sagði, að afturhvarf til israelsku landamæranna, eins og þau voru fyrir striðið 1967 gæti aldrei leitt til friðar, en það er einmitt meginkrafa Sadats for- seta. Ollum kom þessi ákvörðun Sad- ats forseta i gærkvöldi mjög á óvart. Kom hún jafnflatt upp á landa hans, er staddir voru i Jerúsalem, sem aðra. Fyrir tilmæli Carters Banda- rikjaforseta hætti Sadat forseti við að aflýsa fundi varnarmála- ráðherranna á laugardaginn, ef Israelsmenn fengjust til þess að taka upp liölegri afstöðu. Ákveðið hefur verið, að Cyrus Vance fari til Kairó á morgun til þess að milda Sadat. Segjast Egyptar binda helstu vonir sinar um framhald friðarviðræðnanna við milligöngu Bandarikjastjórn- ar, ef henni takist að telja Israels- stjórn hughvarf. Gyðingar hóta að hleypa upp Óskars- athöfninni Samtök Gyöinga i Los Angeles hótuðu i gær mót- mælaaögeröum viö af- hendingarathöfn óskarsverö- launanna, ef bresku leikkon- unni Vanessu Redgrave yröu veitt kvikmyndaverölaunin. Hún er meöal þeirra sem út- nefndir hafa veriö til verðlauna fyrir aukahlutverk og er þaö vegna leiks hennar i „Júliu”. Sú kvikmynd fjallar um hörmungar Gyðinga i Þýskalandi á fyrstu valdaár- um Hitlers. En Gyðingar geta ekki fyrirgefið henni, aö hún fjár- magnaöi og aðstoöaöi við gerö kvikmyndar til stuðnings við málstað Palestinuaraba. Var það heimildamynd sem hét „Palestinuarabainn”. Verðlaunaveitingin verður 21. febrúar. GLÍMA VIÐ ÓHUGN- ANLtGA MORÐGÁTU Scotkmd Yard hefvr fundið þrjú kk, leilar tveggja til viðbótar og kvíðir því að fíeiri leynist falin Umfangsmikil morð- rannsókn stendur nú yfir i Bretlandi, þar sem lögreglan hefur fundið þrjú lik fórnar- lamba morðingjans, leitar tveggja til við- bótar, en óttast að fleiri eigi eftir að koma i leitirnar. Fórnardýrin hafa fundist á mismunandi stöðum i Skotlandi. Það siðasta, sem fannst, var Walter Scott-Elliot, fyrrum þingmaður Verkamannaflokks- ins. Lik hans hafði verið falið i skógi i Glen Affric i Inverness- hire. 260 km sunnar, við Braco i West-Pertshire, vinnur lögregl- an að þvi að grafa upp snævi- þakinn kartöflugarð i leit að eiginkonu Scott-Elliot, Dorothy (60 ára). Þau hjónin hurfu, eftir að rán var framið i ibúð jieirra i Lon- don 13. desember. Tæpum tveim vikum siðar fannst fyrsta likið i Dumfriesshire i Skotlandi, rétt norðan við skil Englands og Skotlands. Var þaö af konu, Mary Coggle að nafni, sem lög- reglan telur, að hafi búið um tima með Donald Hall, sem er bróðir fyrrverandi þjóns þeirra Scott-Elliothjóna. Lik konunnar fannst i læk. A mánudaginn fann lögreglan likið af Donald Hall i farang- ursgeymslu bifreiðar, sem skilin hafði verið eftir við hótel i North Berwick. Hótelstjórinn hafði visað lögreglunni á bilinn, eftir að hann fékk illan bifur á tveim mönnum, sem gistu þar um nótt. Lik Halls var nakið og plastpoki bundinn yfir höfuö honum. Þaö var þá fyrst, að ljós rann upp fyrir lögreglunni og hún setti þessi morð hvert i sam- band við annað. — Donald Hall hafði setið I fangelsi i Englandi, en verið látinn laus tveim dög- um áöur en hann fannst myrtur. Vegna upplýsinga, sem lög- reglunni hafa borist, er einnig leitað að liki garðyrkjumanns, sem vann á sveitasetri i Dum- friesshire og hvarf. Lögreglan hefur tvo menn i haldi og yfirheyrslum vegna þessa mál. Annar þeirra er þjónninn, sem starfaði hjá þing- manninum. FLUGR/tNINGJAR ÁLBÐTILKÚBU Farþegavél i innan- landsflugi i Equador var rænt i nótt með 60 far- þegum innanborðs og 5 rnanna áhöfn. Flug- ræningjarnir tveir neyddu flugstjórann til þess að fljúga áleiðis til Kúbu. Vélin var á leið til Quito til Guayaquil og tóku ræningjarnir stjórnina i sinar hendur skömmu eftir flugtak i Quito. Eftir við- komu i Guayaquil leyfðu ræningjarnir konum og börnum að yfirgefa vélina, öllum nema flugfreyjunum tveim. Aftur hafði svo Caravelle-þotan viðkomu i Panama, áður en hún tók stefnuna til Kúbu, og bætti þar á sig eldsneyti. Þetta eru fyrstu flug- ræningjarnir i langan tima, sem hafa það að takmarki að komast til Kúbu. Þegar flugrán hófust, voru það einkum öfgamenn i Bandarikjunum, sem rændu innanlandsflugvélum og leituðu hælis sem pólitiskir flóttamenn á Kúbu. En það lagðist af, þegar Castro, forseti Kúbu, gerði sam- komulag við Bandarikjastjórn um gagnkvæm skipti á flug- ræningjum og öðrum hryðju- verkamönnum. NÝR YFIR- MAÐUR FBI Carter forseti mun i dag tilnefna dómara frá St. Louis sem yfirmann FBI, alrikislögreglu Bandarikjanna, og leysa af hólmi Clarence Kell- ey, sem gegnt hefur þvi embætti til bráðabirgða. William Webster (repúblikani) hefur verið dómari við áfrýjunar- réttinn i St. Louis. Hann var tek- inn fram yfir Frank McGarr, dómara frá Chicagó, en þeir tveir þóttu einna helst koma til greina til starfsins. — Tilnefningin verð- ur borin undir öldungadeildina, sem verður að samþykkja emb- ættisveitinguna til þess aö hún taki gildi. Kelley var veitt embættið 1973 til tiu ára, en ákvað aö draga sig i hlé vegna deilu, sem spratt upp, þegar uppvist varð, að hann hafði notað starfsmenn FBI til þess aö vinna að smiðastörfum á heimili sinu. Sömuleiðis hafði hann þegið gjafir starfsmanna sinna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.