Vísir - 19.01.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 19.01.1978, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 19. janúar 1978 VISIR Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdarstjóri: Davíö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guómundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guó mundurG. Petursson. Umsjón meö helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Edda Andrésdóttir, Elías Snæland Jónsson, Guöjón Arngrímsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Jón Einar Guójónsson. Utlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Ölafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8 simar 86611 og 82260 Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Ritstjórn: Siöumula 14 simi 86611 7 linur Askriftargjald er kr. 1700 á mánuði innanlands. Verö i lausasölu kr. 90 eintakið. Prentun Blaðaprent h/f. Lögmál gálgafrestsins Annar helsti efnahagssérfræðingur Sjálfstæðisflokks- ins, dr. Guðmundur Magnússon prófessor lýsti ágætlega þvi horfi, sem þjóðarbúskapurinn er í, á ráðstefnu Stjórnunarfélagsins í siðustu viku. Sjónarmið hans eru um margt verð eftirtektar bæði fyrir samflokksmenn hans og aöra. Efnahagssérfræðingurinn bendir réttilega á, að við skömmtum gjaldeyri og þess vegna eigum við aldrei nóg af honum. Verðstöðvun og verðlagseftirlit hafa ekki forðaö okkur frá verðbólgumeti. Bankakerfið hefur skroppið saman þrátt fyrir hærri vexti en þekkist í þró- uöum löndum. Ennfremur vekur hann athygli á að sparnaður hefur verið meiri hér en gerist með öðrum þjóðum og við höf- um f járfest enn meir án þess að framleiðsluaukning hafi orðið að sama skapi. Við kaupum einníg skip i stórum stil á sama tima og takmarka þarf veiðisóknina. Ræktunar- styrkir og útf lutningsuppbætur hækka,þegar draga þarf úr framleiðslu. Þannig förum við öfugt að í flestum efnum. Ástæðan er sú,aö menn hafa markvisst notað verðbólguna til þess að leysa hagsmunaágreining og skjóta sér undan þeim vanda að velja og hafna. Afleiðingin er vaxandi ójöfn- uður, minni arðsemi og ónógur hagvöxtur. Stjórnmála- menn og hagsmunaforingjar, sem fylgt hafa verðbólgu- stefnunni, hafa keypt hinar ódýru lausnir þessu verði. I erindi sinu á Stjórnunarfélagsráðstefnunni benti dr. Guðmundur Magnússon á, að tregða hefur verið á að gripið væri til aðgerða ti'i mótvægis við spennu í eftir- spurn á vörumarkaði eða vinnumarkaði. Frestur er jafnan talinn á illu bestur. Gálgafresturinn er orðinn að efnahagslögmáli. Hann telur það einnig vera einkenni á hagstjórn hér á landi að menn hafa vantrú á leiðum, sem sannað hafa gildi sitt annars staðar. Þannig er það fyrst á síðasta ári,að stigið var skref i þá átt að stemma stigu við neikvæðum raunvöxtum. Dr. Guðmundur Magnússon og Ólafur Björnsson bentu á nauðsyn þessa fyrir tiu árum. Það var hins vegar fyrst eftir að bankakerfiö var raunverulega hrunið saman á siðasta ári og farið var að veita afurðalán beint úr seðla- pressunni að unnt reyndist að knýja fram breytta vaxta- stefnu. Efnahagssérfræðingur Sjálfstæðisflokksins dregur heldur ekki dul á, að aukin opinber umsvif og hallarekst- ur, sérstaklega með seðlaprentun, hafi aukið verðbólgu- vandann. Hann bendir einnig á að hingað til hefur verið brugðist við öllum efnahagssveiflum með verðbólguað- gerðum. i þvi sambandi er rétt að vekja athygli á, að Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins hefur nærfellt allan þennan áratug verið notaður til þess að viðhalda inn- lendri þenslu í stað þess að jafna verðsveiflur á erlend- um mörkuðum. i krónutölu hafa laun hækkað meir en í flestum nálæg- um löndum á síðustu árum. Egi að siöur stöndum við ná- grannaþjóðum okkar ekki jafnfætis að þvi er kaupmátt varðar. Með minni en jafnari kauphækkunum hefði verið unnt að halda sama kaupmætti og fullri atvinnu með minni verðbólgu. Verðbólgustefna forystumanna verkalýðsfélaganna i launamálum hefur þvi í raun réttri gengið þvert á hagsmuni launafólks í landinu. Dr. Guðmundur Magnússon segir, að takist ekki að ná samstöðu milli rikisvaldsins og aðila vinnumarkaðarins um svigrúm til kjarabóta verði rikisstjórnir á hverjum tima að grípa til hegningaraðgerða, sem vinnuveit- endum og launþegum væru Ijósar frá upphafi. Þetta er hverju orði sannara og einnig sú niðurstaða efnahags- sérfræðingsins,að eftir öllum sólarmerkjum að dáema verður von bráðar að vinna mikið umbótastarf á sviði efnahagsmála, ef forðast á meiri háttar vandræði. „OFT UM EINANGR- AÐAN, EINHÆFAN OG NIÐURDREPANDI HEIM AÐ RÆÐA" - HVER ERU ÁHRIF STOFNANADVALAR? „Mörgum lcikur forvitni á aövita hvort stofnanir hafi i raun ekki skaðleg áhrif á vistmenn. Við vitum að stofnun hlýtur að vera óæskileg, hún er hálfgerð þrautalending þjóðfe lagsins, en ástæður til þess geta verið margar, til dæmis vanþekking. Stofun býður ekki upp á neipar sambæriiegar aðstæður og erú á venjulegum heimiium þar sem einstaklingurinn er hluti af litilli heild og þat sem sömu manneskj- urnar umgangast hann að jafn- aði. Þessu er algerlega gagnstætt farið inni á stofnunum.” Þannig hefst kafli um áhrif stofnanadvalar i könnuninni sem Visir sagði frá i gær, en könnun þessi var gerð á geðheilsu vangefinna hér á landi og var lokaverkefni fjögurra háskóla- stúdenta i sálarfræði til B.A prófs. Það eru þau Aðalsteinn Sigfússon, Ingunn St. Svavars- dóttir, Margrét Arnljótsdóttir og Rósa Steinsdóttir. Oft um niðurdrepandi heim að ræða t kafla þessum eru taldir upp ýmsir ókstir stofnana. Meðal annars að flestar stofnanir hafi hvorki á að skipa nægilega fjölmennu né nægilega menntuðu starfsliði sem gerir það að verk- um að of margir vistmenn eru á hvern starfsmann. „Oft eru stofnanir stórar, ópersónulegar og settar á sérbás, utan við almennt skipulag. Ot á við hefur þetta neikvæð áhrif á almenning^ ” ,,Ef titið er inná þessar stofn- anir er um einangraðan, einhæfan og oft niðurdrepandi heim að ræða. Starfsfólk kemur ogfer, foreldrarhætta sér þangað endrum og eins, þegar þeir hafa tima. En vistmaðurinn er alltaf á sinum stað, ófær um að taka þátt i þvi' lifi sem hinn venjulegi borgari á kost á.” ,,En hvers vegna eru þessar stóru ómanneskjulegu stofnanir þá starfræktar? Þvi er ekki meira um dagheimili og sérskóla? „ÞÚ SKALT GERA GC Umsögn mín 23. des. sl. í Visi um nýútkomið rit- gerða- og ræðusafn Eysteins Jónssonar, alþingismanns 1933-1974, I sókn og vörn, gaf hinum ágæta rithöfundi og blaðamanni Indriða G. Þorsteinssyni tilefni til neðanmáisgreinar í blað- inu 6. jan. sl. — málsvarn Jón Þorláksson. fjár- málaráðherra 1925 hafði áþekkar hug- myndir um hagstjórn í kreppu og Keynes. ar Eysteins og hagstjórn ar hans, sem ég hafði gagnrýnt. Ég tel fulla ástæðu til að ræða sögu efnahagsmála og stjórn- mála tslendinga, þvi að sitt hvað má læra af mörgum mistökum ráðamanna ríkisins i hagstjórn. Þess vegna fagna ég grein Indriða, þótt ég sé alls ekki sammála honum, og ætla að bæta fáeinum athuga- semdum við hana. Sá tími er vonandi kominn, að vega má og meta í alvöru orð einstaklinga og athafn- ir. „Sannleikur" áróðurs- mannanna er á und- anhaldi, bæði skjallið og skæt i ng u r i nn . Þeim lesandi og skrifandi mönnum er að f jölga, sem ræða hugmyndirnar sjálf- ar kjarnann, en ekki hism- ið. Fjölmiðlakerfið er að opnast, þótt það hafi marga galla auk kostanna. Ég bendi til dæmis á einn galla við blaðagrein eins og þessa: miklar og órök- studdar einfaldanir eru nauðsynlegar (þótt ég telji Indriða að vísu hafa vinn- inginn i þeim efnum). Afstaða Eysteins í utan- rikismálum skynsamlegri en í efnahagsmálum. Ég lofaði Eystein Jónsson i um- sögn minni fyrir afstööu hans i utanrikismálum, fylgi hans meö réttum rökum við samvinnu Islendinga við aðrar vestrænar þjóöir (en ekki röngum rökum eins og landleigusinnanna.) Ég lét þess reyndar ógetið rúms- ins vegna að Eysteinn var fjár- ráðherra i vinstri stjórn- inni alræmdu 1956-58, sem hafði ómælt fé af varnarliöinu banda- riska (seldi þvi gjaldeyri á miklu hærra gengi en öllum öðrum, geröi herstöðina þannig að fé- þúfu) og gekk bónarveg að aðildarþjóðum Atlantshafs- bandalagsins vegna efnahagserf- iöleika sinna. Aðvörunarorð hans um landleiguna, sem ég vitnaði i með velþóknun, eru þvi hjáróma. En ég lofaði Eystein ekki fyrir af- stöðu hans i efnahagsmálum, rikisafskiptastefnuna, „hina leiöina” 1933 — 1974, og minnti á það, að hann var stuðningsmaður hinnar ranglátu kjördæmaskip- unar, sem breytt var til bóta i áföngum til ársins 1959. Eysteinn kunni ekki ef llefta boðorðið Um hvað erum við Indriði ó- sammála? Hann tók mál sitt svo saman: „Eysteinn var ekki nýt- inn á ræður sinar, en hann hefur verið talsmaður þess langa stjórnmálaævi, að nota opinbera fjármuni til aö létta undir meö landsmönnum i lifsbaráttunni. Hafi tækin og gögnin verið smá á kreppuárunum, þá voru þau það vegna ytri aðstæðna. Hafi verið stigið of stórt skref i atvinnuátt á timum vinstri stjórnarinnar, þá verður það ekki kennt ihaldssemi. Þess vegna fer best á þvi að stjórnmálaferill og stefnumið Eysteins Jóssonar sé skoðað af gætni og þvi hleypidómaleysi, sem hæfir þeim sem stiginn er út af sviðinu — næstum þvi.” Tökum þessar fjórar staðhæfingar Indriða til athugunar. 1 fyrsta lagi: Hvað eru „opinberir fjár- munir”? Fjármunir landsmanna. Þeir eru fengnir með skatt- heimtu, en ekki sendir af himnum hofan. Ef Eysteinn „létti undir” með sumum, þá notaði hann fjár- muni annarra til þess. (Voru Eysteinn Jónsson fjár- málaráöherra 1936 var góður gjaldkeri en slæmur hagstjórnar- maður sumir jafnari en aðrir I riki Eysteins?) Reynslan sýnir, að flestar tilraunir ráðamanna rikis- ins til þess aö „létta undir” með sumum verður einungis til að þyngja byrðarnar hjá öllum. Menn stauluðust „hina leiöina” á valdatima Eysteins, klyfjaðir þeim sköttum og tollum og öðrum álögum hans, sem hægðu einung- is á ferðinni til farsældar. Ég hef i fjölda morgunblaðsgreina fært rök gegn þvi að rikinu beri aö breyta tekjuskiptingu með mönn- um (þó að þvi beri aö tryggja þeim, sem geta það ekki sjálfir, tilverulágmark) og ætla ekki að endurtaka þau i þessari grein. Mestu máli skiptir, aö Eysteinn kunni ekki ellefta boöoröiö, sem Milton Friedman kallar svo: Þú skalt gera góðverk þin á eigin kostnað. Höft stundum nauðsynleg og haftastefna alltaf röng 1 öðru lagi: Er hægt að afsaka ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.